Þjóðviljinn - 20.11.1975, Síða 5
. Fimmtudagur 20. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5
Spiro Agnew
gerist
rithöfundur
Herald Tribune skýrir frá þvi
nýlega að Spiro Agnew fyrrver-
andi varaforseti Bandarikjanna
sem hrökklaðist úr embætti
vegna mútuþægni hafi lokið við
að semja skáldsögu sem væntan-
leg er á markað næsta vor.
Talsmaður Scott Meridith
Literary Agency sem er bók-
menntalegt ráðgjafarfyrirtæki
segir að hér sé á ferðinni pólitisk
skáldsaga sem gerist á næsta
áratug. Fjallar hún um frjáls-
lyndan og framgjarnan vara-
forseta Bandarikjanna sem
sækist eftir útnefningu flokks sins
til forsetaframboðs. í þeim
darraðardansi ná iranskir þjóð-
ernissinnar honum á sitt vald og
vilja beita honum i striði sinu
gegn israelum. Verður hann
óviljandi til þess að koma landi
sinu i alþjóðlega pólitiska kreppu.
Þess er getið i frétt blaðsins að
glaumgosaklúbburinn Playboy
muni gefa bókina út. —ÞH
Fasteignakaup á Spáni
virðist vera
samnorrœnt
vandamál
líins og menn muna urðu mikil
blaðaskrif um það I fyrra hvort
islenskir peningamenn hefðu
gerst brotlegir við gjaldeyrislög-
gjöfina og keypt sér fasteignir á
Spáni. Yfirvöld hétu þvi að rann-
saka málið en eins og svo oft vill
verða gufaði sú rannsókn upp.
Fasteignakaup á Spáni virðast
ekki vera neitt einkamál islend-
inga þvi nýlega skýrir Dagens
Nyheter frá þvi að englendingur
einn hafi verið handtekinn i
Sviþjóð, grunaður um að hafa
haft milligöngu um kaup á
sumarhúsum á Spáni fyrir
sænska peningamenn og er einnig
talið að hann hafi hjálpað þeim að
smygla sænskum peningum úr
landi i þvi skyni.
Englendingur þessi var fil
skamms tima starfsmaður
spænskrar fasteignasölu. Fyrir-
tækið auglýsti i sænskum blöðum
„kostakjör” ef menn væru á
þeim buxunum að kaupa sér
sumarhöll á Costa del Sol. Þessar
auglýsingar virðast hafa hrifið
þvi i fórum englendingsins
fundust kvittanir fyrir móttöku á
600 þúsund sænskum krónum i
það minnsta.
Englendingurinn harðneitaði
að hafa flutt þetta fé úr landi
heldur hafi það farið i ýmiss
konar kostnað i Sviþjóð.
Samkvæmt auglýsingunum nægði
þetta fé til kaupa á 10—20 húsum
á Spáni.
Lögreglan fann einnig ýmis
skjöl i fórum mannsins sem
leiddu til þess að 15 sviar voru
kallaðir til yfirheyrslu. Þeir
viðurkenndu ailir að hafa látið
manninn hafa fé til fasteigna-
kaupa á Spáni Að þeirra sögn
kvaðst englendingurinn mundu
sækja um heimild til yfirfærslu á
fénu en það láðist honum að gera.
Lögreglan gerir sig ekki ánægða
með skýringar fimmtánmenn-
inganna, þvi þeir eru flestir
atvinnurekendur og ætti þess
vegna að vera fullkunnugt um
ákvæði sænskra gjaldeyrislaga.
En málið er enn á byrjunarstigi
þvi i fórum englendingsins fannst
spjaldskrá með nöfnum 400 fjár-
sterkra svia sem lögreglan
hyggst ná tali af. Einnig er
ætlunin að senda menn til Spánar
að kynna sér húseignir svia þar
og eiga þeir að reyna að komast
að þvi hvernig þeir hafa komist
yfir þau.
Hér virðist þvi komið upp ansi
„heitt” fjársvikamál. En ólikt
virðast sænsk yfirvöld bregðast
harðar við en þau islensku...
— ÞH
VINDMYLLUR
Vindmylla Svend Jensens við heimili hans á Norður-Jótlandi.
Vœndiskonur alls Frakklands:
Sameinist!
Samtökin PUSSI í Bretlandi veita
siðferðilegan stuðning
ryða sér til
rúms í
Danmörku
Á timum orkukreppu og
þverrandi orkulinda er
skyggnst i allar áttir eftir
nýjum mögulcikum á orku-
framleiðslu. Panir sem livorki
liafa oliu né vatnsföll liafa skilj-
anlega mikinn áhuga á fram-
þróun i orkumálum. Eins og
fleiri renna þeir hýru auga til
kjarnorkunnar.
En Svend Jensen i Frederiks-
havn á Norður-Jótlandi datt i
hug aðe.t.v. væri timi vindmyll-
unnar runninn upp á nýjanJeik.
Hann rekur véla verkstæ^i og
þar hóf hann smiði vindmyllu.
Þegar hún var fullbúin reisti
hann hana á hlaðinu hjá sér og
nú segist hann spara sex þúsund
litra af oliu á ári fyrir tilstilli
vindmyllunnar.
En Svend Jensen er athafna-
maður og þvi hyggur hann á '
fjöldaframleiðslu. Hefur hann
gert samning við vélaverk-
smiðju i Dybvad og framleiðir
nú eina vindmyllu á viku. Ný-
lega vann hann þann sigur að
Um hundrað visindamenn frá
mörgum löndum settust á
rökstóla i Nýju-Delhi á Indlandi
ekki alls fyrir löngu til þess að
ræða vandamál sem snertir
vestræna visindamenn illa. Það
-hefur semsé komið i ljós að öpum
fer mjög fækkandi i heiminum og
er orðið erfitt fyrir rannsókna-
stol'ur að ía þá keypta.
Eins og allir vita eru apar taldir
nokkuð skyldir mannskepnunni
og þvi tilvaldir til að gera
tilraunir á þeim með ný lyf oþh.
Indverjar hafa verið stærstu
útflytjendur á þessu sviði og
fluttu um árabil um 200 þúsund
orkumálaráðuneytið úrskurðaði
að lög sem hvetja eiga til orku-
sparnaðar og nýtni ná yfir myll-
urnar hans. Samkvæmt þeim
greiðir rikið allt að 25% af stofn-
kostnaði við myllurnar. f
Verðið á hverri vindmyllu er
um 25 þúsund danskar krónur
(rúmar 700 þúsund isl. kr.). Þar
af fær kaupandinn allt að 5 þús-
und króna afslátt i krafti áður-
nefndra laga. Er talið að myllan
geti sparað allt að 4 þúsund
krónur á ári i olíukaupum.
apa út á ári hverju. Vinsælasta
tegundin var rhesus sem mikið
var af i skógum Norður-Indlands.
Með þvi að áhyggjur manna af
umhverfisspjöllum og eyðingu
dýrastofna jukust voru liömlur
settar á útl'lutning indverskra
apa. i fyrra var útflutningurinn
kominn niður i 50 þúsund stykki á
ári og verðið hafði hækkað úr 70
dollurum i 250 á einu ári. t ár
hefur útflutningurinn enn verið
skorinn niður um helming. Var
dýrunum farið að fækka iskyggi-
lega vegna óhóflegra veiða en
einnig kom til minnkun skóg-
Myllan er tengd við rafal og
getur þvi lýst og hitað upp hús.
Svend Jensen hefur bent á þann
möguleika að koma upp stórum
myllum i nágrenni spennistöðva
þar sem geyma mætti orkuna og
dreifa henni þegar mikið álag
er. Rekstrarkostnaður vind-
myllu er að sjálfsögðu enginn
þvi enn sem komið er hefur vind
urinn ekki verið verðlagður
neins staðar svo vitað sé.—ÞH
lendis vegna þess að nota þufti
landið til matvælaræktunar eða
beitar.
Bandariskir visindamenn hafa
miklar áhyggjur og stórar af
þessu máli. Bandariskar rann-
sóknastofur hafa keypt um helm-
ing þeirra apa sem falir eru á
heimsmarkaði og vinsældir
þeirra sem tilraunadýra hafa
stóraukist. Nú er orðið erfitt að fá
þá auk þess sem verðið hefur
stórhækkað. Onnur lönd sem flutt
hafa út apa, svo sem Perú og
Kólumbia, hafa einnig sett
strangar hömlur gegn útflutningi
þeirra.
PARIS þriðjudag — Um tvö þús-
und franskar vændiskonur komu
saman til fyrsta landsfundar sins
i Paris i dag. Klæddar dýrum
pelsum og i háleggja stigvélum
komu þær einbeittar á svip úr öll-
uni héruðum Frakklands og söfn-
uðust saman i salarkynnum sem
iðulega eru leigð undir stjórn-
málafundi.
Landsfundurinn er haldinn við
bakgrunn þeirrar nýlundu að lög-
reglan hefur fengið lagaheimild
til að gefa út handtökutilskipanir
á vændiskonur eftir þvi sem henni
best likar — að þvi er starfandi
konur i þessari stétt halda fram.
Lögin banna rekstur hóruhúsa en
um leið veita þau lögreglunni
heimild til að sekta þær konur
sem leggja net sin á gangstéttum.
Vændiskonur landsins hafa
smám saman gert sér ljóst að við
þessar óviðunandi kringumstæð-
ur dygðu ekkert annað en stéttar-
samtök á landsvisu. F'yrstu um-
merkin um stéttvisi komu i ljós i
sumar þegar vændiskonur i 6
Hafa visindarnennirnir hugleitt
þá lausn vandans að koma á fót
aparæktarstöðvum i Bandarikj-
unum en við það mundi yeröið
hækka enn meir.—ÞH (heimild
IHT)
stærstu borgum Frakklands tóku
kirkjur á sitt vald. Aðgerðirnar
voru stöðvaðar þegar þær bjuggu
sig til innrásar i sjálfa Notre
Dame (Vorrar-frúar-kirkju) i
Paris.
Helsti formælandi vændis-
kvennanna er hin ljóshærða Ulla
frá Lyon sem kveðst vonast til
þess að mynduð verði landssam-
tók á fundinum. Ráðagerð hennar
er sú að vændiskonur greiði skatt
af atvinnutekjum sinum gegn þvi
að lögreglan láti þær i friði og
meðhöndli þær systur sem hvert
annað atvinnufólk.
Allir 490 þingmenn á þjóðar-
samkundu frakka eru boðnir á
landsfund vændiskvenna og að
auki fjöldi þekktra manna af öðru
tagi. — „Við erum þreyttar á þvi
að komið er fram við okkur eins
og sora. Við viljum geta lifað eins
og aðrar heiðvirðar konur”, sagði
einn fundargesta i dag þegar hún
kom til salarkynnanna þar sem
hún hitti starfssystur sinar.
F'ulltrúi frá Lyon að nafni
Karine lagði áherslu á það að
vændiskonur eru hvorki óþokkar
né bjánar. „Við erum venjulegar
konur sem óskum eftir að lifa
eðlilegu lifi", sagði hún við komu
sina á fundinn.
Alls munu vændiskonur F'rakk-
lands vera um 30 þúsund talsins.
Tekjustig þeirra er afar misjafnt.
Sumar þeirra kvarta yfir þvi að
hafa verið sektaðar um allt að 180
þúsund krónur á mánuði.
F'rönsku konurnar hafa fengið
siðferðilegan stuðning frá starfs-
systrum sinum i Bretlandi sem
bundust samtökum á mánudag-
inn og nefnast þau „Félagslegt og
kynferðislegt heilindabandalag
vændiskvenna” (á ensku: Prosti-
tutes Union for Social & Sexual
Integrity, skammstafað PUSSI).
—reuter
(beimild Inf.)
Skortur á öpum til rannsókna