Þjóðviljinn - 20.11.1975, Side 6

Þjóðviljinn - 20.11.1975, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN ■ Fimmtudagur 20. nóvember 1975. Frá flokksráðsfundi Alþýðubandalagsins Kerfinu verður að breyta Kauphækkun ein dugar ekki Núum þetta leyti standa verka- lýðssamtökin frammi fyrirþvi að hefja viðræður við atvinnurek- endur um samninga — i þriðja sinn á þessu ári. — Þrátt fyrir þá tvo heildarsamninga sem gerðir hafa veriö á árinu, um mjög hóf- legar kauphækkanir, hefur óða- verðbólgan verið látin rýra kaup- mátt launanna verulega. Undan- farið ár hefur framfærsiuvisital- an hækkað að meðaltali um 4% á mánuði eða sem svarar 50% á ári, en á sama tima hefur almennt kaup aðeins hækkað um 30%. Taki maður tæplega tveggja ára timabil, þ.e. frá byrjun des- embermánaðar 1973 til nóvem- berbyrjunar nú hefur verðlag hækkað um 111% — rúmlega tvö- faldast. Á sama tima hefur kaup samkvæmt 6. taxta verkafólks eftir eins árs starfsaldur aðeins hækkað um 80%. Kaupmátturinn hefur samkvæmt þvi rýrnað um nærri 15% á þessu timabili. Rétt er að vekja athygli á þvi, að hér er um að ræða samanburð við kaupmáttinn áður en samning- arnir i fébrúar 1974 voru gerðir. Eins og séstaf framansögðu þá hefur þessi gffurlega verðbólga stórskaðað launafólk. — Hins vegar eru flestir þeirra sem hafa með rekstur i einni eða annarri mynd að gera verndaðir gegnum hin ýmsu „kerfi”, svo sem verð- myndunarkerfin, skattakerfið og fleira, —■ eða með þvi sem viSir menn i kerfinu hafa einu nafni nefnt „innbyggðan gangráð i efnahagskerfinu”. — Fái launa- hópurinn sem er innan Alþýðu- sambands Islands þó ekki sé nema óverulegar kauphækkanir þá eykur þessi „gangráður” verðbólguhraðann miskunnar- laustánalls tillits til kaupmáttar- ins, séu ekki gerðar sérstakar gagnráðstafanir hverju sinni. bað er gerð þessa gangráðs sem þarf að breyta. Þá má heldur ekki gleyma þeim stórlega magnandi áhrifum sem sifelldar gengis- lækkanir hafa haft á verðbólguna sem og miklar vaxtahækkanir fyrr á árinu, en þær komu að sjálfsögðu um „gangráðs-snæld- una” beint inn i verðlagið. Verkalýössamtökin vilja draga úr verðbólguhraða Verkalýðssamtökin hafa marg- sinnis lýst þvi yfir að það sé þeirra ósk að dregið sé úr verð- bólguhraðanum. Þau telja sig lika hafa tekið tillit til erfiðleik- anna undanfarið— viö samninga- gerð. í þvi sambandi er rétt að minna á það, að samningarnir sem gerðir voru i júni sl. voru þess háttar, að þeim var aðeins ætlað að tryggja að kaupmáttur lækkaði ekki á samningstimanum frá þvi sem orðið var i april sl. Hærra var boginn nú ekki spennt- ur, þrátt fyrir þá miklu kaup- máttarskerðingu sem launafólk hafði orðið fyrir áður. Á fundi miðstjórnar Alþýðu- sambands Islands i haust, voru kjaramálin rædd, og samhljóða samþykkt ályktun þar sem m.a. segir: ,,Með tilliti til ógnvekjandi verðbólgu sem nú hefur brennt allan eða nær allan þann ávinn- ing sem náðisti'kjarasamningum fyrr á árinu og enn heldur áfram án þess að nokkurt viðhlitandi við nám sé veitt af stjórnvöldum, lit- ur miðstjórnin á allsherjar upp- sögn kjarasamninga sem fyrsta skref til þess að mynduð verði öfl- ug samstaða allrar verkalýðs- hreyfingarinnar til baráttu gegn verðbólgunni og þeirri geigvæn- legu kjaraskerðingu, sem af henni hefur leitt og mun leiða, ef ekki verður nú þegar um gagn- gera stefnubreytingu að ræða i efnahagsmálum og kjaramálum. Verði að þvi stefnt að fullreynt verði á áramótum hvort samn- ingar geti tekist án verkfalls- átaka.” Fólk veltir þvi fyrir sér innan verkalýðssamtakanna i dag hvernig best verði fyrir samtökin að standa að málum viö i hönd farandi kjarabaráttu. Við óbreytt kerfi dugar ekki kauphækkun ein Þær raddir heyrast og kveður töluvert að þeim að nú borgi sig ekki að gera heildarsamninga heldur semji hóparnir hver fyrir sig, þ.e. á sérsambandagrund- velli. Við þær aðstæður sem nú eru fyrir hendi verður verkalýðs- hreyfingin að mæta atvinnurek- endum og stjórnvöldum samein- uð. — Sist af öllu yrði það ávinn- ingur fyrir láglaunafólkið að verkalýðssamtökin mættu sundr- uð til baráttunnar. AFERLENDUM IBÓKAMARKADÍ dtv-Perthes Weltatlas Grossraume in Vergangenheit und Gegenwart. Band 3-4. Síid- amerika. China. Werner Ililge- mann/GUnter Kettermann. Unter Mitarbeit von Manfred Hergt. Peutscher Taschenbuch Verlag 1975. Bindin fjalla um S-Ameriku og Kina. Kortin lituð og eru alls 22 i hvorri bók. Upplýsingar i kortum og texta um: legu, landamæri, landslag, fljót, hálendi/láglendi. loftslag, gróðurfar, landsnvtiar. námur, iðnað, verslun, samgöng- ur, orkulindir, sögu landsvæð- anna, ibúafjölda á ýmsum tim- um, trúarbrögð, borgir, kynþætti, þróunarefni, tungumál o.fl. Alls eru blaðsiður með kortasiðum 47, en efninu eru gerð skýr skil og i sjónhending má átta sig á höfuð- atriðum. Prentun er ágæt og rit þessi eru með þeim handhægustu og skýrustu sem nú eru á mark- aðnum um þessi efni. dtv. hefur einnig gefið út ágæta söguatlasa i tveim bindum. Alls verður þessi atlas i tólf bindum. Snorri Jónsson. Úr ræöu Snorra Jónssonar, framkvæmda- stjóra A.S.Í. Reynsla undanfarinna margra ára hefur sýnt okkur að kjarabæt- ur verða ekki tryggðar með kaup- hækkunum einum saman. Við- brögð þings og stjórnar eru á- kvarðandi um það hve lengi sú kaupmáttaraukning helst, sem um er samið hverju sinni. Verkalýðshreyfingunni má þvi vera ljóst, að við óbreytt kerfi er veruleg hætta á þvi að stórfelld kauphækkun veiti aðeins skamm- vinna kaupmáttaraukningu þar sem óðaverðbólgubálið mundi fljótlega brenna kauphækkunina upp. Við núverandi aðstæður virðist það hins vegar betri kostur að freista þess að ná samkomulagi sem fæli i sér samræmdar að- gerðir til að draga úr verðbólg- unni, og tryggja aukinn kaup- mátt. Kauphækkunin ásamt hlið- araðgerðum virðist raunhæfari lausn en kauphækkun einsömul án annarra aðgerða. — Alþýðu- sambandið hefur hvatt verka- lýðsfélögin til að segja upp kjara- samningum sinum þannig að þeir falli úr gildi um áramótin. Á fundi i miðstjórn Alþýðusam- bands Islands, sem nýlega var haldinn voru lögð fram drög að stefnumótun i efnahagsmálum, en endanleg afstaða til þeirra verður tekin á sambandsstjórn- arfundi Alþýðusambandsins 1. des. n.k. og á Kjaramálaráð- stefnu ASl daginn eftir. Mér þykir rétt að rekja hér i grófum dráttum efni þessa skjals um stefhumótun. Drög aö stefnumótun af hálfu Alþýöusambandsins Fyrst koma þrjú eftirfarandi grundvallaratriði: 1. Tryggð sé full atvinna. 2. Launakjör almennings verði bætt I samræmi við það, sem aðstæður frekast leyfa og sá kaupmáttur, sem stefnt er að að ná tryggður með raunhæfu fyrirkomulagi. 3. Ráðstafanir verði gerðar til að halda dýrtiðaraukningu innan ákveðinna marka, t.d. 10—15% á ári. Til að ná fram þessum grund- vallarmarkmiðum verði m.a. gerðar eftirfarandi ráðstafanir: ^ Áhersla verði lögð á að nýta til fulls framleiðslugetu þjóðar- innar og auka á þann hátt þjóðarframleiðslu og þjóðar- tekjur. Sérstaklega verði lagt kapp á að auka útflutnings- framleiðslu og framleiðslu, sem sparar erlendan gjald- cyri. • Tekin verði þegar i stað upp aöhaldssöm stjórn i gjald- cyrismálum og komið i veg fyrir óþarfa gjaldeyriseyðslu jafnt i innflutningi, fcrðalög- um og öðrum greinum. Settar verði reglur um timabundnar takmarkanir og/eða breyting- ar á aðfluitningsgjöldum á inn- flutningi á vörum, sem ekki geta talist nauðsynlegar. • Strangar reglur verði og sett- ar til að koma i veg fyrir und- anskot gjaldeyris og allir und- antekningalaust skyldaðir til að skila strax og hægt er gjaldeyri fyrir útflutning, um- boðslaun og þjónustustörf. • Dregið verði úr rekstrarút- gjöldum rikissjóðs og ótima- hærum framkvæmdum rikis- stofnana, cn þess þó gætt að nauðsynlegar framkvætndir og félagsleg þjónusta verði ekki skert. Hagur lifeyrisþega veröi i engu skertur. • Skattalögum og reglugerðum verði breytt þannig, að fyrir- tæki beri eðlilegan hluta af skattby rðinni. Fyrningum veröi breytt og það tryggt, að einstaklingar sem hafa með höndum atvinnurekstur greiði ávallt skatta af persónulegum tekjum sínum. Eftirlit meö söluskattsinnheimtu verði auk ið. Samtimaskattur verði tek- inn upp svo ‘fljótt sem kostur cr á. • Vextir veröi lækkaðir nú þeg- ar og áhersla lögð á að bæta lánakjör fram leiðslufy rir- tækja og þjónustugjöld opin- berra aðila verði ekki hækkuð á samningstimanum. Allar sjálfvirkar verðlags- hækkanir vcrði úr gildi numd- ar, þar á meðal á hvcrs konar þjónustu og búvörum. Lög og reglur um verðlagsákvæði og verðlagseftirlit verði endur- skoðuð með það fyrir augum að ná sterkari tökum á þróun verðlagsmála. Hámarksverð verði sett á sem flestar vörur ogbrcytingar háðar markaðs- athugunum og athugunum á afkomu fyrirtækja. • Opinberir starfsmenn fái full- an og óskoraðan samningsrétt um laun sín. Bændur hafi einnig fullan samningsrétt um sin launajör. 0 Niöurgreiðslum á vöruverði innanlands verði breytt i grciöslur, sem miöist við fjöl- skyldustærð. Það er, að i stað þcss að greiða niður búnaðar- vörur t.d., þá fái neytendur greiðslur beint til sfn, og hafi þannig frjálsara val um hvaða vörur þeir kaupa. • Lffeyrissjóðakerfið verði end- urskoðað i nánu samráði við samtök launafólks með þvi markmiði, að sjóðirnir geti veitt öldruðum og öryrkjum eðlileg eftirlaun. Allir lifeyris- sjóðir veiti hliðstæðar bætur eftir því sem frekast verður við komið. Undirbúin verði stofnun lifeyrissjóðs allra landsmanna. • Hraðað verði undirbúningi og framkvæmd yfirlýsingar fyrr- verandi rikisstjórnar frá febrúar 1974 um félagslegar i- búðabyggingar. Verðtrygging húsnæðislána umfram hóflegt vaxtalágmark verði afnumin. • Fólki, sem býr i sinni einu eignaribúð, sem keypt hefur verið á siðastliðnum 5 árum, skal innan tiltekiuna marka gefinn kostur á að breyta lausaskuldum sinum i föst lán, sem veitt verði með hagstæð- um kjörum. Þá skal þvi fólki einnig heimilt að ininnka við sig húsnæði, án þess að sölu- hagnaður verði skattlagður. • Bætur þeirra bótaþega al- m annatry gginganna, sem telja vcrður láglaunafólk, verði i engu skertar og sa mráð haft við verkalýðshreyfinguna um brcytingar á almanna- tryggingakerfinu. 0 Þegar ekki er lengur þörf á innheimtu sérstaks söluskatts til Viðlagasjóðs, verði sölu- skattsinnheimtan lækkuð seni þvi gjaldi nemur. Fallið verði frá ráðgerðri 800 milj. kr. lækkun á tolluin um næstu áramót vegna EFTA og Efna- hagsbandalagssamninga. Verkalýöshreyfingin á nú val milli tveggja leiöa Verkalýðshreyfingin stendur nú frammi fyrir þvi að taka á- kvaröanir um hvernig hún kýs að standa að málum i sambandi við kjarabaráttuna fram undan. Sú afstaða kemur til með að ráðast á næstu dögum og vikum. Þar er aðallega um tvær leiðir að velja i sambandi við baráttuna um kaupið og kaupmáttinn: 1. 1 fyrsta lagi: Það sem ég vil kalla hefðbundnu leiðina — Það að settar verði fram til- tölulega háar kaupkröfur með miðaf þeirri kaupmáttarrýrn- un, sem orðið hefur. Sá galli er á þeirri leið — en vel getur ver- iðaðsamtökin verði af stjórn- völdum og atvinnurekendum neydd til að fara hana — að nokkurnveginn er vist að við ó- breytt kerfi myndi sú kaup- hækkun duga skamma stund vegna enn aukinnar verðbólgu, sem kynni siðan við núverandi aðstæður að leiða af sér at- vinnuleysi. 2. I öðru lagi væri um að velja leið eftir þeim hugmyndum, sem ég skýrði frá áðan — það er að segja að kauphækkun yrði eitthvað lægri i bili, en eftir hefðbundnu leiðinni, en myndi — vegna breytinga sem gerðar yrðu um leið innan kerfisins — duga betur til að vernda kaupmáttinn þegar til lengri tima væri litið. Það hefur sjaldan riðið meir á þvi en nú að ná sem víðtækustu samstarfi innan verkalýðshreyf- ingarinnar um markmið og leiðir við i hönd farandi kjarabaráttu. Og þá einkum að góð samvinna takist innan samtakanna milli Al- þýðubandalagsmanna og Alþýðu- flokksmanna — og annarra já- kvæðra afla sem vilja vinna með verkalýðshreyfingunni — i þess- ari baráttu, sem nú stendur fyrir dyrum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.