Þjóðviljinn - 20.11.1975, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 20.11.1975, Qupperneq 7
. Fimmtudagur 20. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Greinargerö samstarfsnefndar fjöidasamtaka um vernd landhelginnar Slíkir samningar þýða 15-20 miljarða tap lyrir Þaö er hægt aö verja landhelgina Á blaðamannafundi f gær afhenti Samstarfs- nefnd um vernd land- helginnar þá greinargerð, sem hér fer á eftir um landhelgismálið: Eftirtalin félagasamtök hafa komið sér saman um að stofna Samstarfsnefnd um vernd land- helginnar. Alþýðusamband tslands, . Sjómannasamband tslands, Verkamannasamband tslands, Farmanna og fiskimannasam- band tslands, Félag áhugamanna um sjávar- útvegsmál. Tvær meginástæður eru til stofnunar samstarfsnefndar- innar. önnur er hin alvarlega aðvörun, sem fram kemur i skýrslu Hafrannsóknarstofn- unar tslands um ástand fiski- stofnanna á fiskimiðunum við landið. Hin er sú staðreynd, að þrátt fyrir aðvaranir þær, sem fram koma i skýrslunni, halda islensk stjórnvöld áfram við- ræðum við erlenda aðila, um hugsanlega undanþágusamn- inga útlendinga til áframhald- andi fiskveiða i islenskri fisk- veiðilandhelgi. Samstarfs- nefndin telur, að eins og nú er komið, sé brýn nauðsyn á, að koma i veg fyrir alla samninga- gerð við útlendinga um fisk- veiðar hér við land. Samstarfsnefndin hefur þegar átt viðræður við forsætisráð- herra, og utanrikisráðherra, og við fulltrúa allra stjórnmála- flokka á Alþingi. Nefndin hefur boðið öllum stjórnmálaflokkun- um þátttöku i störfum sinum. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa þegar tilnefnt fulltrúa til samstarfa við nefndina, en svar erenn ókomið frá stjórnarflokk- unum. Skýrsla Hafrannsókna- stof nunarinnar. Samkvæmt skýrslu Hafrann- sóknastofnunarinnar er lagt til, að á næsta ári verði leyfilegur hámarksafli helstu botnfiskteg- unda á íslandsmiðum sem hér segir: Þorskur 230.000 tonn, Ýsa 38.000 tonn, Ufsi 75.000 tonn, Karfi 50.000 tonn til 00.000 tonn. eða samtals um 390.000 til 400.000 tonn. t skýrsiunni kemur fram, að verði ekki dregið úr sókn i þessa fiskstofna til samræmis við til- lögur stofnunarinnar, megi bú- ast við ört minnkandi heildar- afla eftir 2. ár. Við athugun á tillögum islenskra fiskifræðinga um leyfilegan hámarksafla, og heildaraflamagn íslendinga undanfarin ár, kemur i ljós, að aflamagn íslendinga hefur verið, i nokkur undanfarin ár, næstum það sama og nú er lagt til að ákveðið verði sem heildar- aflamagn. Það er þvi ljóst, að eins og nú er komið, er ekki hægt að semja um aflamagn til útlendinga án þess að slikir samningar komi niður á islend- ingum, þ.e.a.s., að draga verði frá leyfilegu aflamagni lands- manna sjálfra, þann afla, sem útlendingum yrði heimilað að veiða. Samningaviöræöur við útlendinga. Slitnað hefur upp úr samn- ingaviðræðum rikisstjórnarinn- ar við breta, að minnsta kosti i bili. Upplýst hefur verið, að rikis- stjórnin hafði boðið bretum samning um 65.000 tonna árs- afla. Kunnugt er einnig, að rikisstjornin hefur boðið þjóð- verjum samning um 45.000 tonna ársafla. Bretar hafa hins vegar sett fram kröfur um 110.000 tonna ársafla og þjóð- verjar 65.000 tonna afla. Það liggur þvi ljóst fyrir, að islensk stjórnvöld hafa þegar boðið bretum og þjóðverjum samtals 110.000 tonna afla á ári. Verði samið við breta og þjóð- verja um það aflamagn, sem þegarhefur verið boðið má telja vist að á eftir komi samningar við færeyinga, norðmenn, og belgiumenn, og sennilega einnig Austur-Evrópuþjóðir. Ef tillit er tekið til fyrri undanþágu- samninga við þessar þjóðir og veiðar þeirra hér við Íand, er liklegt að samningar við þær leiði til veiðiheimilda sem nema 30.000 til 40.000 tonnum á ári. bau tilboð sem rikisstjórnin hefur þegar gert bretum og þjóðverjum stefna þvi til þess, að útlendingum verði gefinn kostur á 140.000—150.000 tonna aflamagni á ári, en það jafn- gildir 33%—40% af þeim hámarksafla, sem islenskir fiskifræðingar telja mögulegt að levfa á næsta ári. Afleiðingar samninga. Ef samið yrði um veiði- heimildir útlendinga á þessum grundvelli, myndi það hafa þær afleiðingar, að minnka heildar- okkur aflamagn íslendinga, frá þvi sem verið hefur, um 140.000—150.000 tonn, eða um 33%—40%, ef fara ætti eftir til- lögum Hafrannsóknastofnunar- innar um hámarksafla. Verði aflamagn islendinga hins vegar ekki skorið niður, en samið við útlendingana, biasir við sú geigvænlega hætta um af- drif fiskistofnanna, sem Haf- rannsóknastofnunin hefur varað við. Niðurskurður á heildarafla islendinga, mundi hafa hinar al- varlegustu afleiðingará afkomu allra landsmanna. Útflutnings- verðmæti 140.000 til 150.000 tonna fiskafla gæti numið 15.000 til 20.000 miljónum króna. Niðurskurður heildaraflans um 33%—40% hlyti að leiða til at- vinnuleysis sjómanna og fisk- verkunarfólks og reynda einnig margra annarra, sem á óbeinan hátt vinna við framleiðslu, flutninga og sölu á sjávarafla. Það verður að undirstrika sérstaklega að engin ástæða er til samninga við útlendinga um fiskveiðiréttindi við Island, þvi erlendar þjóðir eiga engan laga- legan rétt i þeim efnum. Aljjjóðaiög ákvarða ekkert um viðáttu fiskveiðilandhelgi, en hins vegar er forgangsréttur strandrikis til veiða á hafssvæð- um sinum viðurkenndur af öll- um og staðfestur af Haagdóm- stólnum. Gæsla landhelginnar: Þvi er stundum haldið fram af þeim sem helst gerast talsmenn þess að semja um veiðiheimild- ir útlendinga, að með samning- um geti verið hægt að ná meiri árangri um verndun fiskistofna við landið, en án samninga, og er þá á það bent að hæpið sé, að islendingar geti komið i veg fyrir ólöglegar veiðar erlendra skipa. Samstarfsnefndin hefur kynnt sér sérstaklega álit ýmissa sjálfa skipsstjórnarmann, þará meðal skipsherra landhelgisgæslunn- ar, um möguleika á vörslu 200 milna landhelginnar. Álit þess- ara skipsstjórnarmanna er það, að fullkomlega sé hægt að verja 200 milna landhelgina fyrir veiðum útlendinga með þeim skipa og tækjakosti sem Land- helgisgæslan hefur nú og með viðbót nokkurra stærri togara, sem islendingar eiga, og ættu að geta sett i gæsluna hvenær sem er. Engir undanþágusamn- ingar verði geröir: Það er álit Samstarfsnefndar- innar að koma þurfi i veg fyrir alla undanþágusamn. við út- lendinga eins og nú er ástatt. Nefndin leggur þvi höfuð- áherslu á, að allir landsmenn leggist á eitt með að stöðva þá samningagerð, sem nú er i gangi. Enginn vafi leikur á, að mikill meirihluti landsmanna er algjörlega andvigur samning- um um veiðiheimildir útlend- inga. Átelja verður þá miklu leynd, sem átt hefur sér stað i sambandi við þær samningavið- ræður. sem fram hafa farið. Þjóðin hefur verið dulin eðlileg- um upplýsingum um málefni, sem varða framtiðarafkomu hennar. Fréttir af þvi sem verið hefur að gerast i samningavið- ræðunum hafa helst borist til hennar erlendis frá. Samstarfs- nefndin telur að aðeins eindreg- ið almenningsálit geti stöðvað fyrirhugaða samningagerð um veiðar útlendinga hér við land. Það almenningsálit verður nú að láta sterklega i sér heyra. ef koma á i veg fyrir þá ógæfu. sem mundi leiða af undariþágu- samningum. Samstarfsnefndin til verndar landbelginni. Reykjavik. 19. nóv. 1975. Öryrkjar taka að sér framleiðslu á raf- eindatækjum Iðntækni Iðnlækni bf hefur nú ákveðið að hcfja f jöldaframleiðslu á nokkrum af þeim vörum, sem þeir hafa smiðað samkvæmt pöntunum siðustu árin, en fyrir- lækið var stofnað árið 1971. Oerður hefur verið samningur við Öryrkjabandalag tslands um framlciðsluna og i húsi siðar- nefnda aðilans hefur visir að verksmiðju vcrið settur upp. Munu öryrkjar leysa þar af hendi færibandavinnu við samsetningu flókinna tækja. Það var Öryrkjabandalagið sem átti hugmyndina að þessari ágætu samvinnu, sem þarna er að takast. Félaga þess vantaði létta vinnu og ekki er lakara að hafa vinnustaðinn i sama húsi og svo margir öryrkjar búa i. Fyrst um sinn verður unnið i kjallara hússins en siðar mun vinnusalur- inn flytjast upp á 4. hæð i nýrri byggingu i Hátúninu. Iðntækni hefur lagt áherslu á að hasla sér völl á sviði sjálfvirkra stjórnunartækja. Margs konar tæki hafa verið smiðuð og má nefna t.d. að fimmtán smátölvur frá fyrirtækinu eru i notkun sem nú hefur ákveðiö að fjöldaframleiða nokkrar af vinsælustu söluvörum sínum hérlendis. 18 manns starfa nú hjá Iðntækni, sem er i eigu 24ra einstaklinga, sem margir hverjir eru meðal þeirra, sem þar vinna. Fjöldaframleiðslan mun i byrjun beinast að þremur tækjum, sem öll hafa reynst vinsæl. Er þar fyrst að telja gjaldmæia i leigubifreiðar, sem vonast er til að hægt sé að gera að útflutningsvöru. Þá er um að ræða vélgæslubúnað fyrir skip og verksmiðjur, sem gefur frá sér hljóð-eða ljósmerki ef eitthvað fer úrskeiðis. í þriðja lagi ýerða fjöldaframleidd tæki sem mæla hitaútblástur á vélum- en slikt getur verið mjög nauðsynlegt og fyrirbyggjandi tæki. Gjaldmælirinn frá Iðntækni hefur verið i smiðum i tvö ár og hafa ”einn og hálfur” maður einbeitt sér að verkinu. Kostnaður er kominn upp i 6 miljónir en fjárhagsaðstoð frá þvi opinbera mun vera i lágmarki. Hafa að sögn Iðntæknismanna fengist samtals 1.8 miljón i styrk til fyrirtækisins frá Iðnþróunar- sjóði. 20-25% kostnaðar við þessi islensku rafeindatæki er erlendur, en að öðru leyti er um islenska framleiðslu að ræða. Samkeppnin i verðlagi er að sögn erfið, 7% tollvernd er það sem boðið er upp á en 4-7% tollur er lagður á innflutt hráefni til fyrir- tækisins. bá veldur hin geysiöra þróun á þessu sviði miklum kostnaði við menntun starfs- kraftsins og nú er t.d. verið að senda mann til útlanda tii þess að Samsetningarvinnan fer fram I sjálfstýrðum færibandavélum sem auðvelt er að sitja við. kynna sér dvergrásir og notkun þeirra. lslendingar hafa ávallt verið mikið fyrir tækninýjungar á sviði hvers kyns öryggisútbúnaöar. Þannig er t.d. viðurkennt að á meðan norska fyrirtækið Simrad var að byggja upp sina fram- leiðslu lifði það að verulegu levti á islendingum. sem keyptu allt að 80% framleiðslunnar. Þvkir for- ráðamönnum Iðntækni þvi tima- bært að reyna að færa framleiðslu slikra rafeindatækja inn á islenskan markað. -i-gsp

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.