Þjóðviljinn - 21.11.1975, Blaðsíða 3
Föstudagur 21. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
Síldveiðar i Norðursjó
Tillaga
íslendinga
felld
Fundi Noröaustur-Atlantshafs-
fiskveiðinefndarinnar i London
iauk i fyrrakvöld. bar var felld sú
tiliaga islensku fuiltrúanna að
sildvciðar I Norðursjó skyldu
alveg bannaðar alit næsta ár.
Féllu atkvæði 10:3 en tveir sátu
hjá.
Niðurstöður fundarins voru þær
að samþykkt var að leyfa veiði á
87 þúsund tonnum sildar I
Norðursjó fyrri helming næsta
árs. Þar af mega islendingar
veiða 5 þúsund tonn.
A fundi nefndarinnar sl. vor var
samþykkt að leyfa veiðar á 254
þúsund tonnum frá 1. júlí sl. fram
til loka næsta árs. Mælst var til
þess að þjóðirnar skiptu kvótum
sinum i þrennt
óánægja meö
gamla kvótann
Þórður Asgeirsson skrifstofu-
stjóri I sjávarútvegsráðuneyti sat
fundinn fyrir tslands hönd. Hann
kom heim i gær og náði Þjóð-
viljinn tali af honum.
— Við erum að sjálfsögðu
óhressir yfir þvi hve menn eru
tregir til að fara að ábendingum
fiskifræðinganna. Við lögðum
fram tillögu um algert bann við
sildveiðum i Norðursjó næsta ár
en hún var kolfelld, vestur-þjóð-
verjarog pólverjar voru þeir einu
sem studdu okkur og portúgalir
og spánverjar sátu hjá.
En fyrst ákveðið var að leyfa
áframhaldandi sildveiðar getum
við unað vei við okkar hlut. Okkur
var úthlutað fimm þúsund
tonnum fyrri hluta næsta árs. A
fyrri hluta árs nam veiði islensku
skipanna 5.100 tonnum og hefur
aldrei verið meiri þvi við veiðum
mest siðar hluta ársins.
— Nú hafði kvótinn verið
ákveðinn áður. Af hverju þurfti
að breyta honum?
— Það reyndist nauðsynlegt
þvi margar þjóðir, þám. islend-
ingar, höfðu mótmælt kvótanum
og hunsað tilmæli nefndarinnar
um að skipta honum i þrennt.
Bretar voru td. búnir með sinn
kvóta fyrir allt timabilið, danir
höfðu farið langt fram yfir sinn
kvóta og islensku skipin hafa veitt
um 12 þúsund tonn af 19
þúsundum sem þau máttu veiða.
Við fórum fram á að allar þjóð-
irnar legðu fram tölur um veiðar
sinar frá 1. júli og urðu allir við
þvi. Sýndu þær aö fram til
septemberloka höfðu verið
veiddar um 120 þúsund lestir af
Veiðar leyfðar
á 87 þúsund
tonnum fyrir
hluta 1976
— Islendingar
fá 5 þúsund
sild eða tæpur helmingur leyfi-
legs veiðimagns fyrir 18 mánuði.
Ætti að stuðla
að samdrætti
— Hvernig kemur þessi sam-
þykkt út i samanburði við þá
fyrri?
— Það er ekki gott aö bera þær
saman en þetta ætti að þýða sam-
drátt veiðanna. Næsti fundur
nefndarinnar verður haldinn i
febrúar eða mars — (21. april að
sögn Reuter) og þá verður tekin
ákvörðun um veiðikvóta siðari
hluta ársins. Á ég von á þvi að þar
verði enn frekar dregið úr veið-
unum. En ég vil koma þvi að hér
að munurinn á okkar tillögu um
algert bann og þeirri sem varð
ofan á er ekki 87 þúsund tonn.
Okkar tilllaga snerti einungis
beinar sildveiðar en i þessum 87
þúsund tonnum er einnig gert ráð
fyrir þeirri sild sem kemur i net
báta sem eru við aðrar veiðar,
einkum spærlingsveiðar sem
danir og norðmenn stunda mikið.
1 fyrra nam þetta magn um 40
þúsund lestum og það má reikna
með að það nemi vel yfir 2&
þúsundum lesta fyrri hluta næsta
árs þannig að raunverulegur
munur á tillögunum er sennilega
um 60 þúsund tonn, sagði Þórður
að lokum.
t frétt frá Reuter segir að fiski-
fræðingar nefndarinnar hafi
skýrt frá þvi að stærð sildar-
stofnsins i Norðursjó sé nú ein-
ungis tiundi hluti þess sem hún
var fyrir áratug.
Skipting þeirra 87 þúsund tonna
sem leyfilegt er að veiða fyrri
hluta næsta árs er þessi: Belgia
800 tonn, danir 23 þúsund, færey-
ingar 5 þúsund, frakkar 5.300, hol-
lendingar 7.300, austur-
þjóðverjar 2.200, vestur-
þjóðverjar 4.500, islendingar 5
þúsund, norðmenn 13 þúsund,
pólverjar 3.700, sviar 5 þúsund,
bretar 5.700, sovétmenn 5.300 og
aðrar þjóðir 1.200 tonn.
—ÞH
LÁN AMÁL ARÁÐSTEFN A
UM HELGINA
A þessu hausti hefur rikis-
valdið látið i ljós áform um að
skerða námslán stórlega. Á
sama tima er verið að endur-
skoða lög um námsaðstoð,
sem hafa munu úrslitaþýðingu
um kjör námsmanna á næstu
árum. Af þvi tilefni hefur
Kjarabaráttunefnd náms-
manna ákveðið að boða til
ráðstefnu um lánamálin um
næstu helgi.
A ráðstefnunni er ætlunin að
fjalla um eftirtalda fimm
málaflokka: 1) hlutur náms-
aðstoðar á fjárlögum 1976, 2)
endurskoðun laga um náms-
aðstoð, 3) þjóðfélagslegt hlut-
verk námsaðstoðar, 4) sam-
skipti námsmanna og verka-
lýðshreyfingar og 5) verk-
menntun.
Ráðstefnan verður haldin i
Arnagarði við Suðurgötu og
hefst hún kl. 9 laugardags-
morguninn 22. nóvember.
Verða þá framsöguerindi og
almennar umræður, en siðar
mun ráðstefnan skipta sér i
starfshópa. Hver þeirra mun
fjalla um einn af ofantöldum
málaflokkum, og munu þeir
starfa siðari hluta dags á
laugardag og fram að hádegi á
sunnudag. Eftir hádegi á
sunnudag verður fjallað um
niðurstöður starfshópanna, og
er áætlað að ráðstefnunni ljúki
um kl. 18.
r L . • ■■■.■ !
lr—rr—
Flotvörpuvindan sem J. Hinriksson smiðaði, komin um borö I Pál Pálsson frá Hnifsdal.
IsL flotvörpuvinda
og bœði betri og ódýrari en innfluttar
Vélaverkstæði J. Hinriksson að
Skúlatúni 6 i Reykjavik smíðaði
sl. sumar fyrstu flotvörpuvinduna
sem smiöuð hefur verið hér á
landi og var hún i haust sett um
borð i skuttogarann Pál Pálsson
IS 102 frá Ilnifsdal og hefur hún
reynst mjög vel, gefur innfluttu
togvindunum ekkert eftir en var
mun ódýrari en þær og það svo
skiptir miijónum kr.
Nú eru þrjár flotvörpuvindur i
smiðum hjá fyrirtækinu og er þar
aðeins um framleiðslu fyrirtækis-
ins að ræða, þær hafa enn ekki
verið seldar.
Jósafat Hinriksson, eigandi
fyrirtækisins sagði í gær að
útgerð Páls Pálssonar léti sér-
staklega vel af vindunni og væri
ljóst að hægt væri að spara
miljónir króna með þvi að smiða
þessar vindur hér heima, auk
gjaldeyrissparnaðar sem er þvi
samfara að smiöa slika hluti sem
þessa hér á landi.
Fyrirtækið J. Hinriksson hefur
um árabil sérhæft sig i smiði alls-
konar togveiðibúnaðar og hefur
jafnvel flutt framleiðslu sina út.
—S.dór