Þjóðviljinn - 21.11.1975, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 21.11.1975, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1975. vor i <3 Bréf úr dreifbýlinu Nú þegar grýlur og leppalúðar Atlantshafsbandaiags og Efna- hagsbandalags sækja sem ókaf- ast aö kjarklitlum stjórnendum okkar, þá finnst mér að nú sé timabært að rifja upp fyrir al- menningi nöfn þeirra manna sem ekki hafa þorað að standa upp- réttir þegar tunguliprir blekk- ingameistarar eða frekir of- beldismenn erlendir ýmist hafa leikið sjónhverfingar eða hótað okkur ofbeldi. Ég skora á Þjóðviljann að gefa nú út aukablað þar sem skýrt yrði frá atkvæðagreiðslum á Alþingi i sambandi við herinn og land- helgina allt frá striðslokum, hvernig atkvæði féllu hverju sinni og best ef hægt væri að birta myndiraf þeim alþingismönnum sem komu við sögu. Þetta ætti að fela áhugasömum blaðamanni eða sagnfræðingi að vinna. Kannske væri lika rétt að birta enn einu sinni myndina af þeim hópi marina sém einkenndur hef- ur veriö meö tveimur bókstöfum, litlum og rjfja upp nöfn þeirra heiðursmanna. Svo er það álsamningurinn ill- frægi. Rétt væri að rifja upp hvernig atkvæði féllu i sambandi viö hann. Þar seldu lélegir valda- menn islenskir erlendu auðfélagi sjálfdæmi sem það notar sér þannig að við erum stöðugt að greiða fyrir það hluta af rafork- unni, um leið og það sem við greiðum sjálfir. En snúum okkur nú að öðru. Það er sorgleg staðreynd, að allt frá þvi að islendingar öðluðust fullt sjálfstæði þann 17. júni 1944 höfum við verið umkringdir svo- kölluðum vinum i öllum áttum, eða næstum þvi, að sögn okkar ráðamanna. Vinum, sem hafa allt viljað fyrir okkur gera, tryggja frelsi okkar og sjálfstæði, og boð- ist til að miðla okkur úr allskonar sjóðum ef okkur kynni að skorta fé. En allt háð þvi að við lytum forsjá þeirra i einu og öllu. Undir þetta játuðust flestir okkar ráða- menn hugsunarlaust og vilja- laust. Þetta leiddi til þess að ekki þurfti að stjórna af viti. Og nú er svo komið að nokkrar likur eru á að við getum ekki séð okkur far- borða mikið lengur, a.m.k. ekki með sömu kröfum og nú eru gerð- ar og þykja sjálfsagðar. Nú eru auðlindir hafsins kring um landið að verða fullnýttar eða ofnýttar að sögn sérfræðinga, og sjálft rik- ið riðar nú á barmi gjaldþrots, eða svo mætti ætla, þegar hlustað er á lýsingar okkar æðstu stjórn- enda á þvi ömurlega búi i þeirra höndum. Samtimis hætta menn að virða þau lög sem kjörnir al- þingismenn setja, hika ekki við að brjóta þau lög bæði til sjós og lands sem setja skorður við til- litslausri fégræðgi. Þekkt eru dæmi þess að menn sem árum saman hafa svikið undan skatti, og i leiðinni brotið fjölda laga fyrir opnum augum kjörinna og settra ráðamanna, fá á þessu ári láglaunabætur og i mörgum til- fellum greiðir það opinbera lika fyrir þá útsvarið, þessa sóma- menn. Við þessu geta þeir sem ekki kunna við svona framferði vist ekkert gert, eða minnsta kosti ekki á meðan þeir sem eiga að sjá um að réttlætis sé gætt, bara brosa að lögbrotunum, þykj- ast ekkert sjá, og lita undan. Svona er þetta, þvi miður. Óskar ólafsson. Hveiti 5 Ibs. 276 Flórsykur 1 Ibs. 105 Flóru ávaxtasafi 21. 508 Snak kornflakes 500 gr. 192 Fiskbollur ORA 1/ 168 Tropicana 21. 249 Kaffi 1/4 kg. 115 SAHI w.c. pappír 25 rúllur 1.286 Hveiti og sykur í sekkjum Kjöt, kjötvörur, ostar, smjör og fiskur Opið til kl. 10 föstudag Opið til kl. 12 laugardag OPIÐ TIL KL. 10 © Vörumarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 sjónvarp nœstu viku Sunnudagur 18.00 Stundin okkar. Fyrst er mynd úr dýragarði, og Kristin ólafsdóttir sýngur. Þá kemur mynd um Misha, og Hinrik og Marta leika sér að tappaskipi. Loks sýnir Leikbrúðuland þátt, sem nefnist „Kabarett”. Um- sjónarmenn Hermann Ragnar Stefánsson og Sig- riður Margrét Guðmunds- dóttir. Stjórn upptöku Kristin Pálsdóttir. Hlé. 20.40 iþróttir. Umsjónarmað- ur Ómar Ragnarsson. 21.15 Vegferð mannkynsins. Fræðslumyndaflokkur um upphaf og þróunarsögu mannkynsins. 6. þáttur. Sendiboði stjarnanna. Þýð- andi og þulur óskar Ingi- marsson. 22.05 Sveítalif. Breskt sjón- varpsleikrit úr mynda- flokknum „Country Matt- ers”, byggtá sögu eftir H.E. Bates. Bartholomew-hjónin hafa fengið sumarbústað við sjóinn. Þau eru mið- aldra og sambúð þeirra heldur stirð. Þau dveljast i i þættinum „Þaðeru komnir gestir” á sunnudagskvöldið 23. nk. ki. 22 ræðir Glsli Guðmundsson við vestur-islendinga sem hér hafa dvalið undanfarið, þau Odd Stefánsson, Stefán Stefánsson, Marjorie Arnason, Theodór K. Arnason, Sigriði Hjartarson og Jóhann Jóhannsson 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Pagskrá og auglýsingar. 20.35 Silfurbrúðkaup. Sjón- varpsleikrit eftir Jónas Guðmundsson. Frumsýn- ing. Persónur og leikendur: Þóra/ Sigriður Hagalin. Bryndis/ Bryndis Péturs- dóttir. Leikstjóri Pétur Ein- arsson. Leikmynd Gunnar Baldursson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.05 Valtir veldisstólar. Breskur leikritaflokkur. 3. þáttur. Sæmdin ofar öllu. 1 þessum þætti gera keisarar þriggja stórvelda i Evrópu með sér bandalag, en fram- tið þess er næsta ótrygg. Vilhjálmur I. Þýskalands- keisari er niræður, og Frið- rik Vilhjálmur sonur hans er alvarlega veikur. Vil- hjálmur II., sem er sonur Friðriks Vilhjálms og Vicky, tekur þá við völdum og togstreita hefst á milli hans og Bismarcks. Þýð- andi óskar Ingimarsson. 22.00 Það eru komnir gestir. Gisli Guðmundsson ræðir við vestur-islendinga, sem hér hafa dvalist undanfarið, þau Ollu Stefánsson, Stefán Stefánsson, Marjorie Árna- son, Theódór K. Arnason, Sigriði Hjartarson og Jó- hann Jóhannsson um is- lendinga i Vesturheimi og sambandið við gamla land- ið. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. , 23.10 Að kvöldi dags. Páll Gislason læknir flytur hug- vekju. 23.20 Pagskrárlok. sumarbústaðnum um hverja helgi. Maðurinn unir sér vel, en konan illa — uns hún kynnist ungum pilti úr nágrenninu. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 22.55 Pagskrárlok. Mánudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Oagskrá og auglýsingar. þriðjudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsingar. 20.40 Skólamál. Þáttur um tónmenntakennslu. Rætt er við Herdisi Oddsdóttur, Njál Sigurðsson og Stefán Edel- stein. Sýnd dæmi úr kennslu i fyrsta, fjórða og áttunda bekk. Auk þess syngur kór Hvassaleitisskóla. Umsjón Helgi Jónasson fræðslu- stjóri. Stjórn upptöku Sig- urður Sverrir Pálsson. 21.15 Svona er ástin. Banda- risk gamanmyndasyrpa. Þýðandi Jón O. Edwaíd. 22.15 Utan úr heimi. Þáttur um erlend málefni ofarlega á baugi. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.50 Hagskrárlok. Miðvikudagur 18.00 Björninn Jógi. Banda- riskur teiknimyndaflokkur. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Kaplaskjól. Breskur myndaflokkur byggður á sögum eftir Monicu Dick- ens. Gjöf Simonar. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.50 Ballett fyrir alla. Bresk- ur fræðslumyndaflokkur. 2. þáttur. Ballett ryður sér til rúms á lciksviði. Þýðandi Hallveig Thorlacius. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Dagskrá og auglýsingar. 20.40 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.15 McCloud. Bandariskur sakamálamyndaflokkur. A skeiðvelli stórborgarinnar. Þýðandi Kristmann Eiðs- son. 22.05 Englandsför.Ung stúlka frá Pakistan dvelst um ára- bil i Englandi við nám. Er heim kemur, á hún erfitt með að sætta sig við ýmsar venjur og lifnaðarhætti, ,sem þar tiðkast. Hún hverf- ur þvi aftur til Englands og gerist gangastúlka á geð- veikrahæli. Þýðandi Ingi Karl Jóhannesson. 22.55 Ilagskrárlok. Föstudagur 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Pagskrá og auglýsingar. 20.40 Kastljós. Þáttur um inn- lend málefni. Umsjónar- maður Svala Thorlacius. 21.40 Kammersveit Reykja- vikur leika tvo þætti úr Okt- ett eftir Schubert. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 22.00 Thérese Desqueyroux. Frönsk biómynd frá árinu 1962 byggð á sögu eftir Francois Mauriac. Leik- stjóri er Georges Franju, en aðalhlutverk leika Emmanuele Riva og Philippe Noiret. Thérese er bóndakona. Henni liður illa i sveitinni, og i örvæntingu sinni gefur hún manni sin- um eitur. Þýðandi Ragna Ragnars. 23.40 Dagskrárlok. Laugardagur 17.00 iþróttir. Umsjónarmað- ur Bjarni Felixson. 18.30 Oóminik. Breskur myndaflokkur fyrir börn og unglinga. 3. þáttur. Barna- vinurinn. Þýðandi Ellert Sigurbjörnsson. 19.00 Enska knattspyrnan. Hlé. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Pagskrá og augiýsingar. 20.35 Læknir i vanda. Breskur gamanmyndaflokkur. Svo er margt sinnið scm skinn- ið. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 21.00 „Með óljósa rönd milli herða” (Dansað við ljóð). tslenski dansflokkurinn á- samt Erni Guðmundssyni undir stjórn Helgu Magnús- dóttur. Lestur ljóða: Sig- mundur Orn Arngrimsson. Stjórn upptöku Egill Eð- varðsson. 21.10 Fjallalandið. Mynd um Ekvador. Þýðandi og þulur Ingi Karl Jóhannesson. 21.35 Berfætta greifafrúin. (Barefoot Contessa). Bandarisk biómynd frá ár- inu 1954. Leikstjóri er Joseph L. Mankiewicz, en aðalhlutverk leika Ava Gardner, Humphrey Bogart, Rossano Brassi og Edmund O’Brien. Ung stúlka verður fræg leikkona, en frægðin færir henni ekki eingöngu hið ljúfa lif, sem hana hafði dreymt um. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 23.40 Pagskrárlok.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.