Þjóðviljinn - 21.11.1975, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 21.11.1975, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓDVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1975. Hér duga engin íhaldsúrræði Fáir telja ríkis- stjórnina hafa leyst vandann Þegar núverandi rikisstjórn ihalds og Framsóknar tók við völdum i ágústmánuði á s.i. ári, var vissulega breytt um stefnu i efnahagsmálum. Sjálfstæðis- flokkurinn hafði verið i hörku andstöðu við stefnu vinstri stjórnarinnar i efnahagsmálum. Hann taldi stefnu þeirrar stjórnar i launa- kjaramálum háskalega. Hann vará móti skuttogarakaup- unum og hann talaði um „veislu- höld, þegar tryggingabætur almannatrygginganna voru hækkaðar. Og hann kvartaði undan stefnu vinstri stjórnar- innar gagnvart verslun og atvinnurekstri. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn hafði tekið við rikisforystu á nýjan leik, breytti hann að sjálf- sögðu stórnarstefnunni i efna- hagsmálum. Og nú þegar rikis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks hefir verið við völd i rúmlega eitt ár, liggur fyrir nokkur reynsla af hinni nýju stefnu þeirrar stjórnar. Þeir erú vist fáir, sem i dag treysta sér til að halda þvi fram, að hin nýja stefna ihalds- Fram- sóknarstjórnarinnar i efnahags- málum hafi leyst nokkurn vanda. Flestir eru á þeirri skoðun, að hinn margumtalaði vandi efna- hagsmálanna, sé i dag meiri og erfiðari viðfangs en áður. Talsmenn rikisstjórnarinnar reyna að visu að afsaka hvernig komiðer með þvi, að stjórnin hafi tekið við þrotabúi vinstri stjórnarinnar, og að það sé arfur- inn frá þeirri stjórn, sem erfið- leikunum valdi. Staða ___________________ þjóðarbúsins um mitt ár 1974 Þegar staðan i efnahags- málunum i dag er skoðuð og metin, er þvi rétt að lita á nokkrar staðreyndir um stöðu þjóðarbúsins á miðju ári 1974, eða um það leyti, sem núverandi rikisstjórn tók við ábyrgð mála. Á miðju ári 1974 voru öll fram- leiðslutæki þjóðarinnar i fullum rekstri. Þjóðarframleiðsla hafði farið vaxandi öll stjórnarár vinstri stjórnarinnar, og var i hámarki við stjórnarskiptin 1974. Atvinnuleysi hafði að fullu verið útrýmt. Gjaldeyrisforðinn nam þann 30. júni 1974 kr. 3157 milj. á þáverandi gengi, sem jafngildir um 5300 miljónum króna á núverandi gengi. Útflutningsvörubirgðir höfðu aukist verulega og var þvi raun- veruleg gjaldeyriseign meiri en staða gjaldeyrissjóðsins sagði til um. Staða rikissjóðs var metin af sérfræðingum, sem Geir Hall- grimsson, núverandi forsætisráö- herra kallaði til, er hann vann að stjórnarmyndun sumarið 1974. 1 skýrslu þeirra segir, að reikna megi með hallalausum rikis- búskap á árinu 1974, ef ekki komi til nýjar útgjaldaákvarðanir. Staða atvinnuveganna var yfir- leitt góð sumarið 1974, enda rekstrargrundvöllur, t.d. sjávarútvegs, þá i samræmi við frjálsa samninga útgerðarmanna og fiskverkenda. (Jttekt, sem gerð var um þetta leyti staðfesti þessa afkomu, og reikningar, sem liggja nú fyrir um rekstur margra fyrirtækja jafnt i sjávar- útvegi sem iðnaði og landbúnaði, sanna að reksturinn á fyrri hluta árs 1974 var hagkvæmur. Kjaramál vinnandi fólks stóðu betur á miðju ári 1974 en þau höfðu staðið um langan tima. Dýrtið var hins vegar mikil, enda hækkaði verð á innfluttum vörum á árinu 1973 um 14% á föstu gengi og um 34% á föstu gengi á árinu 1974, og kom verðlagshækkunin mest fram á fyrrihluta ársins. Aðalvandinn, sem við var að glima i efnahagsmálum á miðju ári 1974, var verðbólgan. Gegn þvi vandamáli þurfti að snúast og tillögur i þeim efnum gerðum við Alþýðubandalagsmenn, þó að samkomulag næðist ekki um þær, enda sló Framsókn þá yfir i samstarf við ihaldið. Þær staðreyndir um stöðu efna- hagsmála á miðju ári 1974, sem ég hef hér drepið á, sýna það glögglega að allar fullyrðingar talsmanna núverandi rikis- stjórnar um að hún hafi tekið við þrotabúi eru rangar. Hið rétta er það, að núverandi rikisstjórn tók við álitlegum gjaldeyrisforða og miklum birgðum útflutningsvara.hún tók við framleiðslutækjum i fullum gangi, hún tók við nýjum og afkastamiklum fiskiskipum, stór-- endurbættum fiskvinnslu- stöðvum, iðnaði með sivaxandi framleiðslu, og siðast en ekki sist tók hún við þeirri stöðu i land- helgismálinu, að hlutur islend- inga i afla á fiskimiðunum fór vaxandi. — Og i dýrtiðarmálum var hin erlenda verðlagshækkun gengin hjá að mestu leyti. Verk núverandi ríkisstjórnar En hver er svo staðan i efna- hagsmálum eftir rúmlega eins árs valdatimabil ihalds- Fram- sóknarinnar? Nú er talið að yfir- dráttarskuld rikissjóðs við Seðla- bankann muni nema 7—8 milj- örðum króna um næstu áramót. Gjaldeyrisvarasjóðnum hefur löngu verið eytt aö fullu og auk þess tekið erlent gjaldeyrislán, sem nemur um 3 miljörðum, og er þvi gjaldeyrissjóðurinn öfugur, sem þvi nemur. A fyrsta valdaári stjórnar- innar, þ.e.a.s. frá 1. ágúst 1974 — 1. ágúst 1975, hækkaði fram- færsluvisitalan um 54,5% og visi- tala vöru- og þjónustu um 59,5%. Dýrtiðaraukningin á þessum tima er algjört met i allri veröbólgusögu islendinga. Staða atvinnuveganna er mjög tvisýn i dag. Mörg atvinnutæki liggja, litið eða ekki notuð, og fram- leiðsla hefur dregist saman. Kaupmáttur launa hefur rýrnað, sem nemur 20—30%, en á þessu ári er taliö að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna rýrni um 16—17% að meðaltali. Og nú er svo komið að nær öll stéttarfélög launafóiks hafa sagt upp kjarasamningum sinum og krefjast hærri launa vegna siauk- innar dýrtiðar á öllum sviðum. Nú má með sanni segja, að dökkar blikur séu á lofti i efna- hagsmálum þjóðarinnar. Stefna núverandi rikisstjórnar hefur á flestum sviðum reynst ihaldsstefna, i meginatriðum stefna Sjálfstæðisflokksins. Grundvallaratriði stefnunnar hefur verið, að leysa allan vanda, sem upp hefur komið i efnahags- málum, á kostnað launafólks. Samkvæmt þeirri stefnu hefur stjórnin fellt gengið tvisvar á einu ári, og auk þess notfært sér gengissig. Afleiðingarnar eru þær, að nú i dag er verðgildi dóilarans skráð 72% hærra gagn- vart islenskri krónu, en það var þegar rikisstjórnin tók við völdum. 72% hækkun á gildi erlends gjaldeyris jafngildir samkvæmt margra ára reynslu 24—30% hækkun á verðlagi i landinu miðað við visitölu- útreikning. Rikisstjórnin hefur auk hins mikla gengisfalls hækkað sölu- skatt um 2% i upphafi valdatima sins, og enn boðar hún nýja 2% hækkun á söluskatti með hinu nýja fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Hún hefur auk þess lagt á sér- stakt innflutningsgjald, sem Úr fram- söguræðu Lúðvíks Jóseps- sonar um efnahags- og atvinnumál nemur 12% á um 40% inn- flutnings, og samþykkt gifurlega miklar hækkanir á opinberri þjónustu og verölagi opinberra fyrirtækja. Stefnan er sú að hækka verðlag en lækka kaypmátt Stefna stjórnarinnar hefur verið að hækka verðlag,_en koma i veg fyrir kauphækkanir og velta þannig vandanum yfir á heröar almennings. Afstaða rikis- stjórnarinnar gagnvart milli- liðum og atvinnurekendum hefur hins vegar verið allt önnur. Kaupmenn og verslunarfyrir- tæki hafa fengið hækkaða versl- unarálagningu i prósentum og auk þess hækkaða álagningu i krónum með sifellt hækkandi verðlagi, sem álagningin er mið- uð við. Til atvinnurekenda hafa verið fluttir miklir fjármunir frá launa- fólki. Og þenslan og eyðslan i opin- berum rekstri, og i hinu margum- talaða kerfi, hefur vissulega haldið áfram, þrátt fyrir allan barlóminn um erfiða tima, — það sést besti rekstri banka, vátrygg- ingarfélaga, oliufélaganna og ýmissa rikisstofnana. Stefna rikisstjórnarinnar i reynd hefur verið neikvæð gagn- vart framleiðsluatvinnuvegum þjóðarinnar. Lánskjör á stofn- lánum hafa stórlega versnað og rekstrariánavextir eru 16-24%, eða algjörir okurvextir. 1 sjávarútvegi hafa nauðsynlegar framkvæmdir til umbóta i rekstri verið stöðvaðar, eða úr þeim dregið, en hins vegar hefur sjóðakerfi verið hrúgað upp i þeim tilgangi að lækka umsamið kaup sjómanna, en það hefur auk þess orðið til þess að draga úr hagkvæmni i rekstri. 1 iðnaði eru nauðsynleg rekstrarlán skorin við nögl, en á sama tima haldið áfram að lækka tolla á innfluttum iðnaðarvörum frá Efnahagsbandalags- löndunum. Áhugi rikisstjórnarinnar i atvinnumálum hefur allur beinst að stóriðjurekstri útlendinga, enda hefur hún varið miklum fjármunum til undirbúnings framkvæmda og til virkjana, sem miðaðar eru við erlenda stóriðju að miklu eða öllu leyti. Og nú draga þeir upp dökka mynd Steifna núverandi rikisstjórnar er i grundvallarefnum andstæð stefnu vinstri stjórnarinnar. Vinstri stjórnin lagði i efnahags- málum áherslu á, að efla innlenda atvinnuvegi, m.a. með þvi að ryðja braut nýtisku vinnu- brögðum i fiskveiðum og fisk- vinnslu, með kaupum á nýjum skuttogurum og útgerð þeirra frá mörgum útgerðarbæjum viðs vegar um landiö, og með stór- felldum umbótum á rekstri frystihúsa. Hún vann að raforkulram- kvæmdum i þágu landsmanna, og meö - þarfir innlends iðnaðar i huga, og þá brýnu þörf, sem á þvi er, að innlendir orkugjafar komi i stað'erlendra viö upphitun húsa. Vinstri stjórnin studdi að kjara- bótum vinnandi fólks, og stór- hækkaði bætur almannatrygg- inganna til aldraðra og öryrkja. Stefna hennar i málefnum landsbyggðarinnar gjörbreytti þvi ástandi.sem áður var. Atvinnuleysinu var útrýmt, framleiðsluatvinnulif fært á hærra stig og fólksflóttanum af landsbyggðinni snúið i eðlilega fólksfjölgun. Nú draga talsmenn rikis- stjórnar Geirs Hallgrimssonar dökka mynd á vegginn. Þeir segja að nú sé nánast allt á þrotum, að þjóðin lifi um efni fram, að minnsta kosti sem nemi 10%. Boðskapur þeitra er, að nú verði að skera niður trygginga- bætur, lækka verði framlög til verklegra framkvæmda, eins og skólabygginga, hafnargerða og sjúkrahúsa. Og nú á að skera niður litilsháttar f járstuðning, sem veittur hefur verið nemendum á landsbyggðinni, sem stunda verða nám fjarri heimilum sinum, og framlög til námslánasjóðs skólafólks á að lækka um helming. Nú er boðaður almennur samdráttur, einkum i þeim framkvæmdum, sem varða uppbyggingu og eflingu atvinnu- vega landsmanna sjálfra. Og allur endar svo þessi ihalds- og afturhaldsboðskapur i þvi, að augljóst sé, að engir möguleikar séu fyrir hendi til aö atvinnuveg- irnir geti tekið á sig neinar frekari kauphækkanir. Hér duga engin íhaldsúrræöi Vissulega er ástandið i efna- hagsmálum, eftir rúmlega eins árs ihaldsstjórn, alvarlegt. Vandamálin hafa hrannast upp, enda hafa ráðstafanir stjórnvalda aukið á vandann. Sá vandi, sem nú er við að fást, verður ekki leystur með neinum ihaldsráðum. Hallarekstur rikissjóðs verður ekki leystur með þvi, að halda áfram sihækkandi útgjöldum i almennan rekstrarkostnað, eins og fjárlagafrumvarp rikis- stjórnarinnar gerir ráð fyrir. Hann verður heldur ekki leystur með þvi, að leggja fram 285 miljónir króna á f járlögum næsta árs til járnblendiverksmiðju og siðan mörg hundruð miljónir til viðbótar i formi hafnargerðar fyrir verksmiðjuna og nýjum stofnframlögum. Halli rikissjóðs minnkar ekki við það, að lækka tolla á vörum frá Efnahagsbandalaginu um 800 miljónir kr., eins og ráðgert er i fjárlagafrumvarpinu. Og það er varla von að vel gangi með rikis- fjármálin á meðan rikisstjórnin sjálf stendur fyrir þvi, að sleppa atvinnurekendum við eðlilegar skattgreiðslur til rikisins, sem trúlega nemur 2—3 miljörðum króna á ári. Og það er ekki von að ástandið i gjaldeyrismálunum sé gott á meðan rikisstjórn fæst ekki til að setja neinar reglur til að koma i veg fyrir sóun á gjaldeyri, reglur til að stöðva innflutning á algjörum óþarfavarningi. Og þrátt fyrir erfiða stöðu i gjald- eyrismálum, er enn ekkert gert til að stöðva undanskot á gjaldeyri og heldur ekki til þess að skylda þá, sem gjaldeyri eignast til að skila honum undanbragðalaust. Auðvitað tekst ekki að leysa gjaldeyrisvandann, nema fram- leiðslumöguleikar þjóðarinnar séu nýttir til fulls, en framleiðslu- tækin ekki látin liggja ónotuð, eða hálfnotuð. Hvað ber aö gera? Möguleikar atvinnuveganna til þess að geta greitt eðlileg og sanngjörn laun fara lika eftir þvi, hvernig búið er að atvinnuveg- unum af hálfu stjórnvalda. Atvinnuvegir, sem þurfa að greiða 16—24% vexti og komnir eru inn i þá hringiðu að verða að greiða verðtryggingu samkvæmt byggingarvisitölu af föstum lánum, og sem standa verða undir sifelldum hækkunum á raf- magnskostnaði, simakostnaði og yfirleitt öllum opinberum gjöldum, og sem auk þess verða að standa undir sifellt fjölmenn- ari milliliðahjörð, — þeir geta átt erfitt með að greiða nauðsynleg lágmarkslaun. Sá vandi, sem nú er við að fást i efnahagsmálum verður ekki leystur nema með samkomulagi við samtök launafóks i landinu. Launakjörin verður að bæta, og setja verður skorður gegn þvi, að kaupmáttur launa rýrni vegna hækkandi verðlags. Sjóðakerfið i sjávarútvegi verður að afnema og hækka verulega lanakjör sjómanna. Grundvallaratriði nýrrar stefnu i efnahagsmálum verður að vera, að vinna sig fram úr erfiðleikunum með aukinni fram- leiöslu og aukinni framleiðni. Ráðstafanir verður að gera til að tryggja fullnýtingu þeirra framleiðslutækja, sem þjóðin á. Lækka verður vexti og gera stofnlánakjör atvinnuveganna hagkvæmari en létta af milliliða- kostnaöi. Beina verður fjármagni til örfunar framleiðslu. Taka verður upp stjórn á gjald- eyrismálum og stöðva alla gjald- eyrissóun, en styðja innlenda framleiðslu eftir megni. Gera verður miklar breytingar i skattmálum. Tryggja þarf, að atvinnurekendur greiði eðlilegan hiuta af skattbyrðinni, stórauka skattaeftirlit, ekki sist við sölu- skattsinnheimtu. Tryggja verður, að allir einstaklingar, hvort sem þeir stunda atvinnurekstur eða ekki, greiði skatta af persónu- legum tekjum sinum. Útgjöld ríkissjóös verður að endurskoöa, með það fyrir Framhald á bls. 10

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.