Þjóðviljinn - 21.11.1975, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.11.1975, Blaðsíða 10
10 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 21. nóvember 1975. Súgfirðingar fagna Vængjavélinni á nýja flugvellinum — mynd. Gisli, Gísli Guðmundsson, Súganda: NÝR FLUGVÖLLUR Losnum við hristing og ónot Klukkan hálf tólf miðvikudag- inn 16.11. lenti flugvéi frá Fordœmir Framhald af 12. siðu. og iátlausa varnarbaráttu og end- urnýjun samninga á nokkurra mánaða fresti. Ljóst er, að vandi launafóiksins verður ekki leystur með kaup- hækkunum einum saman. Verð- hækkunarflóðið verður að stöðva. Skipulagslausum fjáraustri úr sameiginlegum sjóðum þjóðar- innarað linna. Reisa efnahagslif- ið við með skipulagi og áætlunum, þar sem hvers konar sérhags- og afætusjónarmiðum sé visað á bug. Bregðist stjórnvöld hlutverki sinu i þessum efnum, hér eftir sem hingað til, selji útlendingum lifsbjörgina á fiskimiðunum og horfi aðgerðalaus upp á verð- bólgu, lifskjararýrnun og efna- hagslegt stjórnleysi, þá hlýtur að verða harðari barátta framund- an, en verkalýðsstéttin hefur kynnst um margra ára skeið. Starfsstúlknafélagið Sókn hvetur verkalýðshreyfinguna til órofa samstöðu i þeirri baráttu og hvet- ur forystumenn hennar til að fylgja fram þeirri stefnu, sem hreyfingin markar, af fyllstu hörku, enda þrengist svigrúmið til málamiðlana með hverjum degi, sem liður.” Vængjum h.f. i fyrsta sinn á flugvelii súgfirðinga. Allt gekk að óskum. Með véiinni komu nokkrir háttsettir Vængjamenn að sunnan til skrafs og ráða- gerða við æðstu menn hér. Tveir óbreyttir borgarar voru einnig með vélinni. Farið var héðan aftur klukkan 14:15. Sveitar- stjórinn og oddvitinn fóru þá með ásamt nokkrum óbreyttum borgurum. Heyrst hefur að flogið verði hingað þrisvar i viku. Það hefur lika heyrst, að Flugfélag Is- lands muni annast póstferðir frá og til ísafjarðar þrisvar i viku og þá sennilega flytja fólk lika. bað getur máske orðið pólitiskt, eru ekki Vængir framsókn — hitt ihald? Smárella frá Isafirði mun verða notuð til ferðanna. Snjóbill hreppsins á að liggja, en vera til taks ef slys i brælu ber að höndum. Það er að heyra, að töluverð ánægja sé hér rikjandi yfir þvi að hafa nú loks fengið flugvöll. Afgreiðsla fyrir Vængi h.f. verður á vegum Kaupfél. súg- firðinga. Með þessum flugvall- arframkvæmdum eru súgfirð- ingar og aðrir, sem ferðast héð- an og hingað, lausir við hristing og djöfulskap á heiðum uppi i snjóbil i blindbyl og vegleysu 516 metra yfir sjó. Jú, rétt, i upphafi var áætlað, að völiurinn yrði 600 metra langur. Hann er nú orðinn 525 metrar og verður ekki frekar átt við hann i vetur. Það vantar lika hús, sima og talstöð á völlinn svo allt sé fullkomnað. GIsli. Lúðvík Framhald af bls.6 augum að draga úr rekstrar- kostnaði og útgjöldum til ótima- bærra framkvæmda, og fram- kvæmda, sem beinlinis eru óæski- legar fyrir islenskan þjóðar- búskap, en koma hins vegar i veg fyrir að féiagslegar fram- kvæmdir dragist saman. Halda þarf áfram eflingu atvinnulifs um allt land, og miða allar aðgerðir við það, að full at- vinna sé tryggð. Auðlindir lands og sjávar eigum við einir að nýta Undirstaða þess, að þjóðinni takist að vinna bug á núverandi erfiðleikum er, að hún standi fast á rétti sinum til að nýta ein sinar auðlindir tli lands og sjávar. Það er algert grundvallarskil- yrði, við núv. aðstæður, að landsmenn nýti einir fiskimiðin við landið, og nú verði þvi öllum kröfum útlendinga um undan- þáguheimildir til veiða i fisk- veiðilandhelginni hafnað. Sú barátta, sem nú er háð þessa daga og víkur gegn öllum samningum við útlendinga um veiðar i fiskveiðilandhelginni, fer saman við baráttu launafólks fyrir leiðréttingu á sinum launa- kjörum — og öll fer þessi barátta saman við baráttu vinstra fólks i landinu fyrir breyttri stjórnar- stefnu, — fyrir stefnu róttækra vinstri manna. Minning Framhaid af 5. siðu. værum þar sinn á hvorum væng, en oft ræddum við félagsmál og fann ég þá að þar var maður, sem var vel heima i sögu verkalýðs- hreyfingarinnar, enda hafði hann starfað innan þeirra samtaka um áratuga skeið. Á yngri árum sinum var hann góður iþróttamaður og tók þátt i mótum með góðum árangri. Nú þegar Bjössi er horfinn sjónum okkar koma fram i hugann minn- ingarum góðan dreng, sem barð- ist harðri baráttu i gegnum stormasamt lif, baráttu alþýðu- mannsins, sem að lokum féll fyrir sláttumanninum mikla, sem eng- um hlifir. Ég kveð þig kæri vinur að sinni, en við hittumst seinna i landi ljóssins, bak við móðuna miklu. Ég votta aðstandendum ein- læga samúð. Sigmar Pétursson Alþýöubandalagiö: Akranes Alþýðubandalagið á Akranesi heldur fund mánudaginn 24. nóv. kl. 21 i Rein. Dagskrá: 1. Flokksráðsfundurinn, 2. Grundartangamálið. — Jónas mætir á fundinn. — Stjórnin. Alþýðubandalagiö Hafnarfirði Fundur verður I bæjarmálaráði mánudaginn 24. nóvember kl. 20.30 i Skálanum. Aiþýðubandalagið Suðurlandi Aðalfundur kjördæmaráðs á Suðurlandi verður haldinn föstudaginn 28. nóv. að Hvoli Staöa forstjóra NLFÍ búöanna í Reykjavík er laus til umsóknar. Veitist frá 1. jan. 1976. Umsóknum sé skilað fyrir 10. des. nk. til forseta Náttúrulækningafélags Is- lands, Arnheiðar Jónsdóttur, Tjarnargötu 10c Reykjavik, sem veitir nánari upplýs- ingar. < Jónas Kvennahreyfing á Akureyri Kvennaverkfallið á Akureyri þótti takast svo vei að fram- kvæmdanefndin sem sá um und- irbúning þess kom saman til fundar háifum mánuði eftir það til að ræða möguieika á frekara starfi að jafnréttismálum á staðnum. Soffia Guðmundsdóttir skýrði blaðinu svo frá að Framkvæmda- nefnd kvennafris 24. október hefði komið saman til fundar 9. nóvem- ber sl. til að ræða áframhald starfs að jafnréttismálum á Akureyri. Þar varð að samkomu- lagi að efna til almenns fundar laugardaginn 22. nóvember, þ.e. á morgun, klukkan 16 f litla sal Sjálfstæðishússins. Þar er öllum, körlum jafnt sem konum, heimill aðgangur. Nokkrum konum var falið að undirbúa fundinn og setja fram tillögur um verkefnin framund- an. Almennar umræður verða og kosið i miðnefnd væntanlegra jafnréttissamtaka. — Við viljum hafa þessi sam- tök i formi starfs- og leshópa frekar en hefðbundins félags. Við erum dálitið hræddar við yfir- bygginguna og teljum að fólk verði mun virkara i starfi að á- hugamálum sinum ihópum, sagði Soffia. — Á fundinum 9. nóvember komu fram ýmsar tillögur um verkefni. Má þar nefna þjálfun i félagsstörfum, skattamál, dag- vistunarmál, menntunarmál kvenna, þ.e. hvar hætta þær helst á menntabrautinni og hvaða fög velja þær, skipan i stöður og launaflokka, lesefni húsmæðra (yrði kannað á Amtsbókasafni), málefni einstæðra foreldra, þátt- taka kvenna i félagsstörfum og stjórnmálum og að safna saman erlendu og innlendu lesefni um jafnréttismál. Einnig hafa komið fram hugmyndir um könnun á mynd konunnar i barna- og náms- bókum og hvort kyngreining er enn við lýði i námi. — Fundurinn á laugardaginn er fyrst og fremst haldinn til að kanna áhuga fólks á stofnun kvennahreyfingar. Þar verða al- mennar umræður og fólk getur skráð sig i starfshópa ef það hefur Orðsending til félagsmanna Máls og menningar i Reykjavík. Þeir félagsmenn sem óska að fá bækur félagsins heimsendar, hafi sam- band við umboðsmann bókaútgáfunnar í síma 34183. Mól og menning áhuga á. Vonandi verður þátttaka i þessu starfi jafnmikil og kvennafriið gaf ástæðu til að ætia, sagði Soffia að lokum. —ÞH FUGLA- SKOTT- ÍS Ný skáldsaga eftir Thor t dag kemur út hjá isafoldar- prentsmiðju ný skáldsaga eftir Thor Vilhjáimsson. FUGLA- SKOTTIS heitir hún og gerist i Suðurlöndum. Þetta er fjórða skáidverkið sem kemur út eftir Thor á jafnmörgum árum. A bók- arkápu fylgir útgefandi skáldsög- unni úr hlaði með þessum orðum: „Þessi mikla skáldsaga Thors Vilhjálmssonar gerist i Suður- löndum. Hún tekur aðeins sólar- hring, en mergð atvika og hraði svipmynda brjóta öðru hýerju umgjörð veruleikans, svo að leið- ir yfir i heimi furðusagna. Frá- bær eftirtekt og myndauðgi höf- undarins, og kátlegt hugmynda- flug birtist hér ef til vill i djarf- legri samböndum og af meiri rausn en nokkru sinni fyrr. Fjórar islenskar persónur koma við sögu, þar á meðal is- lenskur burgeis, þjóðlegur hug- sjónamaður, sem er hér i eins konar heimspólitiskri kynnisferð, en á sér lika einkaerindi. I sög- unni kemur fyrir sægur fólks, sem er lifandi og auðkennilegt, en jafnframt ævinlega myndrænt á einhyern hátt, þannig að það samræmist hinu sterkt málaða umhverfi og öru myndbrigðum.” Á bókarkápu er teikning eftir höfundinn, en útlitshönnun kápu er gerð á Auglýsingastofu Gisla B. Björnssonar. Skáldsöguna segir Thor á 252 siðum. * 111.......... .... ..................................... Björn E. Jónsson verkstjóri, Bogahlið 15 sem lést 13. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. nóvember kl. 13.30. Vilborg Ivarsdóttir, Leifur Björnsson, Sigrún Björnsdóttir Ilreinn Björnsson. Maðurinn minn Lárus Guðmundsson kennari lést 18. nóvember. Fyrir hönd ættingja, Sigriður Jónsdóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.