Þjóðviljinn - 30.11.1975, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. DJOÐVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALÝÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS 'Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson Umsjón meö sunnudagsblaöi: Árni Bergmann Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólavöröust. 19. Sími 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. VERKALÝÐSHREYFINGIN UNDIRBÝR NÝJA SÓKN Þótt aðeins fáir mánuðir séu liðnir frá gerð siðustu almennra kjarasamninga verkalýðsfélaganna, þá er ný samnings- gerð framundan hjá verkalýðshreyfing- unni, þar sem kjarasamningar renna út um áramótin. Á morgun, mánudag, verður haldinn fundur fullskipaðrar miðstjórnar Alþýðu- sambands íslands, og strax daginn eftir þingar fjölmenn kjaramálaráðstefna Al- þýðusambandsins. Á miðstjórnarfundinum og ráðstefnunni verður unnið að stefnumörkun verkalýðs- hreyfingarinnar i komandi samningum, og lagt á ráðin um baráttuaðferðir. Það er ekki auðvelt hlutverk, sem verkalýðshreyfingin á fyrir höndum á komandi vikum og mánuðum i baráttunni fyrir þvi að vinna upp þá geigvænlegu kjaraskerðingu sem orðin er siðasta hálft annað árið. Sú rikisstjórn, sem nú fer með völd á íslandi er i hópi þeirra stjórna, sem hvað fjandsamlegastar hafa verið verka- fólki og verkalýðshreyfingunni á landi hér. Þess eru merkin ljós. Það er sameig- inlegt vald rikisstjórnar og atvinnurek- enda, sem nú stendur gegn réttmætum kröfum verkafólks um bætt kjör, og mun ekki undan láta, nema ærið fast verði eftir leitað. Á miklu veltur, að þau öfl i verkalýðs- hreyfingunni, sem heilshugar vilja snúast gegn núverandi stefnu stjórnvalda og ganga i baráttuna fyrir bættum kjörum, nái að standa sameinuð, og beiti itrasta sóknarþunga gegn ósvifnum andstæðingi. Verkalýðshreyfingin i heild þarf að leggja kapp á að tryggja framar öllu kjarabætur þeim lægstlaunuðu til handa, og hún getur engan frið samið fyrr en kjararán núverandi rikisstjórnar hefur verið bætt öllu almennu launafólki. Það er ekki krónufjöldinn, sem skiptir verkafólk máli fremur nú en áður, heldur verðgildi þeirra launa sem greidd eru, það er, hvað mikið er hægt að kaupa fyrir þau af nauðsynjum. Þess vegna hlýtur krafan að vera sú, að tryggt verði, að umsamið kaup haldi raungildi sinu. Þótt þjóðartekjur islendinga á mann rýrni um tæp 10% samtals á árunum 1974 og 1975, að nokkru vegna ytri ágalla, en einnig vegna rangrar stjórnarstefnu — þá gefur slikt ekkert tilefni til þess, að skerða kjör verkafólks með 50—60 þús. kr. i dag- vinnutekjur á mánuði, og það um langtum meira en svarar til lækkunar þjóðartekn- anna. Gegn sliku ranglæti ber islenskri verka- lýðshreyfingu að snúast af fullri hörku og sameinuð mun hún sigra. — k. OPNUM MYNDLISTARHÚSIÐ FYRIR MENNINGUNNI! íslenskir listamenn og islenskur al- menningur eiga mikið og fritt hús á Klambratúni i Reykjavik, myndlistarhús. Þetta hús hefur nú um skeið staðið rúið allri raunsannri list samtiðarmanna okk- ar, þangað koma menn erindisleysu ef þeir ætla að fræðast um það hvað efst er á baugi meðal núlifandi listskapenda. Það er helst að menn slæðist þarna inn á vöru- sýningar sem efnt er til i stað listsýninga. Að öðru leyti stendur húsið autt. Þar sést mánuðum saman ekki nokkur hræða. Ástæðan er ekki sú að tiðindalaust sé i islenskri myndlist, myndlistarmenn hafi lagt niður iðju sina eða almenningur vilji ekkert af verkum þeirra vita. Nei, ástæðan er þjösnaskapur, þrá- kelkni og þursaháttur, inngróinn ihaldinu i valdakerfi þess hjá Reykjavikurborg. Þar fer saman listræn einfeldni og pólitisk tvö- feldni. Eftilvill er sönnu nær að tvöfeldnin sé listræn, og er hún þá liklega eina listin sem nú þrifst i kringum húsið. Þvi verður aldrei með rökum neitað að lokun myndlistarhússins fyrir lifandi list lifandi fólks gerist fyrir atbeina manna sem fengið var pólitisk hlutverk af póli- tiskri yfirstjórn Reykjavikurborgar. Þetta hljóta menn að játa, annars eru þeir i feluleik. Borgarstjóranum i Reykjavik, forystumanni ihaldsins i stjórn borgarinn- ar, sæmir ekki að koma fram eins og heil- agur einfeldningur i þessu máli. Hans er valdið og hann hefur kosið að beita þvi á á- kveðinn veg og beita fyrir sig ákveðnum mönnum. Af þessum ástæðum er myndlistarhúsið á Klambratúni dautt hús, enda þótt listin sem það átti að þjóna blómgist og dafni hvarvetna i kringum það. Samtök lista- manna sniðganga myndlistarhúsið á með- an það er rekið með skrifstofuaðferðum i þágu annarlegra hagsmuna f jandsamleg- um listum og menningu. Heiður sé þeim fyrir það. Slikan styrk þyrfti viðar að sýna i átökum við það sölumennskuihald sem leitast við að gera allt þjóðfélagið sam- dauna sjálfu sér. A meðan myndlistarhúsið á Klambra- túni er i núverandi niðurlægingu er ekki hægt að kenna það til nafns þess mynd- listarmanns sem þjóðinni er hjart- fólgnastur. Ausum ekki minningu hans auri með þeirri óverðskulduðu nafngift. Opnum húsið fyrir núlifandi listamönnum og þá getum við farið að nefna nafn genginna listamanna á blygðunar. hj— Viðtal við heimskunnan stjörnufræðing: Pennis Sciama, þaö var erfitt aö segja skiliö viö þá kenningu sem ég haföi lengi reynt aö sanna. „Mér VÍSINDI OG SAMFÉLAG ,,Sú staðreynd sem mér finnst undraverðust er að eitthvað skuli yfirhöfuð vera til," segir hinn þekkti breski stjörnufræðingur og heimsmyndarf ræðingur Dennis W. Sciama, sem starfar við All Souls Coll- ege i Oxford. „Geimurinn er til, og þvi verð- um við að kanna hann. Þessi könnun skýrir okkur frá upphafi þess heims sem er til i dag og frá þróun hans. Eg get ekki imyndað mér manneskjur sem ekki kanna umhverfi sitt.” — En þekking heimsmyndar- fræða á geimnum verður ekki hagnýtt beinlinis á neinu sviði? spyr blaðamaður Information, en þaðan er þetta viðtal tekið. Eins og lækning — Manneskjan á sér frumþarfir eins og þarfir fyrir fæði, húsnæði og ómengað umhverfi. Það , er hægt að beita visindum til að út- vega mönnum allt þetta, en ekki öllum visindum. Mér finnst ég frekar vera með nokkrum hætti skáld, tónskáld eða málari eða verkfræðingur. Samfélagið hefur þörf fyrir að kannaður sé sá heimur sem við lifum i, og borgar nokkrum okkar fyrir að nota all- an tima sinn til að leggja stund á slika könnun. Ekki hafa allir mikla löngun eða tima til að velta' mikið fyrir sér þróun alheimsins. En menn vilja gjarna borga okk- ur fyrir að taka þetta að okkur. A sama hátt borga menn skáldum fyrir að yrkja, tónskáldum fyrir að búa til músik og listmálurum fyrir að mála. Mér persónulega eru rannsókn- ir á sviði heimsmyndarfræða einskonar lækning, heilsulind, en það er alveg ljóst, að forsendur þessa starfs eru þær, að fræði- mennirnir skýri samfélaginu frá niðurstöðum sinum og gefi öðrum hlutdeild i þekkingu sinni og reynslu. Stööugt ástand éða Hvellurinn mikli Dennis Sciama var árum sam- • an talsmaður heimsmyndarkenn- ingar sem þótti bæði einföld og fögur —var hún kennd við „Stöð- ugtástand” (Steady State). Sam- kvæmt þessari kenningu er al- heimur ávallt í sama ásigkomu- lagi f reynd. Að visu stækkar hann — allar vetrarbrautir eru að fjarlægjast hver aðra — en þétt- leiki efnis i alheimnum minnkar samt ekki. Nýtt efni verður sifellt til af engu. Þetta þýðir að alheim- ur sem heild mun ávallt verða til og hefur alltaf verið til. Ekkert upphaf er til. Þessi kenning varð til skömmu fyrir 1950, en áður hafði verið sett fram andstæð kenning sem kennd var við „Hvellinn mikla” (Big Bang). Sú kenning útskýrði si- fellda stækkun heimsins með þvi, að endur fyrir löngu hefði orðið mikil sprenging, en þegar hún hófst hafi efnið i geimnum verið óendanlega þétt og sarnan safnað i einum punkti. Samkvæmt þessu veröur þéttleiki efnisins æ minni eftir þvi sem lengra liður. Og allt hófst með þvi að þetta óendan- lega þétta „frumatóm” sprakk. Sönnun snúið við Ahangendur Stöðugs ástands, meðal annars Dennis Sciama, héldu þvi fram að Hvellkenningin gæti alls ekki lýst þessu upphafs- ástandi efnisins. Frumatómið lendir fyrir utan lögmál eðlis- fræöinnar, og það hlyti semsagt að vera eitthvað i meira lagi hæp- iö við það aö kenningin fæli i sér slika „undantekningu” — ástand sem eðlisfræðin ekki getur lýst. — Fyrir nokkrum árum, segir Sciama, var ég i þann veginn að finna nokkrar sannanir fyrir þvi að þessi einfalda og fallega kenn- Framhald á bls. 2 2

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.