Þjóðviljinn - 30.11.1975, Qupperneq 5
Sunnudagur 30. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
af erlendum vettvangi
Lik hans fannst á einni þcirri eyðimörk blikkkofa og ruslabingja sem hann hafði
svo oft skrifað um og kvikinyndað.
I’asolini með vini sinum Moravia: italia hefur misst einn
af sinuin hestu sonuin...
Moröið á Pasol
samfélag
sjúkt
Ekki veit ég hvort menn hafa
nokkuð velt fyrir sér fréttum af
morðinu á italska rithöfundinum
og kvikmyndastjóranum Pier
Paolo Pasolini snemma i mánuð-
inum. Fréttaburðurinn var mjög
einfaldur: Pasolini var hommi
(og kommi) og hann var drepinn
af ungum strák, sem hann gerðist
nærgöngull við. bað er handhægt
i slikum tilvikum að láta fordóm-
ana lausa og segja sem svo: var
það ekki mátulegt á helvitið? Ef
maður nennir þá að gefa málinu
gaum.
Ekki svo einfalt
Hitt er vist að á ttaliu er ekki
litið svo einföldum augum á mál
þetta. Menn lita alls ekki á það
sem einstakt atvik, slys, heldur
sem tákn um hörmulega þróun.
Viðbrögðin við morðinu á Paso-
lini eru i sjálfu sér tjáning á þvi
heimsslitaandrúmslofti sem
ræður rikjum i itölsku menntalifi.
f ræðu sinni við útför Pasolinis
sagði rithöfundurinn Alberto
Moravia: ,,Hinar hörmulegu,
ömurlegu aðstæður við dauða
hans, sem enn sækja að okkur,
eru einnig endurspeglun á landi,
sem verður að breyta með rót-
tækum hætti. Þetta er sá hinsti
boðskapur sem hann hefur skilið
okkur eftir með dauða sinum.”
Pasolini var myrtur af sautján
ára hommamellu, en hann hef-
ur skýrt svo frá að hann hafi bar-
ið Pasolini i rot með planka og ek-
ið siðan tvisvar yfir hann. Likið
fannst af tilviljun morgun einn
við ruslahauga á ströndinni 'við
Ostia, skammt frá Hóm.
Pasolini var hómosexúalisti og
hafði alla ævi lifað i nánu sam-
bandi við smáglæpalýð — vændis-
stráka, slæpingja og þjófa — við
þennan tötralýð Rómar sem hann
hefur lýst i kvikmyndum og
skáldsögum. Morðstaðinn kann-
ast menn við af mörgum kvik-
myndum hans — ömurleg út-
hverfi Itómar með bárujárns-
skúra og rusl, þar sem hvorki eru
götur, ljós, sorpræsi né nein önn-
ur ummerki siðmenningarfélaes.
Samkennd
Hann var einn af dáðustu lista-
mönnum ítaliu og virkur þátttak-
andi i kappræðu um stjórnmál og
menningarmál. Hann var ein-
staklega góður maður, jafn
mildur og auðmjúkur i fram-
göngu og hann oft var ögrandi i
kappræðum. Vissulega hafa bæði
atvik morðsins og frægð Pasolinis
lagt sitt til þess, hve gifurlega at-
hygli glæpurinn vakti — en samt
nægir þetta ekki til að útskýra
hve mikill harmur mönnum
finnst nú kveðinn að samfélaginu.
Samstaðan um þennan harm-
leik kom m.a. ljóst fram þegar tiu
þúsundir rómverja — listafröm-
uðir, tötrughypjur, hefðarmenn,
venjulegir Giuseppar — stöðvuðu
umferð i þrjár stundir meðan út-
förin var gerð. Minningarræður
héldu þeir Aldo Tortorella,
„menntamálaráðherra” komm-
únistaflokksins.og Alberto Mora-
via. Þegar kistan var borin út úr
menningarhúsi kommúnista
braust út eins og ósjálfrátt mikið
lófatak. Einn viðstaddra kemst
svoaðorði um þetta: ,,Ég held að
fólk hafi ekki einungis klappað i
heiðursskyni við hinn látna, held-
ur til að sýna samstöðu, samfélag
við hinn myrta, vegna þess að
hann hafi orðið fórnarlamb ein-
hvers þess, sem hin klappandi
sorgarganga taldi sig einnig hafa
orðið fyrir barðinu á”.
f5asolini hafði einmitt siðustu
vikur ævi sinnar tekið þátt i um-
ræðu um sivaxandi flóðbylgju of-
beldisverka á ftaliu og hafði tekið
afstöðu sem margir, einnig þeir
sem annars eru honum skyldir i
skoðunum, telja full bölsýna.
Sigurför
ofbeldisins
Þessi alda ofbeldis flæðir með
skelfilegum hraða um alla parta
italsks þjóðfélags. Menn geta
kortlagt hana m.a. af glæpakrón-
iku blaðanna, sem skýrir frá þvi
að morð, mannrán og kynferðis-
glæpirhafi aldrei verið algengari
i landinu. Þar er og skýrt frá
þeim áhlaupa- og nauðgarasveit-
um ungra fasista sem halda sig i
kringum menntaskólana, frá
ótöldum glæpaverkum sem tengd
eru vændisrekstri, og menn sjá
einnig, að kvalalostafilmur, ein-
att mjög fjandsamlegar kven-
þjóðinni, njóta firnalegra vin-
sælda.
Hver maður hefur á ftaliu getað
virt fyrir sér undanfarin ár póli-
tiskt ofbeldi, tengt nýfasisma, of-
beldi sem er skipulagt og sjálfu
sér samkvæmt og hefur það að
tilgangi að grafa undan samfé-
lagsbyggingunni með hugsanlega
valdatöku sem endanlegt mark-
mið. En við hlið þessa ofbeldis
hefur vaxið upp annað ofbeldi
sem er ruglingslegt og tilviljana-
kennt og stigur upp af samfélagi i
hnignun. Svo virðist sem mjög
ólikir samfélagshópar hafi glutr-
að niður sinu siðferðilega mati og
ekki hlotið annað i staðinn en
blinda, frumstæða, þráláta árás-
arhneigð.
Allsherjar
meinsemd
bað var þessi þáttur málsins
sem Pasolini tók upp. Hann var
kommúnisti, en hann var einnig
þverstæðusmiður mikill, og þótt
italskir marxistar séu yfirleitt
litlir réttlinumenn var hann
þeirra lengst frá réttlinuhyggju..
Smekkur hans fyrir þverstæðum
hefur undanfarin ár leitt hann út i
pólitiskar deilur, sem voru á
mörkum þess að jafnvel nánir
vinir gætu fylgt honum eftir. Upp
á siðkastið hafði hann oft lýst yfir
þvi að hann sæi eftir horfnu sam-
félagi, sem var i pólitisku tilliti
einfaldara að gerð en það sem nú
er, samfélagi þar sem voru yfir-
stétt og lágstétt, og hvor um sig
átti sér sin verðmæti, sin gildi.
Hans hugsjón var sú, að ein-
hverntima mætti jafna þennan
mun og skapa jöfnuð og farsæld.
En hann taldi ekki, að ttalia hefði
sl. 30 ár verið að færast nær þvi
ástandi, heldur þvert á móti.
Hann taldi sig hafa komist að
þvi nýverið., að sú lágstétt sem
hann þekkti og elskaði og hafði
lýst i skáldsögum sinum og kvik-
myndum væri ekki til lengur. Þau
verðmæti sem hann hafði i heiðri
eru horfin. Hin siðborna iðnvæð-
inghafði ekkijafnað grundvallar-
mun milli yfirstéttar og lágstétt-
ar, en hún hafði jafnað við jörðu
þau verðmæti sem fátækar stéttir
áður áttu sér. Pasolini sagði, að
neytendasamfélagið hefði með
vitfirrtri framleiðslu- og neyslu-
maskinu sinni eyðilagt öll siðræn
verðmæti, sem áður voru til, og
skapað i staðinn miskunnarlaus-
an heim án siðrænnar festu.
Pasolini sagði, að Italia væri orð-
in skelfilegt land. Og hann lagði
ini og
Pasolini: llelvitiöcr á leið upp til
ykkar
þaö til kappræðunnar um ofbeld-
ið, að það sem i hönd færi væri
verra en flestir gætu enn skilið.
Það er ekki nóg, sagði hann, að
kalla vissa glæpi fasiska, enda
þótt að mikið af þeim séu það.
öreigastéttin er að veröa eins
gagnsýrð af ofbeldi og fasistar 1
sagði kommúnistinn Pasolini og
hóf með þvi móti eina 'af sinum
þverstæðufullu ritdeilum.
„Ég hrópa”
Dauði hans var hræðileg stað-
festing á þessari viðvörun. t við-
tali sem átt var við hann tveim
dögum fyrir morðið komst hann
svo að orði: „Þetta mun ég segja
enda þótt ég verði að hrópa til
ykkar. Lif það sem ég lifi hefur
vanið mig á að stiga niður til vitis
og ég veit um hluti, sem ekki
trufla ykkar sálarró. En gætið
ykkar — helvitið er á leiðinni upp
til ykkar. baðer rétt, að það kem-
ur undir ýmsum grimum og fán-
um... en það er einnig satt, að
viljinn til að slást, ráðast á.
drepa, er sterkur og almennur.
Þetta verður ekki mikið lengur
hættuleg privatreynsla fyrir
mann eins og mig, sem hefur
„snert lif ofbeldisins”. Og það
eruð þið með ykkar skóla, ykkar
sjónvarp, ykkar smásálarvitru
dagblöð, það eruð þið sem eruð
verndarar þessa hræðilega á-
stands, sem er byggt á hugsjón
eignar og eyðileggingar. bið telj-
ið vkkur heppin þegar þið getið
sett vörumerki á einhvern glæp.
Mér íinnast þetta undanbrögð —
ef menn geta ekki komið i veg
fyrir að vissir hlutir gerist, friða
þeir sig með þyi að raða þeim
niður á hillur.” Og hann veittist
jafnt að stjórnmálamönnum sem
rithöfundum og félagsfræðingum
fyrir skammsýni þeirra.
i grein sem Moravia skrifaði
um morðið segir hann m.a. að
Pasolini hafi verið fjandmaður
ofbeldis, ekki aðeins vegna þess,
að hann var blíðlyndur maður og
vingjarnlegur, heldur og vegna
þess, að uppgötvun hins nýja of-
beldis sem fjöldafyrirbæris var
honum meira áhyggjuefni en
nokkuð annað i menningarlifi og
stjórnmálum. En hann trúði ekki
nægilega á það sem fjöldafyrir-
bæri til að vara sig á þvi sjálfur
og komast hjá þvi...
Vafasöm skýring
Enda þótt hinn 17 ára gamli
Pelosi hafi játað á sig morðið
draga margir i efa hina opinberu
útskýringu á glæpum.
Hópur vina Pasolinis, m.a.
Moravia og kvikmyndameistar-
arnir Antonioni og Bertolucci,
hafa krafið lögregluna um ýtar-
lega rannsókn málsins. Þeir telja
ýmislegt benda til þess að hópur
nianna hafi myrt Pasolini. Á
morðstað hafa fundist þrir plank-
ar blóðugir, og þeir telja það ólik-
legt að Pelosi hafi einn notað þrjá
planka til að slá Pasolini niður.
Undir nöglum Pasolinis hafa og
fundist húðagnir, en engar rispur
eru á Pelosi. Þá telja vinir Paso-
linis það mjög ólikt honum, sem
drengurinn segir, að hann hafi
byrjað á að slá til sin.
Pasolini, sem var rúmlega
fimmtugur, hafði mikinn hluta
ævi sinnarþekkt vel það umhverfi
sem hann lést i, ekki aðeins vegna
skyndiheimsókna, heldur og
vegna þess að hann hafði haft þar
vist um lengri tima. Hann var
góðviljaður maður, sem ekki
hefði viljað og auk þess kunnað að
komast hjá áflogum við sautján
ára gamlan vændisstrák. Og þar
að auki var hann sterkur maður
og vel þjálfaður. miklu aflmeiri
en drengur sá sem hefur játað á
sig morðið.
Oriana Fallaci, sem er fræg
blaðakona en óáreiðanleg. kveðst
i grein i blaðinu Europeo hafa átt
viðtal við vitni að glæpnum. og
sagði vitnið að þrir menn hefðu
verið að verki. Hún hefur neitað
að gefa upp nafn þessa vitnis og
vinir Pasolinis hafa farið þess á
leit við hana að hún skýri frá þvi,
hvort saga þessi sé uppspuni til að
ekki verði eytt tima i könnun á
falskri visbendingú.
Pólitískur glæpur?
Það er haft fvrir satt, að Paso-
lini hafi verið að rannska glæpa-
faraldur i tengslum við homma-
vændi. sem á siðari árum hefur
komist undir stjórn skipulagðra
glæpallokka á sama hátt og
venjulegt vændi hefur um langa
hrið verið. Möguleg skýring á
morðinu er sú, að glæpaflokkar.
sem græða á hommavændi. hafi
ætlað að refsa Pasolini eða losa
sig við hann, og að unglingurinn
Pelosi hafi verið gabbaður til eða
honum ógnað til að taka á sig alla
ábyrgðina.
Grunurinn um að fleiri en einn
hafi verið að verki er tengdur
grunsemd um að morðið sé i öll-
um tilvikum afleiðing af mein-
semd i samfélaginu.
Skáldkonan Dacia Mariani
segir: „Enda þótt morðið á Paso-
lini geti sýnst privatglæpur. þá
finnst mér það pólitiskur glæpur.
Jafnvel þótt morðinginn hefði
ekki unnið beinlinis i annarra
þágu, þá hefur hann gert það ó-
beint i þágu vitskerts samfélags
sem dýrkar goðsögnina um of-
beldi og peninga.”
Kvikmvndastjórinn F rederico
Fellini segir sem svo: „Kannski
er þetta hómósexúal glæpur, en
óttinn við að þetta sé pólitiskur
glæpur mun lifa i okkur öllum."
Og kollegi hans Visconti bætir
við: „Morð sem þetta gat aðeins
gerst i landi eins og italiu, þar
sem ofbeldið magnast takmarka-
laust án þess að við þvi sé sporn-
að." Félagi þeirra Bertolucci
tekur mjög i sama streng:
„Hverjar sem vtri aðstæður hafa
verið. þá er það okkar timi. eitt-
hvað skelfilegt i okkar tima sem
réð Pier Paolo Pasolini af dög-
um."
A.B. endursagði.