Þjóðviljinn - 30.11.1975, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Qupperneq 9
Sunnudagur 30. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 9 sem fyrst. Ég vil helst skrifa bæk- ur sem menn ekki komast frá al- veg strax, en það mundi kannski einhver segja, að það væri uppá- þrengjandi. Sp.: „Hefurðu nokkurntima velt því fyrir þér, hvað mundi gerast, ef þú einsettir þér að skrifa hefðbundna, raunsæislega skáldsögu? Thor „Ég er hræddur um að ég yrði fyrir ýmsum freistingum, sem yllu þvi, að það yrði ekki hefðbundin saga. Það er ekki vist að ég gæti setið á mér að bregða á leik með ævintýralegum hætti, þótt ég reyndi. Og hvað er hefð- bundin saga, ef út i það er farið? Hefðirnar eru orðnar svo margar. Sp.: „Hvað finnst þér um þann söng, að bækur séu orðnar svo skeifilega dýrar?” Thor: „Við hvað er miðað? Séneverflösku? Eða kannski koníak? Þá er heldur ódýrara að fá sér bók, og ekki verða menn eins timbraðir. En það eru aðal- lega útgefendur sem tala um að þaö sé ekki hægt. Ætli það komi samt ekki annað eins út af bókum I ár og áður. útgefendur eru reyndar misjafnir. Sumir þeirra óttast ek kert eins m ikið og að þe ir þurfi að fara að borga rithöfund- um kaup eins og öðru fólki. En hvort bókin er dýr — það er háð þvi hvers virði bókin kynni að vera manninum. Hvort er bókin nauðsyn eða munaður? Eru menn að leita að sálufélagi — og hvað er þá borgandi fyrir sálufélag? — Hvað finnst þér að eigi að taka við þegar hætt verður við bráðabirgðafyrirkomulag á við- bótarritlaunum? — Ég hefi álitið að það ætti að setja á vissan hóp rithöfunda, þá sem eru virkastir hverju sinni, bera tiðina uppi. En fullkomið réttlæti fæst aldrei — það yrðu sjálfsagt einhver illindi út af slikri tilhögun. Þessum mönnum ætti að minu viti að tryggja lág- markstekjur fyrir vinnu sina, og endurskoða það svo á svosem þriggja ára fresti. Ef að þá kemur á daginn, að þeir séu ekki lengur fullvirkir sem rithöfundar, þá á að strika þá út. Auk þess ætti að vera mikið af starfsstyrkjum til að gefa mönnum tækifæri um á- kveðið skeið. Kynslóöir — Þessa daga skýtur enn upp kolli gömul spurning um þessa miklu landnemakynslóö, Halldór, Þórberg, Gunnar og fleiri — hve erfitt er fyrir næstu kynslóðir að risa undir þeirra fordæmi? — Kjarval sagðieinu sinni: það eru mikil visindi að vera mann- eskja. Það er vist alltaf vandi að vera listamaður. Ég hef aldrei fundið til þess að þessir menn gerðu mér erfitt fyrir. Þvert á móti. Maður er þakklátur fyrir þeirra starf og þær gjafir sem þeir hafa gefið okkur. Mér finnst starf þessara manna fyrst og fremst uppörvun og hvatning. Þeirhafa stækkað kröfurnar sem eru gerðar til höfundar og ég fagna þvi. Maður hefur stundum heyrt barlóm hjá höfundi og höf- undi, sem harmar það að það sé erfiðara fyrir litla höfunda að þrifast vegna þessara stóru manna. Ég get ekki tekið þátt i þeim kveinstöfum. A.B. Lúxusinn í geimnum Kristmann Guðmundsson. Stjörnuskipið. Geimferða- saga. Almenna bókafélagið. Geimferðasagan er orðin all- mikil bókmenntagrein, en það má segja um hana eins og margt ann- að: margireru kallaðir (ekki sist vegna útbreidds áhuga á tilburð- um bandariskra og sovéskra i þessa veru) en fáir útvaldir. Höf- undur geimferðasögu sýnist vera i góðri aðstöðu: hann hefur mikið frelsi, getur leyft sér að gera ráö fyrir tæknilegum möguleikum Kristmann Guðmundsson sem nú eru óhugsandi, búa til heilar veraldir. En frelsi af þessu tagi endar oftar en ekki i einhæfri klisjusmíði. Geimlifi er skipt með einföldum hætti I góðar veraldir og illar og það góða hefur slika yfirburði að flestu leyti, að það fær ekki einu sinni að spreyta sig á alvarlegum örðugleikum. Hinar illu veraldir hljóta makleg mála- gjöld og þeir sem éitthvað eru seinir til á þroskabrautinni eru þrátt fyrir allt komnir vel áleiðis áiljóssinsbrautum áður en lýkur, vegna hins glæsta fordæmis full- kominna vera. Til eru að sjálfsögðu höfundar sem vara sig á þessum hættum, þeir kunna að minnsta kosti að tefla framförum i nokkra tvisýnu, spinna flókinn söguþráð, styrkjp imyndunaraflið með raunveru- legri þekkingu á visindum sam- timans. Kristmann Guðmundsson gerir ekkert af þessu. Hann er blýfastur i geimferðaklisjum eins og þær geta leiðinlegastar verið. Hann segir frá þvi, að æðri verum list vel á islending nokkurn sem heitir Ömar Holt. Þeir lenda fljúgandi diski á Stapanum og taka hann með sér á flakk um veraldirnar — á þeirri ferð á hann að læra æðri visku, hlusta á músik geimsins og segja frá þegar heim kemur. í sögu Kristmanns er allt firna- lega þægilegt og fyrirhafnarlitið. Geimskipin snarast milli hnatta með margföldum hraða ljóssins, ekkert getur grandað þeim, og maskinur þeirra ganga I þúsund ár, þvi náttúrlega sitja engir ljót- ir arabakallar á orkulindunum á hinum æðri tilverusviðum. Ahafnarmenn eru fagrir og vitrir og sannhelgir menn og tala á óm- þýðum tungum, sem þeir læra sofandi eins og að drekka vatn — allt upp i 2000 tungur hver. íslend- ingurinn fær til umráða þriggja herbergja svitu með miklum þægindum — aðbúnaðurinn er stækkuð mynd af jarðnesku miljónerahóteli, nema hvað þarna er ekki stundað fylliri né heldur kvennafar. Ástin er nátt- úrulaus — börnin huggetin hjá öllum sem lengra eru komnir. Hin „himneska ást” þekkir hvorki „losta né girnd”. Þó fær nú Ömar karlinn á einum stað að koma við konu sem honum likist, en það þjónar sem betur fer göfugum til- gangi: hann mun eignast son með prinsessu einni sem verða mun mikill konúngur úti i geimnum. Vegna þess hve allt er auðvelt og fyrirhafnarlitið eru siðbætandi lögreglustörf geimskipsmanna leikur einn (utan einu sinni að þeirhittu svo undarlegt illþýði, að lömunarbyssur felldu það ekki — en þvi var kippt i lag snarlega). Og loks er eins og ekkert hafi gerst. Þessari bók var flett til að prófa hvort það væri rétt sem sjá má af ýmsum öðrum bókum, að íslend- ingum láti sýnu verr að skrifa af- þreyingarsögur en raunsæislegar skáldsögur. Svo reyndist vera. A.B. Le'mer Frægastur höfundur furðusagna ímMmM Stanislaw Lem heitir pólskur rithöfundur sem nú er talinn frægastur þeirra manna sem skrifa svo- nefndar visindaskáldsögur. Hann nýtur firnalegra vinsælda bæði heimafyrir og svo jafnt i Sövétrikjum sem Vestur-Þýzkalandi — bækur hans hafa þegar verið þýddar á þrjátiu tungumál. Lem byggir i framtiðarsögum sinum á hefð þeirri sem höfundar visindaskáldsögunnar, Jules Verne og Herbert Wells öðrum fremur, hafa skapað. Jules Verne sagði sem við sjálfan sig þegar á miðri siðustu öld, að mannlegt hugarflug yrði að vera um fimm öldum á undan visindalegum möguleikum. Hann hugsaði sér kafbáta, flugvélar, sjónvarps og tunglferðir manna fyrstur — reyndar grunaði hann ekki að tæ- knin þyrfti ekki nema nokkra áratugi til að ná honum. Herbert Wells (1866—1946) hugsaði minna um tæknilegar framfarir en þeim mun meira um þau áhrif sem ný tækni mundi hafa á manninn og mannlegt samfélag. Margir hafa farið i fótspor þessara meistara, en flestir hafa hengt sig fasta i leiðinlegar endurtekningar. Oftast er þar um að ræða annaðhvort snargeggj- aða visindamenn sem finna upp ýmsar helvitismaskinur sér til skemmtunar, eða glæilegir geimtarsanir byggja upp hvert fyrirmyndarrikið af öðru og hrekja þaðan skuggalega að- komumenn frá öðrum stjörnum. Þó eru á undantekningar — og eru þar sérstaklega til nefndir Ray Bradbury („451 gráður á Fahrenheit”) og Arthur C. Clarke („2001. ódysseifskviða i geimn- um”) sem hafa skrifað snjallar sögur og um leið gagnrýnar. Frisklegt hugarflug Og flestum ber saman um að Stanislaw Lem hafi drjúgan vinn- I ing yfir kollega sina að þvi er ! varðar frisklegt hugarflug. Hann hleypur yfir heimsk vélmenni og fljúgandi diska — þess i stað á hann það til að fylla heiminn af rángjörnum risakartöflum hann sendir reiknivélari harða baráttu gegn drekum eða segir frá fræði- manni einum, sem kennir góðvilj- uðum þarmabakterium enska tungu. Eða þá hann neyðir geim- fara til baráttu við sjálfan sig, vegna þess að hann hefur „kóper- að” sjálfan sig i svonefndum „timahnút”. Solaris, sem sovét- menn hafa kvikmyndað, lýsir ná- býli manna við heljarmikinn lif- rænan efniskökk, sem gerir þeim þann grikk að færa hugsanir þeirra og endurminningar I efnis- búning — og fylgja þessu mörg stórlega flókin heimspekileg og siðfræðileg vandamál. Lem, sem hefur samið um 30 bækur, forðar sér og undan ein- hæfni með þvi að skrifa leynilög- reglusögur og ádeilusögur um samtimann — en auðvitað eru framtiðarsögur hans einnig öðr- um þræði „tilraun um manninn” eins og hann er i dag. Eins og kýr éta gras Lem kveðst þurfa drjúga þekk- ingu til að næra sig á „rétt eins og kýr þurfa gras til að geta mjólk- að’. Hann er silesandi visindarit og hefur tekið saman tveggja binda yfirlitsrit um samtimavis- indi, sem heitir „Summa techno- logiae”. Hann segir að höfundar eins og hann geti leyft sér mikla „ósvifni” i þvi að finna upp und- arlegustu fyrirbæri, aðeins ef það er gert af „andriki með ná- kvæmni og þannig að fylgt sé innri rökvisi þess heims, sem búinn er til.” Stanislaw Lem var boðið að taka þátt i starfi fræðimanna i hóp sem nefnist „Pólverjar árið 2000”, en sá hópur á að gera framtiðarspárfyrir ættland hans. en Lem telur að spásagnir þess- ar megi flokka undir „gaman bókmenntir, vegna þess að þær fá ekki staðist”. Hann hefur meira gaman af þvi sem ekki veröur séð fyrir, „enda eru meiri likur á að það einmitt gerist.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.