Þjóðviljinn - 30.11.1975, Page 11

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Page 11
Sunnudagur 30. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 NÝJAR BÆKUR Þá var öldin önnur III Út er komið hjá tsafold þriðja bindi ritverksins Þá var öldin önnur, eftir Einar Braga. Með þessari bók lýkur Einar Bragi verki sinu, Þá var öldin önnur I- III, og birtir aftast nafnaskrá yfir öll bindin. t fyrsta þætti þriðja bindis, Seyðisfjarðarkaupstaður hinn forni, er grafinn úr djúpi gleymskunnar forboðinn verslun- arstaður, sem fátt var áður vitað um. Þættirnir Þrjár skaftfellskar myndir eru samdir út frá þremur frumstæðum, en afar skemmti- legum uppdráttum eftir þrjá skaftfellska presta á 18. öld. t bindunum þremur er á ferð hálft annað þúsund manna, einkum skaftfellinga og austfirðinga. I fyrri bindum verksins eru þessir þættir: I. bindi: Siðasta af- taka á Austfjörðum, Sumardagar i Suðursveit, Galdra-Fúsi, Sum- ardagar á Hornbjargsvita: II. bindi: Svipast um i Suðursveit á 18. öld, Darraðardansinn i Suður- sveit. Nokkur samstæð eintök af öllum bindunum þremur eru enn fáanleg hjá forlaginu. Þriðja bindi Þá var öldin önnur er 264 bls. 1 þvi eru nokkrar teikn- ingar og uppdrættir frá fyrri tið, Káputeikningu gerði Hörður Ágústsson, setningu, prentun og bókband annaðist Isafoldarprent- smiðja h.f. Ævisaga Stalíns Út er komin ævisaga Stalins eftir J.T. Murphy, sem var einn af helstu forustumönnum enska kommúnistaflokksins, var i Leningrad á byltingartimunum og dvaldist um árabil i Moskvu. Formáli að bókinni er eftir Sir Stafford Cripps, sem lengi var einn af mikilvirtustu leiðtogum breska verkamannaflokksins. Sverrir Kristjánsson, sagnfræð- ingur, þýddi bókina á islensku. t bókinni er rakin ævi Jóseps Stalins frá bernsku hans i þorpinu Gori i Georgiu allt til loka siðari heimsstyrjaldar. t texta á kápu- siðu stendur: ,,En bók Murphys er ekki,aðeins ævisaga Stalins. Ævi Stalins var svo samofin rúss- nesku byltingunni, að það væri fráleitt að skrifa um Stalin án þess að segja einnig sögu bolsé- vismans. Murphy rekur skýrt og greinilega sögu Stalins og lands hans á fyrri helmingi aldarinnar og lætur lesendum i té allar þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru til að skilja þróun Rússlands á þessum tima”. Bókin er 337 bls. og skiptist i átján kafla. Útgefandi er Kristján Júliusson, Reykjavik, prentun annaðist Prentsmiðjan Oddi h.f. Svo hleypur æskan ung Svo hleypur æskan unga, heitir bók eftir Skúla Guðjónsson frá Ljótunnarstöðum, sem Skuggsjá hefur frá sér sent.Pétur Sumar- liðason, kennari, bjó bókina til prentunar og sá um útgáfuna, en Pétur hefur um áraraðir flutt i út- varp megnið af þvi efni, sem þar hefur verið flutt eftir Skúla. Svo hleypur æskan ung eru minningarbrot frá bernsku höf- undarins. Hann segir frá per- sónulegri reynslu sinni og bregð- ur upp skemmtilegum svipmynd- um af mönnum, sem honum eru minnisstæðir. Bókin er 180 bls. Endurminningar endumýjaðar Viö önnumst eftir- tökur og lagfæringar gamalla mynda. Stækkum í allar stæröir frá 13X18 cm til 2ja fermetra. AUGLÝSINGA OG IÐNAÐARLJÓSMYNDUN HVERFISGÖTU 18, BAKHÚS SÍMI 22811 SORPEYÐING Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa hug á að koma upp sameiginlegri sorpeyðingu. Ekki liggja endanlegafyrirmagntölurþess sorps er eyða skal, en tveir möguleikar koma til greina, 9000 tonn pr ár og 37000 tonn pr. ár. Eru innflytjendur sorpeyðingarvéla og -ofna og aðrir innlendir aðilar sem áhuga hafa á framleiðslu og/eða sölu slikra tækja beðnir að senda tillögur sinar ásamt kostnaðaráætlun til undirritaðs fyrir 31. des. nk. Nánari upplýsingar veita sveitar- og bæjarstjórar á Suðurnesjum. Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps Vogagerði 2, Vogum. ÚTBOÐ Kröflunefnd óskar eftir tilboðum i ál- klæðningu á stöðvarhús Kröfluvirkjunar i Suður-Þingeyjarsýslu. Útboðsgögn verða afhent á verkfræðistofu vorri, Ármúla 4, Reykjavik, gegn 3000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudag- inn 19. des. 1975 kl. 11 f.h. m mmmmm verkfræðistofa sigurðar thoroddsen sf yMSMM ÁRMÚLI 4 REYKJAVlK SlMI 84499 Auglýsing Baráttufundur í tilefni 45 ára afmælis Kommúnistaflokks Islands verður haldinn i Iðnó sunnudaginn 30. nóvember kl. 15. Ávörp verða flutt, söngflokkur syngur baráttusöngva, flutt verður leikrit eftir Bertolt Brecht, auk annarra dagskrárliða. KSML-EIK Verkfræöingur óskast Orkustofnun óskar eftir að ráða vélaverk- fræðing, staríssvið varðar rannsóknir og athuganir á hagnýtri notkun jarðvarma. Umsóknum með upplýsingum um nám og í'yrri störf, sé skilað til starfsmannastjóra Orkustofnunar fyrir 15. desember næst- komandi. Orkustofnun - MELTAWAY AKATHERN snjóbræðslukerfi frárennsliskerfi úr PEX plaströrum úr PEH plaströrum Nýlagnir Viðgerðir Hitaveitutengingar Stilling hitakerfa Pípulagnir sf. Auðbrekku 59 — Kópavogi S. 43840 & 40506 endurshoöun hf. Suöurlandsbraut 18, Reykjavik. Simi 86533 Guöm S Gústafsson Helgl V. Jónsson hdl Olafur Nilsson. löggiltir endurskoðendur

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.