Þjóðviljinn - 30.11.1975, Síða 12

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Síða 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 30. nóvember 1975. Menningarhátio i WINNIPEG Einar Már Jónsson fór til Kanada i haust i sambandi við vesturislenska menningarhátið og ráðstefnu sem þar var haldin i tilefni aldarafmælis islensks landnáms þar vestra. Hér fer á eftir einskonar inngangsgrein eftir Einar um þetta ferðalag — en i jólablaði Þjóðviljans munu birtast greinar eftir Einar Má um nýlenduna ,,Nýja ísland”, um indjána og sam- skipti við þá, um sérstæða atvinnu- hætti vesturislendinga og svo um vandamál og sérkenni vesturis- lenskrar menningar. Til er saga um enskan prófess- or,sem keypti sér reiöhjól á gam- als aldri og tók aö hjóla milli heimilis sins og háskólans. Dag einn sá nemandi hans til hans þar sem hann var að bogra við að blása út annað dékkið, og þótti honum undarlegtaö prófessorinn skyldi vera í óða önn að blása upp afturdekk hjdlsins, sem var fullt af lofti — þar sem það var greini- lega framdekkið sem var tómt. Benti hann prófessomum kurteis- lega á þessi mistök, en hann svar- aði undrandi: „Nú, ég hélt að það væri samband á milli þeirra!” Þessi saga rifjaðist upp fyrir Peter Foote, islenskukennara við Lundúnaháskóla, á mildum haustdegi i Winnipeg, þegar hann flutti þar erindi á ráðstefnu um stöðu islenskrar menningar og is- lensks þjóðernis i Vesturheimi og þeirri spurningu skaut upp hvað hægt væri aðkalla „islenskt þjóð- erni” á slikum hálfum og hvað tengdi saman menn af islenskum uppruna eða með islenska mennt- un viða um heim. Hinn 12. október voru nefnilega hundrað ár liðin frá þvi að fyrstu islensku landnemarnir komu til Winnipeg á leiðinni til þess land- svæðis á vesturbakka Winni- peg-vatns þar sem þeir hugðust stofná sérstaka islenska nýlendu, eða eins konar „Nýtt Island”. Þetta var upphafið á alveg nýjum kafla i sögu islendinga: tviskipt- ingu þeirra i heimamenn og „vestur-islendinga” og gróður- setningu islenskrar menningar i framandi jarðvegi — á marflöt- um sléttum Manitoba innanum indiána og elgsdýr. Þessa atburð- ar var þvi minnst með menn- ingarhátið Islands og Kanada, sem fór fram i Winnipeg fyrstu daga októbermánaðar og fjöl- margir gestir að heiman sóttu, þ.á m. biskup íslands og frú, sem voru sérstaklega boöin, Karlakór Reykjavikur, sem hélt söng- skemmta^ir, og loks einnig fréttamenn fjölmiðla. Það var hinn kunni vestur-islenski læknir dr. Paul Thorlakson, sem haföi veg og vanda af undirbúningi há- tiöarinnar. Stærsti þáttur þessarar menn- ingarhátíðar var ráðstefnan um islenska menningu i fjölþjóða- samfélagi, sem haldin var i nýrri og glæsil. þinghöll „Winnipeg Convention Centre”, dagana 3. og 4. október. Þar töluðu fjölmargir viðkunnir fræðimenn, og má nefna auk Peter Foote, Einar Haugen prófessor i Harvard-há- skóla, Arne Brekke, prófessor i háskóla Norður Dakóta, David Arnason bókmenntafræðing, Albert Kristjanson félagsfræðing, Guöbjart Gunnarsson og Harald Bessason, sem er prófessor i is- lensku við Manitoba-háskóla. Eitt helsta viðfangsefni þessara fræðimanna — þótt þeir fjölluðu um það frá margvislegum sjón- arhornúm — var að skilgreina „islenskt þjóðerni” og stöðu þess i hinu mikla mósaiki þjóðanna I Kanada. Þeir gerðu þaö flestir mjög fræðilega með flóknum skil- greiningum, sem vöktu menn a.m.k. alltaf til umhugsunar. Dr. Albert Kristjanson, sem er yfirmaður félagsfræðideildar Manitoba-háskóla, lýsti þvi i fróð- legri ræðu, sem hann hafði samið ásamt John Matthiassyni mann- fræðing, hvernig þjóðernistilfinn- ingar hefðu þróast meðal vest- ur-islendinga undanfarna ára- tugi. Þeirhefðulengi verið skiptir milli tveggja andstæðra tilfinn- inga: löngunar til að varðveita Dr. Paul Thorlaksson, frumkvöð- u 11 menningarhátiöarinnar i Winnipeg. menningu sina og löngunar til að aðlaga sig fullkomlega að nýju þjóðfélagi. Þegar innflytjendur lentu i slikri aðstöðu, áleit dr. Albert að þróunin fylgdi oft fastá- kveðnu mynstri: fyrsta kynslóðin legði hart að sér að reyna að við- halda menningu sinni, önnur kyn- slóðin legði jafn hart að sér að gleyma henni og falla inn I þjóðfé- lagiö, þar sem hún byggi, en þriðja kynslóðin vildi hins vegar finna menningararfinn aftur og það sem skapaði einingu þjóðar- innar áður fyrr. Dr. Albert vildi nú heimfæra þessa meginreglu upp á þróun vestur-islendinga. Is- lensku innfiytjendurnir voru upp- haflega einangraðir I „Nýja ís- landi”, þvi að aðrir landnemar fluttustþangaðekki fyrr en siðar. Þeir gátu þvi haldið menningu sinni, og nefndi dr. Albert ýmis atriði, fyrir utan málið, sem hann taldi aö einkenndu hana sérstak- lega: þaö var viss andleg hefö (bókmenntir o.þ.h.) en lika þótt undarlegt mætti virðast sundrung og deilur (t.d. ofsafengnar trúar- deilur lúterstrúarmanna og únit- ara) sem félagsfræðingar nú á dögum telja að eigi mikinn þátt i að viðhalda þjóðareinkennum. Svo taldi hann einnig islenskan mat, klæðaburð og aðdáun á viss- um þjóðhetjum, en þeirra fremst- ur er e.t.v. Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður. En eftir þvi sem árin liðu og einangrunin minnkaði breyttist þetta ástand að sögn dr. Alberts Kristjansonar. Fyrir nokkrum árum var svo komið að vestur-is- lendingar vildu láta skipa sér i sveit með þeim ibúum Kanada, sem voru af engilsaxneskum upp- runa, en alls ekki telja sig meðal „þjóðarbrotanna” eins og úkrainumanna o.fl. En á siðustu árum hefur þetta aftur breyst, og nú er komin upp ný þjóðernis- meðvitund og vestur-islendingar farnir að skilja að þeir eru sér- stætt þjóðarbrot meðal ýmissa annarra. David Arnasonfjallaði um eina hlið þessarar þróunar, stöðu vest- ur-islenskra rithöfunda, en ekki var það þó alveg ljóst hvernig kenningar hans gætu samræmst lögmáli dr. Alberts Kristjanson- ar. Að sögn hans leit fyrsta kyn- slóð vestur-islenskra rithöfunda á sig sem islendinga og orti i is- lenskum anda: þannig samdi Þorsteinn Þ. Þorsteinsson lands- lagslýsingar sem eiga litið skylt við landslag á þeim stöðum, þar sem hann sjálfur bjó. En næsta kynslóðöðlaðistmeira sjálfstæði: endurminningar 'vestur-islend- inga um gamla landið voru tengd- ar þvi timabili, þegar menn voru aö flytjast burtþaðan, og sá timi fyrntist óðum. Skáidin fylgdust ekki með þeirri þróun nema að ''■kmörkuðu leyti og úr fjarska, en I staðinn föru þeir að fjalla um reynslu sina i nýja landinu. Merk- astur rithöfunda úr hópi þessara manna var að sögn Davids Arna- sonar Guttormur J. Guttormsson, en hins vegar taldi hann að Stephan G. Stephansson væri al- gerlega i sérflokki. David Arna- son komst loks að þeirri niður- stöðu að þessir menn væru ekki aðeins islenskir rithöfundar, heldur væru verk þeirra jafn- framt islenskt framlag til kanadiskrar menningar. Sem kanadiskt skáld hefði Stephan G. t.d. verið mjög óvenjuleg per- sóna, þvi að verk hans lýstu vel sérstöku timabili kanadiskrar sögu, og skrif hans um heims- styrjöldina hefðu verið áratug á undan samtið hans. Haraldur Bessason, sem fjallaði um is- lenskukennslu i Manitoba, lagði einnig áherslu á þetta sama at- riði: islenskukennslan er engan veginn greiði sem yfirvöld gera einu þjóðarbroti, heldur framlag vestur-islendinga til kanadiskrar menningar. En hvers eðlis var þá þjóðernis- tilfinning þessa vestur-islenska minnihlutahóps inni I miðju Kan- ada? Þessi spurning lá alltaf i loftinu, en sá einisem gerði veru- lega tilraun til að svara henni, var prófessor Einar Haugen frá Harvard-háskóla, sem er sjálfur vestur-norðmaður og heimsfræg- ur sérfræðingur i tvityngi. Féllu orð hans þannig að full ástæða er til að gefa þeim mikinn gaum. Einar Haugen byrjaði á þvi að skilgreina enska orðið „ethni- city” og greina það frá orðinu „nationalism”. Reyndar hafa bæði orðin verið þýdd á islensku sem „þjóöerni” eða „þjóöernis- stefna” og upprunaleg merking er svipuð — munurinn er aðeins sá, að seinna orðið er latneskt, dregið af „natio”, en fyrra orðið er dregið af griska orðinu „eþnos”, og hafa bæði orðin svip- aða merkingu og þýða „þjóð”. Að sögn Haugens er orðið „ethni- city” mjög nýtt af nálinni, og var fyrst fariö aö nota það um 1950. Þaö var þá tækniorð i félagsfræði og þýddi „þjóðernislegur upp- runi” innflytjenda i Ameriku, en var þó ekki notað um indiána, svertingja eða gyðinga. Smám saman breyttist merkingin þó, og var þá farið að nota orðið um þjóðerni hvers kyns minnihluta- hópa. 1 þeirri merkingu hefur orðið breiðst út og verið tekiö upp i öðrum málum. Nú er erfitt að verjast þeirri hugsun að „ethnicity” sé ein- göngu niðrandi orð um þjóðerni og haft um smáþjóðir af þvi einu aö menn vilji setja þærskör lægra enstórþjóðir og vilji þvi ekki nota sama orð um hvort tveggja (á sama hátt og ýmsir kalla tungu- mál afrikumanna, indlána o.fl. ekki mál, heldur „mállýskur”). En Einar Haugen vildi þó telja að „ethnicity” væri sérstakt fyrir- bæri: þjóðernistilfinning minni- hlutahóps, sem staðsetja mætti einhvers staðar á óljósum punkti milli ættrækni og þjóðernistilfinn- ingar i eiginlegum skilningi (nationalism). Einn mikilvægasti þáttur þessarar tilfinningar væri tungumálið og tryggðin við það, og hefðu félagsfræðingar verið seinir að skilja mikilvægi þess fyrirbæris. - Um þetta leyti voru vest- ur-norðmenn að halda upp á 150 ára afmæli norsks landnáms i Ameriku, og tók prófessor Haug- Sigurður Björnsson óperusöngvari, sem var einsöngvari með kórnum, Anna Áslaug Ragnarsdóttir, sem annaðist undirleik, og Páll P. Pálsson stjórnandi. Þegar islensku gestirnir komu til Mikleyjar var biskupinn af Is- landi, herra Sigurbjörn Einarsson, beðinn um að skfra bátinn „Islending”, sem verður notaður til skemmtisiglinga um eyjar Winnipeg-vatns. Vestur-Islenski málarinn Emile Waiters.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.