Þjóðviljinn - 30.11.1975, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 Karlakór Reykjavikur syngur fyrir vistmenn á elliheimilinu Betel á Gimli undir stjórn Páls P. Pálsson- ar. Heimsókn islendinga og vestur islenskra gestgjafa þeirra til Manitoba-háskóla, þar sem biskupinn af islandi afhenti bókagjöf. Ahcyrendur karlakórsins i Betel. Frá elliheimilinu Betel. en dæmi at þessum íóndum sin- um. Hann sagði að i fyrstu hefði verið talið að norðmenn myndu glata tungu sinni mjög fljótt i nýja landinu. Reyndin hefði þó orðið talsvert önnur, þvi að þeir héldu henni til skamms tima. Haugen sagðist fyrir skömmu hafa gert könnun á tryggð amerikumanna af norrænum ætt- um við tungumál sitt: vest- ur-norðmenn hefðu haldið þvi miklum mun betur en vestur-svi- ar og danir — en þó siður en vest- ur-islendingar. Um 1950 hefði þó verið hætt að halda messur á norsku og um sama leyti hefðu blöð á norsku hætt að koma út. Þannig mætti segja að þessi tryggð við móðurmálið hefði ver- iðe.k. skjól ogvörn fyrir innflytj- endahópinn og afkomendur hans þá áratugi sem það tók að aðhæf- ast nýja landinu, — og hefðu þeir lggt tungumálið niður þegar að- hæfingunni var lokið og þess ekki lengur þörf. En sannleikurinn væri þó sá aðáhugiá norsku hefði stóraukist undanfarin ár meðal vestur-norðmanna, t.d. sagði Einar Haugen frá þvi að sala kennslubóka hans sjálfs i norsku hefði aukist griðarlega mikið! Arne Brekke, prófessor i Norð- ur-Dakóta, tók i sama strenginn. Undanfarin ár hefur hann skipu- lagt hópferðir vestur-norðmanna til gamla landsins og aðstoðað fólk af norskum ættum sem vildi komast i tengsl við ættingja sina austan Atlants-ála. Sagði hann að augljóst væri að á siðustu árum hefði áhugi vestur-norðmanna á uppruna sinum stóraukist og yrðu þeir stöðugt fleiri sem skryppu austur um haf. Hann taldi að þetta væri „þriðja kynslóðin”, samkvæmt skilgreiningu dr. Alberts Kristjansonar, sem væri fullkomlega aðlöguð amerisku þjóðfélagi — en vildi komast Ut úr „bræðslupotti þjóðanna” eins og sagt er. Þannig var augljóst að prófess- or Haugen, sem einn leitaðist við að skilgreina grundvallarhugtök- in, leit á þessa þjóðernistilfinn- ingu („ethnicity”) fyrst og fremst frá sjónarmiði aðlögunar, og mátti skilja það að kjarni hennar væri einkum ihaldssemi: meðan innflytjendurnir voru ó- kunnugir i nýja landinu „héldu þeir tryggð við” það tungumál og þá menningu, sem þeir höfðu flutt með sér að heiman, og „varð- veittu” þetta, en létu það svo fyrir róða þegar þeir voru fallnir inn i nýja þjóðfélagið og Nilsen var orðinn Nelson. Mætti þá kannski halda að vestur-islendingar og vestur-norðmenn væru miður að- lögunárhæfir en aðrir norður- landabúar?! En mitt á meðal þessara lær- dómsmanna stóð Peter Foote upp og flutti sitt erindi, þar sem hann velti fyrir sér hvað tengdi saman menn sem væru af islenskum uppruna eða legðu stund á is- lenska menningu viða um heim. Hann svaraði aðeins með þvi að lýsa sinum fyrstu kynnum af islenskum bókmennt- um og endaði svo erindið með sögunni um prófessorinn og reið- hjóliö, sem var sjálfsagt skyldari heimspekilegum dæmisögum austurlenskum en fræðilegum rökræðum vesturlandabúa. En hver sem merkingin var, vakti hún menn þó til umhugsunar um viss atriði: e.t.v. voru tengslin allt önnur en mönnum datt fyrst i hug I fljótfærni sinni og sambönd- in allmiklu finlegri. Kannski var lika þessi togstreita milli „aðlög- unar” og „varðveislu” menning- ar heimalands — sem hlaut að verða fjarlægt land og framandi fyrir menn fædda i Kanada — fulleinfalt og klunnalegt mynstur til að gera grein fyrir tilfinning- um manna á sléttunum miklu. Þvi var það svo að hinar ýtar- legu skilgreiningar fræðimann- anna voru kannski fullnákvæmar og kerfisbundnar til að vera al- gerlega sannfærandi, — en þær kveiktu fyrst og fremst löngun til aö kynnast þvi af eigin raun hver væri staða vestur-islenska þjóð- arbrotsins i Manitoba. Til þess gafst islensku gestunum nokkurt tækifæri eftir þann fræðilega inn- gang, sem ráðstefnan um „is- lenska menningu i fjölþjóðasam- félagi” var. Svo undarlega vildi til að þessi hundrað ára afmælishátið vest- ur-fslendinga i Manitoba var jafnframt að vissu leyti minn- ingarhátið um endalok einnar merkustu islendingabyggðarinn- ar i Nýja íslandi: Mikleyjar- byggðarinnar, sem nú hefur verið lögðniðurogá að verða þjóðgarð- ur. Þriðjudaginn 7. október fóru islensku gestirnir i skemmtiferð norður til eyjarinnar, og sáu þá þær breytingar, sem þar eru að verða: þar var gamalt þorp, autt og yfirgefið að mestu, en lúterska kirkjan og nokkur húsanna voru i viðgerðogáttu að verða safngrip- ir. A legsteinunum voru aðeins is- lensk nöfn, sem vitnuðu glöggt um þjóðerni ibúanna. En þau voru máð, og i' rjóðrum mátti nú lita þau undarlegu náttúruspjöll sem nefnast golfvellir. Þennan dag fór fram minningarathöfn i skála i Gull Harbour um þessa is- lensku byggð að viðstöddum is- lensku gestunum og fjölmörgum vestur-islendingum, þ.á m. nokkrum gömlum eyjarskeggj- um. Karlakór Reykjavikur söng og biskupinn af Islandi afhjúpaði minningarspjald um landnema eyjarinnar. Loks las dr. Paul Thorlakson upp bréf dagsett i janúar 1877 með undirskriftum 31 landnema eyjarinnar og Þórunn Elfa Magnúsdóttir rithöfundur las upp kvæðið „Kveðju að vest- an” eftir Guðfinnu frá Hömrum. En þótt islensku gestirnir hittu þannig á endalok þessarar merku byggðar, sýndu þær frábæru við- tökur, sem þeir fengu i ferðinni, bæði á einkaheimilum, þar sem þeir gistu, og svo á söngskemmt- unum karlakórsins, það ótvirætt að hvað sem öllum fræðilegum skilgreiningum liður er islensk þjóðernismeðvitund enn mjög vel lifandi meðal vestur-islendinga i Manitoba. Karlakór Reykjavikur hélt söngskemmtun i Winnipeg i sambandi við menningarhátiðina og svo einnig i Brandon og að Lundum. Hvarvetna var húsfyllir og varð kórinn að syngja fjölmörg aukalög. Sigurður Björnsson óperusöngvari söng einsöng með kórnum, og vakti söngur hans svo mikla athygli, að i Winnipeg var þess farið á leit við hann hvort hann vildi syngja einsöng i 9. symfóniu Beethovens, sem þar á að flytja 7. og 8. mai i vor. Auk þess var honum boðið að syngja i óperunum Don Giovanni og Lucia di Lammermor árið 1978. Kórinn fór einnig til Selkirk og Gimli og söng fyrir vistmenn á elliheimilunum þar. Eftir sönginn á elliheimilinu Betel á Gimli kom gömul kona, 86 ára, að máli við Ragnar Ingólfsson fararstjóra og rétti honum umslag með 100 doll- urum, sem hún kvaðst vilja gefa kórnum. .,Ég get nú eiginlega ekki tekið við þessu”, sagði Ragnar. „O, heldurðu að ég fari með þetta i gröfina!” svaraði gamla konan um hæl. Gamalt fólk i Betel táraðist, þegar islenski þjóðsöngurinn var sunginn. Á þessari menningarhátið var einnig opnuð sýning á listasafni Winnipeg á verkum vestur-is- lenska málarans Emile Walters, og var auðvelt að sjá þar tengsl við islenska málaralist. Fróðir menn nefndu einkum að þarna kæmi viða i ljós andlegur skyld- leiki við Magnús Á. Arnason. Við- fangsefni málarans voru bæði is- lensk og amerisk og einnig, að þvi er virtist, grænlensk, og beitti hann ný-impressióniskum stil á amerisku viðfangsefnin, en um hin fjallaði hann i stil, sem nálg- aðist meira islenska málaralist. Menningarhátiðinni i Winnipeg lauk með þvi að biskupinn af Is- landi, herra Sigurbjörn Einars- son, var gerður að heiðursdoktor við Winnipegháskóla sunnudag- inn 5. október. Það var dr. Paul Thorlakson, sem sæmdi hann þessari nafnbót, og vildi svo til að þennan sama dag átti hann átt- ræðisafmæli. Þessvegna var gerð smávægileg breyting á hinni há- tiðlegu dagskrá: fyrir hann var sungið „hann á afmæli i dag”! Við þetta sama tækifæri voru af- hentar minningarplötur handa Winnipeg-háskóla og Manitoba- háskóla. A báðum þessum plötum var efst áletrun á ensku um fund Ameriku og tilefni þess að plöt- urnar voru gefnar. Undir henni var eftirmynd af þeirri siðu Flat- eyjarbókar, sem segir frá Vin- landsfundi vikinga, og sitt hvor- um megin við hana var ensk og frönsk þýðing textans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.