Þjóðviljinn - 30.11.1975, Side 17

Þjóðviljinn - 30.11.1975, Side 17
Sunnudagur 30. nóvember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 17 VINUR MINN OG FRÆNDI EFTIR GUNNAR GUNNARSSON Hann stendur ofarlega i brekk- unni milli bils og kirkju og hattur- inn keyrður aftur á hnakka. Fólk- ið er að tinast úr messu og þaö glampar á bilinn og ómálaða kirkjuna á hæðinni. Maðurinn er i dökkum fötum, og hefur svo myndarlega istru aðhann verður að halla sér aftur til að halda jafnvægi. Ég kem neðanfrá höfn- inni, og horfi á manninn á hæð- inni, kannast við hann. Er það Pétur þrihross? Er það Bogesen? Er það Silli og Valdi? Eða Matthias Jóhannessen? Ég geng á brattann og maður- inn styður hendi á bil sinn við kirkjuna og leikur að vestiskeðj- unni. Éf ákveð að ganga á snið við hann, gefa honum hornauga vegna þess mig langar að vita hver hann er, kannski þekki ég hann, kannski get ég sagt við kunningjana seinna i dag: fjandi er hann orðinn feitur hann...? hann hlýtur að fara að springa! Ég skammast min.fyrir að hugsa svona, skammast min fyrir að leggja á mig að klifa brekkuna út af einum burgeisi, að ég skuli vera forvitinn að vita hvaða auðlubbi það er, sem er orðinn svona feitur. Ég geng hægt á brattann, finnst ég vera litill og mjór með hugsanir minar, finnst ég vera af öðrum hnetti svona nærri kirkjunni, svona nærri auðvaldinu i landinu. Kannski er þetta bara lftill kramari hugsa ég, kannski er þetta bara kramari sem er hér- umbil einn i búðinni og þessvegna raunverulega tilheyrandi verka- lýðnum eins og þú, hugsa ég, hann hefur bara orðið svona feit- ur af að éta rúllupylsuafgangana i áleggshnifnum og stinga uppi sig karamellum. Hvaða máli skiptir það? Væri ekki meira spennandi að sjá augliti til auglitis alvöruarð- ræningja? Einhvern skuldakóng úr sjávarútvegi eða einhvern úr byggingarbransanum eða inn- flutningnum? Viltu ekki ganga til mannsins, kynna þig.spyrja hann að heiti og þegar hann segir þér að hann er enginn annar en eigandi moggans og alls þess, þá skaltu hella þér yfir hann. Segðu honum hvilikur ræningi hann er, stigamaður i þjóðfélaginu, segðu honum það. Ráðstu að honum óvæginn, segðu honum að þótt þú sért illa til fara, mjór og væskils- legur, þá sértu eldheitur óvinur staðráðinn i að berjast við svina- riið til siðasta blóðdropa. Segðu honum að þótt hann hafi staulast framúr palisanderrúminu sinu, þótt hann hafi komist út úr þeim auðkastala sem hann hafi stolið af alþýðu þessa lands, þér sjálf- um, og hökt i kirkju með sina svörtu sál, og standi nú bisperrtur og i velmegunarskapi utan við musteri borgarastéttarinnar, þá hugsir þú honum þegjandi þörf- ina. Segðu honum að hann sé deyjandi stétt, segðu honum að þú munir grafa hann þarna i hóln- um. Jafnvel strax i dag. Svo valdi ég honum þanka- skeytin. Og það var engu likara en þau hittu beint i mark. Hann var farinn að snúa kúlulaga höfð- inu að mér, en það var erfitt, þvi hálsinn var steyptur fitulagi og múnderingin herti að. Þessi rótarffasisti. Þessi sér- hagsmunaræningi. Þessi morgunblaðssál. Þessi óupplýsti flibbadurtur og jakkafataleppa- lúði, þessi chevroletrass, þessi vestisjaxl, þessi hlægilegi ofáts- bolla sem er orðin heyrnarlaus af pokalegum umgengnisreglum stéttar sinnar. Augun i honum, litil og flöt horfa stjörf út úr af- mynduðu höfðinu og manni finnst leiðinlegt að Grýla skuli vera hætt að éta fólk, þvi þarna missir hún svo sannarlega af holdi. Hver er þessi fjandmaður mannkynsins? Hver er þessi sem hefur ameriskan her til að vernda eignir sinar hér. Hver er hann þessi óþjóðlegi afturhaldsseggur, þessi talsmaður bretavaldsins á heimshöfunum, þessi barna- morðingi frá Vietnam sem stendur hér á kirkjuhólnum i sól- inni og leikur stuttum, feitum fingrum með gyllta úrkeðjuna. Gull sér hann, gull segir hann, meira gull. Hvernig fer fyrir svona fólki? Lenin sagði að gullið væri hugsanlega brúklegt i mýgildi en þessi kirkjuhæna þarna á hæðinni vill helst láta það renna brætt um æðar sér. Á ég að ráðst gegn honum? A ég að hlaupa sfðasta spölinn að honum einsog geðsjúklingur með kreppta hnefa og æpa að honum, skora hann á hólm þarna á hóln- um. A ég að fleygja af mér frakkalufsunni, bretta upp erm- arnar og krefjast þess að hann verji sig? Ætli hann kalli ekki bara á lögguna? Hann á lögguna? Löggan er hans vopn. Fyrst löggan, svo varnarliðið. En ég gæti velgt honum undir uggum þangað til löggan kemur! En til hvers að berja á einu aumkunar- verðu fifli sem ekkert skilur og er þar að auki orðinn farlama af ofáti? A ég að fórna frelsi minu og friði fyrir svoleiðis skepnur? Nei, nei. Ég geng rólega framhjá, þykist ekki hafa séð hann og gleymi þessu. Gleymi þessu? útilokað. Á morgun verður þessi skóhlifnasál studd i ræðustól hjá rótariinu, hann styður sig við púltið, smjattar á sósubragðinu sem enn er eftir og reynir að ná isslettu af jakkaboðungnum og fer siðan þvoglumælturogvarla mælandi á islensku að tala um hættulega unga menn, hættulegt fólk i lörf- um, fólk sem hundsar framkomu- reglur og siðaboðskap kristilegr- ar borgarastéttar, það fólk sem gengur þvert á þá hornsteina borgaralegs lýðræðis sem heldur rótariinu við völd! Heldurðu að hann geri sér grein fyrir þessu. Skynjar hann nokk- urn fjandskap nema fjárhags- legan? Skynjar hann nokkuð nema peningakreppu? Ef hann fær ekki lán, ef hann fær ekki að maka krókinn i dag, eins og i gær og eins og hann fær á morgun, finnst honum ekki að aðeins þá hafi guð yfirgefið hann? Vitanlega. Það er ekki þessi sem heldur rótariræðuna. Þessi situr bara við steikina og hlustar á tungumjúkan ræðusskrifara úr flokknum, ungan, ötulan baráttu- mann ræningjanna, útlista vandamál fjármagnsferilsins, erfiðleika gengisskráningarinn- ar, nauðsyn á útlánatregðu vegna yfirvofandi bensinkreppu sem aftur dregur úr innflutningshagn- aði sem er undirstaða flokks- starfsins og lánaútvegun sem leiðir til brennandi nauðsynjar á hækkuðum framlögum i bygg- ingarsjóð. Er feiti boli þarna imessustell- ingunum bara mjólkurkýr flokks- ins? Er hann kannski leikfang og lifakkeri hinna raunverulegu ræningja, hinna útsmognu hag- spekinga sem hafa séð, að veil- urnar i þjóðfélagsskipaninni eru ekki beinlinis veilur, heldur tæki til að bljóðmjólka burgeisafiflin eins og alþýðubjálfann? A ég kannski að gapga uppá hæðina bljúgur i skapi, rétta gull- keðjuskrimslinu höndina og út- skýra fyrir honum að við séum bandamenn i baráttu gegn hag- spekingum flokksins sem nota alþýðuna eins og rótariið til að svikja sjálfum sér völd? Skilur hann það? Skilur hann nokkuð nema sitt eigið hjarta sem slær i buddu hans? A ég aða ganga til hans og bjóða góöan daginn? Nei. En kannski er hann hvorki skóhlifnasál né auð- greifi. Kannski er hann bara venjulegur smáborgari, til dæmis skrifstofublókhjá einhverri fallitt útgerðinni hér i bænum, dyggur flokksþjónn sem fékk úthlutað lóð um árið, býr nú frekar flott i vönduðum kastala, einangrar sig með moggann sinn og kerlinguna i rólegri götu i úthverfi, hefur gegnum árið hugsað vel um tekj- ur sinar og gjöld, á vönduð hús- gögn og góðan bíl, gullkeöju um magann og er nú eins og fyrrum þegar hann byrjaði að basla, hag- sýnn i innkaupum. Hann er ekki neitt gáfnaljós, en óvitlaus. Hann skilur vel að hver er sjálfum sér næstur að flokksbubbarnir eru bestu karlar eða taka þeir ekki stöðugt I hönd manns og ávarpa mann sem jafningja? Ég er bara skrifstofumaður hugsar hann, með tiltölulega lág laun, en þó hefur mér tekist að eignast gott hús, kerlingu i pels, börn i skóla og brúklegan bfl! Ég huga að minu. Ég eyði fénu ekki i vitleysu. Ég á málverk eftir viðurkennda menn og afþvi það er farið að hægjastum er ég farinn að stauta soldið i andatrú. Kiljan skil ég ekki nú frekar en fyrr og var hann ekki sérvitur þessi Þórbergur? Þú átt að ráðast á þessa geðlurðu, segi ég við sjálfan mig. Rjúktu upp hæðina, varpaðu svin- inu um koll og útskýrðu fyrir hon- um að hann eigi að gefa skit i pels, bil, hús og himnariki, látt’ann vita, að maður er manns gaman, að hann á ekki að einangra sig frá fólki, ekki að rölta um eins og hestur með speldi i miðju ihaldsstóðinu, hug- myndalaus og heimskur. Segðu honum að hann eigi að ganga úti i vondu veðri, taka til hendinni, lesa bækur, gefa húsið sitt fátæk- um börnum, auðga sig innanfrá en ekki utanfrá. Eyddu peningun- um þinum, skammastín fyrir að nurla! Hneykslaðu flokks- bræðurna og rótariið með þvi að skokka berrassaður á næsta fri- múrarafund. Gerðu tilraun til að lifa á fjörugróðri. Reyndu að tjá þig. Skrifaðu orð á blað. Málaðu tákn á vegg, og reyndu með þvi móti að komast að þvi, hvort eitt- hvað er fyrir innan velmegunar- hlustrið. A ég ekki að segja manninum þetta? Hef ég siðferðilegan rétt til að láta hann i friði, eða á ég að rölta alla leið upp brekkuna, ganga framhjá kirkjunni og hverfa að eilifu framhjá vesalingnum þarna og reyna að gleyma? Nei. Þótt ég helli mér ekki yfir hann núna, þá geri ég sjálfum mér þann greiöa að skoða hann vel að utan, þannig get ég komist að þvi hver hann er, og get varað mig á honum seinna. Og ég rölti spölinn að mannin- um sem styður sig við bilinn og siðustu úthringingartónar krikju- klukknanna óma yfir sunnudags- steikunum þegar ég lft framan i þetta neysluflykki á hólnum og þekki náfrænda minn og fjöl- skylduvin. Ert það þú, segir hann og svo koma brandarar um prestinn og ættingjana og ég breytist i smjör, sig i vináttuskapi inn í drossiuna sem hann viðurkennir að hafa eignast með bókhaldssvindli i eigin fyrirtæki: Veistu, segir hann, það er sko þannig i þessu kommúnistariki, íslandi, að frétt- ir þú um mann sem á stórhýsi og flotttik og fyrirtæki sem græðir, þá veistu að hann er að stela. Svona einfalt er það. Ég er orðvana frammi fyrir játningunni. Mér liggur við heila- blóðfalli af skömm, fyrirlitningu, lifsreynsluleysi og hneykslun. Hvernig getur maðurinn vitað þetta og gerir ekkert? Og við kveðjumst með virktum. AF ERLENDUM IBÓKAMARKAÐÍ Schule und Staat im 18. und 19. Jahrhundert. Zur Sozialgeschichte dcr Schule in Peutschland. Bcitráge von Ursula Aumiiller, Hans Waldcy- er, Klaus L. Ilartmann, Hega Zander u.a. Suhrkamp Verlag l!)74. Til hvers er skólinn? Til þess að gera fólki auðveldara að sjá fyrir sér i samfélaginu? Til þess að geta orðið hlutgengir þegnar nú- tima samfélags? Til þess að vikka vitund sina og skilja betur samskipti manna? Hver mótar skólagerðina og tilganginn með skólahaldi á hverjum tima? 1 þessu riti er leitast við að svara spurningum um tilgang og gerð lægri skóla á Þýskalandi á 18. og 19. öld. Skólahald breyttist við breytta atvinnuhætti; með iðn- byltingunni þörfnuðust atvinnu- vegirnir fólks með lágmarks- kunnáttu til þess að geta oröið „sérhæfðir starfskraftar” i iðju- verum og verksmiðjum, skóla- kerfið var miöað við þessa þörf og jafnfr. er mórallinn i skólunum réttlæting rikjandi ástands. Góður skólaþegn varð góður sam- félagsþegn, hlýðinn yfirboðurum og skólameisturum og kennurum og siðar hlýðinn verkstjórum og verksmiðjueigendum. Kerfið var sniðið að þörfum atvinnuháttanna sem tiðkuðust i samfélaginu og þeirra sem áttu atvinnutækin. Höfundarnir rekja þróun skól- anna á Þýskalandi, þ.e. lægri skóla, sem gætu samsvarað nú- tima grunnskólum. 1 upphafi var skólinn á snærum kirkjunnar, siðan tekur rikisvaldið við þess- um stofnunum einkum með aðskilnaði rikis og kirkju viða um lönd; hér á landi gerist þessi breyting með niðurlagningu stólsskólanna. Barnaskólar koma hér upp sem stofnanir reknar af sveitarfélögum og siðar rikis- valdi; sama er að segjá um ung- linga eða gagnfræðaskóla. Það væri gagnsamlegt ef einhver tæki sig til og skrifaði 'úm stefnuna i islenskum skólamálum frá þvi að stólsskólarnir voru lagðir niður. Eins og nú er virðist það sem eitt sinn var nefnt menntun vera orðið að þjálfun til sérhæfingar starfs- krafta; i þágu hverra? Charlemagne and His World Friedrich Hecr. Weidenfeld and Nicholson 1975. Heer er vel þekktur miðalda- fræðingur, starfar i Vinarborg. Þessi bók er mjög myndskreytt bæði svört/hvitum og litmyndum, rakin er saga Karlamagnúsar og sögusviðinu lýst, efnahags og menningarlegum forsendum að starfi keisarans. Karli mikla tókst að halda hinum viðlendu landflæmum undir stjórn sinni. en arftakar hans réðu ekki við miðflóttaaflið og rikið sundraðist nokkru eftir hans dag, og rekur höfundur þá sögu nokkuð. Sér- stakir kaflar eru helgaðir listum og bókmenntum, en menningar- starfsemin var einskorðuð við hirðina ogeinstöku klaustur. Höf- undur ræðir nokkuð efnahagslif og hagkerfi áttundu og niundu aldar og finnur þar ýmsar ástæð- ur fyrir ýmsum hernaðar- framkvæmdum keisarans. Þótt Karli mikla tækist aðeins um sina daga að halda saman riki sinu þá mótaði hann hugmyndina um rikisstjórnarandann, keisarana og hugmynd hans um endurvakið Rómaveldi varð viðfangsefni þýsk-rómversku keisaranna langt fram eftir miðöldum.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.