Þjóðviljinn - 30.11.1975, Page 21
Sunnudagur 30. nóvember 1975. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 21
Sköpun
stjarnanna
3°
Fylgihnettir
— Með hverri plánetu fylgja litlar kúlur I kaupbæti.
úllen dúllen doff kikki lani koff.
— Ómögulegt að halda réttum meðalhraða meö þess-
um stöðugu beygjum!
ÞORSTEINN
FRÁ HAMRI
TÓKSAMAN:
Villudyr
Galdra-Loftur
Frá þvi segir i sögunni af
Galdra-Lofti að Loftur drap
barnsmóður sina meö gjörning-
um: „henni var ætlað að bera
aska inn i eldhús og Ur þvi, voru
þeir til flýtis bornir á nokkurs
konar trogmynduðu verkfæri,
er hét askafloti, og tók marga
aska i einu, lét Loftur opnast
göng fyrir henni i miðjum vegg,
svo hún gekk inrri þau. En sök-
um þess að stúlkan varð þá
hrædd og hikaöi, hreif galdur-
inn, svo að veggurinn luktist
aftur. Löngu seinna, þegar
veggurinn var rifinn, fannst i
honum beinagrind af kven-
manni uppistandandi með aska-
hrúgu i fanginu, og ófullburða
barnsbein I holinu”.
Þetta er einhver þekktasta
sögn islensk um villudyr, dyr
sem óvænt opnast i vegg og
heilla menn til sin. t sögunni af
Galdra-Lofti gerist þetta af
völdum gjörninga, og svo virðist
einnig vera i mjög áþekkri sögn
sem eitt sinn var á kreiki austur
i Flóa.
Beinagrindin i
Vatnsholti
Guðni Jónsson skrásetur eftir
frásögn Jóninu Þórðardóttur frá
Vatnsholti i Flóa, að i bernsku
hennar heima i Vatnsholti hafi
fundizt mannsbein i taðkofa-
vegg, og talin vera af kven-
manni. „Beinagrindin lá frá
norðri til suðurs, og hafði þurrt
heytorf verið lagt til beggja
hliöa og til höfða og fóta og einn-
igyfir.... Eins og nærri má geta,
var margt um fund þenna rætt
og margar getgátur uppi um
það, hvernig á beinagrind þess-
ari myndi standa. Giskuðu sum-
ir einna helst á það að stúlka sú,
sem beinagrindin var af, hefði
verið myrt og lík hennar falið
þarna i kofaveggnum. Engar
sögur fóru þó af þvi, að slikur
atburður hefði nokkurn tima
gerst i Vatnsholti. — Um þessar
mundir bjuggu i Kolsholti
Sigurður Jónsson og kona
hans, Guðrún Vigfúsdóttir frá
Jaðarkoti. Kolfinna hét móðir
Guðrúnar og var þá háöldruð
oröin. Beinafundurinn barsti tal
þar á bæ eins og viðar og ræddu
menn margt um. Rifjaðist þá
upp fyrir Kolfinnu gömul saga,
sem móðir hennar, Hildur að
nafni, hafði sagt henni um ein-
kennilegan atburð, sem gerst
hafði i Vatnsholti nokkru fyrir
hennar minni, en eldra fólk
mundi vel eftir, þegar Hildur
var ung. — Sú saga var á þá leiö,
að hjá hjónum þeim, er þá
bjuggu i Vatnsholti, hefðu verið
vinnuhjú, piltur og stúlka, sem
voru heitbundin hvort öðru.
Bóndi hafði þann sið, að senda
vinnumenn sina til sjávar á ver-
tiðum, og svo var einnig um
þennan vinnumann. Fór hann i
verið suður með sjó, en unnusta
hans var heima. Þá er komið
var fram i miöja vertiö, bar svo
við eitt kvöld, að húsfreyja bið-
ur stúlkuna að fara fram i eld-
hús með askana og skammta
fyrir sig kvöldmatinn, þvi að
hún var sjálf eitthvað vant við
látin. Stúlkan gerir það, fer
fram með askana, en svo liður
góð stund, að hún kemur ekki
aftur. Tekur konuna þá að
lengja eftir stúlkunni og fer
fram til að gæta að henni. En er
hún kemur fram, sér hún hvorki
askana né stúlkuna. Er hennar
leitað og leitaö alls staðar um
bæinn og annars staðar, þar er
liklegt þótti, en allt kom fyrir
ekki. Fannst ekki svo mikið sem
urmull af stúlkunni eða neitt
sem bent gæti á, hvað af henni
hefði orðið, og loks var leitinni
hætt. Um lokin barst sú fregn
með sjómönnum, að unnusti
hennar hefi drukknað á vertið-
inni, og er að var gætt, hafði
hann drukknaö þann sama dag,
sem stúlkan hvarf. Þótti mönn-
einn dag að Bjarni var á beitar-
húsum að gefa fénu, eins og
vant var. Haföi hann tekið hey i
fang sér og var að bera það
fram igarðann i ysta húsinu. Þá
verður honum litið viö og sér að
norðurveggurinn er horfinn
undan húsinu á stórum parti, og
sér hann þar i gegn, alla leið út á
Skagafjörö. Viö þessa sýn greip
hann óstjórnleg hræðsla, fleygði
hann hneppinu þar sem hann
stóö innst i garöanum og hentist
út úr húsinu. Rankaði hann við
sér i sama bili og hann var kom-
inn út og stóð þá viö norður-
vegginn, einmitt á þeim stað,
sem hann hafði séð vegginn
horfinn. En þá var allt komiö i
lag aftur og sáust engin mis-
smiði á veggnum.”
Finnbogi Bernódusson segir
kjarngóða sögu af Guðbjarti
Ólafssyni i Bolungarvik. Hann
elti ókenndan mann út um villu-
dyr i sjóbúð vestra. En er hann
ætlaði inn aftur var búöin harð-
læst að innan svo sem verið
hafði, og varö að plokka úr
gluggafag til aö komast inn dag-
inn eftir. En sporaslóð Guð-
um þessir atburðir einkennilega
saman bera. — Nú liðu mörg ár,
svo að enginn varð neins visari
um hvarf stúlkunnar i Vatns-
holti og fyrntist smám saman
yfir það. Þá var það eitthvert
sinn, að veggurinn á taðkofan-
um, sem fyrr er nefndur, var i
falli og þurfti að byggja hann
upp aftur. Þá er hann var rifinn,
brá mönnum heldur en ekki i
brún, þvi að inni i miöjum
veggnum fannst beinagrind
stúlkunnar uppi standandi með
askana kringum sig, og sneri
höfuðiö þannig eins og hún hefði
verið að llta um öxl.... Hafði hún
auðsjáanlega gengið rakleitt inn
i taðkofann, áður en hún lét af
sér askana, en þar opnast fyrir
henni villudyr, sem hún hefir
gengið inn i. 1 dyrunum hefir
hún þó hikað og litið viö, en
veggurinn þá fallið saman og
umlukt hana á augabragði.
Þóttust menn og skilja, að stúlk-
an hefði orðiö fyrir þessum
gerningum af völdum unnusta
sins. Veggurinn var siðan hlað-
inn upp aftur og bein stúlkunnar
lögð þar til og veittur sá umbún-
aður, sem áöur er lýst”.
Sigfús Sigfússon hefur sögn
þessa meö mjög áþekkum hætti
og segir auk þess að stúlku-
hvarfið hafi gerst nálægt 1718.
Beitarhús —
Sjóbúð
Dæmi finnast einnig um það
að menn ganga um villudyr án
þess að veggurinn gleypi þá, en
slikt virðist snarræði og flýti að
þakka. 1 Gráskinnu Nordals og
Þórbergs skrifar Arni Hafstað
um Bjarna Þorfinnsson, sem
var vetrarmaður að Sjávarborg
i Skagafirði um 1860 og hirti
sauðfé á beitarhúsum. „Það var
bjarts lá frá miðjum ytri vegg,
að svo miklu leyti sem hún varð
rakin. Finnbogikveðst hafa fært
þessa sögu i tal við Guðbjart
sjálfan „og sagði hann atburð
þennan rétt hermdan. Lét hann
þess ennfremur getið, aö ekki
hefði hann bragöaö vin þetta
kvöld.”
Að loka villu-
dyrum
Nokkrar sögur sýna hvernig
loka má villudyrum, svo ekki
verði frekar mein að. Slikt virð-
ist einkum i þvi fólgið að gefa
þeim eitthvað. Þá hverfur sýn-
in, og veggurinn er heill sem áð-
ur. Svo segir i endurminningum
Baldvins Bárödals: „Maður,
sem vildi ekki vamm sitt vita,
sagði mér, að það hefði komið
fyrir, að fjárhúsdyr lokuðust á
óvenjulegan hátt. Og' einu sinni
hafði fjármaður farið inn i fjár-
hús og gefi fénu fram á garðann,
en i þvi hann fór ofan úr garðan-
um, sá hann ekki hinar réttu
dyr, en aðrar dyr á allt öðrum
stað. Hann var mesta karl-
menni og honum brá ekki stórt,
þóttist vita, að þetta væru svo-
kallaðar villudyr, tekur snjó-
reku sina, er hann hafði borið
inn meö sér, og rekur hana með
afli gegnum villudyrnar. t þvi
luktust þær, en hinar réttu opn-
uðust. Morguninn eftir fór hann
að gæta aö verksummerkjum,
sér hann þá, hvar rekuvarið
stendur út úr húsveggnum.”
Þannig eru villudyr þakklátar
fyrir allt sem að þeim er rétt.
(Þjóðs. Jóns Árnasonar, Sagna-
þættir og Þjóðsögur Guðna
Jónssonar, Þjóðs. Sigfúsar Sig-
fússonar, Gráskinna, Sögur og
sagnir úr Bolungarvik).