Þjóðviljinn - 18.12.1975, Síða 7
Fimmtudagur 18. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 7
QflDuD
D O
„finndu ræturnar vaxa niður Ur
iíjunum”. Eða — liggðu kyrr „uns
grösin vaxa inn i bak þitt”.
Textarnir eru að verulegu leyti
stutt tilbrigði við þessi stef, þess-
ar myndir. Þar er og slegið á
fleiri strengi — ástin er til að
mynda góður liðsmaður:
brjóst þin
eru kyndlar
til að kveikja i
fúnum heimi
Og það er einnig minnst á bæði
takmarkanir ljóðsins og mögu-
leika þess. ólafur Haukur hefur
áður glimt við þessa mynd til
skýringar á vanda skáldskapar-
ins:
horfðu á fuglinn
sem hvilir rétt
i svip
einhvers
reyndu ekki að snerta
reyndu ekki að nefna
þá er fuglinn óðar floginn
Samspil mynda Valdisar
óskarsdóttur og texta er oft mjög
beint og ljóst — mann gæti alveg
eins grunað að mynd verði til
fyrst, siðan texti. Mannsmynd er
blandað saman við fjörumynd:
hafið flæðir til þin segir textinn.
Samband af þessu tagi býður
blátt áfram upp á marga
skemmtilega möguleika. Dæmi:
gakktu gegnum allar dyr i borg-
inni, segir i texta — á myndinni
veltur griðarmikið egg sett sam-
an úr munni og augnasteini
skáldsins inn yfir miðbæinn. Og
það er satt að segja ekkert verra
þegar sambandið verður óljósara
og langsóttara. Og ýmsar af hug-
vitsa mlegustu og háðskustu
myndum bókarinnar eru reyndar
textalausar, eitruð syrpa'um nú-
timann og gildi hans sem kallast
einu nafni ,,Á jörðunni”
A.B.
ÁRNI BERGMANN
SKRIFAR
Myndljóð,
Ijóðmynd
Ólafur Haukur Simonarson
og Valdis óskarsdóttir:
Rauði svifnökkvinn.
Heimskringla
Reykjavik 1975.
Þessi sérkennilega bók, sem er
að mestu byggð utan um samspil
stuttra ljóðrænna texta og ljós-
myndafantasiu, hefst á tilvitnun-
um í þá Marx og Engels og svo i
André Breton, kennimeistara
súrrealismans. Þessar tilvitnanir
eru þarna á réttum stað: bókin er
partur af þeim straumi i vinstra-
lifi, þar sem Marx karlinn er
hafður til gagnrýni en frelsi súr-
realismans, lofgjörð um imynd-
unaraflið, er eitt af þvi sem menn
reyna að búa til úr jákvæðan
grundvöll að standa á.
Fyrsti texti bókarinnar er þeg-
ar glögg visbending um efni
hennar og erindi. Hann er svona:
Það er i dag
sem við stigum um borð
i rauða svifnökkvann
ótrúlegan skýjavagn
knúinn heimshornavindum
það er I dag
sem okkur ber yfir borgina
krökka af dvergum
með þökin sin á rauðu höfði
það er i dag
sem við drögum iokin frá
augunum
svo skel geimsins opnast
og skinandi perlan birtist.
Svifnökkvinn ótrúlegi — far-
kostur imyndunaraflsins, er mál-
aður i rauðum lit, vitanlega, og
hann er knúinn heimshomavind-'
um: farþegum kemur styrkur
viða af,enda hafa þeir sjálfir eins
og viða kemur fram fullan hug á
samkennd. Þetta ferðalag gerist ’
ofar þvi sem er kalt og smátt og
innibyrgt. Ofar borginni sem er
krökk af „dvergum” sem sjá
varla langt með þök húsanna á
höfði sér. Þetta stef er hvað eftir
annað á ferð — enn einu sinni er
varað við stáli, gleri og steypu
sem eru orðin föst tákn i tölu-
verðu af nútimaskáldskap. 1
Ein af myndum Valdisar úr flokkinum „Á jörðunni”
öðrum texta er mælt með þvi að
„þú” gangir i gegnum alla veggi i
borginni til að sýna að þeir séu
óþarfir. A hinum þriðja er leitast _
við að litilsvirða morgunblaðs-
hallirnar með þvi að likja þeim
við gauksklukkur Og svo er i lok
þess texta sem við tókum dæmi af
vakið máls á undrinu mikla, sem
ferðin um lifið og ljóðið leiðir von-
andi til: skel geimsins opnast,
skinandi perlan birtist. í öðrum
textum er undrið mikla meir
tengt við allsherjarsamruna
efniseindanna, persónunnar og
umhverfisins: Stattu kyrr og
Afglapinn heilagi og
fláttskapur heimsins
Guðlaugur Arason: Vindur,
Vindur vinur minn.
Iðunn 1975. 231 bls.
1 þessari frumraun Guðlaugs
Arasonar situr mjög sérlegur
ungur maður, sem aðrir telja fá-
vita, og skrafar við vindinn, trúir
honum fyrir lifi sinu.
Hugmyndaleg uppistaða skáld-
sögunnar er gömul og ný:
bernskri skynjun, heilögu sak-
leysi er stillt upp andspænis held-
ur vondum heimi. Utangarðs-
maðurinn, fáráðlingurinn er tal-
inn heilbrigðari en þeir „venju-
legu”, að minnsta kosti hefur
hann eitthvert það magnað og
upprunalegt samband við
náttúruna sem er öfundsvert. í
sögumanninum, Eingli i Staung,
mætast hinn heilagi afglapi þjóð-
sögunnar og grænn sósialismi ára
æskuuppreisnarinnar.
í stuttu máli: Allt er Eingli
þessum lifandi með bernskum
hætti: „Ég vildi ég væri snjókorn
sem hlustaði á sögur furunnar”.
Náttúran er honum allt og hún er
honum nóg. -Allt sem þig van-
hagar um geturðu fengið á
stefnumótum hafs og jarðar”,
segir hann. Þeim mun vel farnast
sem kann að „lúta vilja jarðar-
innar”. Þessvegna er Eingill lika
fullkomlega óháður öllum meðul-
um samfélagsins. Honum er skit-
sama um peninga. Hann munar
ekkert um að gefa aleigu sina.
Hann vinnur ekki þeirra vegna
heldur af þvi hann hefur gaman
af að moka beinum og grunar að
það komi svörtum börnum og
hungruðum að gagni. Þetta sjálf-
stæði hans verður til þess að það
fólk laðast að honum sem er helst
vonarpeningur i bókinni. Skáld-
konan (sem reynist hálfsystir
Eingils með nokkuð reyfaraleg-
um hætti) segir: „Sá maður sem
getur lifað á jörðunni og hafinu
einu saman, hann getur kennt
mér”. Kommúnufólk, trippandi,
listrænt og ásatrúarhneigt, tekur
honum opnum örmum og hann
kann að sinu leyti vel við fólk sem
býr allt „undir sama þaki, þar-
sem gleði og sorg virtust sameign
allra”.
Það er beðið um að þessi af-
burðasaklausi maður fái að vera i
friði, fái áfram að vera öðruvisi.
En andskotinn illskuflár enn hef-
ur snöru snúna. Fólk úr hinum
„venjulega” heimi, fárátt, út-
smogið með refskap, er i samsæri
gegn hinni „náttúrulegu” tilveru
Eingils. Það vill flæma hann og
gamla frænku hans, Rósu, burt
frá gamla timburhúsinu þeirra i
Staung, sem er „fyrir skipulag-
inu”, rétt eins og Eingill sjálfur.
Með fleðulátum, góðgerðarstarf-
semi, eða þá mútum og eiturbyrl-
an. Fyrir þessu liði er hrepp-
stjórafrúin og kvenfélagsformað-
urinn, en þarna koma einnig við
sögu læknirinn og presturinn.
Reyndar á Eingill furðu auðvelt
með að snúa þetta lið af sér. Hinni
sérkennilegu og öfundsverðu (álit
skáldkonunnar) tilveru Eingils er
þá fyrst stefnt i hættu, þegar hann
tekur saman við Sóley, dóttur
drukknaðs vinnufélaga hans,
byrjar „normal” búskap með
henni og systkinum hennar. Sól-
ey, kommastelpa sem vill bera
höfuðið hátt, hefur ýmislegt sér
til ágætis — eins og kommúnu-
fólkið sem áður var getið um. En
ekkert virðist geta komið i stað-
inn fyrir þann „fávitahátt” að
standa á einmæli við vindinn og
aðrar höfuðskepnur.
Með nokkurri illkvittni mætti
lýsa niðurstöðu bókarinnar þann-
ig, að kannski sé mannfólki of-
aukið á þessari guðs grænu jörð?
Þvi er ekki að neita, að ýmis-
legt er klaufalegt við þessa frum
smið. Sagan fer mjög hægt af
stað, i seinni hlutanum eru at-
burðir hinsvegar farnir að troða
hver öðrum um tær, rétt eins og
við séum komin inn i aðra bók.
Umgjörðin — ávörpin til vindsins,
er full-einhæf og þar með þreyt-
andi. En einna erfiðast er að gera
skriftamál Eingils sannfærandi.
Gæða hann i senn sakleysi og um
leið innsæi. Þetta verður höfundi
ofviða alltaf öðru hvoru. Aftar-
lega i bókinni, þegar hugur hans
er talinn hafa skýrst nokkuð, er
Eingill enn látinn lýsa þvi yfir, að
hann hafi aldrei skilið samhengið
milli vinnu sinnar og peninga.
Þetta er dæmi um að skotið er yf-
ir markið — látum vera þótt hon-
um stæði á sama um peninga —
enauðvitað skilurhann samhengi
eins og þetta, ef við eigum að trúa
öðru þvi sem hann veit um mann-
lega sambúð. I samfélagsádrep-
unni verður það nokkuð eins og
útúr kú hve mikilli illsku er hlaðið
_á presta ( barnanauðgarar eru
Guðlaugur Arason.
þeir og ágirndarpúkar) — manni
finnst,aðefþessihópur manna er
hafður að skotspæni nú um stund-
ir þá eigi skopið betur við en
svoddan glæpakrónika.
Lýsingin á samskiptum Eingils
við annað fólk er misjöfn. Hrifn-
ing skáldkonunnar af honum er
tam. einum of auðveld og hún fer
fyrirvaralaust að leggja út af for-
dæmi hans með ræðuhöldum um
samfélagsskepnuna voðalegu,
sem lokar alla inni, sem eru öðru-
visi. Aftur á móti eru i bókinni
nokkrar glúrnar athuganir á hlut-
verki „fávitans” i samfélaginu —
hann hefur heilsutryggingarhlut-
verki að gegna (hann er öllum
neðar settur og allir hugga sig við
að lita niður á hann). Auk þess
bætir hann úr þörf manna fyrir
hreinskilni: „Hér á Sandeyri
gegni ég svipuðu hlutverki og
rakkinn. Þú veist að margur get-
ur rætt um þau mál við hundinn
sinn sem hann getur ekki talað
um við nokkurn lifandi mann, að-
eins vegna þess að hundur er
hundur”.
Uppmálun einmanaleikans er
betri en lýsing samskipta i þess-
ari bók. í henni kemur það best
fram hvað höfundur kann fyrir
sér i þvi að fylla út i mynd, og það
er töluvert. Þrátt fyrir ýmsan
klaufaskap er málatilbúnaður
hans fróðlegt framlag til þeirrar
umræðu um lifsgildi sem við
millikynslóðamenn höfum heyrt i
brotum i málgögnum þeirra, sem
enn eru viðallskonar nám. Siðasti
hluti sögunnar bendir og til þess,
að Guðlaugur Arason hafi til að
bera hugvitssemi til að takast á
við ýmsar þægilegar freistingar
sem efnið laumar að honum.
A.B.
HÚSEIGENDUR,
HUSBYGGJENDUR
# Hverskonar rafverktakaþjónusta.
Nýlagnir
# Viðgerðir á gömlum lögnum — setjum
upp lekarofavörn i eidri hús.
# Dyrasimauppsetning.
0 Kynnið ykkur afsláttarkjör Rafafls svf,-
sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega.
RAFAFL
Vinnuféiag
rafiðnaðar-
manna
Barmahiið 4