Þjóðviljinn - 18.12.1975, Side 13

Þjóðviljinn - 18.12.1975, Side 13
Fimmtudagur 18. dcsember 1975. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 AFERLENDUM IBÓKAMARKAÐI NÝJAR BÆKUR 43 sönglög eftir Einar Markan Komið er út hefti með 43 söng- lögum eftir Einar Markan. Útgefandi er Vilhelmina Markan Carl Billich bjó til prentunar. myndskreytingar eru eftir Arna Elfar, myndamót gerði Ljósbrot hf. og Félagsprentsmiðjan prent- aði. Einar Makan er fæddur i Ólafs- vfk 17. júli 1902oglést i Reykjavik 6. febr. 1973. Hann var þekktur sem einsöngvari frá unga aldri, stundaði söngnám i Osló og Berlin, hélt fjölda tónleika og söng inn á hljómplötur. Hann hafði einnig sköpunarhæfileika i Einar Markan. fleiri listgreinum og hafa komið út eftir hann þrjár ljóðabækur, og auk þess lagði hann stund á málaralist. Nýjar víddir í mannlegri skynjun Bókaútgáfan Þjóðsaga hefur sent frá sér bókina Nýjar viddir i mannlegri skynjun, eftir Shafica Karagulla.sérfræðing i tauga- og geðsjúkdómum. Ester B. Vagns- dóttir islenskaði. Prentun annað- ist Prentsmiðja Arna Valdemars- sonar hf. Shafica Karagulla er fædd i Tyrklandi, stundaði meðal ann- ars nám við háskólann i Edinborg meö geðlækningar sem sérgrein og er nú bandariskur rikis- borgari. Arið 1957 varð hún að- stoðarprófessor við geðdeild sjúkrahúss New York-háskóla. í texta innan á kápu segir meðal annars: „Karagulla leggur fram sann- anir, reistar á tilraunum, hljóta að vekja athygli og áhuga. Sumir hinna „skynnæmu”, sem hún notaði við tailraunir sinar, gátu séð inn i og gegnum manns likamann. Athuganir þeirra á heilsufarsástandi og sjúkdóm um komu nákvæmlega heim og saman við niðurstöður læk narannsókna .. Aðrir „skynnæmir” gátu séð orku skipti milli einstaklinga inn an hóps og lýst þvi hvað gerðist þegar menn verða fyrir orkutapi fyrir áhrif „orkueyðenda.” A hinn bóginn sáu þeir einnig, hvernig leikari gat hlaðist orku, sem geislaði frá honum á sviðinu til allra leikhúsgesta og magnaði tilfinningalega og vitsmunalega orku þeirra..:. Eru svonefnd hug- boð visir að þróun æðri skynj- unar? Er snilligáfan blátt áfram þróaðir HSP-hæfileikar?” (HSP er skammstöfun fyrir Higher Sense Perception, æðri skynjun.) Bókin er 214 bls. og fylgir henni heimildaskrá. Myndabókaútgáfan, Reykja- vik, hefur sent frá sér fjórar myndskreyttar smábækur með ævintýrum um hina vinsælu teiknimy ndapersónu Walts Disney, Mikka mús. Bækurnar eru Ifundurinn i höiiinni, Beinið Alfræði Menningarsjóðs: Hag- fræði, eftir Ólaf Björnsson pró- fessor. Lesmálssiður 51, mynda- efni 11 síður. Búöarverð: 1.440 kr. Kver þetta er samið sem skyr- ingar á safni uppsláttarorða i stafrófsröð i hagfræði, hefst á að- fanga- og áfurðagreiningu og endar á ökonómetrfu (sem ekki hefur fundist islenskt orð fyrir). Fyrirkomulag er svipað og ann- arra bóka i' þessari ritröð Menn- ingarsjóðs og Þjóðvinafélags, svo sem um bókmenntir og islands- sögu (þarflegt væri að hafa i hverri bók skrá um áður út- komnar bækur sömu raðar, en það er ekki). þú Steinar Sigurjónsson. Út er komin bókin Þú, eftir Stcinar Sigurjónsson, og er inni- hald hennar ljóðrænir textar. Káputeikning er eftir Arnar Herbertsson, Letur fjölritaði. Bókin skiptist i átta kafla og er 52 bls. sem talaði. Leyndardómur Ostru- flóaog Litli þvottabjörninn. Bæk- urnar eru 16 bls. hver, prentaðar i Vestur-Þýskalandi. Filmusetn- ingu annaðist Prentsmiðjan Oddi hf. Til rits af þessu tagi verða ekki geröar sömu kröfur og til bóka i samfelldu máli um eitthvert frjálst viðfangsefni i fræðum eða þjóðlifi. Það getur áreiðanlega ekki verið skemmtandi i þeim skilningi að vera upplifg. andi eða fyndið, og það getur ekki heldur verið frumlegt. Ekki má heldur setja fram nein sjónarmið sem deilum valda nema allir málspartar séu skýrðir, og rétt er að hnýta slaufu uppá halann á hverjum einasta ivitnuðum fræði- manni. Slik rit hljóta þvi að eiga að vera æði sundurlaus, og það er jafnvel til ills eins og hinnar mestu ávirðingar ef þau bera skýr höfundareinkenni. Bók blifur þótt maður hverfi. Ekki sist bók sem inniheldur al- riðisorð afmarkaðrar fræöi- greinar. Slikar bækur eru i reynd ódauðlegar, þvi að þær verða ó- trúlega lengi lesnar og enn lengur til þeirra vitnað, t.d. þannig að þær verði stofn að nýjum bókum innan sömu greinar. Ólafur Björnsson prófessor hefur reistsér dálitinn bautastein með þessu verki. „Hagfræði" er að minni hyggju samstæðara rit og samfelldara en önnur rit hans, og sjaldnast þarf lengi að lesa áður en höfundurinn birtist manni, föðurlegur i fasi með holl- ar ráðleggingar, sanngjarn að þvi er sýnist vera i umfjöllun um skoðanir annarra, en ýtinn og ó- trúlega áleitinn með eiginn mál- stað. Reynslan sýnir að þeir sem á annað borð hafa enga nasasjón af hagfræði eru yfirleitt ansi tregir i taumi inn i gripahús hagfræðinn- ar, jafnvel þótt þar sé borin á garða ilmandi taða og kjarnfóður með. Þeir haga sér yfirleitt eins og staðar bykkjur. Eftirrekstur- inn einn dugar. Vegna þessa eðlisþáttar hagfræðinnar er hætt við þvi að rit próf. Ólafs hljóti ekki ótaminna hylli. Liklegt er að fyrrverandi nemendur höfundar- jns verði meðal þeirra sem mesta The Medieval Economy and Society An Economic History of Britain in the Middle Ages. M.M. Poston. Penguin Books 1975. Bókin kom fyrst út hjá Weiden- feld and Nicolson og er nú endur prentuð i bókaflokki Penguin-út- gáfunnar ,,The Pelican Economic History of Britain 1". Höfundur- inn er einn þekktasti miöalda- tiag-sagnfræðingur breta og var prófessor i hagsögu við Cam- brigde-háskólann frá 1938—1965. Hann er útgáfustjóri Cambridge Economic History of Europe og hefur ritað margt um hagsögu miðalda. Höfundur sýnir fram á það i fyrsta kafla ritsins, að allt of mik- ið hafi verið gert úr germönskum áhrifum við mótun samfélags engil-saxa og að rómversk áhrif hafi átt sinn þátt i þeirri mótun ekki siður en germönsk. Hann rekur þessa áráttu enskra sagn- fræðinga til þýskra áhrifa, en i Þýskalandi var mikill áróður upphafinn á fyrri hluta 19. aldar um áhrifamátt germanskra samfélagshátta til mótunar miðaldasamfélaga vitt um Evrópu. Þessar þýsku kenningar höfðu mikil áhrif t.d. hér á landi, bar sem menn skrifuðu svonefnda iornaldarsögu tslands með þýsk- um gleraugum og mátu alla bók- mennta- og söguarfleifð islensks miðaldasamfélags eftir vitlaus- um þýskum stórgermönskum for- ánægju hafa af þvi að handleika þessa bók. Liklegt er að þeir endurlifi með sjálfum sér liðna fyrirlestra og annað hugstætt úr námstið sinni. Með tilliti ti! þess að hérlendir viðskiptafræðingar eru vist ein 4 hundruð að tölu og þeim fer ört fjölgandi. má fullyrða að bókin hlýtur að fá hinar bestu viðtökur á markaðin- um (samanber atriðisorðið markaður:.....með þvi er átt við þann vettvang. þar sem framboö ogeftirspurn vöru eða þjónustu á- kvarðast. en hann þarf ekki að vera bundinn ákveðnum stað eða tima”) Ekki veit ég nema eftirspyrj- endur bókarinnar kunni að telja það kost en ekki löst á henni, að Karl heitinn Marx hefði visast rekið flest það öfugt ofan i höf- undinn sem eftir honum og um kenningar hans er haft. Ég býst þó við að staliniskum kommúnist um (t.d. svonefndum „mellum" og „eikum") liki það býsna vel sem greinir undir atriðisorðinu marxisnii.Ekki veit ég hvort þeir sakna skilgreiningar höfundar á meintri meiningu Marx um auð- magnið. Eg fyrir mitt leyti hefði haft gaman af þvi að sjá hann fjalla um hugt. fjölþjóðafélag. Ekki hefði heldur sakað að t'á eitthvað um stagflation („stöðnunar- bólgu”) i ljósi þess sem segir um verðbólgu (inflation). Oliukreppa heföi vel mátt koma fyrir, en úti- vist hennar og ýmsar tima- skekkjur eru til vitnis um það, að höfundur muni hafa hætt samn- ingu skýringa við atriðisorðin um tveim árum áður en hann undir- ritar formálann. Höfundur „Hagfræði” er fyrr- verandi st jórnmálamaður i flokki atvinnurekenda og allra annarra stétta. Þess vegna þykir honum hlýða að hafa lágt um tengsl há- skólagreinar sinnar við atvinnu- lifið: orðin atvinnuvegur eða atvinnuskipting. fiskveiðilögsaga Framhald á 14. siðu skriftum. Forngermanskir sam- félagshættir voru fabúleraðir upp að nokkru á grundvelli ádeilurits Tacitusar, Germania, sem var dulbúin árás á sóðalegt munaðar- lif rómverja á hans dögum. Þvi fór i rauninni fjarri að austur- germanskir þjóðflokkar væru nein fyrirmynd um lifernishætti fyrir og eftir hingaðburð vors Herra. öðrum þræði lifðu þessir þjóðflokkar sem flækingsþjóðir, nautanasjúkir, kynvilltir animal- istar, ruddalegir barbarar og svo heimskir, að rómverjar gátu að- eins nýtt þá til einföldustu verka svo sem manndrápa. Þessar þýsku kenningar drógu upp glansmynd af germönskum þjóðflokkum, drengskaparmönn- um og vinnusömum spekingum, hetjum og sem sagt dýrðarmönn- um i hvivetna. Þessi þýska fabúla hefur skekkt alla söguritun á Norðurlöndum og hér á landi og eins og Postan heldur fram á Englandi. Rómversku áhrifin voru mun meiri en hingað til hef- ur verið álitið og þáttur kirkjunn- ar stórum meiri til mótunar bæði beint og óbeint. Höfundur rekur hagsögu ensks miðaldasamfélags samkvæmt aukinni þekkingu á rómverskum áhrifum sem koma fram i sam- timaheimildum og fornleifarann- sóknum. Þetta er ágætt rit og gætu islenskir fræðimenn mikið lært af rannsóknaraðferðum höf- undar. Á svölunum Komin er út ljóðabókin A svöl- ununi, eftir Þuriði Guðmunds- dóttur.og er þetta þriðja bók höf- undar. í bókinni. sem er 51 bls.. eru 45 ljóð. Letur hf. fjölritaði. kápumynd gerði Björg Þorsteins- dóttir og kápuprentun annaðist Grafik hf. Fyrri bækur Þuriðar C.uðmundsdóttur eru Aðeins eitt blóm, sem kom út 1969. og Hlátur þinn skýjaður. sem kom út 1972. Gjöf til fé- lagsstarfsemi í Húsi Jóns Sigurðssonar Þegar Hús Jóns Sigurðssonar var opnað 1. september 1970 fengu tslendingafélag og Félag isl. námsmanna i- Kaupmanna- höfn þar hálfa aðra hæð til um- ráða. Er þar bókasafn og smá- fundaherbergi uppi, en veitinga- og samkomusalur niðri. A margan hátt var það slyrkur fyrir félögin að eignast fast aðset- ur i Húsi Jóns Sigurðssonar. „Islands Kulturhus". Starfsemin varð öflugri og fjölbreyttari. Þarna er opið daglega og blöðin að heiman og kaffisopi á boðstól- Framhald á 14. siðu Öbrotgjörn hagfræði viðskiptafræðinganna

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.