Þjóðviljinn - 06.01.1976, Page 1
MÚÐVIUINN
Þriðiudagur 6. janúar 1976 — 41. árg. — 3. tbl.
Nú er kaup bankastjóra orðið
rúmlega 200 þúsund kr. á mánuði
Fengu 20 þús.
kr. hækkun
Sem kunnugt er hafa þær
fréttir gengift aö undanförnu aö
bankastjórar hafi fengið a 11-
verulega kauphækkun nýverið,
og hafa verið nefndar i þvi sam-
bandi tölurnar 40 og 00 þúsund
kr. á mánuði. Þjóðviljinn fékk
það staðfest hjá ábyrgum aðila
i gær, að kauphækkun sú sem
bankastjórarnir fengu um
mánaðamótin nóv/des. sl.
hafi verið 20 þúsund kr. á
mánuði og sé þá kaup hinna al-
mennu bankastjóra rúmlega 200
þúsund kr. á mánuði.
Forsætisráðherra Geir
Hallgrimsson sagðist ekki
kannst við það að bankastjórar
hefðu fengið kauphækkun er
hann var spurður að þvi i
„Beinni linu” í útvarpinu sl.
sunnudagskvöld og má slikt
furðulegt teljast, þar sem þessi
kauphækkun bankastjóranna
var ákveðin 1. júlf sl. þótt hún
kæmi ekki til framkvæmda fyrr
en þetta seint.
Og einn af þeim sem þarna
fékk kaupið sitt hækkað um þvi
sem nemur helming mánaðar-
Vissi Geir um hækkunina til
bankastjóranna cða lét hann
sem hann ekki vissi?
launa iðnverkafólks, Jóhannes
Nordal seðlabankastjóri, sat
fyrir framan alþjóð i
sjónvarpinu sl. föstudagskvöld
og sagði þjóðarhag nú þannig
varið, að útilokað væri að fólk
gæti fengið kauphækkanir; svig-
rúm til þess væri ekki fyrir
hendi —S.dór
Fundur baknefndar og samninganefndar ASI:
Óskar heimildar
til viiiiiustöðviinar
Á fundi baknefndar og
samninganefndar ASí i
Tjarnarbúð í gær var
samþykkt einróma að fara
þess á leit við stjórnir og
trúnaðarmannaráð
aöildarfélaganna að þau
afli sér þegar i stað verk-
fallsheimildar hjá félög-
unum. Ekki var að svo
stöddu talin ástæða til þess
að tímasetja hugsanlegar
verkfallsaðgerðir m.a.
með hliðsjón af kjarabar-
áttu sjómanna. Hinsvegar
hefur reynslan sannað að
litið gengur i kjarasamn-
ingum fyrr en verkalýðs-
félögin hafa aflað sér
verkfallsheimildar.
í dag er þess að vænta að at-
vinnurekendur svari stefnutillögu
Kjararáðstefnu ASt i kjaramál-
unum. Hún var m.a. sett fram i 14
punktum, sem miðuðu að þvi að
komast fyrir rætur verðbólg
unnar og tryggja varanlegan
kaupmátt umsaminna launa. At-
vinnurekendur töldu sig ekki geta
svarað stefnutillögu ASt fyrir jól
m.a. vegna þess hve sérkröfur
ýmissa aðildarfélaga ASÍ hafa
borist seint.
Á fundi baknefndar og samn-
inganefndar ASl i gær var rætt
um hvaða af sékröfum
aðildarfélaganna skyldu teknar
upp af heildarsamtökunum i
samningunum.
1 ræðu Björns Jónssonar,
forseta ASt, á fundinum kom m.a.
fram að atvinnurekendur hafa
ekki léð máls á neinni kauphækk-
un. Þeir hafa talið hag atvinnu-
veganna og sérstaklega einstakra
greina það bágan að ekkert svig-
rúm væri til launahækkana, nema
að til kæmi veruleg stefnubreyt-
ing rikisstjórnarinnar. Hefur þar
einkum verið rætt um lánsfjár-
þörf, vaxtalækkun, lækkun tolla á
hráefnum og vélum o.s.frv.
Nokkur þessara atriða koma að
mati ASl vel til greina, en
krefjast nánari athugunar.
Afstaða atvinnurekenda til
samningamálanna i heild mun
eins og áður sagði væntanlega
skýrast i dag.
Súgandafjörður:
íbúðarhús
brann
til
grunna
Mannbjörg varð en
heimilisfólk missti
aleiguna
i gærmorgun kom upp eldur i
gainla prestsetrinu að Staö i
Súgandafirði og brann það til
ösku. Fjórir karlmenn bjuggu i
húsinu og sakaöi engan þeirra
en þeir misstu allar eigur sinar
enda varð engu bjargað.
tbúar hússins voru allir i fasta
svefni þegar eldurinn kom upp
en sprenging varð i húsinu og
vaknaði einn mannanna við
hana. Hann gat gert félögum
sinum viðvart og sluppu þeir
naumlega út þar sem eldurinn
magnaðist mjög fljótt vegna
þess að engin leið var að komast
að vatni.
Bóndinn á Stað, Þórður Ágúst
Eyjólfsson, hafði lykla að nýja
prestsetrinu og gat gert slökkvi-
liðinu á Suðureyri viðvart i
gegnum sima. Þegar það kom á
staðinn var eidur orðinn svo
magnaður að ekki varð við neitt
ráðið og brann húsið til ösku.
Enginn hlutur bjargaðist úr
húsinu sem var um 70 ára
gamalt timburhús og innan-
stokksmunir voru mjög lágt
vátryggðir.
Það er trú manna á Suðureyri
að ef slökkviliðið er kallð út i
bruna, þá fylgi tveir aðrir á
eftir. Þannig hefur það verið um
margra ára skeið og þannig var
það einnig nú, þetta var þriðja
brunaútkalliðá mjög skömmum
tima hjá slökkviliðinu á Suður-
eyri og þvi vonast menn til þess
að ósköpin séu nú gengin yfir i
bili.
—Gísli/S.dór
S
Utgerðarmenn
krefjast:
Verð á
loðnu
fyrsta
Annars stopp frá
18. janúar
ÍJtgerðarmenn loðnuskipa
kröfðust þess á fundi, sem þeir
héldu með sér i gær, að loðnuverð
fyrir janúarmánuð verði ákveðið
hið fyrsta af Verðlagsráði sjávar-
útvegsins. Á fundinum gerðu þeir
ennfremur með sér þá samþykkt
að stöðva veiðar loðnuflotans.
verði ekki búið að ákveða loðnu-
verðið fyrir 18. janúar.
Tvö eða þrjú loðnuskip eru lögð
af stað til veiða og næstu daga
munu fleiri leggja i hann. Ekki
liggja önnur verkefni fyrir is-
lensku nótaskipunum en
loðnuveiðar. þar sem sildveiðar i
Norðursjó hafa nú verið bannaðar
af sjávarútvegsráðuneytinu.
Hafrannsóknarskipið Árni
Friðriksson leitar nú loðnu suður
með austurströndinni.
Leiðangursstjóri er Hjálmar
Vilhjálmsson.
Tíu verndarar á miðunum
Tiu skip aðstoða nú 32 breska
togara við veiöar á svæðinu frá
Glettinganesi að Mclrakkasléttu.
Hafa þau aldrei vcrið fleiri.
Gæsluvélin Sýr greindi eftirtalin
skip á eftirlitsflugi i gær:
Freigáturnar Andromeda,
Lowestoft, Gurklia og ein, sem
ekki náðist nafnið á. Práttar-
bátarnir Statesman, Lloydsman
og Koysterer, sem er á vegum
sjóhersins, birgöaskipiö Tight-
pool, og aðstoöarskipin Hausa og
Olven.
Niu starfsmenn fjölmiðla eru
nú um borð i varðskipum. þar af
sex frá breskum sjónvarpsstöðv-
um. t hópi þeirra er Norman Rees
frá ITN og Larry Harris frá BBC.
Báðir hafa þeir áður greint frá
islenskum málefnum.
Guðmundur J. Guðmundsson formaður Verltamannasambands Islands:
ískyggilegar horfur í
“ atvinnumálum
yfir — Komist
vertið ekki strax
i gang og
og ekki er útlit fyrir aö þeir
menn veröi endurráðnir i
vetur.
Þá hefur fólk i frystihúsum liaft
heldur litla vinnu undanfarið og
verður svo enn um lirið vegna
þess að togararnir sigla nú ineð
aflann og mér er cngin launung á
þvi, að komist vertið ekki strax i
gang og vcrði lánamálapólitik
Franihald á bls. 10.
lánastefna
bankanna ekki
endurskoðuð
blasir stórfellt
atvinnuleysi við
— Þvi miður/ útlitið í at-
vinnumálum er vægast
sagt iskyggilegt. Uppsagn-
ir hafa dunið yfir menn í
byggingavinnu að undan-
förnu og einnig hjá verka-
mönnum sem unnið hafa
hjá verktökum ýmiskonar
Flugslys í Borgarfirði eystra í gœr
5 manna flugvél brotlenti
Flugmaðurinn var einn i vélinni og slapp ómeiddur, eu flugvélin er ónýt
Um kl. 13 i gærdag brotlenti
fimm manna Cessna-flugvél frá
Flugfélagi Austurlands skammt
frá bænum Hvannastoð scm er
innsti bær i Borgarfirði eystra.
Flugmaðurinn var einn i vélinni
og slapp hann ómeiddur, cn
talið ér að flugvélin sé gerónýt.
Slysið bar að með þeim hætti
að flugvélin var á leið frá Egils-
stöðum til Borgarfjarðar og
flaug flugmaðurinn I gegnum
svo kallað Sandskarð. Þegar i
gegnum skarðiö kom lokaðist
allt útsýni skyndilega vegna
þoku og átti flugmaðurinn engra
annara kosta völ en að nauð-
lenda, þar sem skarðið er of
þröngt til þess að vélin gæti
snúið þar við. Þarna munu vera
sléttir blettir undir og þar
reyndi flugmaðurinn lendingu
með þeim afleiðingum að af
varð brotlending og vélin eyði-
lagðist.
Sæmilegt veður var fvrir
austan i gær og talið var fært til
Borgarf jarðar þegar flug-
maðurinn lagði af stað frá
Egilsstööum en svo lokaðist
leiðin skyndilega. Þessi vél sem
þarna eyðilagðist var nýleg. eða
um árs gömul. af Cessna-gerð
sem fyrr sagði. og tók hún fimm
manns.
—Sveinn/S.dór