Þjóðviljinn - 06.01.1976, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 6. janúar 1976.
DWÐVIUINN
MÁLGAGN SÖSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
’tJtgefandi: Otgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri; Einar Karl Haraldsson
Umsjón með sunnudagsblaði:
Arni Bergmann
Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavörðust. 19. Sfmi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
HNEYKSLANLEG LINKIND RÍKIS-
STJÓRNARINNAR í LANDHELGISMÁLINU
I útvarpsþætti i fyrrakvöld kom ákaf-
lega vel fram i fjölmörgum spurningum
hlustenda að þjóðin er blátt áfram dolfall-
in yfir aðgerðarleysi rikisstjórnarinnar i
landhelgismálinu. Þrátt fyrir hverja á-
siglinguna og ásiglingartilraunina á fætur
annarri gerir rikisstjórnin ekkert til þess
að koma umheiminum i skilning um
hversu islenska þjóðin litur ofbeldið al-
varlegum augum. Kynning landhelgis-
málsins er i algeru lágmarki og handar-
bakavinnubrögð, slóðaháttur og þröng-
sýni hafa einkennt fréttaflutninginn i
mörgum tilvikum. Alvarlegast er þó það
að rikisstjórnin fæst ekki til þess að gripa
til þeirra aðgerða sem áhrifarikastar
gætu verið, þ.e. að hóta úrsögn úr Atlants-
hafsbandalaginu, að kalla heim sendi-
herra Íslands hjá NATO og i London og að
senda starfslið breska sendiráðsins i
Reykjavik heim. Allt eru þetta þó svo
sjálfsagðar aðgerðir sem frekast má vera
og svokölluð rök ihaldsins fyrir þvi að
gripa ekki til þessara aðgerða eru fjar-
stæðan helber. Litum aðeins á þau:
Geir Hallgrimsson forsætisráðherra
hélt þvi enn einu sinni fram i útvarpinu i
fyrrakvöld að ekki kæmi til greina að
segja ísland úr NATO þar sem með þvi
móti værum við að einangra okkur! Þessi
röksemd forsætisráðherrans er endileysa
þvi að allir sjá að - NATO-herrarnir
myndu blátt áfram skjálfa á beinunum ef
eitt aðildarrikið lýsti yfir úrsögn. Þeir
yrðu svo hræddir að þeir vildu bókstaflega
allt til vinna til þess að koma i veg fyrir
úrsögn íslands úr NATO. Með úrsögn úr
NATO eða hótun um úrsögn væru islend-
ingar loks að gera þeim og umheiminum
ljóst að landhelgismálið er alvörumál,
lifshagsmunamál þjóðarinnar.
Röksemd forsætisráðherrans fyrir þvi
að halda sendiherra i Bretlandi er sú að
með þvi móti takist okkur að koma upp-
lýsingum fyrr á framfæri við fjölmiðla þar
i landi en ella væri. Einnig þetta er fárán-
legt, þvi að allir fjölmiðlar, i Bretlandi og
annars staðar, myndu þá fyrst fara að
gefa landhelgismálinu gaum, ef ofbeldis-
verkunum á miðunum yrði svarað með
heimköllun sendiherrans. Og ekkert væri
islendingum auðveldara en að koma upp-
lýsingum á framfæri við breska fjölmiðla i
sliku ástandi sem skapaðist við slit stjórn-
málasambands.
Forsætisráðherra má ekki heyra á það
minnst að gripið verði til neinna áhrifa-
rikra aðgerða i landhelgismálinu. Með
þessari afstöðu sinni er forsætisráðherra
íslands að gefa umheiminum i skyn að
landhelgismálið sé að hans mati ekki það
alvörumál sem þjóðin telur það vera. Hér
er mikið sagt, en þetta er engu að siður
staðreynd. Forsætisráðherra íslands
gefur með öðrum orðum i skyn að hann
taki útlönd fram yfir ísland, NATO fram
yfir islensku þjóðina og fiskistofnana.
Eigum við að éta NATO þegar þorskurinn
er dauður, spurði einn útvarpshlustandi
hneykslaður i fyrrakvöld. Það er ekki
undarleg spurning.
En fleira kom fram i þessum þætti en
hér hefur verið rakið um landhelgismálið,
og skal að siðustu vikið að einu atriði. For-
1 sætisráðherrann var spurður hvort til
greina kæmi að hans mati að setja versl-
unarbann á breta. Þá varð honum tregt
tungu að hræra og stundi: Hver og einn
má vitanlega gera það upp við sig hvort
hann kaupir breskar vörur eða ekki. En að
stjórnarvöldin hafi forgöngu um það? Nei,
slikt kemur að sjálfsögðu ekki til greina!!
Af hverju stafar þessi aumingjaskapur
forsætisráðherra? Stafar hann af þvi að
hann er sjálfur einn umsvifamesti inn-
flytjandi og heildsali þessa lands? Stafar
það af þvi að hann er sjálfur einn athafna-
samasti kexinnflytjandi til islendinga frá
bretum? Ekki er undarlegt þó að slikar
spurningar vakni við þessa afstöðu for-
sætisráðherrans.
Það væru algerar lágmarksaðgerðir af
hálfu islensku rikisstjórnarinnar nú að þvi
yrði lýst yfir að komi til ásiglinga af hálfu
breta á miðunum verði stjórnmálasam-
bandi slitið samdægurs. Slitum stjórn-
málasambands mætti siðan fylgja eftir —
ef bretar létu ekki segjast — með öðrum
þeim aðgerðum sem hér hefur verið
minnst á. Aumingjaskapurinn i afstöðu
rikisstjórnarinnar til ofbeldisaðgerða
breta i landhelginni er himinhrópandi
hneyksli, sem þjóðin öll er agndofa yfir.
—s.
Svona slys eru alltof algeng á islandi
Hœgt að minnka
slysatiðni
smáflugvéla
1 athyglisverðu viðtali i Morg-
unblaðinu sl. sunnudag vekur
Gunnar Finnsson, rekstrarhag-
fræðingur hjá Alþjóðaflugmála-
stofnun Sameinuðu þjóðanna i
Montreal, máls á viðkvæmu
máli, sem óþarfa þögn hefur
rikt um hér á landi. Það eru hin
tiðu slys smáflugvéla. Gunnar
segir að það sé i senn athyglis-
vert og uggvænlegt hve siysa-
tiðni smáfiugvéla sé geigvænleg
hér á landi.
Um orsakirnar hefur hann
þetta að segja-
— Ég tel, að þar séeinkum um
að ræða lélegt eftirlit og ónógan
öryggisbúnað á flugvöllum. Það
er liklega best að taka fram, að
þær skoðanir, sem ég set hér
fram, eru minar en ekki Al-
þjóðaflugmálastofnunarinnar.
Ég tel nauðsynlegt að hafa
langtum rækilegra eftirlit með
tæknilegum útbúnaði þessara
litlu flugvéla, öryggisbúnaði og
flugmönnum þeirra.
Það er stundum verið að tala
um áræði og dugnað litlu flug-
félaganna við að halda uppi
flugsamgöngum með þvi að
fljúga á staði, þar sem ekki er
grundvöllur fyrir reglubundnu
flugi með stærri vélum. Þarna
er þó fyrst og fremst um að
ræða biræfni.
Mér er kunnugt um a.m.k.
þrjú tilfelli s.l. eitt og hálft ár,
þar sem gáleysi hefur valdið
slysum i flugi þessara litlu véla
hér á landi, en þar að auki eru
svo banaslysin. Þeir menn sem i
hlut áttu i þessi þrjú skipti,
fljúga enn eins og ekkert hafi i
skorist.
f Ástraliu er slysatiðni litlu
vélanna hverfandi litil og sama
er að segja um Bandarikin. Að-
stæður i Astraliu eru svipaðar
og hér að £vi leyti að landið er
strjálbýlt og mikið er þar af
smástöðum sem nauðsynlegt er
að halda uppi flugsamgöngum
við, þrátt fyrir fámenni. Þarna
er eftirlitið svo strangt, að sum-
um finnst jaðra við að við lýði sé
lögregluriki ef svo má að orði
komast.
Gunnar Finnsson
Meira fé til
öryggismála
1 viðtalinu leggur Gunnar
Finnsson áherslu á að i flugmál-
um á fslandi sé mest aðkallandi
að ráða bót á þvi sem miður fer i
öryggismálum. Um það farast
honum orð á eftirfarandi hátt:
Litlu flugvélarnar eru bráð-
nauðsynlegar hér á landi, en að-
hald og eftirlit þarf að stór-
herða, svo þessi nauðsynlega
þjónusta verði ekki of dýru
verði keypt. Það eru þessir tveir
þættir, sem fugöryggi veltur á.
Hæfni flugmanna og eftirlit með
þvi að farið sé eftir settum
öryggisreglum.
Ef ætlunin er að verja fjár-
munum til flugmála hér á landi
á næstunni, þá er tvimælalaust
mest aðkallandi að ráða bót á
þvi sem miður fer i öryggis-
málunum — sérstaklega hvað
viðkemur flugi litlu vélanna.
Það er lika athyglisvert i sam-
bandi við þróun flugsamgangna
hér á landi, að innanlandsflugið
hefur ekki notið opinberra
styrkja, eins og viðast hvar
annars staðar, þar sem um er
að ræða það að halda uppi flug-
samgöngum til afskekktra
staða. Meira að segja i Banda-
rikjunum sem nefnd hafa verið
höfuðvigi einkaframtaksins i
heiminum, hefur hið opinbera
varið verulegum fjármunum i
þessu skyni, sagði Gunnar
Finnsson að lokum.
Fyrir þjóð sem flýgur mikið
við erfiðar aðstæður er full
ástæða til þess að gefa þessum
varnaðarorðum gaum.
Kjarnavopn
á Islandi
A Þorláksmessu sagði Þjóð-
viljinn frá grein sem nýlega
birtist i „Bulletin of the Atomic
Scientists”, alþjóðlegu timariti
kjarneðlisfræðinga, sem gefið
er út i Chicago. Þar segir Barry
Schneider, starfsmaður Mið-
stöðvar fyrir hernaðarlegar
upplýsingar i Washington, m.a.
frá þVi hvar bandarisk kjarn-
orkuvopn eru staðsett viða um
heim. Greinin hafði áður birst i
Defence Monítor, timariti
miðstöðvarinnar.
1 greininni eru mjög ýtarlegar
upplýsingar um kjarnavopn
Bandarikjanna heima og er-
lendis. Þar eru birti'r uppdrættir
þar sem isiand er inerkt sem
eitt þeirra svæða, sein hafi
kjarnorkuvopn frá Bandaríkj-
uiium.
Ennfremur segir i greininni:
,,Meira en helmingi
kjarnorkuvopnaforða Banda-
rikjanna er komið fyrir erlendis
eða úti á hafinu. Meðal landa
sem samkvæmt skýrslum hafa
bandarisk kjarnorkuvopn eru:
Belgia, Sambandslýðveldið
Þýskaland, Grikkland, island,
Italia, Suður-Kórea. Holland,
Filipseyjar, Portúgal, Spánn,
Tyrkland og Bretland.”
Þjóðviljinn mun á næstunni
gera nánari grein fyrir
upplýsingum Scneiders i
Defence Monitor.
Talandi þögn
Þetta eru svo sannarlega al-
varlegar upplýsingar, ef réttar
reynast. Það hefur aldrei verið
viðurkennt að hér væru geymd
kjarnavopn og væri það enda i
mótsögn við samninga íslands
og Bandarikjanna og það hlut-
verk sem herstöðin á Kefla-
vikurflugvelli er sögð gegna.
Opinberir aðilar hafa ekki séð
ástæðu til þess að hafa nein orð
um þessa frétt. Meðan ekki
kemur annað fram verður þvi
að lita svo á að með þögn sinni
séu þeir að viðurkenna að
bandarisk kjarnavopn séu
geymd hér. Þar er liklega að
finna skýringuna á þvi hvers-
vegna allir erlendir hernaðar-
sérfræðingar, sem fjallað hafa
um hernaðargildi Islands, eru
sammála um að herstöðin hér
yrði forgangsskotmark i upp-
hafi kjarnorkuátaka.
—ekh