Þjóðviljinn - 06.01.1976, Page 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 6. janúar 1976.
Minning
Lárus Bjarnfreðsson
— málari
Fæddur 18. maí 1920 — dáinn 23. des. 1975
Lárus Bjarnfreðsson var fædd-
ur að Efri-Steinsmýri i Meðal-
landi 18. mai 1920. Foreldrar hans
voru hjónin Ingibjörg Sigurbergs-
dóttir og Bjarnfreður J. Ingi-
mundarson sem bjuggu á
Efri-Steinsmýri frá 1913 til 1946.
Lárus var sjötti i röðinni af
tuttugu börnum þeirra hjóna,
nitján þeirra komust til fullorðins
ára, — eitt þeirra, Sveinn Andrés
dó á sjötta aldursári. Sextán eru
enn á lifi, tveir bræður voru dánir
áður, Haraldur fórst með erlendu
skipi i janúar 1940 og Vilmundur
dó hér i Reykjavik i nóv. 1964.
Lárus var kominn af kjarngóðu
alþýðufólki eins og segja má um
fleiri skaftfellinga. Hann ólst upp
við kröpp kjör svo sem að likum
lætur, þar sem stóran barnahóp
þurfti að fæða og klæða en oft litlu
til að miðla. Hann ólst upp hjá
foreldrum sinum fram til niu ára
aldurs. Þá fór hann að
Syðri-Fljótum i sömu sveit, til
Sigriðar Sveinsdóttur og Svein-
bjargar Asmundsdóttur, tóku þær
hannaðséreins og fósturson sinn,
enda minntist hann þeirra ætið
siðan af miklum hlýhug. Á þessu
heimili dvaldi Lárus næstu niu
árin eða þar til hann hvarf að
mestu af heimaslóðum, i atvinnu-
leit einsog titt var um unga menn
á þeim timum. Árið 1942 hleypti
hann alveg heimdraganum og fór
til Vestmannaeyja á vertið, vann
hann þar næstu árin að ýmsum
störfum, sem til féllu.
Hann hafði þannig kynnst flest-
um störfum til sjávar og sveita,
þegar hann um vorið 1948 hóf nám
i málaraiðn hér i Reykjavik hjá
Jóni Björnssyni i Laugatungu,
þeim sama málarameistara og ég
íærði hjá, en ég hafði þá nýlokið
námstima minum. Þar með hóf-
ust kynni okkar Lárusar, sem
héldust fram til siðasta dags. Oft
lágu leiðir okkar til sama vinnu-
staðar, en þó kannske oftar að
sama áfanga I félagsmálum.
Lárus var mikill verkalýðssinni
og félagshyggjumaður, hann
skipaði sér i stétt samkvæmt þvi.
Vafalaust hafa þau kjör, sem
hann ólst upp við og fyrstu kynni
hans af verkalýðsmálum mótað
þessi viðhorf hans, ásamt góðri
dómgreind og næmum skilningi
hans á lifi og hlutskipti alþýðu
manna. Eftir komu sina til
Reykjavikur gerðist hann fljótt
virkur félagi i Æskulýðsfylking-
unni ( félagi ungra sósialista —
siðan i Sósialistaflokknum og Al-
þýðubandalaginu. Eftir að hann
hóf iðnnám gerðist hann brátt
leiðandi i samtökum málara-
nema og i iðnnemasambandinu.
Að iðnnámi loknu, 1952, gekk
hann i Málarafélag Reykjavikur
og var strax á fyrsta ári kosinn i
stjórn þess og gegndi þar ýmsum
trúnaðarstörfum ætið siðan.
Það verður ekki sagt að hann
væri heilsuhraustur maður, veit
ég að hann duldi oft lasleika sinn
og fór oft þjáður til vinnu sinnar.
Haustið 1973 varð hann að hætta
almennum málarastörfum sök-
um heilsubrests, fékk hann þá
nokkru siðar starf á málara-
vinnustofu kirkjugarðanna i
Fossvogi. Þar starfaði hann fram
undir það siðasta. Hann varð
bráðkvaddur að heimili sinu að-
faranótt 23. des. sl.
Ef ég ætti að lýsa i fáum orðum
eiginleikum og eðliskostum Lár-
usar, yrði það eitthvað á þessa
leið: Hann var trúr skoðun sinni
og sannfæringu, en tók þó fullt til-
lit til skoðana annarra þó þær
féllu ekki að hans eigin. Hann
trúði á mátt félagssamtaka, og
vann að hverju máli með hag
heildarinnar fyrir augum. Hann
var góður vinnufélagi, lá aldrei á
liði sinu en gekk að hverju verki
af fyllstu ósérplægni og lét sinn
hlut sist eftir liggja, hygg ég að
sama megi segja um félagsstörf
hans. Hann var glaðsinna i góðra
hópi, og oft hnyttinn i tilsvörum.
Það má kannske segja að hann
væri ekki allra vinur, vegna
skoðana sinna, en fáa menn hefi
ég þekkt orðvarari um annarra
hag.
Lárus kvæntist eftirlifandi konu
sinni Guðrúnu Benjaminsdóttur
ættaðri af Vatnsleysuströnd 22.5.
1965. Stofnuðu þau heimili á Sel-
tjarnarnesi, þar sem þau bjuggu
ávallt siðan. Hún var honum
styrkur lifsförunautur. Hún bjó
honum ylrikt heimili og veitti
honum alla þá umönnun, sem
hægt var að láta I té. Þau hjónin
voru bæði sérstaklega barngóð,
hjá þeim dvaldi langtimum sam-
an ungur systursonur Lárusar,
hann var þeim hjónum mikill
yndisauki, veit ég að Lárus bar
hag hans mjög fyrir brjósti.
Við hjónin vottum eftirlifandi
konu hans, fóstursyni, systkinum
og öðrum vandamönnum okkar
innilegustu samúð.
Finnbogi Haukur Sigurjónsson
Arin frá 1940—1960 eru einhver
þau afdrifarikustu i sögu is-
lenskrar verkalýðshreyfingar. Á
þessu timabili verður gjörbylting
i Hfi þjóðarinnar, sem upphófst
meðstriðsgulli og stofnun lýðveld-
is og eftir striðið með efnahags-
legum kollsteypum. A þessum ár-
um valt á miklu að verkalýðs-
hreyfingin kynni að notfæra sér
þær nýju aðstæður sem skapast
höfðu, og að ná til sin hluta af
þeim fádæma auði, sem i landinu
var og hún hafði skapað. Það var
okkur málurum til happs að eiga
um þetta leyti hóp ungra manna
sem þekktu sinn vitjunartima og
hugsuðu meira um hag með-
bræðra sinnaensinn eigin. Innan
þessa hóps var Lárus Bjarnfreðs-
son.
Lárus gekk i Málarafélag
Reykjavikur árið 1952 og var kos-
inn ritari félagsins ári siðar. Rit-
arastarfi gegndi hann til ársins
1945, en var þá kosinn formaður
félagsins og þvi starfi gegndi
hann til ársins 1964. Varafor-
maður var hann árið 1970 og ritari
árið ’7l t trúnaöarráði var hann
frá 1966—1974 að frátöldum þeim
tveimur árum sem hann var i
stjórn á.þessu timabili. Eftir að
hann hætti formennsku var hann
eitt ár starfsmaður Málarafélags
Reykjavikur og Sambands Bygg-
ingamanna. Auk þess sem hér er
upptalið gegndi hann fjölmörgum
öðrum trúnaðarstörfum fyrir fé-
lagið. Af framangreindumá sjá að
Lárus er frá upphafi virkur þátt-
takandi i félagsstarfinu og sýnir
jafnframt það traust sem félags-
menn báru þegar til hans. Þetta
traust á Lárusi óx með árunum
vegna þeirrar giftu sem fylgdi
störfum hans.
Lárus var góður ritari, skrifaði
skira hönd og hnitmiðaðar fund-
argerðir. Sem formaður vakti
hann yfir velferð félagsins i smáu
sem stóru og vann hvert starf af
félagslegum áhuga.
1 formannstið Lárusar voru
stigin mörg heillarik spor fýrir
Málarafélagið. Eitt af þeim voru
kaup á húsnæði félagsins að
Laugavegi 18 sem gerbreytti allri
félagslegri aðstöðu.
Nú þegar Lárus er allur þökk-
um við málarar þau störf sem
hann hefur unnið fyrir okkur og
verkalýðshreyfinguna i heild.
Að siðustu votta ég eftirlifandi
eiginkonu hans GuðrUnu Benja-
minsdóttur samúð mina.
Magnús H.Stephensen
Þrátt fyrir mikið starf og há-
þróaða tækni i læknisfræðinni þá
finnst mér það nú gerast
óhugnanlega oft að kröftugir
menn falla frá á miðjum starfs-
aldri eða að minnsta kosti löngu
áður en komið er að eðlilegu ævi-
kvöldi. Læknavisindin og
ómetanlegt starf að heilsugæslu
meðal almennings hækkar vissu-
lega meðalaldur þjóðarinnar, en
breyta i engu þeirri sigildu sam-
likingu Hallgrims Péturssonar
þar sem hann likir dauðanum við
sláttumann sem „slær allt hvað
fyrir er”.
Það er vafalaust holl hugvekja
fyrir okkur öll i önn dagsins að
viðurkenna þá staðreynd að eng-
inn ræður sinum næturstað og að
sláttumaðurinn spyr ekki um það
hvort starfsdegi sé lokið.
Tilefni þessara hugleiðinga er
að i dag er sveitungi minn og
samherji Lárus Bjarnfreðsson
málari til grafar borinn. Hann
hafði að visu verið heilsuveill um
skeið en samt kom andlátsfréttin
mér mjög á óvart.
Við vorum aldrei nákunnugir á
okkar uppvaxtarárum en héldum
jafnan við okkar kunningsskap og
af minni hálfu með vaxandi
traustiog viðurkenningu á mann-
kostum Lárusar.
Lárus Bjarnfreðsson var fædd-
ur 18. mai 1920 og var einn af 20
systkinum frá Syðri-Steinsmýri i
Meðallandi: Foreldrar hans voru
hjónin Ingibjörg Sigurbergsdóttir
og Bjarnfreður Ingimundarson
sem þar bjuggu allan sinn bú-
skap.
Á þeim árum var mikið þröng-
býli i sveitum Skaftafellssýslu og
efnahagur bænda i samræmi vð
það. Efalaust hefur þvi oft verið
erfitt að sjá slikri fjölskyldu far-
borða þó ekki væri hugsað svo
hátt að láta alla ganga mennta-
veginn, eins og það var orðað á
þeim tima að fara i framhalds-
skóla. Á þvi hefði þó verið full
þörf með systkinin frá Steinsmýri
þviégheyrðioftum það talað fyr-
ir austan hvað þau væru öll vel
gefin og vel hæf til náms.
Eins og venja var á þeim tima
fór Lárus á unga aldri að stunda
alla algenga vinnu hvar sem
vinnu var að fá til þess að vinna
fyrir sér og sinu heimili, en á
þeim tima tóku eldri systkinin oft
drjúgan þátt i að vinna fyrir upp-
eldi yngri systkina sinna. Þegar
Lárus var fluttur til Reykjavikur
hóf hann iðnnám og gerðist mál-
ari og á þvi' sviði skilaði hann
mestu af sinu ævistarfi, en þeim
þætti i lffi hans munu aðrir gera
betri skil.
A æskuheimili kynntist Lárus
strax hugsjónum sósialismans
þvi faðir hans var bókhneigður,
og viðlesinn, fylgdist af áhuga
með þróun mála i hinum stóra
heimi og þá einkum framþróun
sósialismans.
Það lá þvi beint við að þegar
Lárus var fluttur til Reykjavikur
tók hann strax þátt i baráttu
verkalýðshreyfingarinnar og
Sósialistaflokksins og siðar Al-
þýðubandalagsins. Á þeim vett-
vangi lágu leiðir okkar aftur sam-
an, þvi að jafnframt þvi sem
Lárus lagði fram mikið starf i
sinu stéttarfélagi þá tók hann þátt
i kosningabaráttu með okkur fyr-
ir Alþýðubandalagið i Reykjanes-
kjördæmi þar sem hann var bú-
settur á Seltjarnarnesi.
Störf i verkalýðshreyfingunni
og innan þeirra stjórnmála-
flokka, sem fyrir hana vinna, eru
oft erfið og erilsöm. A þeim vett-
vangi þarf oft að mæta ósigrum
ogsjaldan nema hálfum sigri. Oft
eru þau störf þó ánægjuleg vegna
þess að þar starfa svo margir
fórnfúsir hugsjónarmenn sem
ekki spyrja um daglaun að kveldi.
Einn þeirra ómetanlegu áhuga-
manna var Lárus Bjarnfreðsson.
Hann var ætið jafn baráttuglaður
og ótrauður hvort sem hann var i
forystu i sinu stéttarfélagi eða
sem óbreyttur liðsmaður flokks-
ins.
Fyrir allt það starf færi ég hon-
um nú bestu þakkir fyrir mina
hönd og okkar samstarfsmanna
hans i Alþýðubandalaginu.
Olafur Jónsson.
„Ef þú vilt bera út blaðið fyrir
mig i fyrramálið, þá máttu rukka
Lalla og Gunnu”,, heyrði ég eitt
sinn fyrir mörgum árum son
minn segja við litlu systur sina og
þóttist hann greinilega vera að
bera fram gott boð, enda var þvi
tekið umyrðalaust.
Þessar samræður urðu til þess,
aö ég fór að forvitnast um hvaða
fólk það væri, sem nýflutt var i
nágrennið, og svo eftirsóknarvert
var að „rukka” um áskriftar-
gjald fyrir Þjóðviljann.
Það kom mér raunar ekki á
óvart að sjá að það voru þau
Lárus Bjarnfreðsson og Guðrún
Benjaminsdóttir, Klöpp á Sel-
tjarnarnesi, sem við var átt, en
er ég komst að raun um það, að
þetta voru ekki einu börnin, sem
hændust að heimili þeirra, urðu
það mér ný kynni af Lárusi sem
ég þóttist þó hafa þekkt allvel I
tvo áratugi, eða allt frá unglings-
árum, þegar ég kom fyrst á fund
hjá Æskulýðsfylkingunni i
Reykjavik. Þetta sannaði enn
einu sinni að Lárus var ekki i hópi
þeirra, sem maður á einu sinni
samræður við og þekki svo upp
frá bvi. Þvert á móti mun mörg-
um við fyrstu kynni hafa fundist
hin stuttu og oft kaldhæðnislegu
tilsvör hans i samræðum, ekki til
þess fallin, að náin kynni myndu
takast á einni kvöldstund. En
undir harðri skel er oft það sem
best þykir. Sú varð að minnsta
kosti reynsla mln af kynnum okk-
ar Lárusar.
Ég ætla ekki að gera tilraun til
að rekja æviferil Lárusar, ætt
hans né uppruna, sem ég væri
enda alls ekki fær um, vegna ó-
kunnugleika og lltils áhuga á ætt-
fræði, og ekki heldur hin ýmsu
störf hans i þágu islenskrar
verkalýðshreyfingar og samtaka
sósialista, sem ég veit þó að tóku
oft drjúgan tima af fristundum
hans i áratugi. En nú, eftir hiö
skyndilega og ótimabæra fráfall
hans, langar mig, bæði vegna
persónulegra kynna okkar og
samstarfs, einkum siðasta ára-
tug, og fyrir hönd félaga okkar i
Alþýðubandalaginu á Seltjarnar-
nesi, að koma á framfæri örlitlu
þakklæti um leið og við kveðjum
Lárus i siðasta sinn.
Það hefur stundum komið i
minn hlut þegar Þjóðviljinn og
Alþýðubandalagið hafa þurft að-
stoðar við, að „rukka” inn hin
ýmsu framlög i þessum bæ, og þá
var mér óviða betur tekið en ein-
mitt hjá „Lalla og Gunnu”.
Konu Lárusar, Guðrúnu Benja-
minsdóttur, litla frændanum,
Bjarnfreði, sem svo oft dvaldist
langdvölum á heimili þeirra,
systkinum og vinum, óska ég alls
hins besta.
Styrkár Sveinbjarnarson.
Ég kynntist Lárusi Bjarnfreðs-
syni fyrst sem vinnufélaga, þar
sem við vorum báðir vinnufélag-
ar i málaraiðn og meistarar okk-
ar unnu saman. Þá var ég rúm-
lega hálfnaður með námstimann
en hann að by rja sitt nám, og mun
það hafa verið i maimánuði 1948.
Mér er i fersku minni mánu-
dagsmorguninn er fundum okkar
bar fyrst saman I nýju verslunar-
húsnæði á Laugateignum sem við
vorum að mála og meistarinn
hans Lárusar kynnt fyrir mér
nýja nemandann sinn. Við tók-
umst i hendur og ég virti fyrir
mér þennan væntanlega vinnufé-
laga. Hann var fölur og veikluleg-
ur, enda nýstaðinn uppúr veikind-
um.
Einhvernveginn var það svo að
þessi nýi nemandi kom mér öðru-
visi fyrir sjónir en hinir strákarn-
ir sem voru vinnufélagar minir og
skólabræður úr Iðnskólanum, en
þó á þann hátt sem erfitt er að
lýsa.
Og ekki reyndist hann heldur
fasmikill eða málgefinn á vinnu-
staðnum þá fáu daga er við unn-
um þarna saman og i sannleika
sagt fannst mér hann ekki likleg-
ur til stórræða, hvorki i orðum né
athöfnum, og ekki óraði mig fyrir
þvi þá að við ættum eftir að hafa
svo mikil samskipti eins og raun
varð á.
Nokkru siðar þurfti ég að leggj-
ast inn á spitala og er ég hafði
legið þar nokkra daga birtist
þessi nýi vinnufélagi minn i heim-
sóknartima. Það vakti nokkra
undrun mina að þessi maður, sem
var mér tæplega málkunnugur
skyldi vera hér kominn i
heimsókn. Og nú spjölluðum við
saman og það kom greinilega i
ljós að við áttum mörg sameigin-
leg áhugamál. Og eftir þetta hálf-
tima samtal var komin önnur
mynd af þessum nýja samstarfs-
manni i huga minum.
Og þegar við fórum aftur að
vinna saman þá kom fljótlega i
ljós aö þessi hægláti maður var
harðduglegur og ósérhlifinn við
vinnu.
Þetta var á árdögum Iðnnema-
sambandsins og var starfandi
málaranemafélag sem Lárus
gerðist strax virkur félagi i og þar
hófst okkar samstarf að félags-
málum.
Strax að námi loknu var Lárus
kosinn i stjórn Málarafélagsins,
eða árið 1953, og átti hann sæti i
stjórn þess félags samtals i 12 ár,
lengst af sem formaður. Atta ár
af þeim tima unnum við saman
við stjórnarstörf i Málarafélag-
inu.
Lárus var hugsjónamaður i eðli
sinu og öll hans félagsmálastörf
báru keim af þvi, en þó virti hann
málstað andstæðinga sinna, þótt
ólikur væri, og átti jafnan auðvelt
með að mæta þeim á miðri leið.
Hann hafði gott vald á islenskri
tungu, átti auðvelt með að greina
milli auka- og aðalatriða, og
skrifaði skýrt og gott mál. Um
það vitna gjörðabækur Málarafé-
lagsins frá þeim tima sem hann
var ritari þess. Hinsvegar var
hann fremur málstirður og lét þvi
ekki eins vel að tjá sig i ræðu sem
rituðu máli, en þar kom á móti
góð þekking á fundarreglum og
virðing fyrir þeim.
A þeim tima er við unnum sam-
an að félagsmálum þurfti að
sjálfsögðu að taka ákvarðanir um
ýms mál er miklu skiptu og þvi
reyndi oft á samstöðu innan
stjórnarinnar, en á sama hátt og
Lárus var trúr sinni hugsjón, var
hann einnig traustur og heiðar-
legur I samskiptum við aðra,
hvort heldur voru andstæðingar
eða samherjar, og þrátt fyrir að
skoðanir okkar um menn og mál-
efni ættu ekki ætiö samleið, þá
skaðaði það ekki þann málstað er
við unnum fyrir.
Lárus var einn þeirra manna er
taldi það sjálfsagt og eðlilegt aö
leggja fram mikið starf til samfé-
lagsins án þess að ætlast til launa
eða lofs. Sjálfur gerði hann litlar
kröfur til lifsins og sætti sig
gjarnan við þau kjör sjálfum sér
til handa er hann taldi vera of
kröpp fyrir umbjóðendur sina.
Hann leiddi hjá sér lifsþæg-
indakapphlaupið sem einkennt
hefur hvað mest okkar þjóð að
undanförnu. Hann hefur eílaust
tamið sér það ungur að leggja til
atlögu við lifið án þess að kvarta
og það þvi fremur sem hann átti
jafnan við vanheilsu að striða.
Fyrir rúmum tveimur árum
var svo komið heilsu hans að
hann gat ekki lengur stundað al-
menn málarastörf og réðst þá til
Kirkjugarða Reykjavikurborgar
og gerðist þar fastur starfsmaður
við málarastörf.