Þjóðviljinn - 08.01.1976, Síða 7

Þjóðviljinn - 08.01.1976, Síða 7
Fimmtudagur 8. janúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 f f|P - ?l| •••»*»? »1/1/ / • * jMÆi* ZrZ&J- ' J-U.úl l mwp. • *i:KW | ■ Ki * m ■■ i» iJpf^í sj Arásir breta — ríkisstjórn og varnarlið Enn er hafið strið á Islandsmið- um við fámenna vopnlausa þjóð um meginlifsbjörg hennar og efnahagstilveru. I þriðja sinn á rúmum hálfum öðrum áratug. Allt er þá þrennt er, segir mál- tækið. En ekki er einu sinni vist að það ætli að rætast hér. Við erum i einu miklu banda- lagi, þar sem einn er fyrir alla og allir fyrir einn. Svo mun standa i gerðum sáttmáia. Við hlið okkar eru þar meðal annarra mesta herveldi vesturálfu og sennilega heimsins alls og öflugasta her- veldi Vestur-Evrópu. Bæði titt- nefnd sem vinaþjóðir okkar. Annað þeirra hefir hér her, okkur til verndar og varnar, eftir þvi sem fullyrt er. Hitt herveldið sækir hingað á herskipum og veiðiflota.Togararnir til að hirða þá mikilsverðustu lifsbjörg sem er undirstaða efnahagslegs sjálf- stæðis okkar og tilveru. Herskipin til að laska og sigla niður þá fáu varðbáta, er islendingar hafa til gæslu fiskimiðanna. Þessum striðsflota og ránsfleytum ræður rikisstjórn, sem lengi hefur kennt sig öllu öðru fremur við jafnrétti og bræðralag. Svona er hún i framkvæmd bræðralagshugsjón- in og réttlætisfullnægingin sem blikað hefir yfir hug og sálum margra þjóða og óteljandi ein- staklinga löng undanfarin tima- skeið. Kjóðirnar þóttust treysta fram- gang friðarhugsjóna sinna með viðtæku bandalagi fyrir nokkrum áratugum. Einn aðili þess hefir nú i þriðja sinn sent árásarflota upp að ströndum Islands til beinna eyðileggingarverka, þar sem hending ræður, hvort mann- dráp hljótast af eða ekki. Það er ekki ónýtt fyrir jafnaðar- og bræðralagshugsjón heimsins að eiga sér slika forystu og fá að njóta hennar með þvilikum hætti og breska rikisstjórnin hefir hér synt. Hittherveldið og „vinaþjóð- in” hefir hér herstöð og herlið i landi okkar. Það er kallað varnarlið. Það er hér ekki sist til að verja land og þjóð að talið er. 1 samningi sem gerður var að nafni til við Bandarikin vorið 1951 er meðal annars tekið fram, að þetta herveldi „geri ráðstafanir til varnar Islandi”, og samningur- inn kallaður varnarsainningur. Og var ekki fyrir skömmu uppi hópur manna, er söfnuðu áskor- unum um „Varið land”? Ég man ekki betur en að það væri þessi sami bandariski her, sem átti að verja landið. Hvernig finnst þess- um mönnum að varnirnar hafi tekist? t þrjú skipti hefir á þetta reynt. Hvernig þykir áskorendun- um þessar varnir hafa reynst? Myndi það ekki nálgast einsdæmi að mesta herveldi heims, sem tekið hefir að sér vernd litillar, vopnlausrar þjóðar —og hefir her sinn í landi hennar — sitji að- Hailgrimur Jónasson gerðarlaust og horfi á annað her- veldi gera á hana árás uppi við landsteina þar sem enginn efi getur leikið á yfirráðaréttinum. „Bandamaðurinn”, sem þennan leik fremur, bretinn, reynir að eyðileggja þau einu fáu tæki, sem vopnlausa þjóðin hefir til að verja þá auðlind, er staðið fær undir til- veru hennar og sjálfstæði. Er furða þótt þjóðin spyrji: Til hvers höfum við varnarlið i landinu? En islendingar eiga sér rikis- stjórn. Oghvernig svosem lands- fólkið litur yfirleitt á störf hennar og stefnu virðist það alveg aug- ljóst mál, að i þessu efni — strið- inu um einu auðlind þjóðarinnar við breta — veitir stjórninni ekki af ráðleggingum frá þjóðinni. t nær stöðugum og allt að óteljandi samþykktum sem um þetta mál hafa verið gerðar hvarvetna á landinu, jafnt i kaupstöðum, þorpum, sveitum og sýslum. mestu þéttbýlissvæðum og fá- mennustu byggðum hafa stjórn- inni borist áskoranir og tillögur og ráðleggingar um á hvern hátt skuli svara árásum breta á lifs- hagsmuni okkar og rétt. Rikisstjórninni er bent á ráð og mótleiki, sem talin eru likleg til árangurs, mikl.u liklegri en þau viðbrögð, er hún hefir gripið til — og litinn sem engan árangur hafa borið að þvi er virðist. Auk stjórn- málaslita við breta, sem hér verður ekki fjölyrt um, hve á- hrifarik kynnu að reynast, er á það bent að gera bandariskum stjórnvöldum það ljóst, að fyrst þau hafi hér herlið i landi, sem nefnist varnarlið, og fyrst við erum ibandalagi Við þessi stjórn- arvöld — varnarbandalagi — án þess að vopnleysi okkar fái þaðan hinn minnsta varnarstuðning gegn þriendurteknum ofbeldis- árásum annars bandalagsrikis, sé ekki annað fyrir islendinga að gera enloka herstöð þeirra hér og yfirgefa það hernaðarbandalag sem svo fánýtilega reynist, þegar lifstilvera okkar er i bráðri hættu. Þessi afstaða og mótleikir er svo sterk, að áliti almennings, nær þvi hvaða stjórnmálaskoðanir, sem menn aðhyllast,að herskipin bresku myndu hypja sig út úr landhelginni eftir skipun ofjarla þeirra, bandarikjamanna. Slikur er aflsmunur og áhrifavalds þess- ara tveggja þjóða. Svo mikils verður útvörður er tsland talið i viglinu Bandarikjanna að sin vegna myndu þau hiklaust þvinga breta til undanhalds frá ofbeldi norður við tslandsstrendur. Og mætti þá segja að sannaðist efni málsháttarins, að fátt sé svo með öllu illt að ekki geti af sér leitt neitt gott. Þetta ráð islendinga aö loka herstöðinni i Keflavik og af- þakka herbandalag, sem lætur niðast á einu vopnlausu þjóðinni innan þess, telur almenningur að duga myndi. Hún hefir hrópað þessa ábendingu inn i eyru rikis- stjórnarinnar i fleiri samþykkt- um en ég man tölu á. Heill þjóðarinnar er i veði. Lifs- hagsmunir hennar eru i veöi, og lif gæslumanna okkar á hinum litlu og litt búnu skipum okkar er i veði. Fréttir berast um að bretar sendi fleiri og fleiri herskip og að- stoðarskip á tslandsmið, sum til þess hlutverks eins að sigla niður og brjóta gæsluskip okkar, a.m.k. er það álit og fullyrðing okkar kunnasta varðskipstjóra. Ætli mannslifum yrði þá ekki hætt? A meðan eyða óvinir okkar fiski- stofnum, sem þegar eru að þrjóta, sé ekki við spornað. Hræsni breta i skrafi um það, að þeir séu að færa sig til á mið- unum til þess að hlffa fiskistofn- unum er brosleg og auvirðileg, enda afsönnuðum leið og henni er slegið fram. Þeirra veiðihættir eru tiilitslausir. Ris nokkur islensk rikisstjórn undirþeirri ábyrgð, sem þvi fylg- ir að senda áhafnir litilla og fárra varðskipa út i jafnlifshættulegan leik við fullvopnuð herskip og á- siglingarflota, sem hér er fyrir ströndum og á leiðinni hingað, ef hún hefir ekki áður eða samtimis teflt fram þeim stjórnmálavið- brögðum, sem ráðherrunum er innanhandar og þeim hefir verið nær ótal sinnum bent á i sam- þykktum fólks um allt land, og hér er litillega á drepið? Ráðherrar okkar segjast lita á þetta atferli breta mjög alvarleg- um augum, sem tæplega er nú að furða. En ef Bandarikjastjórn sannfærðist raunverulega um þessa alvöru islensku ráðherr- anna værihún nógumikil ogsterk — miklu meiri en orðin ein — vissi herstjórnin að lið hennar á Mið- nesheiði ætti brottvisun yfir höfði sér sökum auðsýnilegs gagns- leysis er mest á reið, myndi henni ekki reynast skotaskuld að fá ó- vinaflota okkar út úr landhelg- inni. Eigi tfminn fyrst og fremst að vinna með okkar málstað á næstu hafréttarráðstefnu eða ráðstefn- um, geta liðið ár til fullra úrslita. Vi'st hefir breskur almenningur deildar skoðanir á aðförum stjórnar sinnar, og þarlendir ein- staklingar hafa stutt málstað okkar af skilningi og drengskap. Þvi má ekki gleyma. En stór- veldaofstæki hvarvegna i þessum hrjáöa heimi austurs og vesturs er ógæfa mannkynsins og hefir jafnan verið. Einhverjir, sem þessa grein mina lesa, kunna að undra sig á að höfundur hennar, sem engin afskipti hefur haft af stjórnmál- um i um það bil aldarfjórðung skuli nú — gamall maður — leggja hér fáein orð i belg. Það er satt. Ég hefi siðastliðinn rúman áratug látið mér nægja að reyna til eins og áður að auka athygli landa minna á fegurð og náttúru- fjölbreytni ættlands okkar, og skal ekki fjölyrða um það hér. En ég er seldur undir samskon- ar dóm og f jölmargir landar min- ir, ,,að finna til i stormum sinna tiða”. Égerihópi þeirra, sem vilja að það kom fram og sé rikisstjórn- inni fullljóst, að okkur þykir geysimiklu varða, að hér sé beitt likegustu og tiltækustu ráðum gegn þeim öflum, sem á lifshags- muni islendinga, sjálfstæði og sæmd hafa ráðist af þvilikum ó- mannlegum þjösnaskap. rudda- mennsku og siðleysi, er hér hefir á sannast. Mannslif höfum við misst fyrir beinar aðgerðir breta. Ofbeldi höfum við af þeim reynt marg- sinnis. Varnir höfum við engar utan sjálfra okkar aðgerðir, eins og sárlega hefir sannast undan- farin ár, þrátt fyrir svonefnt varnarlið i landinu. Þá nýjársósk vildi ég færa nú- verandi rikisstjórn, sem ég hef nú hófsamlegt álit á, að henni eflist þrek og djörfung til ab mæta of- beldinu og aðgerðarleysisvesal- dómi hins svonefnda varnarliðs með þeim svörum og tiltektum, sem þorri þjóðarinnar hefir bent á og krafist og telur hin sigursæl- ustu i þeim ójafna leik, sem nú er i þriðja sinn háður við strendur tslands, og beita þeim tiltektum áður en mannslif tapast og þjóðarógæfa hlýst af. 3. jamíar 1976.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.