Þjóðviljinn - 11.01.1976, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 11.01.1976, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. janúar 1976. ÞJóÐVILJINN — StÐA 5 Vinstrisinnar hafa verið „hreinsaðir” úr portúgalska hernum. Eftir eru svonefndir „hægfara sósíalistar” og þeir sem eru til hægri við þá. f borgaralegri pólitik stendur Mario Soares og sósialistaflokkur hans uppi i dag sem sigurvegar- ar. En i skugganum biða færis flokkar og hópar sem munu ekki heldur sætta sig við völd sósial- demókrata, sterk öfl sem hafa gert sér áform sem stefna langt til hægri við þá þróun sem Mario Soares og „hófsamir sósialistar” úr hópi herforingja kunna að hafa búist við að hreinsanirnar sem kenndar eru við 25ta nóvember kynnu áð leiða til. Hreinsanirnar hófust eftir að nokkrar róttækar fallhlifarsveitir gerðu uppreisn 25. nóvember — en sterkur grunur leikur einmitt á þvi að sú uppreisn hafi verið ögrunarspil hægrisinna, enda var hún öll i skötuliki og naut ekki stuðnings sterkari vinstriafla. En hún var kærkomið tækifæri mið- og hægrisinnum. Átta dögum eftir 25. nóvember var herlögum aftur aflýst i Lissabon og sjötta stjórnin eftir að fasistaveldið hrundi tók við völdum -— saman sett af sömu flokkum og áður. Ein helsta spurning sem henni mætti var sú, hvort að herinn skyldi halda á- fram að hafa opinskátt einn eða fleiri fingur á stjórnmálúm, eða hvort hann skyldi „hverfa aftur til herbúðanna” og láta pólitisku flokkana eina um stjórnmál landsins. MFA er úr sögunni Formlega séð er enn haldið á- fram viðræðum um þetta mál. En blað eins og Le Monde heldur þvi fram, að i reynd hafi herinn nú þegar „snúið aftur til herbúð- anna”. MFA, Hreyfing hersins, er ekki til lengur. Hann heitir nú bara hinu hlutlausa nafni FAP, Her Portúgals. 1 samningi sem gerður var við hina pólitisku flokka fyrir tæpu ári var það tekið fram, að MFA skyldi halda áfram að vera póli- tiskt forystuafl i landinu um 3-5 ára skeið. Samningurinn var gerður fyrir þingkosningar sl. vor og af hálfu MFA var þar um að ræða tryggingu fyrir þvi, að ekki yrði snúið langt aftur til hægri i stjórnmálum, jafnvel þótt hægri- öflin fengju (i krafti langvarandi einokunaraðstöðu til innrætingar og áróðurs áður fyrr) sigur i kosningunum. En i raun er langt siðan um hef- ur verið að ræða einhuga pólitiska hreyfingu hersins, MFA. And- stæðurnar innan þessarar liðsfor- ingjahreyfingar (en i henni munu aldrei hafa verið fleiri en um 20%. af liðsforingjum Portúgals) hafa verið að skerpast i áföngunum allt frá hinni glöðu blómabyltingu þann 24. april 1974. Eftir áttunda júli 1975 varð klofningurinn greinilegri en nokkru sinni fyrr. Það var þann dag, að MFA tók þá ákvörðun á ráðsfundi sinum, að alþýðuvöld- um skyldi komið á i Portúgal, sem byggð væru á alþýðufundum — verkamannaráða, hverfa- nefnda, hermannaráða o.s.frv. Hið „beina” lýðræði átti að rikja. Fulltrúalýðræðinu var ekki treyst fyrir byltingararfinum. Þetta leiddi til þess að sósial- istaflokkurinn fór þegar úr stjórn. Næstu daga braust út fyrsta alda hermdarverka gegn kommúnist- um i höfuðvigi kirkjunnar og i- haldsaflanna i norðurhluta Portú- gals. Margar skrifstofur kommúnista og annarra vinstri- flokka voru brenndar eða eyði- lagðar með öðrum hætti. MFA og byltingarráð hennar skiptist þá i a.m.k. þrjár fylking- ar, sem hver um sig hafði sina stefnuskrá. Goncalvistar svonefndir fylktu sér um þáverandi forsætisráð- herra, Vasco Goncalves, en talið Nokkrar af heistu persónum hins portúgaiska drama á fjöldafundi i fyrrasumar: Costa Gomes forseti I ræðustól, til hægri við hann stendur Cunhal, formaður kommúnistaflokksins, fremst sitja þeir Gon- calves þáverandi forsætisráðherra og Azevedo, forsætisráðherra sjöttu ríkisstjórnarinnar. ■Porto ÍTUGAL Hægri sveifla í Portúgal var að stefna hans væri skyld þeirri sem kommúnistaflokkur- inn fylgdi. „Byltingarsinnar” fylktu sér um Carvalho, yfirmann öryggissveitanna Copcon. Þeir „hófsömu” — einskonar sósial- demókratar stóðu með Melo Antunes utanrikisráðherra, sem studdist við svonefnt „Skjal hinna niu” (niu fulltrúa úr byltingar- ráðinu). Þetta sama skjal naut og stuðnings sósialistaflokksins og PPD, alþýðudemókrata svo- nefndra. Þeirsem nú hafa verið „hreins- aðir” og fangelsaðir (um 180 liðs- foringjar sitja inni) eru fyrst og fremst úr röðum Goncalvista og „byltingarsinna”. Nú þegar samningurinn milli MFA og pólitisku flokkanna er að hverfa úr sögunni ber mönnum að hafa það i huga, að það eru ein- mitt hægriöflin sem hafa mest hvatt til þess að herinn „snúi aft- ur til herbúðanna”. Fasistalögregla Dagana eftir 25. nóvember var hinn „hófsami sósialisti” Melo Antunes (sem nú lendir lengst til vinstri i „sótthreinsuðu” bylting- arráði) bersýnilega mjög á- hyggjufullur yfir hinum sterka þrýstingi frá hægri. Hann var og sá eini sem mælti mjög með þvi, að MFA-hreyfingin yrði áfram til sem „aflvél” byltingarinnar. Og endanlegri ákvörðun um hlutverk MFA var frestað þar til fram yfir nýjár. En sósialistaflokkur Mario Soaresar hefur einnig stutt þá hugmynd að herinn snúi aftur til herbúðanna, með þeim röksemd- um að lýðræðið krefjist þess að pólitisku flokkarnir taki sjálfir völdin. Fulitrúar sósialistaflokksins (en margir ólikir aðilar hafa leit- að hælis undir hans regnhlif) láta sér það og um munn fara, að timi sé til þess kominn, að hinar venjulegu lögreglusveitir, GNR og PSP, taki aftur við ábyrgð á lögum og rétti. Það sé rangt að herihn gegni þessu hlutverki, segja þeir. Þetta eru áform sem margir eru litið hrifnir af. GNR og PSP eru einmitt lögreglusveitir fas- istatimanna og menn vita ekki til þess að þær hafi verið hreinsaðar af fyrri syndum. Hinar frægu öryggissveitir hersins, Copcon, voru einmitt stofnaðar af MFA sumarið 1974 til þess að koma i veg fyrir að hinum eldri lögreglusveitum yrði beitt t.d. gegn kröfugöngum alþýðu eða verkföllum. Kjarni þessara sveita voru valdar, róttækar her- sveitir frá Lissabon. En Cop- consveitirnar voru lagðar niður strax eftir atburðina 25. nóvem- ber. — Þetta verður eins og undir fasistastjórninni, sagði gamall kommúnisti i viðtali við frétta- mann DN. Lögreglu fasistanna verður beitt gegn verkamönnum, og herinn biður i búðum sinum sem endanleg trygging fyrir „lögum og reglu” Og verkamennirnir, hvernig munu þeir bregðast við? Laun og verðlag Munu hin herskáu verklýðsfé- lög i Lissabon og sveitaöreigarnir i Alentejo sætta sig við þá stefnu sem sjötta bráðabirgðastjórnin i Portúgal álitur nauðsynlega? Munu þeir sætta sig við launa- stöðvun, sem þýðir, ef verðbólgan er reiknuð inn i dæmið, að lifs- kjörin verða engu betri en undir fasistastjórn? Munu þeir sætta sig við að hætt verði við skiptingu jarðnæðis eða að fyrri eigendur fái aftur i hendur þjóðnýtt fyrir- tæki? Og ef alþýða manna vill ekki sætta sig við slika stefnu, hvaða ráðum er sjötta rikisstjórnin til- búin að beita til að knýja hana fram? Með fyrstu verkum sjöttu stjórnarinnar var að skjóta á frest öllum launahækkunum og öllum samningum um laun þar til i febrúar. Þetta þýðir, að um miljón portúgalskra verkamanna hefur ekki fengið það á hreint á árinu, hver skuli vera laun þeirra. Þetta þýðir að samningar, sem 500 þúsund byggingarverka- menn og 200 þúsund málmiðnað- arverkamenn knúðu fram i haust, koma ekki til framkvæmda. Samtimis hækkar verð á sigarettum, rafmagni, kaffi, smjöri, eggjum, hrisgrjónum, kartöflum... Hvernig mun þetta fólk bregð- ast við? Mun það halda að sér höndum nú þegar bandamenn þess meðal liðsforingja og her- manna hafa verið sviptir áhrif- um? Jarönæði og bændur Það er einnig spurt um á- framhald á umbótum á sviði landbúnaðar, en þær hafa kannski verið einhver róttækasta breytingin á portúgölsku samfé- lagi siða'n byltingin var gerð. Fram til 25. nóvember höfðu landbúnaðarverkamenn i Alentejohéraði oftlega ákært stjórnina fyrir að hún ynni gegn umbótunum eða þá styddi þær ekki af nægum krafti. Hin nýju samvinnufélög voru svikin um lán, útsæði seinkaði, ekki var hægt að greiða laun o.s.frv. Kröfur þessa fólks og grun- semdir þess i garð sjöttu rikis- stjórnarinnar hafa ekki minnkað siðan. En tveim vikum eftir hægri- sveifluna 25. nóv. —nánar tiltekið sunnudaginn 14. desember, söfn- uðust aðrir sveitamenn saman i bænum Rio Maior, fyrir norðan Lissabon. Þetta voru um 20 þús- undir sjálfseignarbændur. Þeir höfðu áður krafist þess að breytt yrði lögum um jarðaskiptingu. Nú kröfðust þeir þess, að þessi umbótalöggjöf yrði lýst ógild með öllu. Þeir heimtuðu að öllu landi sem landbúnaðarverkamenn hafa tekið i sina þágu, væri skilað til fyrri eigenda fyrir 15. febrúar. Annars myndu þeir sjá til þess, að Lissabon fengi hvorki vatn né raf- magn. Dag þennan kom til veislu hjá hinum rikari bændum i Rio Maior sérlegur gestur, Jaime Neves, yf- irmaður þess herafla sem tuktaði herskáa vinstrisinna i Lissabon dagana eftir 25. nóvember. Neves og hermenn hans voru hylltir sem þjóðhetjur. 1 þakkarávarpi sinu sagði Neves á þá leið, að hann og hermenn hans ættu margt enn ó- gert áður en þær væru ánægðir með ástand mála i Portúgal. Með öðrum orðum: það er of- mælt að herinn hafi „snúið aftur til herbúðanna”. Vinstri armur hans hefur verið kveðinn I kútinn með ýmsum ráðum — meðal ann- ars vopnum sem hægrisinnaðir herforingjar stýra. Ráöabrugg gegn MFA En hvernig? Greinarkorn þetta er að mestu byggt á ýmislegu ný- legu efni um Portúgal sem birtist i Dagens Nyheter. Meðal annars hefur einn af fréttamönnum þess blaðs átt viðtal við einn af hinum þekktustu mönnum úr hópi vinstrisinnaðra herforingja — hann er svo þekktur, að ekki er hægt að handtaka hann (frekar en Carvalho, Courhinho aðmirál eða Fabiao, fyrrum herráðsfor- mann). En margir félagar þessa manns voru sagðir i felum eða fara huldu höfði. Herforingi þessi rakti sigra byltingarinnar (sjálfstæði ný- lendna, þjóðnýtingu, skipting jarðnæðis) og andóf gegn peim. innanlands frá hægri og miðjuöfl- um. Og ekki sist hefði byltingar- þróunin mætt hverskyns . mót- spyrnu af hálfu voldugra erlendra aðila. Hann segir að þar hafi ver- ið að verki bæöi bandariskir. en ekki hvað sist franskir og þýskir aðilar og hagsmunatengsli. Hann lét ma. i ljós þá skoðun, að þessir fjendur byltingarþróunarinnar hafi talið það enn þýðingarmeira að ráða niðurlögum MFA, hinnar pólitisku hreyfingar hersins, en að berjast við portúgalska kommúnistaflokkinn. — Mesta hættan fyrir andstæð- ingana, sagði hann, var sú, að á- berandi öfl innan MFA vildu brjóta niður hinn hefðbundna her. Þeir óttuðust hermannaráðin. lýðræðisþróun i hernum sem mundi Koma i veg fyrir að hægt væri að beita hernum gegn verka- fólki og bændum. Það var þetta sem skelfdi Nató. Og allir kraftar heimsvaldasinna og kapitalista fóru af stað til að sigrast á MFA. Maður þessi lét þess og getið. að honum og öðrum hefði verið kunnugt um áætlun sem hægri- sinnar höfðu tilbúna. Við hentug- leika átti að flytja stjórnina og æðstu embættismenn til Porto i norðurhluta landsins, slá hring hersveita kringum „hina rauðu kommúnu” i Lissabon, skera á rafmagn og vatn til borgarinnar og kæfa byltinguna þannig. Upp- þotið hjá óstýrilátum fallhlifar- sveitum þann 25. nóv. varð hægri- liðum kærkominn möguleiki til að koma fram vilja sinum án svo róttækra aðgerða. AB tók saman

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.