Þjóðviljinn - 11.01.1976, Blaðsíða 21
Sunnudagur 11. janúar 1976. ÞJÓDVILJINN — SIÐA 2)
Sköpun
Q0O&' jaröarinnar
— Afrlka er dálitið klunnaleg hjá honum... Til að
breyta til hafði ég Ameriku mittismjóa eins og randá-
flugu.
__Hann er að róta upp i landafræðinni.
ur
hverri
áttinni
A siðustu hátið hjólreiðamanna
sem haidin var I Salzburg komu
fram ýmsar forvitnilegar hug-
myndir. Sérstaka athygii vakti
þessi pýramidi fyrir sjö hjól-
reiðamenn, sem allir hafa erindi
sem erfiði við sina pedala.
Fullkomin
þjónusta
Sótari einn i Luttich, Belgiu,
lofaði viðskiptavinum sinum, að
hann myndi hreinsa skorsteina
þeirra „án hávaða og án þess að
þeir verði varir við minnsta ryk”.
Þetta þótti mönnum gott boð og
greiddu fúslega reikninga þá sem
sótarinn kom með fyrir pantaða
þjónustu. Viðskiptavinirnir voru
hinir ánægðustu — þeir höfðu
reyndar hvorki heyrt minnsta
rusk né urðu þeir varir við að
þyrlað væri upp ryki. Sá var einn
hængur á þessari fullkomnu
þjónustu, að sótarinn hafði heldur
ekki hreinsað skorsteinana.
Laun
heimsins
Bókmenntastúdent einn i
Cambridge, Sidney Barnes,
fékkst við dáleiðslu i fristundum.
Hann prófaði hæfileika sina á
leigusala sinum, sem hafði misst
heyrnina i taugaáfalli. Arangur-
inn var stórkostlegur. Tveim vik-
um siðar sagði „sjúklingurinn”
stúdentinum upp húsnæðinu á
þeim forsendum, að hann hefði
alltof hátt.
Prófessor
F.J. BILLESKOV JANSEN
frá Danmörku
heldur fyrirlestur, er hann nefnir
„Humoren i det 19. árhundredes danske
litteratur”, i samkomusal Norræna húss-
ins mánudaginn 12. janúar kl. 20:30.
Verið velkomin.
NORRÆNA
HÚSIÐ
Og enn aukum við úrvalið. Nú sýnum við hverju sinni um
75 stórar tepparúllur og nú bjóðum við allar gerðir af
Álafoss teppum, þar á meðal hin vinsælu ryateppi í fjölda
mörgum litum.
Og við lækkum verðið. I samræmi við lækkað vörugjald og
tollalækkun frd 1. janúar s.l. lækkum við teppabirgðir okkar,
þannig að þér getið strax í dag valið teppi d lækkuðu
útsöluverði.
Gerið verðsamanburð — Verzlið þar sem verðið er hagkvæmast.
Opið til 7 á föstudögum — Lokað á laugardögum
Teppadeild
Hringbraut
121-Sími 10-603