Þjóðviljinn - 15.01.1976, Page 2
2 StDA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 15. janiíar 1976.
Tilkynning
um atvinnuleyfi útlendinga
Félagsmálaráðuneytið vekur athygli á
þvi, að samkvæmt lögum nr. 39 frá 1951 er
óheimilt að ráða erlenda rikisborgara til
starfa hér á landi án leyfis félagsmála-
ráðuneytisins. Brot gegn ákvæðum
laganna varða atvinnurekendur og
erlenda starfsmenn þeirra sektum.
Umsóknir um atvinnuleyfi skulu sendar
útlendingaeftirlitinu, Hverfisgötu 115.
Reykjavik.
Samkvæmt ósk landlæknis verður þess
framvegis krafist, að umsóknum um at-
vinnuleyfi fyrir aðra, en Norðurlandabúa
með búsetu á Norðurlöndum, fylgi
heilbrigðisvottorð frá héraðslækni eða
borgarlækni.
Félagsmálaráðuneytið,
12. janúar 1976.
Lögfræðingur
Vátryggingafélag óskar að ráða lögfræð-
ing til starfa nú þegar. Umsóknir, sem
farið verður með sem trúnaðarmál, send-
ist afgreiðslu blaðsins fyrir 21. þ.m. merkt
— Lögfræði —
Sveitarstjóri
Búðahreppúr óskar að ráða sveitarstjóra
frá 1. mai 1976. Upplýsingar um starfið
veitir sveitarstjóri i sima 97-5220 og 97-
5221. Umsóknir sendist oddvita Búða-
hrepps fyrir 25. janúar n.k.
Listfræðingur
Auglýst er til umsóknar starf listfræðings
við Kjarvalsstaði. Skal hann vera
framkvæmdastjóri listráðs. Ráðningar-
timi er tvö ár.
Umsóknum ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf skal skilað til skrif-
stofu borgarstjóra eigi síðar en 31. janúar
n.k. Þar eru einnig veittar upplýsingar um
starfskjör.
Reykjavik, 14. janúar 1976.
Borgarstjórinn i Reykjavik.
Skipstjóri
Staða skipstjóra á væntanlegu Vest-
mannaeyjaskipi er laus til umsóknar og er
umsóknarfrestur til 15. febr. nk. Þeir sem
kynnu að hafa áhuga fyrir starfinu sendi
umsókn sina ásamt upplýsingum um
menntun og fyrri störf til stjórnar Her jólfs
hf. Pósthólf 129, Vestmannaeyjum.
Nánari upplýsingar veitir Guðlaugur
Gislason alþingism., simar 91-21723 eða
98-1977.
Herjólfur h.f.
Vestmannaeyjum
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Á SIGLUFIRÐI:
Umsjón: Jón Briem
Skákþing
Reykjavíkur
1976
Skákþing Reykjavikur 1976
hófsts.l. sunnudag. Keppendum
i karlaflokkum er skipt i 6 riöla
samkvæmt Elo-stigum. 12
stigahæstu menn skipa A-riðil,
12 næstu B-riðil, og i C-riðli eru
10 menn. t þessum flokkum eru
eingöngu menn sem hafa Elo-
stig. t flokkum D 1, D 2, D 3, eru
bæði menn með Elo-stig og
stigalausir menn. t þessum riði-
um eru alls 67 keppendur. 1
fyrra voru keppendur i karla-
flokkum alls 46. Aukningin er
þvi greinileg. Ekki er ólikiegt að
svæðamótið i haust hafi aukið
áhuga manna á skákinni, og
sterkari skákmenn tefla i mót-
inu m.a. vegna þess að sigur-
vegarinn i þvi öðlast rétt til
þátttöku i alþjóðlega skákmót-
inu sem TR heldur i ágúst og
september n.k.
Keppni i kvennaflokkum og
unglingaflokki er ekki hafin
þegar þetta er ritað.
Keppnin i A-flokki verður
væntanlega hörö, en þrir
keppendur skera sig nokkuð úr
hvað stigin snertir. Þeir Björn
Þorsteinsson 2425, Helgi Ölafs-
son 2405 og Magnús Sólmundar-
son 2405 munu væntanlega
berjast um efsta sætið. Þess ber
að geta að Helgi er þegar búinn
að vinna sér rétt til þátttöku i al-
þjóðlega skákmótinu með þvi að
verða skákmeistari Taflfélags
Reykjavikur 1975.
Keppendur i A-riðli eru þess-
ir: (eftir töfluröð)
1. Björn Þorsteinsson 2425
2. Margeir Pétursson 2320
3. Ómar Jónsson 2270
4. Gylfi Magnússon 2290
5. Bragi Halldórsson 2235
6. Jónas P. Erlingsson 2155
7. Helgi Ólafsson 2405
8. Asgeir P. Asbjörnsson 2240
9. Sævar Bjarnason 2200
10. Magnús Sólmundsson 2405
11. Kristján Guðmundsson 2245
12. Guðmundur Agústsson 2230
1 flokki D 1 var tefld
eftirfarandi skák. Ef svartur
hefði ekki leikið alvarlega af sér
i 21. leik mundi skákin hafa ver-
ið hin athyglisverðasta. Hún er
engu að siður skemmtileg og þvi
kemur hún hér:
Ilvitt: Jón Úlfljótsson
Svart: Þorsteinn Þorsteinsson
Sikileyjarvörn.
1. e4 c5
2. Rf3 Rc6
3. d4 cxd
4. Rxd4 e6
5. Be2 Rf6
6. Rc3 Bb4
7. Bg5 Pa5
8. Bxf6 Bxc3
9. Kfl gxf6
10. Rxc6 bxc
11. bxc3 nxcs
12. Hbl Da3
13. Kgl nxa2
14. Hb3 na4
15. Bf3 Ba6
16. h3 nc4
17. Kh2 ncs
18. Od2 Ke7
19. Hdl De5
20. g3 Dc7
21. c4 Bxc4?
22. Db4 c5
23. nxc4 d6
24. e5 d5
25. exf6 Kxf6
26. Bxd5 exd5
Björn
Helgi
Magnús
27. Hxd5 Hhc8
28. Hf3 Kg7
29. Dg4 Kh8
30. Hd7 Dc6
31. Hdxf7 Dg6
32. Dh4 h6
33. H3f6 gefið,
Jón G. Briem
Hækkun launa til verka
fólks og verðlagsbætur
Almennur stjórnmálafundur
Alþýðubandalagsins á Siglufirði
13.1. 76 geröi eftirfarandi ályktun
um kjaramálin:
Fundurinn ályktar að sú
kjarabarátta sem framundan er
verði að leggja höfuðáherslu á, i
fyrsta lagi:
að bæta kjör verkafólks á raun-
hæfan hátt. Það er segja með
hækkun launa og fullum verð-
lagsbótum, sem ein er nokkur
trygging fyrir að sú hækkun.sem
næst, verði ekki samstundis að
engu gerð.
Allt tal um hliðarráðstafanir
sem ætlaðar eru til að draga úr
raunverulegu launakröfum eru
litilsvirði, þar eð öll framkvæmd
slikra samningsatriða er i
höndum íjandsamlegrar rikis-
stjórnar, enda reynsla flestra
slikra kjarabóta orðin neikvæð.
I öðru lagi: Þeirri niðurlægingu
að veita atvinnurekendavaldinu
hálfan rétt i stjórn og meðferð lif-
eyrissjóða verkalýðsfélaganna
verður að losna undan við gerð
næstu kjarasamninga.
1 þriðja lagi: Leggja verður
áherslu á aö samstaða náist milli
sjómanna og landverkafólks um
sameinaðar aðgerðir til þess að
knýja fram samninga.
Hernámsliðið ekki til
varnar landsréttindum
„Almennur stjórnmálafundur
Aiþýðubandalagsins haldinn á
Siglufirði 13.1. 1976 lýsir fullum
stuðningi og ; aðdáun á aðgerðum
sjómanna og verkafólks á Suður-
nesjum og á Hornafirði. Fundur-
inn telur fulla reynslu fengna
fyrir þvi að bandariska hernáms-
liðið sé hér ekki til varnar lands-
réttindum islendinga heldur til
þess eins að þjóna bandariskri
heimsvaldastefnu. Eftir siðustu
aðgerðir breska innrásarflotans i
islenska fiskveiðilögsögu telur
fundurinn að eftirfarandi að-
gerðir séu óhjákvæmilegar af
hálfu islendinga:
1. Islenska rikisstjórnin lýsi þvi
yfir að engir samningar verði úr
þessu gerðir við breta um veiði-
heimildir þeim til handa innan 200
milna.
2. tslenska landhelgisgæslan
verði stórefld og varðskipum okk-
ar fjölgað um að minnsta kosti
3—4 skip.
3. Stjórnmálasambandi við
breta verði slitið tafarlaust.
4. Island segi sig úr Atlants-
hafsbandalaginu og lokað verði
þegar i stað öllum herstöðvum
þess hér á landi.
Fundurinn sendir öllum starfs-
mönnum landhelgisgæslunnar
baráttukveðjur og þakkar þeim
framúrskarandi árangur i hinum
þýðingarmiklu og áhættusömu
störfum þeirra.”