Þjóðviljinn - 15.01.1976, Qupperneq 8
Sonur
hreindýra-
bónda í
harðri
keppni
i gær sögöum viö frá cinni af
fremstu skiöakonum
Sovétrlkjanna en nú kcmur
kynning á einum besta göngu-
manni þeirra, sem APN
fréttastofan hefur scnt frá sér:
,,l\Iig dreymir um Olympíu-
verölaun i a.m.k. einni grein,”
segir Vasili Hotsjev, 24 ára
gamail iþróttakennari frá
Sjktjvkar, höfuöborg sjálf-
stjórnarlýöveidis i Norður-
Rússlandi þar sem smáþjóöin
Komi býr.
Þetta er engan veginn
óraunhæfur draumur sovéska
skiöamannsins. Hann vann
silfur- og bronsvcrðlaun i
siöustu heimsmeistarakeppni
I Falun i Sviþjóö og vann síðan
tvo sigra á sovétleikunum i
Svcrdlovsk. Hann er nú i góðri
þjálfun.
Vasili Rotsjev er likamlega
sterkur, þjálfar kappsamlega
og hefur góöan stil. Hann er
fæddur 22. des. 1951. kominn af
stórri fjölskyldu hreindýra-
bænda i þorpinu Bakur I sjálf-
stjórnarlýðveldinu Komi. i
skóla læröi hann á skiöum hjá
Mikjail Durkin, sem enn er
þjálfari hans, cn i Bakur likt
og mörgum öörum sovéskum
þorpum er góöur skiðaleik-
vangur og skiðaiþróttin
skyldunámsgrein i skólum.
Kotsvef reyndist bestur
nemenda Hurkins, og að námi
þar loknu fór hann i iþrótta-
kennaraskólann I Sjktjvkar.
Veittu leiðtogar sovéska
landsliösins þessum efnilega
skiðamanni athygli og er hann
nú viðurkenndur fremsti
maður sovéska landsliðsins á
sinu sviði .
— APN.
Vsili Rotsjev.
Snjóleysi
veldur
mönnum
\
áhyggjum
á OL
svæðinu í
Innsbruck
Einstaklega mildur vetur
það sem af er I Mið-Evrópu
hcfur valdið þvi aö nær snjó-
laust er á þeim stað i Inns-
bruck i Austurriki, þar sem
vetrar-ólympiuleikarnir eiga
aö hefjast eftir röskan hálfan
mánuð. Þegar leikarnir voru
haldnir i Innsbruck 1964
gerðist alveg það sama, snjó-
inn vantaði, og þá tóku menn
það til bragðs að flytja snjó til
keppnissvæðisins.
Og nú verður að gera alveg
þaö sama. Að visu eru menn
ekki úrkula vonar um aö snjói
fram aö þeim tima að leikarn-
ir eiga að hefjast, en það
verður samt að flytja snjó nú
þegar til svæðisins vegna þess
að keppendur eru margir
komnir til Innsbruck eða eru á
ieiöinni, þar sem þeir munu
dvclja við æfingar á ÓL
svæðinu þar til leikarnir
hefjast.
Þeir keppa í dag
i dag hefst suður i Róm á
italíu undankcppni ÓL í blaki
og er islenska landsliðið meðal
þátttökuliða. Ekki búast menn
við miklum afrekum hjá
landsliði okkar i þessari ferö,
enda er landsliðiö i blaki
þarna að leika sina fyrstu
landsleiki utanlands, og má
segja aö blakiþróttin hér á
landi sé ekki búin aö slita
barnsskónum. Myndin hér aö
ofan er tekin sl. sunnudag af
landsliðinu áöur en þaö lék
sinn siðasta leik fyrir þessa
Bjarmalandsför.
Nýr frjáls-
íþrótta-
þjálfari til
Ármanns
Æfingar hjá frjálsiþrótta-
deild Armanns eru nú hafnar
af fullum krafti aftur, eftir
áramótahlé sem á þeim varö.
Þjálfun annast þeir Stefán
Jóhannsson og Þorkell Steinar
Ellertsson.
Sl. haust réðist Þorkell til
deildarinnar sem þjálfari.
Hann var einn af kcppnis-
mönnum félagsins i frjáls-
iþróttum fyrir 15—20 árum.
Siðan þjálfaði hann frjáls-
iþróttamenn félagsins i nokk-
ur misseri með góðum
árangri, var við nám i iþrótta-
fræðum við iþróttakennara-
skólann í Sviþjóð i tvö ár.
Gerðist eftir það skólastjóri
Eiðaskóla, en er nú fluttur aft-
ur til Reykjavikur og hefur nú
tekið upp þráðinn á ný. Vænta
Ármenningar góös árangurs
af starfi hans og bjóða hann
velkominn til starfa.
Stefán Jóhannsson er vel
kunnur öllum þeim, sem hafa
keppt eða starfað við frjáls-
iþróttir siðastliöin ár. Hann
hefur þjálfað iþróttamenn
deildarinnar, en gerist nú
samstarfsmaður Þorkels við
þetta verkefni.
Fram til vors munu
Armenningar einbeita sér aö
þjáifun innanhúss, en er vorar
munu útiæfingar hefjast. Þá
mun einnig hefjast á ný Mikla-
túnshlaup Armanns, en það
hefur legið niöri frá þvi i
haust.
Þótt áhuginn sé mikill og æf-
ingar vel sóttar af þvi fólki, er
þær stunda, skal þvi ekki
leynt, að þessi hópur er allt of
litill. Er þvi skorað á þá, sem
hafa áhuga á þessari grein
iþrótta og langar til að vera
með, að hika ekki lengur
heldur drifa sig af stað.
Allar upplýsingar um æf-
ingar og annað, sem að þessu
máli lýtur, eru gefnar I sima
19171 (Stefán Jóhannsson og
Jóhann Jóhannesson form.
deildarinnar) s. 16994 (Tómas
Einarsson) og 85478 (Sveinn
Sigmundsson).
Rodnina
og
Zaitsev í
sérflokki
Irena Rodnina og Alexander
Zaitsev, hiö nýgifta list-
skautapar frá Sovétrikjunum
var i sérflokki á listskauta-
hlaupsmóti sem fram fór á
Italiu i fyrradag. Þau hlutu
35,56 stig,en I 2 sæti varð par
frá A-Þýskalandi, Romy
Kramer og Rolf Oesterreich
sem hlutu 34,59 stig og i 3 sæti
varö sovéskt par, Irina
Vorobyeva og Alexander
Vlasov meö 34,07 stig.
Þessi stigatafla sýnir glöggt
hve yfirburöir Rodninu og
Zaitsev voru miklir og eru þau
talin örugg um aö hljóta gull-
vcrðlaun á ÓL I Innsbruck
siöast i þessum mánuöi.