Þjóðviljinn - 15.01.1976, Page 9

Þjóðviljinn - 15.01.1976, Page 9
Fimmtudagur 15. jamiar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Ólafur Jóhann Sigurðsson senr nú hefur hlotið bókmenntaverð laun Norðurlandaráðs, kom mjög snemma inn i islenskar bók menntir. Hann er sunnlenskui bóndasonur, alinn upp i Grafn- ingi, fæddur 1918. Aðeins fimmtár ára gamall kemur hann tii Reykjavikur og er ári siðar búinn að gefa út sina fyrstu bók, barna. bókina Við Alftavatn, sem siðar hefur verið gefin út margsinnis En fáum mánuðum siðar birtisl eftir þennan kornunga manr furðulega þroskuð smásaga um það, hvernig ótiðindi fasisma styrjaldar og kreppu berja að dyrum hjá hjónum i islensku koti Saga þessi birtist i Rauðum penn- um, en Ólafur Jóhann var með r þeirra ferð frá. upphafi og hefur verið einn ágætastur fulltrúi þeirrar róttæku kynslóðar og anda hennar jafnan siðan. Undur veraldar Þær minningar sem skáldið tel- ur að koma megi að haldi, eru sumar tengdar fyrstu samferða- mönnum, þeim sem leiða barn að læk við tún og bera það yfir óvæða á. En fleiri eru þessi minni tengd við undur náttúrunnar, smá ekki siður en stór. 1 einu smákvæði er fjallað um það af kurteisi, að styggð hefur komið að kvöldsvæfu fiðrildi og timinn hefur ekki unnið á jafnvel svo smáum tiðindum: Eitthvað er að flögra að áratugum iiðnum Blóm ýmiskonar eru ávörpuð af einlægri auðmýkt og virðingu. Þessi mynd af ólafi Jóhanni var tekin á heimili hans skömmu eftir að hann frétti að hann hefði hlotið bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. (Ljósm. AK). Olafur Jóhann Sigurðsson Draumur og veruleiki Um upphaf ritferils Ólafs Jó- hanns og svo margt sem hann hefur ritað siðan eiga vel við um- mæli Kristins E. Andréssonar i tslenskri bókmenntasögu. „Hann er að upplagi rómantiskur og draumlyndur, með rika fegurðar- þrá, en uppgötvar ungur veruleik, sem er i hryllilegri mótsögn við draumaheim hans, þar sem i stað fegurðar og hamingju rikir fá- tækt, þjáning, ranglæti.... Hin rómantiska fegurðarþrá Ólafs leitar útrásar i listrænni fram- setningu, lýsingu á óskum og draumum persóna og i náttúru- lýsingum, en undir hinu róman- tiska yfirborði liggja djúp sár- indi, vakin af raunsæjum þjóðfé- lagslegum skilningi og heitri mannúðarkennd”. Ritferill Ólafur Jóhann er höfundur 21 bókar. Fyrsta skáldsaga hans var „Skuggarnir af bænum” (1936). I „Liggur vegurinn þangað” (1942) fjallar höfundur um ungt skáld, sem atvinnulaust og einmana leitar gæfu og lifssanninda i Reykjavik. t „Fjallið og draum- urinn” (1944) og „Vorköld jörð” (1951) fjallar höfundur um and- stæður hamingjudraums og veru- leika i lifi bændafólks . „Gang- virkið” (1955) lýsir upphafi tima- bils erlends hernáms eins og það speglast i vitund og ferli ungs blaðamanns. „Leynt og ljóst” (1965) geyma tvær snjallar stúdi- ur á mannlegu hlutskipti og sið- asta skáldsaga ólafs Jóhanns til þessa „Hreiðrið” (1972) lýsir við- leitni roskins rithöfundar til að efla tengsli sin við þau lifsgildi, verðmæti, sem ekki verða af hon- um tekin i andsnúnum heimi. Þessi skáldsaga hefur áður verið borin fram til verðlauna Norður- landaráðs. Hér voru ekki talin smásagna- söfn Ólafs Jóhanns né heldur stutt ljóðræn skáldsaga „Lit- brigði jarðar”, sem hefur reynd- ar verið viðar þýdd en önnur verk hans. En ýmsar sögur Ólafs Jó- hanns hafa verið gefnar út á ensku, rússnesku, kinversku, norsku, dönsku, litháisku, þýsku, ungversku, tékknesku og esper- anto. Ólafur hefur og skrifað fleiri barnabækur en þá sem fyrst var talin, fengist við þýðingar. Hann hefur fengist við blaðamennsku, m.a. var hann um skeið ritstjóri Landnemans, málgagns ungra sósialista. Kona hans er Anna Jónsdóttir. Ljóð sagnaskálds Fyrsta ljóðabók Ólafs Jóhanns hét hinu yfirlætislausa nafni „Nokkrar visur um veðrið og fleira”, og kom hún út árið 1952. Siðan gaf ólafur ekki út ljóðabók i tuttugu ár, þar til hin fyrri af verðlaunabókum hans „Að lauf- ferjum”, kom út 1972, en hin sið- ari „Að brunnum”, kom út 1974. Ljóðabækur þessar eru um margt skyldar innbyrðis, eins og bent hefur verið á i gagnrýni. Um bók- Inge Knutson heitir hinn ungi sænski málfræðingur sem hefur þýtt ljóð ólafs fyrir dómnefndar- menn — og miklu fleiri.... ina „Að laufferjum” var m.a. svo að orði komist i þessu blaði: „Hvað eftir annað leitar skáldið i minningasjóði og i náinni sam- lifun við náttúruna i senn að lifs- nautn og styrk til að standa upp- réttur i hreti timans, til að „brúa Dreyrá” til að fara „yfir blakka elfi með blóð i streng, sem beljar djúp milli skara”. 1 sama kvæði segir að þetta uggvænlega fljót, Dreyrá, skuli brúað úr „fléttum lyngjurta”, lesnum á heiði”, einnig „hvin af ljáum, kliðan skil- vindu”, „dúni álftar og óðins- hana” og ekki er heldur gleymt svo ágætum efnivið sem óm af þulu ömmu og rimu afa og ljóði liöinnar móður Og þegar þannig er staðið að smiðum telur skáldið óhætt að lýsa þvi yfir um brúna að þér mun luin geng þegar stálvirkið brestur Fyrr en varir hafa þessir smá- munir fagrir tengst við allt ferli ljóðsins i einskonar guðlausu trú- ljóði. Samskonar kennd ræður kvæði sem nefnist Göniul nætur- visa, þar sem smáir og stórir þættir verundar koma saman, jafnt angan af töðu, kvak i fugli, sláttur hjartans og stjörnur við tind: allt er þetta með einhverjum hætti bundið i andartakssælu, þá dýpstu sem ég hefi fundið 1 kvæðunum er náttúran ekki einungis uppspretta unaðar og styrks, hún er með beinum hætti ogsmekkvisi sem ekki verður um villst tengd við hverja minningu. Og hringrás hennar i árstiðunum er samhæfð þeim tiðindum sem gerast i hugarheimum... Höfund- ur hefur sjálfur kallað þessi ljóð „fábrotin”. En i ytri fábreytni sinni eru þau rik að ósviknu lifi. djúpri skynjun og byggja á vönd- uðu hugarfari i meðferð orðanna. sem allt i sameiningu ris undir góðum skáldskap...” Þýðandinn Ólafur Jóhann Sigurðsson hlaut Silfurhestinn. bókmenntaverð- laun dagblaðanna, árið 1972, en þá komu út tvær bækur hans — Hreiðrið og Að laufferjum. Hins má geta. að alþingismenn hafa ekki séð ástæðu til að veita höf- undinum heiðurslaun þau, sem þeir hafa til ráðstöfunar. Af sjálfu leiðir, að islenskur höfundur á mikið undir þýðanda sinum. Það er Inge Knutson sem hefur þýtt ljóð Ólafs á sænsku. ungur menntamaður. sem þegar hefur getið sér ágætt orð fyrir þýðingar úr islensku og færeysku. M.a. lagði Olof Lagercrantz. einnig norðurlandaverðlauna- hafi. það til fyrir skemmstu. að Inge Knutson hlyti þýðandaverð- laun fyrir þýðingu sina á Guðs- gjafarþulu Laxness. —áb. 1 dómnefnd bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs áttu sæti: Af tslands hálfu Ólafur Jónsson, fil kand. og Vésteinn ólason lektor, til vara Andrés Björnsson, útvarpsstjóri. Frá Danmörku: F.J. Billeskov- Jansen, prófessor dr. phil og Torben Broström lektor, til vara Sven Möller-Kristensen prófessor dr. phil. Frá Finnlandi: Kai Laitinen, fil. dr. og Sven Willner rithöfundur, tii vara Irmeli Niemi, prófessor, og Ingmar Svedberg ritstjóri. Frá Noregi: Arne Hannevik dr. phil. og Leif Maehrle prófessor dr. phil., til vara Odd Solumsmoen, bókmenntagagnrýnandi. Frá Sviþjóð: Lars-Olof Franzén, ritstjóri og Per Olof Sundman, rithöfundur og þingmaður og til vara Petter Bergman, rithöfundur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.