Þjóðviljinn - 04.02.1976, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.02.1976, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 4. febrúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Grœnlenskir fisk ifrœðingar: Rœkju- stofninn í stór- hœttu KAUPMANNAHÖFN 29/1 — Rækjustofninn út af vesturströnd Grænlands er i mikilli hættu vegna ofveiði, að þvi er grænlenskir fiskifræðingar teija. Telja þeir að rækjustofninn á þessu hafsvæði þoli um 17.000 smálesta veiði árlega, en nú séu veiddar af honum ailt að 60.000 smálestir á ári hverju. Jörgen Peder Hansen, græn- landsmálaráðherra dönsku stjórnarinnar, hefur sent orð- sendingar til rikisstjórna nokk- urra landa, sem stunda rækju- veiðar á Grænlandsmiðum, og farið fram á samningaviðræður um takmarkanir á veiðunum. í orðsendingunum er meðal annars farið fram á, að ekki verði fram- vegis veitt meira magn af Grænlandsrækju en gert var næstsiðasta ár. Sovétrikin eru eitt þeirra rikja er stunda veiðar á grænlensku rækjunni og hafa þau svarað orð- sendingu dönsku stjórnarinnar á þá leið, að þau vilji ekki gera tvi- hliða samning við Danmörku um veiðikvóta, en leggja áherslu á að þau telji hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna, sem hefjast á i New York i mars, rétta vettvang- inn fyrir viðræður um þetta mál. Þá fullyrða sovésk yfirvöld að fiskimenn þeirra hafi ekki veitt nema um 3000 smálestir af rækju á Grænlandsmiðum s.l. ár, og sé það óverulegur hluti af heildar- aflanum þar. Verkakvennafélagið Framsókn: Vill trvggja kjör láglauna- fólks og lífeyris- þega A fundi hjá verkakvenna- félaginu Framsókn 25. m. var samþykkt að skora á samninga- nefnd Alþýðusambands Islands að herða á samningum og tryggja að launajafnrétti náist og laun þeirra lægstlaunuðu lagfærð. Ennfremur að verðbólgan verði stöðvuð og skattmál láglauna- fólks leiðrétt og áframhaldandi bygging ibúða tryggð með sama hætti og i Breiðholti. Einnig var samþykkt eftir- farandi ályktun: Fundur hjá verkakvennafélag- inu Framsókn harmar þær aðgeröir stjórnvalda að hækka verð á meðulum og læknishjálp til öryrkja og ellilifeyrisþega og væntir þess að það verði lagfært hið bráðasta. Þannig að fólk þetta þurfi ekki að liða andlega né likamlega vegna 'skilningsleysis yfirvalda.” SIGURSVEINN MAGNÚSSON SKRIFAR UM TÓNLIST Örlátur einleikari Stjórnandi: Jindrich Rohan Einleikari: Peter Torperczer Efnisskrá: Richard Wagner: „Tristan og Isold”, forleikur Maurice Ravel: Pianókonsert i G-dúr Bedrich Smetana: Úr „Föðurlandi minu”, tóna- ljóði Það er stundum sagt, að verk- efnaval geti haft jafn mikla Ur- slitaþýðingu fyrir heildarút- komu tónleika eins og sjálfur flutningurinn. Þetta er auðvitað orðum aukið, en i þvi leynist þó sannleikskom. Það er afar mik- ilvægt að þau verk sem valin eru til flutnings eigi sér sam- nefnara í sögunni. en séu samt mátulega ólik hvert öðru. — Þannig tókst einmitt til á þessum tónleikum. Wagner og Smetana voru báðir uppi á sama tima, og dauða þeirra bar að með aðeins árs millibili. Tal- andi tveim ólikum tungum er músik þeirra ólik að sama skapi, en þó er eins og Ravel, sem fæddist innan áratugs fyrir dauða þeirra, sé kannski enn sérstjeðari i hugsun, enda tengir hann saman ein mestu um- brotatimabil i sögu tónlistarinn- ar, en stendur samt til hliðar við mestu átökin og vinnur úr efni kennara sinna og fyrirrennara sem hann dáði svo mjög. Tónleikarnir hófust með stór- brotinni hugarsmið Wagners, forleiknum að Tristan og tsold . Mér finnst einhvernveginn eins og þessi tónsmið gefi ekki tilefni til þeirra klipptu og skomu vinnubragða sem stjórnandinn Jindrich Rohan viðhafði. Það var stundum eins og verið væri að hefta framgang flæðandi lin- anna, sem eru næstum óstöðv- andi, i stað þess að leyfa and- rúmsloftinu að sjatna og marg- þættum lausnum upphafsins að tala sinu máli. Reyndar ein- kenndist allur forleikurinn af þess konar vinnubrögðum, en þau urðu ekki nærri eins tilfinn- anleg þegar vefurinn þykknaði og nær dró hápunktinum, en þá komu nokkur ágæt augnablik. Leikur hljómsveitarinnar bar vott um ágæta samstöðu, og tónninn var ferskur, en það var eins og stjórnandanum mistæk- ist að draga það besta fram úr túlkun hljóðfæraleikaranna. Pianókonsert eftir Ravel gæti eins heitið konsert fyrir hljóm- sveit og pianó, þvi svo stórt er hlutverk hljómsveitarinnar, einkum i fyrsta þætti. Þar tak- markar tónskáldið hlutverk sveitarinnar við slagverkið, svo að i liki trommuverks verður þátturinn glettnislegur og hrað- ur feluleikur stefja, sem aðeins koma i dropatali, i andstöðu við annan þáttinn þar sem hlutverk pianósins er yfirgnæfandi og einsog óslitin lina. Þá gat pianó- leikarinn Peter Torperczer sýnt rúnaðri hliðar hæfni sinnar, honum tókst vel að seiða fram mjúkar óralangar hendingarn- ar sem bera svo ósvikin áhrif Fauré. Torperczer er einnig lagið að búa til einkar viðkvæm- an tón sem blandast vel þegar hann leikur með öðrum, saman- ber samleik hans með enska hominu sem var svo ágætlega spilað. Prestóþátturinn var svo heilmikil sýning á tækni piaó- leikarans, blandaður jass-áhrif- um, hamslaus, stuttur og hressilegur eins og stormsveip- Smetana Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar íslands í Háskólabíói 29. janúar 1976 ur, og skyndilega er honum lok- ið. Peter Torperczer hetur i fé- lagi við hljómsveitina og stjóm- andann unnið ágætt verk og er klappað lof I lófa fyrir leik sinn. sem hlýtur að verðskulda hrifn- ingu áheyrenda. örlæti hans hlýtur að teljast einstakt, að hann skyldi leika aukalag. Þess háttar er vist ekki lengur i móð og tiðkast varla nema hjá snill- ingum af gamla skólanum sem eru nú sem óðast að hverfa af sjónarsviðinu. Einkenni tónlistar Bedrich Smetana eru sterk þjóðernisá- hrif. Þéssi þjóðernisvitund ristir hvað dýpst i tónaljóði hans „Föðurland mitt”, sem i raun er lýsing á Bæheimi, landi og sögu. Margt er sérstakt i þessum tón- smiðum sem skera sig úr vegna þess hve þau eru sett fram af mikilli hæfni og sannfæringu sem birtist i eldheitri föður- landsást tónskáldsins. Hafi að- gerðir stjórnandans i upphafi þótt nokkuð harkalegar, þá á það ekki við um túlkun hans á þessum þrem þáttum úr „Föð- urlandi minu”. Að visu voru vinnubrögðin þau sömu, en i þetta skipti I réttu samhengi. Vesturevrópskir hljómsveitar- stjórar hafa oft tilhneigingu til að útvatna nokkuð tónverk tékkneskra tónskálda og blanda þau þýskri lýrik, en kjarnmikil túlkun Jindrichs Rohans sann- aði, að i þessum verkum kveður við annan tón, mun harðari og mergjaðri. Það er eins og renni upp ljós þegar hlutirnir birtast i sinum rétta búningi. Jindrich Rohan tókst það og naut einlægs stuðnings Sinfóniuhljómsveitar Islands. Sunnudaginn 1. febrúar Sigursveinn Magnússon Ný áhugamannahljómsveit Stjórnandi: Garðar Cortes Einsöngvarar: ólöf K. Harðardóttir Rut L. Magnússon Sigriður E. Magnúsdóttir Unnur Jensdóttir Guðmundur Jónsson Halldór Vilhelmsson Kristinn Hailsson Magnús Jónsson Hljómsveit: Sinfómuhljómsveitin i Reykjavik Þessir tónleikar voru að þrennu leyti merkilegir. í fyrsta lagi.kór söngskólans sem þarna kom fram er.sennilega fyrsti kórinnhér á landi sem eingöngu er skipaður fólki sem er við söngnám, en það gefur tilefni til að vænta nokkurs af honum i framtiðinni. I öðru lagi voru komnir þarna bestu söngvarar landsins sem eru kennarar við söngskólann og gáfu kvöldinu heilmikla reisn og lyftingu. Og siðast en ekki sist var þar mætt til leiks Sinfóniuhljómsveitin i Reykjavik sem stofnuð var á siðastliðnu hausti og er fyrsta islenska áhugamannahljóm- sveitin. Það er skólastjóri söng- skólans, Garðar Cortes, sem hefur haft veg og vanda að stofnun þessarar hljómsveitar söngskólans og að undirbúningi þessara tónleika. Garðar á mik- ið hrós skilið fyrir dugnað sinn og eljusemi, en þessir tónleikar báru með sér að ósleitilega hef- ur verið unnið. Það var svo sannarlega kom- inn timi til að stofnuð yrði á- hugamannahljómsveit, og er eiginlega litt skiljanlegt að þess háttar fyrirtæki skuli ekki hafa risið fyrr upp úr tiltölulega miklum áhuga á almennri músfkiðkun, þvi hér hafa um langan aldur verið starfandi á- hugalúðrasveitir um allt land, en liklega hefur bara vantað mann með nóga þekkingu og á- huga til að hrinda sliku i fram- kvæmd. Og nú, þegar hljóm- sveitin er orðin að veruleika og hefur safnað um sig hópi áhuga- samra hljóðfæraleikara, þá kemur hana ekki til með að skorta verkefni, þvl bæði getur hún haldið sjálfstæða tónleika og einnig aðstoðað kóra, sem nú fer mjög i vöxt, þegar kórmenn- ingu okkar skýtur svo hratt fram á við sem verið hefur. Það er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, að velja söngdrápuna Elia sem frumverkefni. Bæði er verkið Garðar Cortes Tónleikar Söngskóla Reykjavíkur i Háteigskirkju 30. janúar langt —(var þó skorið niður þó nokkuð) og erfitt á köflum Það var auðfundið að allir lögðust á eitt til að koma þessu verki til skila, og það tókst. Stjórnandinn Garðar Cortes stýrði af öryggi og festu og undraverður árangur náðist. Þá hefur það áreiðanlega stappað stálinu i flytjendur hve starfi þeirra var sýndur mikill áhugi, en Háteigskirkja var þéttsetin. Einsöngvararnir voru yfirhöfuð góðir, en misjafnir þó. Hæst bar þau Rut L. Magnúss. og Kristin Hallsson, og einnig Halldór Vilhelmsson sem er nemandi i söngskólanum. Kórinn sýndi lika margt ágætt, tónninn var góður, en nokkuð vantaði á að textaframburður væri nógu skýr, en e.t.v. hefur söngfólkið ekki haft tima til að venjast miklum hljómburði i kirkjunni. Hljómsveitin studdi af alefli og vissulega með góðum árangri. ef miðað er við að hafa aðeins æft i nokkra mánuði saman. Með stofnun þessarar hljóm- sveitar hefur stórt skref verið stigið, og vil ég óska öllum sem lagt hafa þar hönd á plóginn (il hamingju og alls hins besta i framtiðinni. Sunnudaginn 1. febr.. Sigursveinn Magnússon.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.