Þjóðviljinn - 04.02.1976, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 04.02.1976, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 4. febrúar 1976. i>.loDVILJI <ÍN — SIÐA 13 Oskjuhliöarskúli og veggskreytingar Snorra Sveins Veggskreytingar kynntar í Vöku í kvöld kl. 20.40 er i sjónvarp- inu þátturinn VAKA, dagskrá um bókmenntir og listir á liö- andi stund, i umsjá Aðalsteins Ingólfssonar. Þar sem ekki tókst að ná i Aðalstein i tæka tið, var upp- tökustjóri Vöku, Andrés Ind- riðason, inntur eftir þvi hvað á dagskrá yrði i kvöld. Það lá þó ekki alveg fyrir i gær hvernig þátturinn verður i heild, en hann er tekinn upp samdægurs og er ætlað það hlutverk að vera eins konar fréttaþáttur um listvið- burði liðandi stundar. Andrés gat þó skýrt okkur frá þremur atriðum, sem fyrir lágu, þegar talað var við hann i gær. Er þar fyrst til að taka viðtal við arkitekta öskjuhliðarskóla, þá örnólf Hall og Ormar Þór Guðmundsson um vegg- skreytingar utan á skólahúsinu, en listamaðurinn, Snorri Sveinn Friðriksson, lagði drög að þess- um athyglisverðu skreytingum i samráði við arkitektana, þegar við hönnun skólans, og vann siðan að þeim i samvinnu við þá. Snorri Sveinn starfar við leikmyndagerð hjá Sjónvarp- inu, og hann heíur einnig fengist við gerð veggmynda utan á byggingar annars staðar, en við öskjuhliðarskóla. S.l. sumar vann hann t.d. að gerð vegg- myndar utan á sláturhús Kaup- félags skagfirðinga á Sauðár- króki. Þá verður i Vökukynnt nýút- skrifuð söngkona, Ragnheiður Erna Sigurðardóttir, en hún hefur lagt stund á söngnám við Tónlistarskóla Kópavogs undir handleiðslu Elisabetar Erlings- dóttur, söngkonu. Þriðji dagskrárliður Vöku, sem Andrés Indriðason gaf upp, er heimsókn á ballettæfingu hjá ísienska dansflokknum i Þjóð- leikhúsinu, en hann æfir nú at- riði úr Þyrnirósuballettinum eftir Prókof;>e‘L Rætt verður við dansara flokksins um starf þeirra og eins verður rætt við nýjan ballettmeistara Alexand- er Bennett. Laun bankastjóra eru helmingi hærri en sagt er | útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9,00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Gréta Sigfúsdóttir end- ar lestur þýðingar sinnar á sögunni ,,Katrinu i Króki” eítir Gunvor Stornes (9. Til- kynningar kl. 9.30. Þing- fréttirkl. 9.45. Létt lög milli liða. Kirkjuhöfðingi og sálmaskáid kl. 10.25: Rósa B. Blöndals skáldkona flyt- ur erindi um séra Valdimar Briem v i g s 1 u b i s k up . Morguntónleikar kl. 11.00: Yehudi Menuhin og Louis Kentner leika Sónötu i A-dúr fyrir fiðlu og pianó eftir Cesar Franck/Mstislav Rostropovitsj og Filharmoniusveitin i Lenin- grad leika Tilbrigði um rokotko op. 33 eftir Pjotr Tsjaikovský: Gennadi Ros- hdestvenský stjórnar. Júli- us Katchen leikur á pianó RapSódiu op. 79 nr. 1 eftir Johannes Brahms. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Sagan af Birgittu" þáttur úr endurminningum eftir Jens Otto Kragh.Auðunn Bragi Sveinsson les þýðingu sina (2). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.20 Popphorn. 17.10 Útvarpssaga barnanna: „Bróðir ininn ljónshjarta” eftir Astrid Lindgren. Þorleifur Hauksson endar lestur eigin þýðingar á sög- unni (18). # sfónvarp 18.00 Nordjamb 1976. Svip- myndir frá alþjóðlega skátamótinu i Lillehammer á siðastliðnu sumri. Þýð- andi og þulur Ellert Sigur- björnsson. (Nordvision—Norska sjónvarpið) 18.50 Ballett fyrir alla.Breskur fræðslumyndaflokkur. 5. þáttur. Þýðandi Jón Skaptason. Hlé. 20.00 Fréttir og vcður. 20.30 Ilagskrá og auglýsingar. 20.40 Vaka.Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 17.30 Framburðarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Vinnumál.Þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði. Umsjónarmenn: Lögfræð- ingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Backman. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir syngur lög eftir is- lensk tónskáld. Fritz Weisshappel leikur undir á pianó. b. „Ekki verður feig- um forðað” Frásögn eftir Óskar Bjartmarz. Jón Múli Arnason flytur. c. Eldgosið i M ý v a t n s ö r æ f u ni f y r i r liundrað árum. Pétur Sumarliðason les frásögn úr handritum Jakobs Hálf- dánarsonar bónda á Grims- stöðum við Mývatn. d. Ljóð cftir Guðrúnu Guömunds- dóttur frá Melgerði. Arni Helgason flytur. e. Lestar- ferð yfir Hólssand vorið 1930. Magnús Gestsson les frásögn Benedikts Sigurðs- sonar á Grimsstöðum á Fjöllum. f. Kórsöngur. Liljukórinn syngur islensk þjóðlög i útsetningu Sigfús- ar Einarssonar. Söngstjóri: Jón Asgeirsson. 21.30 Útvarpssagan: „Kristni- liald undir Jökli” eftir Halldór Laxness. Höfundur flytur (5). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurlregnir. Kvöldsag- an „t verum”, sjálfsævi- saga Thcódórs Friðriksson- ar. Gils Guðmundsson les siðara bindi (14). 22.40 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 21.20 „Land veit ég langt og mjótt ....” ttalskur skemmtiþáttur. Listamenn frá ýmsum löndum skemmta með söng og dansi. 1 þessum fyrsta þætti af þremur koma fram m.a. The Bee Gees, Mina, Marsha Hunt og Roberto Carlos. 22.10 Baráttan gcgn þ r æ 1 a h a I d i n u, S e x sjónvarpsmyndir um raun- verulega atburði, teknar a slóðum þrælasala i Afriku og Vestur-Indium. Sagan hefst um 1750, er flutningar afrikumanna til Ameriku ná hámarki, og lýkur, er lög voru sett um afnám þræla- halds i breska heimsveldinu árið 1834. 1. Ganili guðlast- arinn.Þýðandi Öskar Ingi- marsson. 23.00 Dagskrárlok. Vinnumál, þáttur um lög og rétt á vinnumarkaði, er á dag- skrákl. 19.35 i kvöld. Umsjónar- menn eru lögfræðingarnir Gunnar Eydal og Arnmundur Bachmann. 1 siðasta þætti þeirra félaga var rætt um laun Arninundur Bachmann Gunnar Eydal bankastjóra og m.a. talað við Baldur Jónsson, ritara banka- ráðs Landsbankans, sem út- skýrði laun bankastjóra, sem hann sagði nema 2—300.000 kr. fyrir utan bilastyrk. Að þvi er Arnmundur skýrði blaðinu frá i viðtali i gær, munu þeir Gunnar birta i kvöld yfir- lýsingu frá einum bankaráðs- manna Búnaðarbankans, Karli Árnasyni, þar sem fram kemur að laun bankastjóra eru hálfu liærri en Baldur Jónsson vildi vera láta, eða 3—400.000 kr. Leggur Karl fram tölur máli sinu til stuðnings. Þá verður vikið að aðalmáli þáttarins i kvöld, sem er vanda- mál lifeyrissjóðanna. Reynt verður að bregða birtu á starf- semi lifeyrissjóða og útskýra hana. Hvaöa hlutverki gegna lifeyrissjóðir gagnvarl sjóðfé- laga og sem fyrirbæri i þjóðfé- laginu? Þetta eru spurningar, sem leitast verður við að finna svör við. Eins verður rætt um störf þeirra, sem við lifeyris- sjóðina vinna.og i þvi sambandi verður rætt við Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóra Sam- bands almennra lifeyrissjóða. Þá verða tekin fyrir verðtrygg- ingamál lifeyrissjóða og rætt við Björn Þórhallsson, formann Landssambands islenskra verslunarmanna, um svokall- aða „gegnumstreymissjóði”. Að lokum er taiað við Jóhannes Nordal. seðlabankastjóra um lifeyrissjóðina sem sjóði og vandamál i sambandi við verð- tryggingu þeirra. Gömul poppgrúppa Sú var eitt simi tiðin, að hreska poppgrúppan ( táninga- hljóiiisvcitin) Bee Gees þótti fullboðleg' hér á landi og átti raunar þó nokkrum vinsældiiiii að fagna. I>essi hljónisveit. sem nian sinn lifil fegri fyrir tiu ár- ii in eða svo, verður meðal skemmtikrafta.sem fram koma i itölskuiu skeiniiitiþætti i sjón- varpiuii i kviild. en þá iniiiiu „listaiiienii Irá yiiisum löndiim skeinmta með siing og dansi”. Á slóðum þrœlasala Gantli guðlastarinn er nafn á fyrsta þættinum i myndaflokkn- um Baráttan gegn þrælahald- inu, sem sýndur verður i sjón- varpinu i kvöld. Þáttaröð þessi er sex sjónvarpsmyndir um raunverulega atburði, sem teknar hafa verið á slóðum þrælasala i Afriku og Vestur- Indium. Sagan hefst um 1750, er flutningar afrikumanna til Ameriku ná hámarki, og lýkur, er lög voru sett um afnám þrælahalds i breska heimsveld- inu árið 1834. Þýðandi þáttanna er Óskar Ingimarsson. Frá skátamóti í Noregi i dag kl. 18 siðdegis verða sýndar svipntyndir frá alþjóð- legu skátamóti i Lillehammer i Noregi á siðastliðnu sumri. Kallaðist mót þetta Nordjanib og var eitt i röð hinna svoköll- uðu Jainbooree-skátainóta, sem islenskir skátar kannast vel við og suniir liafa meira að segja koniið á. Gos í Sveinagjá Þriðji liður á kvöldvöku úl- varpsins. sem hefst kl. átta i kvöld. er upplestur Péturs Sumarliðasonar kennara á frá- sögn Jakobs Hálfdánarsonar. fyrrum bónda á Grimsstöðum við Myvatn. og nelnist sá liður: Eldgosið i M\ vatnsöræfuin fyrir hundrað árimi. En hinn 18. febrúar 1875 hófst gos i Sveinagjá á Mývatnsöra'f- um. og stoð það fram i ágúst sama ár. Gossprungan Sveina- gjá er 30 km að lengd og er Sveinagjárhraun t Nýjahraun' frá henni runnið i þessu gosi. en nyrsti taumur þess fer um veg- inn mílli Reykjahliðar og Grimsstaöa.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.