Þjóðviljinn - 04.02.1976, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 04.02.1976, Blaðsíða 9
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 4. febrúar 1976. Miðvikudagur 4. febrúar 1976. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 9 Slysavarnafélag íslands á 94 björgunarskýli Þyrlan TF-GNA, sameign SVFl OG Landhelgisgæslunnar, flytur leitar- flokk ú slysstaö uppi á öræfum. Sjöbjörgunarsveitir SVFÍ leggja af staö til leitar frá húsi féiagsins aö Grandagaröi. Björgunarsveitin Skagfirðingasveit að vetrarlagi i leit aö týndri fiugvél. Táknræn mynd fyrir sjóbjörgun. Einn skipverja I björgunarstólnum á leiö til lands, félagar hans biða á Hvalbaknum eftir aö þeim veröi bjargað. Um sjö þúsund manns hefur veriö bjargaö af Slysavarnafélaginu og á annaö þúsund sjómönnum hefur veriö bjargaö meö fluglínutækjum björgunarsveita félagsins islendingar hafa í gegn- um aldirnar fært sjávar- guðunum miklar fórnir vegna sjósóknar sinnar og furðulegt má teljast hve seint var brugðist við og stofnað félag til höfuðs þessum ógnvaldi. Það var ekki fyrr en skömmu eftir að reykvikingar stóðu í flæðarmálinu og þurftu að horfa aðgerðarlausir á heila skipshöfn drukkna nokkra metra frá landi, að skriður komst á tal manna um stofnun sjóbjörgunar- félags. Síðan Slysavarnafélag islands var stofnað eru nú liðin 48 ár og átti félagið afmæli á fimmtudag i siðustu viku. Starfið hefur vaxið dag frá degi og hvorki meira né minna en sjöþúsund manns hafa bjargast úr háska fyrir til- stuðlan björgunarsveit- anna og deildanna, sem eru orðnar hátt í þrjú- hundruð talsins. Sjóslys eru ekki lengur einasta viðfangsefnið þótt þau séu megintilgangur að stofnun Slysavarna- félagsins og skipi ávallt öndvegið hvað snertir þjálfun og uppbyggingu starfsins. Á annað þúsund sjómenn hafa bjargast til lands úr skipsströndum eða öðrum sjávarháska fyrir tilstuðlan björgunar- sveita. Hafa þær hvað eftir annað unnið frækileg og ódauðleg afrek, sem þjóðin geymir i hugskoti sér eins og helga bók. Bygging björgunarskýla hefur einnig verið snar þáttur i starfi félagsins og nú eru þau orðin samtals 94, langflest staðsett i fjörðum sem margir hverjir eru óbyggðir með öllu, ekki síst i seinni tíð, er byggð hefur farið í eyði á afskekktum stöðum. Æ fleiri björgunarskýlanna eru búin fullkomnum fjar- skiptatækjum og á þannig að vera tryggt, að sjómenn sem hugsanlega lenda í strandi og komast í land, geti látið vita af sér þegar í stað. Um þetta og margt f leira ræddi Þjv. við þá Gunnar Friðriksson forseta S.V.F.i. og Hannes Þ. Hafstein framkvæmda- stjóra. Gunnar var fyrst beðinn að segja frá stofnun Slysavarnafélags islands. — Slysavarnarfélagið var stofnaö 29. janúar 1928 hér i Reykjavik. Aður en af stofnuninni varð höfðu skipstapar vcrið gifur- legir og ekki nema tæpur mán- uður liðinn frá stofndegi þegar Jón forseti strandaði við Stafn- nes. Þar fórust fimmtán menn, en tiu var bjargað i þessu fyrsta útkalli félagsins. Forystumenn sjómanna og Fiskifélag tslands voru helstu hvatamenn að stofnuninni og frjáls félagasamtök mynduðu bakhjarlinn eftir að horfið hafði verið frá þvi, að félagið yröi rikis- rekið. Strax sama árið og látið var til skarar skriða i Reykjavik voru stofnaðar sveitir víðsvegar um landið og á næstu árum bættust æ fleiri við. Þegar starfiö varð stærra og viðameira var skipu- laginu breytt og SVFÍ gert að landssamtökum, en það var 1942. Skráðar félagsdeildir eru núna tvöhundruð, þar af ein i Kaupmannahöfn en björgunar- sveitirnar eru 78. Nú eru á þriðja þúsund ungir menn skráðir i björgunarsveit- irnar en i félagsdeildunum eru um þrjátiuþúsund manns, þar af tólfþúsund konur. Þær hafa siðan árið 1930 haft sinar eigin deildir og verið geysilega dugmiklar, — hreinlega gert kraftaverk i þágu félagsins. Sumar félagsdeildirnar eru það smáar, að ekki er grund- völlur fyrir starfrækslu sérstakr- ar björgunarsveitar, en deildirn- ar hafa margar nauðsynlegustu björgunartæki. Sést það t.d. á þvi, að þótt ekki séu nema 78 björg- unarsveitir er tækjabúnaður dreifður á yfir 160 staði á landinu. Kvennadeildirnar eru þrjátiu og uppistaöan i þeim hefur frá fyrstu tið verið sjómannskonurn- ar. Þær starfa i öllum stærstu sjávarplássum landsins og fjár- söfnun til handa björgunarsveit- unum er aðalmarkmið kvenn- anna. Slysavarnafélagið fékk annars aiveg sérstakan hljómgrunn hjá þjóðinni um leiö og það var stofn- að. Árið 1931 eignaðist t.d. ný- stofnuð björgunarsveit i Grinda- vik fluglinutæki og var fyrsta æf- ing með tækin gerð i marsmánuði á túninu hjá einum bændanna i nágrenninu. Aðeins viku siðar strandaði togari þar rétt fyrir utan og þrjátiuogátta mönnum var þar bjargað á örskömmum tima. Vitað var að enginn þeirra manna hefði bjargast án tækjanna og nú hefur sveitin i Grindavik dregið á land 193 menn. Ríkisstyrkt frá upphafi — Félagið hefur aflað tekna á margan hátt en frá upphafi hefur það einnig notið stuðnings hins opinbera, heldur Gunnar áfram. — Það fékk við stofnun tiu- þúsund krónur og siðan hefur ávallt einhver ' upphæð verið á fjárlögum hvers árs. Þróunin hefur enda orðið sú að félagið hefur tekið að sér fleiri og fleiri störf fyrir hið opinbera og núna siðast var það Tilkynninga- skyldan, sem sett var á laggirnar árið 1968. Þar er varðstaða allan sólarhringinn yfir vetrarmán- uðina og sextán stundir á sólar- hring yfir sumarið. Þetta eftirlit hefur reynst mjög vel.og er lika mikið notað af aðstandendum sjó- manna, sem geta fylgst með þeim i gegnum Tilkynningaskylduna. Skip þurfa að tilkynna sig tvisvar á sólarhr'ing og staða þeirra hverju sinni er færð inn á þar til gerða spjaldskrá. — Er fjöldi björgunarsveita orðinn nægur? — Nei, það er ekki hægt að segja það, enda er þeim alltaf að fjölga. Fleiri en ein og fleiri en tvær hafa verið stofnaðar á hverju ári undanfarið en það er kostnaðarsamt að útbúa slika sveit og þvi æskilegt að stofnun þeirra dreifist yfir árin. Hver sveit er útbúin með hliðsjón af sjóbjörgunarstarfi og i útbúnað- inum verður t.d. alltaf að vera fluglinutæki, sem núna kostar hátt i hálfa miljón króna hvert. Auk þess þurfa talstöðvar og ann- að þess háttar einnig að vera fyrir hendi. Hið sama er að segja um bygg- ingu björgunarskýlanna. Hún kostar mikið féog er þvi nauðsyn- legt að skipta byggingunum niður á árin. Núna erum við með 94 skýli, flest við strendur landsins, en sum eru einnig uppi á fjallveg- um þar sem mest hætta er i sam- bandi við vetrarferðir. 54 skýl- anna eru búin fjarskiptatækjum auk þess sem þau eru öll búin matarvistum og öðrum nauð- synjum fyrir hrakið fólk. Á norðvesturkjálka landsins er skýli i hverri vik frá Snæfjalla- strönd norður i Reykjafjörð. Þar er hvergi byggt ból núorðið og þvi fjarskiptatæki i öllum skýl- unum. Þau hafa komið sér vel fyrir fleiri en sjómennina eina, ferðamenn hafa notfært sér björgunarskýlin margsinnis. Við reynum að reisa 2—3 skýli árlega og á siðasta ári lögðum við sjö miljónir króna til þeirra framkvæmda og tækjakaupa i nokkur björgunarskýli. Ennþá vantar viða skýli til þess að landið geti talist fullkomlega „bókað”. Ekki sist'vegna þeirrar þróunar, að fólki i dreifbýlinu fækkar og erfiðara er þvi fyrir marga að komast til mannabyggða en ella. Hannes: Ef við skiptum húsa- kostinum niður, þá eru skipbrots- mannaskýlin við strendur lands- ins 44, björgunarskýli á fjallveg- um 27 og björgunarstöðvarnar 21. Við köllum björgunarstöðvar þau hús, sem eru svo stór, aö hægt er að hafa þar félagslega aðstöðu fyrir björgunarsveitirnar auk hins venjulega útbúnaðar björg- unarskýlanna. Slikar stöðvar eru i flestum þéttbýlisstöðum lands- ins og þar koma menn saman á fundum, geyma tækjabúnaðinn o.s.frv. Allt í eigu Slysa- varnafélagsins — Eru þessi hús öll i ykkar eigu? — Já, þau eru það undantekn- ingarlaust. Sveitarfélög á hverj- um stað hafa að visu oft stutt okk- ur með fjárframlögum fyrir hluta kostnaðar en þetta væri þó aldrei gerlegt ef ekki kæmi þessi mikla sjálfboðavinna félaganna til. — Og hver sér svo um fjar- skiptatækjakaup i skýlin? — Heildarsamtökin gera það. Starfsemin er þannig byggð upp, að þau fá 3/4 hluta af tekjum deildanna i sameiginlegan sjóð, sem siðan er greitt úr aftur eftir þvi hvar þörfin er brýnust. llannes: Stjórn félagsins hefur lagt sig mjög fram um það að styrkja fámennari félög i litlu byggðarlögunum til margvis- legra kaupa á útbúnaði, t.d. snjó- bila, belti o.fl. Einnig hefur verið töluvert um það að einangraðir staðir, t.d. afskekktir bóndabæir hafi fengið hjá okkur talstöðvar til að gripa til ef eitthvað sérstakt kemur fyrir. Það er leitað eftir' þvi i æ rikara mæli og hefur oft komið að góðu gagni. Vitaverðir hafa einnig fengið hjá okkur talstöðvar til þess að nota ef venjulegt samband viö þá bregst. Á Hornbjargsvita er t.d. neyðartalstöð sem hægt er að bera með sér. Hún kom i góðar þarfir þegar hafisinn lá fyrir nokkrum árum við Hornbjarg. Þá fór Jóhann vitavörður með tal- stöðina upp á fjall og leiðheindi skipunum þaðan. Björgunarskip og þyrlur Gunnar: Félagið keypti strax við stofnun litla björgunarbáta og árið 1938 björgunarskipið Sæ- björgu, sem leigð var Landhelgis- gæslunni og rekin i samráði viö hana. Árið 1950 kom til Vestfjarða björgunarskipið Maria Júlia, sem byggt var af rikinu, félaginu og deildum félagsins á Vestfjörðum sameiginlega og notað var jöfn- um höndum til gæslustarfa og við björgunarstörf. Siðan var Albert byggður með sömu samvinnu og hlut Slysa- varnarfélagsins lögðu norðlend- ingar fram eftir margra ára söfn- un. Siðar keyptum við með Land- helgisgæslunni þyrlu árið 1965 og nú hafa aðrar tvær verið keyptar sem báðar eru lika að hálfu eign Slysavarnarfélagsins. Skipin voru orðin of dýr til þess að við réðum við slik innkaup lengur og þvi var ákveðið að leggja pening- ana sem safnast hafa á austfjörð- um i björgunarskútu til þyrlu- kaupa. — Hver er talinn nauðsynleg- asti útbúnaður björgunarsveita? Hannes: — Fyrst og fremst eru það fluglinutækin, sem lögð er á- hersla á að allar sveitirnar eigi. Annars er það nokkuð mismun- andi eftir eðli sveitanna, við skiptum þeim niður i sjóbjörg- unarsveitir, sjó- og landbjörg- unarsveitir og svo i þriðja lagi landbjörgunarsveitir. Tækjaþörf- in er þannig nokkuð mismunandi, en segja má þó að ýmislegt sé þeim lika sameiginlegt, t.d. fjar- skiptatækjaþörf og sjúkrabúnað- Vélskipið Gjafar VE 300 á strandstað við Grindavlk I febriiar 1973. 12 manna áhöfn skipsins var bjargaö og er hún hluti þeirra 193 sjómanna, sem grindvfkingar hafa bjargað Iland meðfluglinutækjunum. Gunnar Friðriksson (t.h.) og Hannes Hafstein f samkomusal SVFÍ að Grandagarði. Mynd: gsp ur. Slöngubátar með utanborðs- vél koma sér viða vel og núna undanfarið hefur nokkuð borið á áhuga fyrir þvi, að auka vélsleða- yfirráð félagsins, ekki sist eftir leitina i Bláfjöllum um daginn. Bilakaupin eru lika stór þáttur i innkaupunum en mikið er þó um það, að meðlimir sveitanna eigi sina eigin torfærubila og láni þá félaginu til afnota þegar þörf krefur. Það væri enda nánast ó- hugsandi að eiga bilaflota sem dygði til þess að sinna hinum margháttuðu verkefnum. Til hjálpar í ófærðinni Það er misjafnt til hvers bilarn- ir eru kallaðir út, það þarf ekki endilega að koma til leit að manni eöa æfing. 1 ófærðinni undanlarið hefur mikið verið leitað til slysa- varnarsveita með afnot af bilun- um til aðstoðar fólki, t.d. hér i Reykjavik. Reykjavikursveitin Ingólfur á stóran og mikinn bil, sem hefur verið hafður i Breiöholti og viðar við sjúkraflutninga i ófærðinni og iðulega leitar slökkvistöðin eftir aðstoð til okkar. Þá má lika nefna að sveitin i Mosfellssveit hefur yfir að ráða einum bil, sem varla var stöðvaö- ur yfir jólin siðustu og áramótin. Útköllin voru mörg og m.a. voru fluttar fjórar sængurkonur i mik- illi ófærð til Reykjavikur. Slikt starf er jú vissulega fyrir utan það verksvið. sem upphaflega var ætlað Slysavarnarfélaginu, en allt er þetta þjónusta við náung- ann og á meðan hlýtur það að telj- ast réttlætanlegt. Það hefur einnig komið fyrir oftsinnis að leitað er til björg- unarsveita úti á landsbyggðinni vegna llutninga á sjúkragögnum eða matföngum til afskekktra staða. t.d. vitavarða eða bónda- býla. Engin leið að áætla verðmætið llalið þið hugmvnd um hve mikið fé liggur i tækjabúnaði Slysavarnarfélagsins og eigum? Gunnar: Nei, það er ekki nokkur leið að reyna að giska á slikt. Félag sem byggt hefur stanslaust upp i 48 ár á vitanlega mikið og kannski er hægt að giska á einhverja tölu, en það yrði vart raunhæft. Þó við vitum hvað evtt er ár- lega i uppbvgginguna verður aldrei hægt að verðleggja alla sjálfboðavinnuna, sem lækkað hefur kostnaðinn svo mjög. Oft er hverju einasta kvöldi og öllum helgum eytt svo vikum skiptir fyrir félagið ef unnið er að ein- hverju sérstöku verkefni og vissulega yrðu tölurnar svimandi háar ef allt slikt ætti að verð- leggjast. Þess vegna höfum við lagt á það áherslu. að þjóðin gerði sér grein fyrir mikilvægi okkar starfs og að menn gerðu sér grein fyrir þvi, hvaða þátt það hefur i þjóðlif- inu. Ennþá er til fólk sem kýs að eyða fritima sinum i starf til hjálpar öðrum og það verður að virða á einhvern hátt. Ég held að við stofnun félagsins hafi veriðgert rétt i þvi að byggja það upp á sjálfboðavinnu. Frænd- ur okkar á Norðurlöndunum höfðu sama háttinn á og alls stað- ar hefur þrekvirki verið unnið. Aðeins danir hafa þessa starf- semi opinbera. Tekjuöflun margvísleg — Hvernig er tekjuöfluninni háttað? — Félagsdeildirnar senda hing- að árlega 3/4 hluta tekna sinna og á siðasta ári voru það um sex mil- jónir. Björgunarsveitirnar sjálfar eru einnig i tekjuöflun. en aðal- framlag þeirra er hjálparstarfið. Tekjur deildanna af t.d. gjöfum eða áheitum eru hiiis vegar ekki „skattskyldar" og renna þá ó- skiptar til uppbvggingarinnar heima lyrir á hverjum stað. Minningarspjöldin eru orðinn árviss og stór tekjuliður og gjafir og arfleiðslur eru einnig veruleg- ar. en þó að sjálfsögðu mismun- andi frá ári til árs. Það hefur komið fyrir að félagið hefur verið arfleitt af heilum ibúðarhúsum manna, sem á einhvern hátt telja sig standa i þakkarskuld við starf félagsins og björgunarsveitanna eða vilja styðja starfið svo höfð- inglega. Stuðningur frá rikjnu er einnig töluverður. A siðasta ári var hann tólf miljónir og þar af fóru 5.6 miljónir i tilkvnningaskvlduna. Skipshafnir. sem bjargað hefur verið á land úr strandi glevma greiðanum lika seint og koma e.t.v. saman eftir ákveðinn ára- l'jölda frá björguninni og senda þá lélaginu einhvern þakklætisvott. Kvennadeildin safnar drjúgu fé. Þar eru margar leiðir larnar. t.d. haldin ..tombóla". merkja- sala o.fl. Happdra'tti hefur einnig verið notað til tekjuöílunar fvrir félagið og sl. ár gaf það af sér 3.7 miljónir. Útgjöldin nær eingöngu í tækjakaup — Hver eru helstu útgjöld? — Þau eru fyrst og fremst Framhald á 14. siðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.