Þjóðviljinn - 24.02.1976, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 24. febrúar 1976
................J
: É - < "v f |
I
Sofus Petursson. Guð|on
Karlsson og Sigurjon
Jonsson tiasetar virða
fyrir ser það sem sast af
skemmdunum innan
FREIGATUR
OG NIMROD
Á heimleið i „heimferðarveðri".
Það kom á daginn að Guð-
mundur hafði gert rétt með
þessari ákvörðun. Bretarnir urðu
æfir vegna klippingarinnar og
sendu herskip þegar i stað inn
fyrir 200 milurnar, auk þess sem
þeir tilkynntu að njósnaflug Nim-
rod-þota myndi hefjast á ný.
Herskipin komu sem sagt inn
vegna klippingar á alfriðuðu
svæði.
Þegar kvöldaði fór Týr inn á
Norðf jörð og lá þar úti á firðinum
til klukkan um 15.00 á föstu-
deginum. Tækifærið var notað til
að fara i land og kaupa mjólk og
blöð, filmur og tóbak. Til slikra
ferða nota varðskipsmenn litlar
gúmmituðrur sem lita satt að
segja heldur ógæfulega út á sjó,
en eru hinar skemmtilegustu
fleytur, og að mér skilst býsna
öruggar.
Þegar klukkan var orðin þrjú
eftir hádegi og öruggt mátti telja
að Nimrodinn væri farinn heim,
var siglt frá Norðfirði áleiðis á
miðin. Það leið ekki langur timi
þar til bretarnir urðu varir við
varðskipið. Um fimmleytið
sveimaði yfir Tý þyrla frá birgða-
skipinu Olwen. Þar sáust kvik-
myndatökumenn að störfum i
dyrum þyrlunnar og sögðuBBC-
menn um borð i Tý að þarna væru
komnir starfsbræður þeirra sem
væru i fylgd breska flotans. ,,BBC
hefur æfinlega fréttamenn beggja
vegna vfglinunnar,” sögðu þeir
og máttu gjörla vita, þvi þeir hafa
verið á vigstöðvum i Vietnam,
Sýrlandi, Kýpur og viðar þar sem
borist hefur veriö á banaspjótum.
Slagurinn viö Juno
Kl. 18.50 var freigátan Juno
komin að varðskipinu. Hún gerði
sitt besta til að trufla ferðir
varðskipsins með þvi að sigla.
þvert á stefnu ess en þegar það
bar ekki árangur tók Juno sér
stöðu stjórnborðsmegin við
varðskipið og fylgdist með þvi
næsta klukkutimann.
Það var leiðindaveður. Tals-
verður sjór, rigning og rok, auk
þess sem orðið er dimmt um þetta
leyti dags á þessum árstima.
Nú tók við einhver æsilegasta
stund þessarar ferðar.
Um kl. 19.50 setur freigátan
skyndilega á mikla ferð fram
Luóvik olafsson smyrjari, standandi, og Guðmundur
Jafetsson 2. velstjori gera viö skemmdirnar á siöu
Tys.
MYNDIR OG TEXTI: HAUKUR MAR
með Tý, beygir skyndilega að
honum án þess að hægja ferðina
og rekur bakborðsbóginn aftar-
lega á Tý. En sennilega hefur frá-
kast fráhvarðskipinu bjargað
miklu i þetta sinn. I stað þess að
skella á fullri ferð á Tý leggst
herskipið að þvi og lendir þá á
þyrluþilfari þess, sem bognar
niður á kafla, auk þess sem
styttur þar leggjast niður. Her-
skipið laskast eitthvað litillega,
en erfitt er að átta sig á þvi i
sortanum.
Nú er togari framundan og
þegar freigátan sér að ætlunin
muni vera aö reyna að klippa á
vira hans setur hún enn á fulla
ferð og keyrir meðfram stjórn-
borðssiðu varðskipsins. Beygir
siðan að þvi og setur bakborðs-
bóginn i Tý miðskips og skellir
siöan siðunni i. Þrátt fyrir þann
darraðardans sem af þessu hlýst
tekst Tý að halda óbreyttri stefnu
og hraða i átt til togarans og
rennir sér fyrir aftan hann með
klippurnar út. Herskipið er hins
vegar komið svo nálægt tog-
aranum aö það getur með naum-
indum beygt frá honum og forðast
árekstur. Ferðin á varðskipinu er
of mikil til að klippurnar nái að
sökkva nægilega til að klippa, en
hitt hefur áunnist að herskipið er i
hreinustu vandræðum með sjálft
sig innan um alla þessar veiðandi
togara. Skipherrann veit bersýni-
lega ekkert hvernig hann á að
haga sér, þekkir ekki hattalag
slikra skipa. En þá kemur
Diomede honum til aðstoðar.
Hann sést skyndilega á stjórn-
borða, stefnaá fullri ferð þvert á
stefnu varðskipsins. Ekkert
aðvörunarmerki er gefið, aðeins
siglt á fullri ferö sem leið liggur.
Guðmundur Kærnested setur
báðar vélar á fulla ferð aftur á
bak og tekst þannig að afstýra
árekstri. Diómedes geysist áfram
nokkrum metrum fyrir framan
stefni Týs. Um leið og herskipið
er farið hjá setur Guðmundur á
fulla ferð aftur og beint að næsta
togara. Enn var ferðin of mikil til
að klippingin tækist og þannig átti
það eftir að veröa i að minnsta
kosti sex eða sjö skipti meðan á
þessari leifturárás varðskipsins
stóð.
En þrir togarar missa veiðar-
færi sin. Ross Khartoum missir
troll sitt i annað sinn á nokkrum
dögum fyrir aðgerðir Týs, og eins
fer fyrir Kingston Pearl og Ross
Altair.
óprenthæfur
orðaforði
Nú er talstöðin orðin einstak-
lega fjörug. Togaraskipstjórarnir
láta skammir og háðsyrði i garð
freigátukafteinanna fljúga á milli
sin og stjórnendur dráttar-
bátanna taka þátt i grininu. Skip-
herra Junos er bent á það i fullri
alvöru að hans verkefni á
íslandsmiðum sé að gæta tog-
aranna. Hann sé þeirra banda-
maður en ekki varðskipanna
Veslings maðurinn er ekki
öfundsverður, enda eru
skammaryrði sjómannanna
kjarnmikil og það svo mjög, að
bresku fréttamennirnir um borð
gátu ekki einu sinni sent þau til
Englands, þarsemþau máttuekki
birtast. ,,Börnin geta lesið þetta,”
var skýringin sem þeir gáfu.
Orðin „bloody” og „fucking”
fylgja yfirleitt þegar þeir eru að
lýsa einhverjum óæskilegum og
má geta þess hér að Harold
Wilson heitir i þeirra munni „The
fucking stinking pipesmoking
bastard”
Eftir klippingu Ross Altair er
snúið til lands. Lloydsman reynir
að sigla i siðuna á varðskipinu, en
tekst ekki, en Diomedes fylgir
okkur eftir þar til komið er eina
milu inn fyrir tólf milna mörkin.
Að baki voru tuttugu togarar,
tvær freigátur og tveir dráttar-
bátar i sárum.
Fjölskrúðug
skotfæri
En þegar farið var að kanna
skemmdir Týs kom i ljós að
matarbirgðir skipsins höfðu stór-
aukist meðan á þessum átökum
stóð. Kartöflum, kjötbollum og
flökuðum fiski hafði veriö fleygt
frá herskipinu meðan á ásiglinga-
tilraunum þess stóð. Breska
ljónið ætlaði að verja heiður sinn
og fiskimenn, — hvað sem það
kynni að kosta.
Nú var farið inn til
Seyðisfjarðar. Meðan legið var
þar inni bárust tilkynningar um
Þriðjudagur 24. febrúar 1976 ÞJÓÐVILJINN — StDA 9
Diomedes
Þegar komið var út fyrir 12
milurnar tók Diomedes þar á
móti okkur. Lengi vel fylgdist
hún með i fjarlægð, en þegar
halla tók að miðnættinu tók hún
að færa sig nær og á næstu tveim
timum gerði hún að minnsta kosti
fimm ásiglingartilraunir á varð-
skipið, en nú tókst að afstýra
þeim, þótt að minnsta kosti
tvisvar sinnum skylli hurðveru-
lega nærri hælum. Skipherra Dio-
mzdesar hafði bersýnilea ekki
áhuga á að skaða skip sitt alvar-
lega, og reyndi þess vegna að slá
afturendanum i varðskipið. En
það gekk ekki. Þá sigldi hann
tvisvar i veg fyrir Tý, en með þvi
að setja á fulla ferð aftur á bak
tókst skipherra Týs að verjast
ásiglingu i bæði skiptin.
Þegar þetta gerðist voru að
minnsta kosti 40 sjómilur i næsta
togara og þvi voru þessar
aðgerðir herskipsins langt frá þvi
að vera „verndaraðgerðir” á
nokkurn hátt. Hér var um hreina
glæpastarfsemi að ræða, þar sem
skipherrann hefur ugglaust verið
að hefna þeirra köpuryrða, sem
hann og starfsbróðir hanshá Juno
máttu þola fyrir tilverknað Týs á
föstudeginum. Onnur skýring á
þessu athæfi er að minnsta kosti
vandfundin.
Fyrr um daginn hafði borist
skeyti um að Týr skyldi vera i
Reykjavik á þriðjudeginum.
Klukkan tvö. Það er haft i flimt-
ingum meðal varðskipsmanna,
að ef eitthvað gerist hjá gæsl-
unni, þá sé það klukkan tvö. Það
kunni að vera spurning um ár,
mánuð, viku eða dag. En klukkan
tvö verður það. Það er hinn fasti
punktur tilverunnar i stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar.
Þvi var nú snúið undan. Það
var langt i næstu togara og úti-
lokað að komast inn á réttum
tima ef farið yröi noröur fyrir
Langanesið. Enda var komið
heimferðarveður.
Heimferðarveður um borð i Tý
eru stórviðri beint á móti. Mér.
var sagt að þannig veður væri
yfirleitt þegar farið væri heim.
Enda stóð það heima. Veðrið var
á móti allt þar til komið var fyrir
Reykjanesið. Fór upp i ein tiu
vindstig var mér sagt.
Þvi fór sem fór. Það var ekki
komið að fyrr en klukkan þrjú á
þriðjudeginum.
Þar meðhvar lokiö 18 daga ferð
með varðskipinu Tý. Skemmti-
legri ferð og viðburðarrikri, sem
ég hefði ekki viljað missa af fyrir
nokkurn mun.
Ég þakka skipherra og skips-
höfn samfylgdina og gott atlæti.
—hm
Þaö kom leki aó Ty eftir areksturinn viö Juno.og her þurrka
skipverjar upp a< ganginum.
Diomede rennir sér rett fyrir stefnió a Ty og þaó var meö
naumindum hægt aó afstvra árekstri með þvi aó setja velar
varðskipsins á fulla ferð aftur á bak.
að breska stjórnin neitaði að
viðurkenna ný friðunarsvæði við
Islandsstrendur, og þá ákváðu
togarar þeirra að færa sig á
friðaða svæðið norðan Langa-
ness, en það er alfriðað.
Tölvan verður
ekki göbbuð
Farið var út aftur um kvöldiö
og siglt á hægri ferð norður með
ströndinni, til að reyna að blekkja
skipið Diomedes, sem vitað var
að biði úti fyrir tólf milna mörk-
unum. Var farið sem leið lá til
Vopnafjarðar og legiö þar fyrir
utan fram eftir sunnudeginum.
Það kom i ljós þegar farið var
út um kvöldið, að ekki hafði tekist
að villa um fyrir herskipinu. Þar
um borð er einhvers konar tölva
sem tekur inn hvert það skip sem
kemur á radar þess. Þegar svo
þetta skip kemur á radarinn aftur
siðar segir tölvan til um hvaða
skip það er. Þannig hafði her-
skipið getað fylgst með okkur
allan timann.
♦
FRÉTTABRÉF
FRÁ
REYÐARFIRÐI
MANNLÍF
STENDUR
MEÐBLÓMA
Atvinnulif á Reyðarfirði hefur
verið allgott að undanförnu, en
þar veldur mestu um loðnu-
bræðslan þar sem nú vinna milli
30 og 40 manns. Hraðfrystihús-
vinna hefur verið stopul, en þó
öllu meiri en á sama tima i fyrra.
. Vegagerð rikisins hefur ætið
verið einn helsti burðarásinn og
hefur allt árið allmarga fasta
menn i þjónustu sinni; þar eru
yfirverkstjórnin á Austurlandi,
umdæmisverkfræðingur, tækni-
fræðingur og almenn skrifstofa
auk aðalverkstæðis. Söltunarstöð
G.S.R. tekur við fiski úr einum
bát.Gunnari; hinn stóri báturinn
Snæfugl er á loðnuveiðum.
Hjá Kaupfélagi Héraðsbúa er
töluvert um fasta starfsmenn,
annars vegar helst á skrifstofum
þess og hins vegar i bilaútgerð.
Einnig rekur það kjötvinnslustöð
ogföðurblöndunarstöð, en við það
vinna fáir.
Opinber þjónusta er i lágmarki
á staðnum auk þess sem alls stað-
ar er, s.s. póstur og simi.
Bifreiðaeftirlit rikisins var frá
upphafi á Reyðarfirði, en með til-
komu nýs manns i það starf virð-
ist eiga að flytja það embætti um
seLog fá menn ekki skilið þá ráð-
stöfun, byggða á duttlungum ein-
um.
Utan vegagerðar og pósts og
sima var hér um eina opinbera
embættið að ræða, þvi presti og
lækni deilum við með eskfirðing-
um og þar sitja þeir höfðingjar.
Þörf er nýrra leiða i atvinnu-
málum og er það brýnasta verk-
efni sveitarstjórnar að finna þar á
einhverja lausn.
Mannlif stendur með blóma
sem jafnan áður, á þorradag blót-
uðu menn þorra af mikilli rausn.
Skemmtiatriði öll heimafengin og
mjög mikið um bundið mál, enda
á hagmælska enn nokkur itök i
reyðfirðingum. Tilbreyting nokk-
ur hefur það verið fyrir yngstu
borgarana, að skiðanámskeiö og
dansnámskeið hafa verið hvort á
eftir öðru og þátttaka almenn og
góð.
Jóhann Vilbergsson skiðakappi
frá Siglufirði leiðbeindi i fyrri
fótamenntinni, en Sigurður
Hákonarson danskennari i þeirri
siðari, sem lauk með mikilli
danssýningu i Félagslundi sl.
sunnudag, ákaflega skemmtilegri
sýningu, sem mjög var fjölsótt.
Félagslif er dauft, Kvenfélag og
Lionsklúbbur helst með lifs-
marki.
Rauða kross deild var stofnuö i
janúarlok með 27 stofnendum.
Formaður var kjörinn Aðal-
steinn Eiriksson framkvæmda-
stjóri en aörir i stjórn B jörn Jóns-
son, Kristrún Ellertsdóttir, Þórey
Baldursdóttir og Sigurjón Schev-
ing. Merkastur atburða mun þó
stofnun tónlistarskóla með esk-
firðingum — eitt af fleiri ánægju-
legum dæmum um góða sam-
vinnu þessara tveggja byggðar-
laga.
Skólastjóri er tékkneskur og er
þátttaka mjög góð og áhugi mik-
ill.
Nú er verkfall yfirvofandi
næsta föstudag, ef samningar
hafa þá ekki tekist. Verði um
langvinna deilu að ræða, er loðnu-
vertiðin fyrir bi og ekkert, sem
kemur i hennar stað, þvi fasta,
stöðuga atvinnu vantar tilfinnan-
lega til viðbótar þvi sem fyrir er.
Fólksfjölgun varð töluverð á sl.
ári og munu ibúar nú um 700 tals-
ins i hreppnum.
Allt kallar þvi á skjót og róttæk
viðbrögð i atvinnumálum. Skut-
togara eiga reyðfirðingar engan
—kaupfélagið hálfan að visu — og
sýnilegt er að um minni fram-
kvæmdir verður að ræða á vegum
sveitarfélagsins vegna ónógra
fjárframlaga, þó enn eygi menn
von i framlagi til varanlegrar
gatnagerðar.
Húsbyggingar voru miklar á sl.
ári og e.t.v. verður þar á fram-
hald.
Nýlega var kjörin fram-
kvæmdanefnd fyrir leiguibúðir,
en óvist hvort þar verður úr
framkvæmdum. Stendur þar á
rikinu fyrst og fremst. Nokkrar
vonir binda reyðfirðingar við toll-
vörugeymslu á staðnum i náinni
framtið, en S.S.A. hefur kannað
það mál rækilega og mun niður-
staðna að vænta fljótlega.
H.S.
liarna- og ungliiigaskóliiin á Keyðarfirði.