Þjóðviljinn - 24.02.1976, Page 12
12 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. febrúar 1976
Félag
jórniðnaðarmanna
Aðalfundur
Félags járniðnaðarmanna verður haldinn
laugardaginn 28. febrúar 1976 kl. 13.30 i
Domus Medica v/Egilsgötu.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Ath. Reikningar félagsins liggja frammi á
skrifstofunni Skólavörðustig 16 föstudag-
inn 27. feb. kl. 16.00 til 18.00 og laugardag-
inn 28. feb. kl. 9.00 til 12.00
Mætið vel og stundvislega
Stjórn
Félags járniðnaðarmanna
Sovéska flokksþingið
hefst i dag
Skrifstofustaíf
Framleiðslueftirlit sjávarafurða, óskar
eftir að ráða stúlku til starfa á skrifstofu
frá lokum marsmánaðar eða fyrr.
Verslunarskóla- eða hliðstæð menntun
æskiieg. Upplýsingar hjá stofnuninni.
Framleiðslueftirlit sjávarafurða,
Hamarshúsinu V/Tryggvagötu.
Simi 16858.
25. flokksþing Kommúnista-
flokks Sovétrikjanna verður sett i
Moskvu i dag 24. febrúar. Þing-
fulltrúar munu ræða skýrslu
miðstjórnar Kommúnistaflokks
Sovétrikjanna og næstu verkefni
flokksins i innan- sem utanrikis-
málum (L.I. Bréznjéf, aðalritari
miðstjórnar Kommúnistafiokks
Sovétrikjanna flytur skýrsluna)
Síðan mun vera lögð fram skýrsia
um helstu stefnuatriði varðandi
efnahagsþróun landsins á árun-
um 1976—1980 (flutt af forsætis-
ráðherra Sovétrikjanna, A.N.
Kosygin).
Flokksþingið mun gera ályktun
um skýrslu miðstjórnar varðandi
næstu fimm ára áæjlun. Ályktun-
in mun fjalla um helsta árangur
og framtiðarverkefni
Kommúnistaflokks Sovétrikj-
anna i efnahagslegri og menning-
arlegri uppbyggingu og móta
stefnuna við frekari þróun flokks-
ins' og sovéska þjóðfélagsins i
heild.
Að baki hvers þingfulltrúa voru
3000 fokksmeðlimir. Nú eru i heild
meira en 15 miljón meðlimir i
Kommúnistaflokknum.
Hvernig er þjóðfélagsleg sam-
setning þingfulltrúa? Þaðkemur i
ljós, þegar kjörnefnd hefur lokið
störfum. A siðasta flokksþingi til
dæmis (24. þingið) sátu 1195
verkamenn, 870 samyrkjubænd-
ur, 600 forráðamenn fyrirtækja,
rikisbúa og samyrkjubúa, 597 vis-
indamenn, 120 listamenn, full-
trúar menntamála og svo frv. A
þinginu voru fulltrúar 61 þjóðar
og þjóðarbrota. Samsetning
væntanlegs flokksþings mun trú-
lega vera hin sama.
Komandi flokksþing er það
nitjánda i röðinni frá Október-
byltingunni 1917.
Sérhvert flokksþing
Kommúnistaflokksins endur-
speglar ákveðið timabil i sögu
Sovétrikjanna i innanlands- sem
utanrikismálum. 14. flokksþingið
t.d., sem haldið var 1925,
samþykkti stefnuskrá fyrir iðn-
væðingu landsins, en 15. flokks-
þingið aftur á móti 1927) helgaði
sig sósialiskri endurskipulagn-
ingu landbúnaðarins. Siðasta
flokksþing, hið 24., sem haldið var
árið 1971, samþykkti meginstefnu
Kommúnistaflokksins og sovéska
rikisins á sviði utanrikismála,
sem varð i framkvæmd kunn
undir nafninu „friðaráætlunin”
og setti sem aðalmarkið að auka
verulega efnaleg og menningar-
leg lifskjör i landinu.
Að undangengnu sérhverju
flokksþingi er geysimikil undir-
búningsvinna, ekki einungis af
hálfu flokksins, heldur einnig af
allri þjóðinni. Sama er upp á ten-
ingnum nú, fyrir 25. flokksþingið.
14. desember siðastliðinn birtu
sovésku dagblöðin uppkast að
stefnuyfirlýsingu flokksþingsins
um efnahagsáætlun
Sovétrikjanna fyrir timabilið
1976—1980 almenningi til aflestr-
ar. Siðan hafa verið almennar
umræður um uppkastið. Lesenda-
bréf hafa borist til dagblaðanna,
umræður hafa átt sér stað á fund-
um, i útvarpi og sjónvarpi, og
fram hefur komið fjöldi athuga
Brésnef, aðalritari Kommúnista-
fiokks Sovétrikjanna.
semda, viðbóta- eða breytingatil-
lagna.
Flokksþing sovéskra
kommúnista dregur ekki einungis
saman árangur og framfarir á
siðastliðnu timabili; það leggur
einnig fram stefnuskrá fyrir
framtiðina. Þó að uppkastið að
stefnuskránni leggi útlinurnar i
efnahags- og þjóðfélagsuppbygg-
ingu landsins næstu fimm ár, á
það eftir að fara i gegnum hendur
og huga miljóna sovétmanna og
verður að fá samþykki Hins
Æðsta Sovéts áður en það öðlast
gildi sem bindandi stefna.
Hvernig verða svo allar þessar
tillögur og ábendingar sovéskra
borgara teknar til greina?
A 25. flokksþinginu mun starfa
sérstök nefnd, éins og verið hefur
á fyrri þingum, sem tekur þær til
meðferðar. Stór hluti tillagnanna
er venjulega tekinn inn i ályktan-
ir þingsins. Hinn hlutinn er send-
ur rikisstjórninni, áætlunarstofn-
un Sovétrikjanna, ráðuneytum og
öðrum stofnunum til frekari
athugunar og nota. APN
GBSBQónRson'IS
Baráttutæki
niálsvarí
niálgagn
Hvað var Þjóðviljinn?
Á þessu ári eru liónir fjórir áratugir síðan
Þjóöviljinn hóf göngu sína sem dagblað íslenskra
sósíalista.
Allan þennan tíma hefur hann verið baráttutæki
verkalýðsstéttarinnar í sókn hennar til betri kjara
og menningarlegra lífs.
Hvað erÞjóðviljinn?
Hann er m.a. málsvari launafólks, námsmanna-
lífeyrisþega og annarra sem eiga undir högg að
sækja hjá auðvaldi og ríkisvaldi.
Hvað vill Þjóðviljinn verða?
Hér eftir sem hingað til vill hann verða lifandi
málgagn allra þeirra sem vilja jöfnuó lífskjara,
málgagn þeirra sem vilja að íslendingar einir ráði
auðlindum sínum og atvinnutækjum, málgagn
sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis.
Er Þjóðviljinn ekki þittblaö?
DWÐVIUINN
vopn í vörn og sókn
Áskriftarsími 175 05
4*