Þjóðviljinn - 24.02.1976, Page 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 24. febrúar 1976
Ragnar
Framhald af bls. 1.
önnur leið er ekki til, þá er verk-
fallsvopnið neyðarréttur hins
vinnandi manns.”'
Siðar sagði Ragnar: „Islenskt
launafólk kýs vinnufrið og samn-
ingaleiðina, ef þess er nokkur
kostur. bað sýndi sig best i tið
vinstri stjórnarinnar, þegar verk-
föll voru óvenju fátið, enda litu þá
stjórnvöldá það, sem frumskyldu
sina að bæta lifskjörin, tryggja
vinnufrið og forðast atvinnuleysi.
— En nú er öldin önnur.
.... Hvort sem verkföllin
standa lengur eða skemur úr
þessu, hlýtur öllum að vera ljóst,
að viðunandi vinnufriður fæst
ekki með þessari stjórn, stefnu
hennar og starfsháttum. Hún á
þvi að vikja, enda eru landsmenn
fullsaddir af 18 mánaða óstjórn.”
Skiptaprósentan
Framhald af 16. siðu.
Mikið eftir enn
Um þróun viðræðnanna vilja
menn helst ekki spá, en þó lét Sig-
finnur sig hafa það að segja, að
hann hefði litla trú á að sam-
komulag næðist nú i nótt, um þær
tólf tölur, sem eftir væru af
skiptaprósentunni.
Ef svo til tækist bjóst Sigfinnur
við, að þegar yrði gengið i það að
ræða aðrar kröfur Sjómannasam-
bandsins, þar á meðal kauptrygg-
inguna og tryggingartimabilið,
sem enn hefur ekki verið rætt um.
100 þúsund krónur
á mánuði
Formaður Sjómannasambands
fslands, Jón Sigurðsson, sagði
blaðamanni það i gær, að hann
teldi 100 þúsund króna kaup-
tryggingu algjört lágmark. Nú er
kauptrygging á mánuði hverjum
tæpl. 78 þúsund krónur.
A samninganefndarfundi, sem
hófst klukkan 5 i gærdag, heyrði
blaðamaður einnig af þvi, að m.a.
sérkrafna Sjómannasambandsins
væri krafa um á að giska 2 þúsund
króna aukagreiöslu fyrir hvern
róöur, sem farinn er, hvort sem
kæmi til að afli færði mönnum
hlut eða ekki, heldur bætist þessi
greiðsia við aflahlut eða kaup-
tryggingu, hvort heldur sem er.
—úþ
Engar tillögur
Framhald af 16. siðu.
öðrum leiðum, að auk þessarar
tillögu sem Alþ.bl. skýrði frá og
skotið hefur upp kollinum innan
nefndarinnar en verið illa tekið
hafi koipið þar fram margar
aðrar álika fáránlegar tillögur.
Meðal annars sú að semja við
breta hvað sem það kosti o.s.frv.
1 nefndinni eiga sæti eftirtaldir
menn: Einar Ingvarsson, for-
maður, Tryggvi Helgason, frá
Sjómannasambandinu, Asgeir
Sölvason, frá FFSt, Björn
Guðmundsson frá LÍC, Vilhelm
borsteinsson, einnig frá Llú, Már
Elisson frá Fiskifél. Islands,
Sigfús Schopka frá Hafrann-
sóknarstofnuninni, Eggert
Jónsson frá fiskimálaráði.
—S.dór
Læknamál
Framhald af bls. 2.
lega tiiiagan samþykkt að við-*
bættum viðbótartillögunum
tveimur, og var það gert með öll-
um 15 atkvæðum borgarfuiltrú-
anna.
Sjónvarpið
Eins og að framan segir út-
varpaði fréttastofa sjónvarps þvi
i fréttatima á laugardag, að borg-
arstjórn hefði samþykkt tillögu
frá borgarfulltrúum Sjálfstæðis-
flokksins um varðlæknaþjónustu
og neyðarvakt i borginni. Svo sem
að framan er sýnt, er endanlega
tillagan ekki frá sjálfstæðismönn-
um einum og ekki samþykkt af
þeim einum.
Eftir að fréttin hafði verið lesin
hafði Sigurjón Pétursson, borgar-
ráðsmaður Alþýðubandalagsins,
samband við fréttastofu sjón-
varpsins meðan enn stóð yfir
fréttaútsending og bað um að
ieiörétt yrði fréttin og frá breyt-
ingatillögum skýrt. Fékk hann
þau svör, að það yrði gert, en ekki
fyrrén deginum seinna. Leiðrétt-
inguna birti sjónvarpið svo i
fréttatima á sunnudagskvöid. En
til þess að vera alveg vissir um,
að það væri hæfa, höfðu frétta-
menn samband við borgarstjóra,
sjálfsagt til þess að bera undir
hann hvort Sigurjón færi rétt með
eða leita úrskurðar hans á þvi.
bar sem borgarstjóri sá sér ekki
annað fært en viðurkenna það
sem rétt var i málinu, var honum
gefinn kostur á þvi, að skýra frá
nýrri hlið málsins, þeirri að hin
samþykkta tillaga hefði þegar
verið send þeim, sem hana áttu
að fá.
Hvíta lygin
A fulltrúaráðsfundi Alþýðu-
bandalagsins i Reykjavik, sem
haldinn var um helgina, skýrði
Sigurjón Pétursson einmitt frá
þvi, að siikt dæmi sem þetta væri
ekki einsdæmi. betta heföu borg-
arfulltrúar ihaldsins leikið marg-
oft og væri einn iiður I fram-
kvæmd áætiunar þeirra um það
hvernig halda eigi völdum i höf-
uðborginni.
bar sem hvorki útvarp né sjón-
varp hafa fréttamenn til þess að
fylgjast með umræðum á borgar-
stjórnarfundum, sendir meiri-
hlutinn, eða einhver embættis-
maður borgarinnar svo „hlut-
ieysisblær” haidist, út frétt af
einhverju frægðarverki meiri-
hlutans,þó svo meirihlutinn hafi
ef til vill átt þar minni hlut að en
borgarfulltrúar minnihlutaflokk-
anna. betta er svo lesið yfir borg-
arbúum sem sannleiki, sem hann
„hiýtur að vera, vegna þess að
hann berst frá útvarpi eða sjón-
varpi”. t slíkum fréttatilkynning-
um er þess jafnan gætt að geta i
engu framlags annarra en ihalds-
ins.
Smáþjónar ihaldsins á frétta-
stofu sjónvarps lita á það sem
heilaga skyldu sina, að ganga I
engu eftir þvi hvort foringjar
þeirra og fyrirmyndir fara með
rétt. mál eða ekki. —úþ
FH
Framhald af bls. 10.
ið lakari en oftast áður. Ég
hygg að hann hafi verið hvað
bestur 1972og 1973, en hann er
óneitanlega svipminni nú.
— Nú er bikarkeppnin eftir,
áttu von á því að þið vinnið
hana lika?
— Við höum unnið alla þá
titla sem okkur hafa staðið til
boða i vetur, Reykjanesmótið,
meistarakeppni HSl og nú is-
landsmótið. Auövitað stefnum
við að sigri i bikarkeppninni
lika, og við vinnum hana,
sagöi Reynir og brosti.
—S.dór
Kvikmyndir
Framhald af bls. 7.
timafreka lýðræðislega hópefli
með leikurum. Hann kvaðst
ekki vita. hvort honum hefði
tekist vel með þessa mynd —
hann hefði ætlað að ná góðum
hljómgrunn með þessari sam-
fléttun persónulegrar sögu og
sögulegra tiðinda af verkalýðs-
hreyfingu, en liklega hefðu
menn ekki skilið nógu vel hvað
hann væri að fara.
Næst mun Vilgot Sjöman gera
mynd um kynferðislegan minni-
hluta, transvestita
(„hamskiptafólk”) og byggist
hann við þvi, að margir muni
reiðast yfir þeim viðkvæmu efn-
um sem þar mundi fengist við.
Sér til undrunar hefði sjónvarp-
ið fallist á að standa að þessari
mynd ásamt kvikmyndastofn-
uninni.
Konur viö stjórn
Ann Zacharias er kornung
leikkona, stendur á tvitugu. Hún
gerði það upp við sig fimmtán
vetra að i kvikmyndum skyldi
hún starfa og fór til Rómar.
Feril sinn hóf hún hinsvegar i
Frakklandi (i smáhlutverki hjá
Roger Vadim). Hún fer með
aðalhlutverkið i mynd Jan
Halldorffs, sem sýnd er hér á
kvikmyndahátiðinni og heitir
„Det sista áventyret” — þar
leikur hún táning sem forfærir
kennara sinn og dregur um leið
fram hjá honum andlegan
krankleika. Ann Zacharias mun
innan skamms leika i tveim
myndum sem konur stýra — það
er kannski af þvi, sagði hún, að
kvenfólk þarf að vera tiu
sinnum færara en karlar til að
það fái yfir höfuð tækifæri til að
stýra kvikmynd.
— AB —
Grískir
Framhald af bls. 9.
Papandreús, en aðeins átta af 300
þingsætum, vegna gróflega rang-
látrar kosningalöggjafar. í sveit-
arstjómarkosningum siðastliðið
vor færðust kommúnistar enn i
aukana og kosningar i náms-
mannasamtökum i haust leiddu i
ljós að þeir höfðu þar meira fylgi
en nokkur annar flokkur.
begar mótmælagöngur og
fjöldafundir eru, ber það nú við að
rauðir fánar fylli göturnar. bað
hefði þótt ótrúlegt fyrir fáeinum
árum. Og kosningar i verkalýðs-
samtökunum sýna að kommún-
istum eykst þar fylgi, þótt þeir
hafi ekki enn nað þar yfirbend-
inni.
Klofningur er til
vandræða
Griskir kommúnistar væru enn
öflugri i landi sínu en þeir eru ef
þeir væru ekki margklofnir. Eins
og sakir standa eru þeir skiptir i
að minnsta kosti fjóra flokka. Sá
sterkasti þeirra hallast að sam-
stöðu með Sovétrikjunum, og má
það kallast mikil tryggð með til-
liti til þess, hve gersamlega
Sovétrikin brugðust griskum
kommúnistum i borgarastriðinu.
Næst þessum flokki að fylgi geng-
ur annar, sem leggur dherslu á að
grfskir kommúnistar séu óháðir
og lýðræðissinnaðir, hliðstætt
flestum sterkustu kommúnista-
flokkum I Vestur-Evrópu. I þriðja
lagi eru svo Sameinaðir lýðræðis-
sinnaðir vinstrimenn, sem beita
sér mest fyrir samstarfi á breið-
um grundvelli við flokka og aðila
utan hreyfingar kommúnista.
Enn má nefna Byltingarsinnaða
kommúnista, sem telja farsælast
að taka miðaf fordæmi kinverja
og fordæma hina flokkana fyrir
fylgispekt við Sovétrikin eða
sleikjuskap við borgarastéttina.
Þá sýndi það sig...
Sem fyrr er að vikið efldust
kommúnistar mjög að fylgi þau
sjö ár, sem herforingjarnir voru
við völd, sem ekki var nema von,
þar eð þessir illu dólgar reyndu
að réttlæta flest sin fólskuverk
með þvi að halda þvi fram að
þetta væri i þágu „baráttunnar
gegn kommúnismanum.” Grunn-
tónninn i ihaldinu er allsstaðar sá
sami, hvort sem það klæðist úni-
formi eins og þá i Grikklandi og
nú i Chile eða lýðræðislegum
sparifötum eins og til dæmis uppi
á Islandi. Leónidas Kyrkos, einn
af leiðtogum kommúnista, sagði
við fréttamann New York Times:
„1 mörg ár óttaðist fólk að
kommúnistar myndu koma á ein-
ræðisstjórn i Grikklandi. Svo
komu herforingjarnir, og þá
sýndi það sig að það voru brodd-
borgararnir og bandarfkjamenn,
sem komu á einræði. betta var
mjög mikið áfall og stór hluti
þjóðarinnar vissi ekki hvaðan á
hana stóðu veðrin i stjórnmálun-
um.
Allir vilja þeir
sósialistar vera
Allir þeir, sem börðust gegn
einræðinu, voru pyndaðir á sama
hátt. Við vorum i fangelsum með
hershöfðingjum, prófessorum og
svo framvegis. Með okkur og
þeim tókust kynni og við lærðum
að skilja viðhorf hvers annars.”
Núverandi forsætisráðherra
grikkja, Konstanti'n Karamanlis,
er mjög hliðhollur Vesturveldun-
um og andvigur kommúnistum,
enda ihald. En hann gerir sér
grein fyrir þvi að sósialisk viðhorf
hafa aðdráttarafl fyrir fjöldann
og viðurkennir það opinberlega.
Og það er timanna tákn að hver
og einn grisku stjórnarandstöðu-
flokkanna rekur áróður fyrir þvi
að hann sé hinn eini og sanni
sósialistaflokkur landsins.
dþ.
Fundur
Framhald af bls. 6.
fundinum.
Siðari dag fundarins voru flutt
tvö framsöguerindi. Sigurjón
Pétursson, borgarráðsmaður,
lýsti stjórn Sjálfstæðisflokksins á
Reykjavikurborg og lagði fram
skýr dæmi um spillinguna og ó-
stjórnina, sem þróast hefur i
stjórnkerfi borgarinnar. bá rakti
Svava Jakobsdóttir, alþingis-
maður, þingstörf i vetur og nefndi
ýmis dæmi um fáheyrða af-
greiðslu mála.
A sunnudagsmorguninn fóru
fram nefndarstörf, og siðdegis
voru umræður um framsöguer-
indi og afgreiðsla ályktana. Með-
al annars voru gerðar ályktanir
um efnahagsmál, kjaramál,
verkmenntun o.fl. og verður gerð
grein fyrir þeim og framsöguer-
indum siðar i blaðinu.
A flokksráðsfundinum var á-
kveðið að efna til viðtækrar um-
ræðu um ýmis þau mál, sem
bryddað var upp á fundardagana,
i félagsdeildunum og á félags-
fundum á næstunni. Meðal annars
er ráðgert að halda innan tiðar fé-
lagsfundi um efnahagsmál og
borgarmál. Er gert ráð fyrir að
þessir fundir verði undirbúnir af
kostgæfni með gagnasöfnun o.fl.
iÍÞJÓÐLEIKHÚSIfl
SPORVAGNINN GIRND
föstudag kl. 20.
CARMEN
laugardag kl. 20.
NATTBÓLIÐ (1 djúpinu)
eftir Maxim Gorki.
býðandi: Halldór Stefánsson.
Leikmynd: Davið Borovski.
Leikstjóri: Viktor Strizhov.
Frumsýning sunnudag kl. 20.
2. sýning miðvikudag kl. 20.
Miðasala 13,15—20.
Simi 1-1200.
^IEÍRFÉLÍG^
afgEYKJAVÍKUKjö
SK J ALDHAMRAR
i kvöld kl. 20,30.
SAUMASTOFAN
miðvikudag kl. 20,30.
EQUUS
fimmtudag kl. 20,30.
SKJALDHAMRAR
föstudag kl. 20,30.
SAUMASTOFAN
laugardag kl. 20,30.
EQUUS
sunnudag kl. 20,30.
Miðasalan i Iðnó er opin kl. 14-
20,30. — Simi 1-66-20.
Ekki
Framhald af bls. 1.
Reiðin er svo mikil hér i Vest-
mannaeyjum að ég tek ekki
ábyrgð á því hvað gerist af Nor-
giobal lætur sjá sig hér inn á höfn-
inni.”
betta sagði Elias Björnsson,
formaður Jötuns, i gærkvöldi. bá
hafði öll fyrirgreiðsla við loðnu-
bátana tvo, Helgu Guðmunds-
dóttur frá Patreksfirði og Hákon
frá Grenivík, verið stöðvuð. Hlé
var gert á sjómannasamn-
ingunum i gærkvöldi meðan
menn mötuðust og áttu viðræður
að hefjast á ný um ellefu. Ekki
var þó af þvi að viðræður hæfust
aftur og mun samninganefnd Sjó-
mannasambandsins ekki setjast
að samningaborðum aftur fyrr en
rikisstjórnin hefur séð til þess, að
loðnumóttöku um borð i Norglo-
bal verði hætt. bað er þvi algjör-
lega á ábyrgð rikisstjórnarinnar,
hvort samningar sjómanna
dragast á langinn, frekar en þörf
er á.
I™"1 ..............................
Sovéskar bækur
og tímarit
(á ensku), hljómplötur og nótur. Opið frá
kl. 10—12 og 14—18, föstudaga til kl. 19,
laugardaga kl. 10—12.
ERLEND TÍMARIT
Hverfisgötu 50 v/Vatnsstig 2. hæð
ALÞÝÐUBANDALAG
Alþýðubandalagið
Neskaupstað
Alþýðubandalagið i Neskaupstað heldur félags-
fund miðvikudaginn 25. febrúar kl. 20.30 i Egils-
búð, fundarsal.
Dagskrá:
I. Stjórnmálaþróun siðustu vikna. — Málshefj-
andi Svavar Gestsson, ritstjóri bjóðviljans. II.
Málefni bjóðviljans. III. önnur mál. — Stjórn
Alþýðubandalagsins i Neskaupstað
Góugleði Alþýöubandalagsins verður i Rein Laugardaginn 28.
febrúar kl. 19. Söngur, gleði og gaman. Hljómsveit Kalla Bjarna
leikur. Miðasala fimmtudaginn 27. feb. kl. 21. Verð aðgöngumiða
1.800 kr.
Skemmtinefndin.
Alþýðubandalagið i Reykjavik
F'élagsmálanámskeiðið
I kvöld, þriðjudaginn 24. febrúar, kl. 20.30: AL-
MENNUR MALFUNDUR. Tveir þátttakendur I
námskeiðinu hafa framsögu. Leiðbeinandi:
Hrafn Magnússon.
Rækjuveiðar
á Breiðafirði
Þeir aðilar, sem ætla að stunda rækju-
veiðar á Breiðafirði á komandi vertið
verða að sækja um veiðileyfi til sjávarút-
vegsráðuneytisins fyrir 3. mars nk. Um-
sóknir, sem berast eftir þann tima verða
visast ekki teknar til greina.
Sjávarútvegsráðuneytið
23. febrúar 1976.
Svavar
Gestsson
Akranes