Þjóðviljinn - 21.04.1976, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 21.04.1976, Blaðsíða 1
mODVIUINN Miðvikudagur 21. april 1976 —41. árg. 86. tbl. Engar viðræður V axtahækkun næstu daga Gert er ráð fyrir að útláns- og innlánsvextir hækki á næstunni, um helgina eða svo. Hér er þó ekki um almenna vaxtahækkun að ræða þar scm afurða- og rekstrarlán til atvinnuveganna taka ekki á sig vaxtahækkunina. Þessi hækkun er nú i burðar- liðnum i bankakerfinu og ekki endanlega ákveðin i öllum atriðum. Þó mun ljóst að vextir á sparifé á 12 mánaða bókum eða skv. sérstökum skirteinum hækka i 22% eða svo. Er gert ráð fyrir að þessar bækur verði eingöngu á nafni en ekki nafn- lausar eins og nokkuð er um. Þá er gert ráð fyrir að forvextir af almennum lánum hækki um 3/4%, en að 1% hækkun verði á vöxtum sem teknir eru eftir á. Ennfremur mun gert ráð fyrir þvi að stofna til sérstakra útlánaflokka, þar sem gefinn verður kostur á lánum með hærri vöxtum. Eins og fyrr segir er gert ráð fyrir að hækkun þessi taki gildi alveg næstu dagana. Gils Guðmundsson um hafréttarráðstefnuna Óvissa um hvort ráð stefnunni lýkur í ár Gils Guðmundsson, alþingis- maður, hefur setið hafréttarráð- stefnu Sameinuðu þjóðanna að undanförnu sem fulltrúi Aiþýðu- bandaiagsins. Gils er nú kominn heim af ráðstefnunni og spurði biaðamaður hann fregna af störfum hcnnar i gær. Gils sagði: — Eins og flestum mun kunnugt lauk fundunum í Genf sl. vor þannig að lagt var fram heildarfrumvarp um hafréttar- mál. Vitað var þegar að ekki var fullt samkomulag um veiga- miklar greinar frumvarpsins, en það var samið eftir miklar umræður, og voru formenn nefndanna þar að verki. A þeim hluta ráðstefnunnar, sem nú stendur, var tekið til við að ræöa einstakar greinar þessa frumvarps. Hafði hver nefnd ráð- stefnunnar sinn frumvarpshluta að fjalla um. Var ákveðið i upphafi að taka ekki við form- legum breytingartillögum,en þeir sem eitthvað heföu við frum- varpsgreinaranar að athuga skyldu taka til máls og koma hug- myndum sinum þannig, eða skrif- lega, á framfæri. Þessar hug- myndir koma siðan enn til kasta nefndaformannanna og forseta ráðstefnunnar. Ráöstefnan hefur þegar tafist nokkuöjsérstaklega vegna tillögu sem fulltrúar landluktra og svo- kallaðra landfræðilegra afskiptra rikja fluttu, en með „landfræði- lega afskipt riki” er átt við þau sem eiga litinn eða mjög tak- markaðan aðgang að sjó. Um þessa tillögu hefur aðallega verið togast á, en hún er býsna óbil- gjörn, þvi þar er gert ráð fyrir þvi að heimshöfunum verði skipt i heildir þar sem þessi nefndu riki fái aögang að, einnig við lönd strandrikjanna. 1 framkvæmd hefði þessi tillaga i för með sér aö riki eins og tam. Austur- og Vestur-Þýskaland, Sviss og Austurriki, auðug iðnaðarriki fengju aögang að fiskimiðunum umhverfis tsland svo dæmi sé nefnt. Þessari tillögu hefur verið þunglega tekið og held ég að ekki sé i sjálfu sér ástæða til þess að óttast að hún verði samþykkt i þessari mynd. Fram hafa komið þær breytingarhugmyndir að reynt yrði að tryggja landluktum og svokölluðum landfræðilega afskiptum rikjum aðgang að þeim hluta fiskiafla við strand- rikin sem strandrikin geta ekki hagnýtt og er i sjálfu sér ekki nema gott eitt um þá hugmynd aö segja. Nú er gert ráö fyrir þvi að yfir- ferð yfir einstakar greinar frum- varpsins ljúki á næstunni, en þá ætla nefndaformenn og forsetar ráðstefnunnar að leggjast undir feld og reyna að semja frumvarp, sem enn yrði lagt fyrir. Er búist við þvi að menn reyni að heyra fyrstu viðbrögð við hinu nýja frumvarpi áður en ráðstefnunni lýkur i vor. Amerasinghe forseti hafréttar- ráðstefnunnar hefur lagt mikið kapp á að reynt verði aö ljúka Þau eru ekki sérlega sumarleg börnin á myndinni, þótt sumar- dagurinn fyrsti sé á morgun. Einar Karlsson tók þessa mynd af göngutúr frá einum leikskóla Sumargjafar, en á morgun efna Sumargjöf og skáta- félögin i Reykjavik til sameiginlegrar sumar- hátiöar. — Sjá síðu 3 Gils Guðmundsson ráðstefnunni á þessu ári. Nokk- urrar andstöðu hefur orðið vart við þá hugmynd og fer andstaðan vaxandi. Þannig er veruleg óvissa um það hvort ráðstefnunni lýkur alveg á þessu ári og raunar um það hvernig næsta áfanga ráðstefnunnar verður hagað. Gert var ráö fyrir að hefja ráð- stefnuna að nýju um miðjan júli og að hún stæði jafnvel fram i september. — Gils var að lokum spuröur hvort hann heföi orðið var við þrýsting á islendinga á ráð- stefnunni i þá átt að semja við breta. — Nei, ég varð ekki var við hann. Allir vita um deiluna við breta, en hún hefur hvergi verið rædd i nefndum eða i almennum umræðum ráðstefnunnar. Þjóðviljinn hefur öruggar heimildir fyrir þvi að hér á landi hafi dvalið að undan- förnu nokkrir fyrrum háttsett- ir menn úr stjórnmálalifi Bandarikjanna, þar á meðal Penfield, fyrrum sendiherra hér á landi, og að erindi þess- ara manna hafi verið að kanna og plægja jarðveginn fyrir samninga milli islendinga og breta i landhelgismálinu. Hafa þeir lagt mikið kapp á að þeim samningum verði lokið fyrir 1. maf nk. en þá rennur samningurinn við v-þjóöverja út, komi bókun 6 ekki til fram- kvæmda. Einnig kemur þarna til sú staöreynd að banda- rikjamenn vilja losna við að leigja okkur skip til land- helgisgæslunnar. — Ég hef að visu verið utan- bæjar um hátiðarnar, en mér er ekki kunnugt um að neinir menn hafi verið hér á landi til viðræðna við stjórnvöld, sagði Einar Ágústsson utanrikisráð- herra, er við ræddum við hann i gær. Hann kannaðist hins- vegar við að Penfield, fyrrum sendiherra hefði verið hér á vegum Isl. ameriska félags- ins. Þessir bandarikjamenn, sem hér hafa dvalið að undan- förnu, hafa rætt hér við fjöld- ann allan af mönnum, og er greinilegt að bandarikjamenn vilja með öllu móti komast hjá að leigja islendingum hrað- báta til landhelgisgæslunnar og þeir gera allt sem þeir geta til að koma samningum á milli islendinga og breta. —S.dór. Nýr íþrótta- fréttamaður á sjónvarpið Nýr iþróttafréttamaður hef- ur nú verið ráðinn til sjón- varpsins i stað Ómars Ragn- arssonar, seni flutt hefur yfir á almennu fréttadeildina. Úr liópi margra umsækjenda var Sigrún Stefánsdóttir ráðin, en hún var eina konan sem sótti um. Er hún uin leið orðin fyrsta konan, sem gegnir störfum iþróttafréttamanns. Að sögn Péturs Guðfinns- sonar framkvstj. sjónvarpsins mun Sigrún taka við fullu starfi 1. ágúst, en ekki er ólik- legt að hún birtist eitthvaö á skjánum fyrir sumarfrislokun sjónvarpsins. Þangað til mun Bjarni Felixson sjá um i- þróttaefnið. Gert er siöan ráö fyrir þvi að Bjarni muni sjá um knattspyrnuna áfram, a.m.k. þá ensku. Pétur sagöi að sjónvarpið hefði sjálft ekki i hyggju rót- tækar breytingar á uppbygg- ingu iþróttaþáttanna. Þó taldi hann liklegt að þvi yrði stung- ið að hinum nýja umsjónar- manni að reyna að sinna al- menningsiþróttum af meiri krafti en til þessa hefur verið gert i fjölmiðlum. Sigrún Stefánsdóttir er 28 ára gömul, iþróttakennari að mennt, auk þess sem hún hef- ur sótt blaðamannaskóla i Bandarikjunum og lokið prófi frá Blaðamannaháskólanum i Osló. Hún var um tveggja ára skeið við blaðamennsku á Morgunblaðinu en siðustu árin hefur hún verið ritstjóri Is- lendings á Akureyri. Umsækjendur um starf i- þróttafréttamanns sjónvarps- ins voru eftirtaldir: Atli Guðlaugsson, Bjarni Felixson, Björn Blöndal, Geir Ingimarsson, Gunnar Steinn Pálsson, Leifur Helgason, Magnús Jónasson, Rúnar Svanholt Gislason og Sigrún Stefánsdóttir. — gsp.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.