Þjóðviljinn - 21.04.1976, Side 7

Þjóðviljinn - 21.04.1976, Side 7
öskjuhllðarskólinn. Foreldrasamtök barna með sérþarfir: Hafið okkur með í ráðum Vítaverð vanrœksla ef Öskjuhlíðar skóla verður ekki A aöalfundi Foreidrasamtaka barna meö sérþirfir sem haldinn var nýlega var skorað á stjórn- völd og aðra sem fjalla um mál- efni barna með sérþarfir að hafa foreldra þeirra ætið með I ráðum um aðbúnað þeirra og meðhöndl- un. Jafnframt samþykkti fundur- inn að kref jast þess af rikisstjórn- inni, að byggingarframkvæmd- um við öskjuhliðarskóla verði tafarlaust haldið áfram, ella sé um vitaverða vanrækslu að ræða, 1 fréttatilkynningu frá For- eldrasamtökunum eru þessar kröfur rökstuddar á eftirfarandi hátt: „Varðandi fyrra atriðið vilja Foreldrasamtökin benda á það að sérþekking á þessum málum get- haldið áfram ur ekki falið i sér reynslu og til- finningar foreldranna. Má glöggt sjá það, ef litið er yfir farinn veg. Óraunhæft er einnig að ákvarða meðferð barnanna án samráðs við foreldra, einsog gert er þegar um heilbrigð börn er að ræða, vegna þess, að allir eiga heilbrigð börn, en fáir hafa reynslu af að eiga vanheilt barn. Kröfuna um það, að bygginga- framkvæmdir séu ekki stöðvaðar við öskjuhliðarskóla ætti ekki að þurfa að rökstyðja. Nægir að minna á þann fjölda barna, sem þurfa kennslu og þjálfunar með, en fá hvergi inni. Einhverjum foreldrum heilbrigðra myndi þykja nóg um, ef börn þeirra fengju ekki að fara i skóla af þvi að ekki væru til peningar til að byggja skólahúsnæði.” Starfsstúlknafélagið Sókn auglýsir Framhalds aðalfundur Starfsstúlkna- félagsins Sóknar verður haldinn i Lindar- bæ föstudaginn 23. april klukkan 20:30. Fundarefni: Félagsmál Félagskonur fjölmennið og mætið stund- vislega. STJÓRNIN Auglýsing um lögtök vegna fasteigna- og brunabótag j alda i Reykjavík Að kröfu gjaldheimtustjórans f.h. Gjald- heimtunnar i Reykjavik og samkvæmt fógetaúrskurði, uppkveðnum 17. þ.m. verða lögtök látin fram fara til tryggingar ógreiddum fasteignasköttum og bruna- bótaiðgjöldum, samkvæmt 2. kafla laga nr. 8/1972 um tekjustofna sveitarfélaga, en gjalddagi þeirra var 15. jan. og 15. apr. s.l. Lögtök fyrir framangreindum gjöldum, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða látin fram fara að 8 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði þau eigi að fullu greidd innan þess tima. Borgarfógetaæmbættið i Reykjavik 17. april 1976 í MiOvikudagur 21. aprll 1976 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Sparið þúsundir - SKODA 100 cvaerkðr640.000 ■ til öryrkja ca. kr. 470.000.— I ■ I ■ ■ ■ í tilefni af því að 30 ár eru síðan fyrsti Skodinn kom til landsins, hefur verið samið við SKODA verksrmðjurnar um sérstakt afmælisverð á takmörkuðu magni af árgerðum 1976. 5000asti SKODA bíllinn verður fluttur inn á næstunni. Hver verður sá heppni? SKODA 110L verð ca. kr. 680.000.— til öryrkja ca. kr. 502.000.— SKODA 110LS verð ca. kr. 735.000.— til öryrkja ca. kr. 548.000.— SKODA 110R Cupé verð ca. kr. 807.000.— til öryrkja ca. kr. 610.000.— Ofantalin verð eru miðuð við skráð gengi U.S.S: 178.80 ■ TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLAND/ H/E AUÐBREKKU 44 KÓPAVOGI SIMI 42600 AKUREYRI: SKODA VERKSTÆÐIÐ A AKUREYRI HIF. OSEYRI 8. EGILSTAÐIR: VARAHLUTAV. GUNNARS GUNNARSSONAR. |l ■ Sumarbingó Multiple Sclerosis félag islands heldur bingó i Sigtúni á sumardaginn fyrsta (á morgun) kl. 20.30. Húsið opnað kl. 19.30. Meðal fjölda glæsilegra vinninga eru ferðir til sólarlanda, fjölbreyttar innan- landsferðir, ferðabúnaður, rafmagnstæki myndavélar, vatnslitamynd, sjónvarps- borð og margt, margt fleira. Allur ágóði rennur til tækjakaupa i endur- hæfingarstöð Sjálfsbjargar að Hátúni 12 i Reykjavik. Multiple Sclerosis félag íslands

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.