Þjóðviljinn - 21.04.1976, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 21. aprll 1976 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9
Svons litu götur þessarar miljónaborgar út.
Miklar náttúruham-
farir áttu sér stað i
Tashkent, höfuðborg
Úsbekistans, i april-
mánuði árið 1966. Þús-
undir húsa (1/3 allra
ibúðarhúsa i borginni)
eyðilögðust i skörpum
jarðskjálfta, sem mæld-
ist 9 stig. Jarðskjálft-
arnir stóðu yfir, með
mismunandi styrkleika
þó, i nokkra mánuði.
Þaö voru fyrst og fremst gömlu
húsin, sem eyöilögðust. Nýrri
hús, sem teiknuð höfðu verið til að
þola jarðskjálfta, stóöust yfirleitt
jarðkippina. Byggingar eins og
t.d. óperan eða húsin i nýjasta
ibúðarhverfinu voru óskemmd.
Þessar hamfarir voru ástæðan
fyrir þvi, að hafist var halda um
að hanna nýja gerð húsa. öll
Sovétrikin aðstoðuðu við að
endurreisa höfuðborg Osbek-lýö-
veldisins. Hvert og eitt af Sovét-
lýðveldum og fjöldi einstakra
borga sendu efnahagsaðstoð og
tæknimenn til að hjálpa við
endurbyggingu hinnar stór-
skemmdu borgar.
Endurreisn
Strax og náttúruhamfarirnar
voru afstaðnar, komu yfir þúsund
leiöandi arkitektar og bygginga-
verkfræðingar frá Moskvu, Kiev,
Leningrad og öðrum borgum til
Tashkent. A skömmum tima var
gerð áætlun að byggingarfram-
kvæmdum. Akveðið var að reisa
á rústum þess svæðis, sem eyði-
lagöist fallega og jarðskjálfta-
trausta borg með breiðgötum,
lystigörðum, göngugötum og vel
skipulögðu samgöngukerfi, jafn-
vel neöanjaröarlest. Umfang
þessara framkvæmda sést af
eftirfarandi tölum: Áður námu
árlegar byggingaframkvæmdir i
Tashkent sem svaraði til 300.000
fermetra gólfflatar, en eftir jarð-
skjálftana var ákveðið að byggja
yfir 1 milj. fermetra á ári. Auk
tíu
árum
eftir
jarö-
skjálftana
miklu
þess var lögð meiri áhersla á
heildarskipulag og styrkleika
húsanna.
Jarðkippirnir voru ekki alveg
afstaðnir, þegar hafist var handa
um byggingu háhýsa, þ.á m. 350
metra sjónvarpsturns.
Það tók tvö og hálft ár að
byggja upp 2.000.000 fermetra
heildargólfflatarmál, sem eyði-
lagðist i jarðskjálftunum. Arið
1970 jukust byggingafram-
kvæmdir enn um helming og var
útrýmt þvi húsnæðisleysi, sem
skapast hafði vegna jarðskjálft-
anna.
Yfirleitt voru byggð 4—5 hæða
hús, með 4—5 herbergja ibúðum
og öllum þægindum ýmist úr
tlgulsteini eða samsett úr ein-
Tekið til eftir jaröskjálftana.
staka verksmiðjuframleiddum
einingum.
Samt sem áður var tekiö tillit til
þeirrar húsagerðarlistar og arf-
leifðar,sem mótast hafði i gegn
um aldirnar. Ibúarnir höfðu van-
ist þvi að búa i eigin smáhúsum
með litlum garði með blóma- og
ávaxtarækt. Heildaráætlunin tók
mið af þessu. Ákveðin svæði voru
tekin frá, ætluð fyrir lóðir undir
einbýlishús. Þær fjölskyldur, sem
óskuðu að byggja, fengu lán til 10
til 15 ára, ásamt byggingarefni.
Eruð þið hrædd?
Oft eru ibúar Tashkent spuröir
að þvi, hvort þeir séu ekki hrædd-
ir við að jarðskjálftarnir endur-
taki sig. En svarið er neitandi,
ibúarnir treysta yfirlýsingu vís-
indamanna og byggingarfræð-
inga um að húsin standist snörp-
ustu jarðskjálftakippi.
Einum mánuði eftir að jarð-
skjálftunum lauk, var sett á fót
rannsóknarstofnun, sem átti aö
mæla jarðskjálftaþol hinna nýju
bygginga. Fjöldi visindamanna
rannsakaði viðnámsþol húsanna
gegn neðanjarðarkjppum.
Teikning af hverri meiriháttar
nýbyggingu var háð samþykki
um jarðskjálftaþol.
Við endurskipulagningu var
fullt tillit tekið til hinna grænu
svæða borgarinnar. Reynt var að
varðveita trjágróður og ræktuð
svæöi, en tré voru gróðursett um
leið og byrjað var að vinna að ný-
byggingu.
Þá var einnig tekið mið af þörf-
um barna, en vegna náttúruham-
faranna höfðu þau misst skóla
sina og leiksvæði og tapað niður
námi. 1 dag hafa skólar, dagvist-
arheimili, æskulýðshallir, heilsu-
verndarstöðvar, sundlaugar og
leiksvæði o.fl. o.fl. verið endur-
reist.
Ef þú ferð hringferð um borg-
ina, er vafasamt, að þú sjáir
nokkur merki náttúruhamfar-
anna. Borgin hefur breyst svo, að
hún er nú varla þekkjanleg. Há-
hýsin við Lenintorg setja nútima-
legan stórborgarblæ á þessa
fornu borg.
E. Rasjidof'—APN
Nýtt íbúöahverfi sem Moskvubúar gáfu.
Frá nýju hverfi i Tashkent.
<