Þjóðviljinn - 21.04.1976, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 21.04.1976, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN Miðvikudagur 21. apríl 1976 r ' Ovænt sumar- gJof 1 boði - t dag, siðasta vetrardag, veröur bóksala við Bernhöfts- torfu til fjáröflunar fyrir Rit- höfundasamband íslands. Seldar verða áritaðar og innpakkaðar bækur og er verð hverrar bókar 1500 krónur. Bókatitlar eru 60, skáldsögur, ljóðabækur. leikrit, þjóðlegur fróðleikur, viðtalsbækur og bókmenntasaga. Allt eru þetta islensk verk. hvert áritað með sumarkveðju frá höfundi og má þvi segja að hver bók verði kaupanda sinum óvænt sum- argjöf. öllum sem áhuga hafa gefst þarna kostur á bók á hagstæðu verði og siðan ræður heppnin hvaða bók hver kaupandi hlýt- ur, þvi bækurnar verða allar seldar i umbúðum. Fundi mið- stjórnar er frestað Midstjórnarfundinurri/ sem boöað var til laug- ardaginn 24. apríl er frestaö af óviðráðanleg- um ástæðum. Verður nýr fundartimi auglýst- ur í blaöinu. 38% hækkun á sementi Sement hækkar frá og með deginum i dag um :18%. Þann- ig hækkar tonnið af Portland- sementi úr 10.000 kr. i 13.800 kr. án söluskatts. Aðrar teg- undir hækka samsvarandi. Fyrirlestur finnsks há- skólakennara Þessa dagana dvelst hér á landi finnskur háskólakennari i hagfræði og millirikjasam- skiptum, Jan-Otto Andersson. Hann starfar við hagfræði- stofnun sænska háskólans i Turku (Ábo Akademi) en kemur hingað á vegum Nor- ræna sumarháskólans i sam- vinnu við Norræna húsið. Andersson flytur opinberan fyrirlestur á sænsku i Nor- ræna húsinu miðvikudaginn 21. april kl. 20.30. Fyrirlestur- inn nefnist „Föránderingar af ekonomiska styrkeförhSlland- en i várlden”. Reykjavikurdeild Norræna sumarháskólans gengst enn- fremur fyrir málþingi (semi- nar) meðþátttöku Anderssons um efnið „Riki, auðmagn og kreppa”.Fer það fram i Lög- bergi, stofu 308, laugardaginn 24. april og hefst kl. 13.30. Mál- þingið er opið öllum þátttak- endum i námshópum sumar- háskólans og öðrum sem á- huga hafa. Auk þess sem hér hefur verið taliö mun Anders- son hitta að máli einstaka námshópa og e.t.v. fleiri aðila. Castro harðorður Hótar uppsögn samnings um meðferð flugrœningja ef kúbanskir útlagar hœtta ekki árásum á kúbanska fiskimenn Havana 20/4 reuter Prensa- latina — Fidel Castro forsætis- ráðherra Kúbu hótaði i dag að segja upp samningi þeim sem i gildi er milli Kúbu og Banda- rikjanna um meöferð flugræn- ingja o.fi. ef kúbanskir útiagar i Bandarikjunum héldu áfram árásum á kúbanska fiskimenn. Forsaga þessa máls er sú að aðfaranótt 6. april sl. réðust menn vopnaðir vélbyssum á kúbanskan fiskibát þar sem hann var að veiðum á hafinu milli Kúbu og Florida. Skipuðu þeir bátsverjum að staðnæmast en þegar þvi var ekki sinnt hófu þeir vélbyssuskothrið sem ekki lauk fyrr en báturinn sökk. Mennirnir komust i björgunar- bát og i land. Árásarmennirnir réðust þá á annan kúbanskan fiskibát og drápu einn skipverja með vélbyssuskothrið. Siðar tóku kúbanskir útlagar i Miami á sigábyrgð á þessum verknaði. Arásir sem þessar voru daglegur viðburður frá þvi byltingin var gerð á Kúbu fram til ársins 1973 þegar fyrrnefnd- ur samningur var gerður. Þá slotaði þeim vegna þess að i samningnum skuldbundu Bandarikin sig til að vinna gegn þeim. Hótun Castros um uppsögn samningsins kom fram i ræðu sem hann hélt i tilefni þess að 15 ár eru liðin frá þvi kúbanskir útlagar fjármagnaðir af CIA gerðu innrás á Kúbu þar sem heitir Svinaflói. I ræðu sinni komst Castro ma. svo að orði að árásin á fiskibát- ana væri „augljóst brot á samn- ingnum um meðferð flugræn- ingja. Ef slikir atburðir endur- taka sig og þeim sem að þeim standa verður ekki refsað harð- lega þýðir það riftun samnings- ins.” Castro sakaði einnig þá Ford og Kissinger um „grófar lygar” i ummælum þeirra um aðstoð kúbumanna við MPLA f Angólu. Framhald á bls. 14. i Kína á sér nú stað hörð barátta innan kommúnistaf lokksins og standa öll spjót á garminum Teng Hsiao-ping. Hér sést hjólandi hljómsveit sem hvetur menn til að fylkja sér um Maó og flokkinn. LÍBANON: Barist þrátt fyrir vopnahlé Beirut 20/4 reuter ntb — Barist var af fullri hörku i Beirut i dag þrátt fyrir yfirlýsingar um vopnahlé deiluaðiia. Að sögn lög- reglu hafa um 110 manns fallið sl. sólarhring og 220 særst. Vopnahléið átti að ganga i gildi á miðnætti aðfaranótt þriðjudags en skothriðin hélt áfram og ágerðist er leið á daginn. Virðist vopnahléið ekki virt af hvorugum deiluaðila. Palestinska fréttastofan WAFÁ skýrði frá þvi i dag að það hefði verið yfirherstjórn landsins sem lýst hefði yfir vopnahléinu og var hverjum þeim sem bryti gegn þvi hótað tafarlausu lifláti. 1 her- stjórninni eiga sæti fulltrúar vinstri- og hægriafla i Libanon, palestinuarabar og sýrlendingar. FRAKKLAND: Stúdentar enn í verkfalli Nanterre 20/4 reuter — Stúdentar við háskólann i Nanterre i Frakk- landi eru enn i verkfalli og hafa nú ekki mætt i kennslustundir á aðra viku til að mótmæia breytingum þcim á mennta- kerfinu sem stjórnvöld hyggjast gera. í Nanterre sem er útborg Parisar eru 25 þúsund stúdentar og hefur enginn þeirra mætt i tima að undanförnu. Veggir skólahúsanna eru þaktir slag- orðum gegn breytingunum og borðum hefur verið raðað upp fyrir framan kennslustofur til að hindra kennslu. A morgun, miðvikudag, hyggjast stúdentar um allt land halda opna fundi og skýra málstað sinn fyrir almenn- igi. A föstudaginn er hins vegar fyrirhuguð ganga i Paris þar sem stúdentar hvaðanæva að úr landinu ætla að mæta. í breytingum stjórnarinnar er gert ráð fyrir þvi að fækka náms- brautum i háskólum og eru einkum lista- og félagsvisinda- brautir i hættu. 1 stað þeirra eiga nefndir sérfræðinga og atvinnu- rekenda að gera tillögur um nýjar námsbrautir sem gagna atvinnu- lifinu betur. Framhald á bls. 14. Stjórnarkreppan á Ítalíu: Lítil von um lausn Róm 20/4 reuter — Viðræöur kristiiegra demókrata við aðra italska stjórnmálaflokka um lausn stjórnarkreppunnar i iandinu drógust enn á langinn i dag vegna þess að formaður kristilegra, Benigno Zaccagn- ini, var ókominn úr páskaleyfi. Zaccagnini er ekki talinn eiga mikla möguleika á að afstýra kosningum i júni i sumar. Blaðið Corriere Della Sera i Milanó skýrði frá þvi i dag að flokkur hans hefði i bigerð nýjar áætlanir til að reisa við bág- borið efnahagslif landsins. Þótt þær hlytu náð fyrir augum sam- starfsflokkanna er annað stórt ágreiningsmál óleyst sem er deilan um rétt kvenna til fóstur- eyðinga. í þvi máli vilja sósial- istar og kommúnistar að konan sjálf fái að taka ákvöröun um fóstureyðingu á fyrstu þremur mánuðum meðgöngutima en kristilegir vilja leggja ákvörðunarvaldið i hendur lækna. Ef til kosninga kemur i júni nk. má búast við þvi að kommúnistar og sósialistar fái nauman meirihluta samanlagt. Dagblaðið La Republica sem er vinstrisinnað birti i dag úrslit skoðanakönnunar meðal italskra kjósenda. 50,5% þeirra sem spurðir voru kváðust myndu kjósa annað hvo’rt' kommúnista eða sósialista ef kosið væri i dag. Til óeirða kom i Parfs i fyrri viku þegar um 50 þúsund stúdentar efndu til mótmælagöngu. t óeirðunum siösuðust nokkrir tugir stúdenla og fimmtán lögreglumenn. 200 stúdentar voru handteknir. Myndin er frá óeirðunum. Vínþorstinn tók völdin MOSKVU 20/4 reuter — Rússneskur landbúnaðarverka- maður var nýlega dæmdur i fjögurra ára fangelsi fyrir að aka dráttarvéi sinni á áfengis- búð i heimabæ sinum eftir að hafa verið neitað um afgreiðslu. Isvestia segir frá þvi að verkamaðurinn, Khiistunof að nafni, sem á heima i Kilmez héraði i Mið-Rússlandi, hafi fyrstbariðað dyrum vinbúðar- innar og heimtað eina vodka- flösku. Var honum sagt að fara heim og sofa úr sér vimuna. Þá rauk karl i burtu en, stuttu siðar skalf búðin og nötraði undan dráttarvél Khlistunofs. 1 fyrstu atrennu braut hann niður hluta fordyris og i annarri eyðilagðist eitt horn búðarinnar. I þriðju atlögu festi hann dráttarvélina i dyrum verslunarinnar og varð það öðrum viðskiptavinum og af- greiðslufólki tii lifs.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.