Þjóðviljinn - 19.05.1976, Side 2

Þjóðviljinn - 19.05.1976, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN Miövikudagur 19. mai 1976 RITARA- LÍF — Viljiö þér þiggja gott ráö, ungi maöur. Þú skalt aldrei kvænast einkaritaranum þlnum... — Konan þln er hérna, elskan. — A skrifstofunni er mynd af þér, hversvegna má ég þá ekki hafa mynd af einkaritaranum minum heima hjá mér...? — Komma? A aö skrifa þaö meö stórum eöa litlum staf...? Innlend orlofsdvöl . Sumarheimilið Bifröst . Borgarfirði AOsTaOa: Urlofsdvölin er seld á tveggja manna herbergjum með handlaug og þriggja manna herbergj- um með snyrtingu og sturtu. Orlofsgestir hafa m.a. aðgang að gufubaði, bókasafni og vel búinni setustof u. Börn: Börn undir 8 ára aldri fá ókeyp- is mat og uppihald í fylgd foreldra sinna. 8—12 ára börn greiða 1/2 fæðis- gjald og 1000 kr. fyrir aðstöðu á her- bergi. ORLOFSTÍMAR / 5 til 8. júni opið hús 1—3 dagar orlofskjör 8. til 15. júní uppselt 15. til 19. júní opið hús 1—4 dagar orlofskjör 19. til 26. júni orlofsdvöl vika 6.300 á mann 26. til 3. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 3. til 10. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 10. til 17. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 17. til 24. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 24. til 31. júlí orlofsdvöl vika 6.300 á mann 31. til 8. ágúst uppselt 8. til 12. ágúst opið hús 1—4 dagar orlofskjör 12. til 21. ágúst uppselt 21. til 28. ágúst orlofsdvöl vika 6.300 á mann Fæði orlofskjör: Sérstök matarkort ávísun á 7 heitar máltiðir og morgun- mat eða siðdegiskaff i og brauð í 10 skipti. Matarkortið er ekki bundið við einn, handhafi getur ráðstafað því að geð- þótta. ’antanir og upplýsingar í Bifröst símatími 9—13 og 15-1-19 virka daga og síma 81255 kl. 14—17 til 21. maí. Opið hús: Fólk getur pantað pláss og framlengt að vild og kynnzt þannig starfseminni. Gisting og fæði á orlofs- kjörum. Tveggja m. herb. kr. 1800 og þriggja m. herb. kr. 2.700. Innlend orlofsdvöl . Sumarheimilið Bifröst . Borgarfirði Keppendurnir átta sem fara til Austurrlkis. Alþjóðleg reiðhjóla- og vélhjólakeppni í Austurríki: 8keppendur frá íslandi Dagana 18.—-22. mal fer fram 1 Vlnarborg alþjóöleg reiöhjóla- keppni og keppni I akstri á léttum bifhjóium. Þetta er I 15. sinn sem alþjóöleg reiöh jólakeppni er haldin en keppni I akstri á léttum bifhjólum er nú haldin I fyrsta sinn. Frá islandi fara 8 keppend- ur til Austurrfkis og er þetta I annaö sinn sem island tekur þátt I alþjóölegu reiöhjólakeppninni. A.m.k. 20 þjóöir senda þátttak- endur I þá keppni. Undirbúningur undir þessa keppni hófst I byrjun þessa árs meö fræöilegu prófi 12 ára barna um umferðarmál. Börn i öllum skólum ibæjarfélögum sem höföu þúsund ibúa og fleiri tóku þátt i þvi prófi. Þeir nemendur sem hæsta einkunn hlutu tóku þátt i úrslitakeppninni i reiðhjólaþraut- um fyrir nokkru siöan. Keppt var i tveim riðlum, öðrum i Reykja- vik og hinum á Akureyri. í riölin- um i Reykjavik kepptu 47 börn úr 25 skólum frá Suð-Vesturlandi. Á Akureyri tóku þátt 11 nemendur frá 4 skólum. Keppni þessi var firmakeppni. tlrslitakeppnin fór fram með tvennum hætti: í fyrsta lagi var keppt i akstri I umferð og i öðru lagi var keppt i reiðhjóla- þrautum. Sigurvegari i keppninni varð Sveinbjörn Dúason úr Barnaskóla Akureyrar sem keppti fyrir Stjörnu-apótek. í öðru sæti varð Egill Einarsson úr Kópavogsskóla seni keppti fyrir Heklu hf., i þriðja sæti varð Tryggvi Þór Egilsson úr Breiða- gerðisskóla sem keþþti fyrir Egil Vilhjálmsson og i fjörða sæti Þor- kell Guðmundsson úr Breiðholts- skóla sem keppti fyrir Ó. Engil- bertsson hf., Þessir fjórir drengir hljóta að launum ferðina til Austurrikis. í keppnina i akstri á léttum bif- hjólum fara eftirtaldir drengir: Jón Sigurður Halldórsson úr Reykjavik, Þórður Bogason úr Reykjavik, Magnús Guðmunds- son úr Reykjavlk og Ólafur Ómar Hlöðversson úr Garðabæ. Kennarar MK mótmæla zetu Allir fastráönir kennarar Menntaskólans I Kópavogi utan einn, sem ekki náðist i, hafa mót- mælt þvi harölega aö bókstafur- inn Z veröi aftur upp tekinn. 1 ályktun frá kennurum MK segir að þeir sjái engin haldbær rök fyrir þvi að Zetan verði tekin upp að nýju. Það myndi skapa glundroða og hafa I för meö sér tilgangslausan kostnað. Kennar- arnir skora á Alþingi að stöðva eða fella frumvarp Gylfa Þ. Gislasonaro.fi. sem felur I sér, aö horfið skuli aftur til þeirrar staf- setningar sem kennd var I skólum til haustsins 1973. Undir bréfið rita Ingólfur A. Þorkeisson, Björn Þorsteinsson, Elisabet Þórðar- dóttir, Gisli ól.Pétursson, Guörún Finnbogadóttir, Jónas Finnboga- son, Magnús Guðmundsson, Neil McMahon, Ólafia Sveinsdóttir, Sigurborg Hilmarsdóttir, Sigurð- ur B. Jóhannesson, Vikar Péturs- son, Albert Einarsson. Jarðskjálftar í Uzbekistan MOSKVU 17/5 reuter ntb - Mikili jarðskjálfti varð I dag I Úzbekistan sem er eitt af Mið- Aslulýöveldum Sovétrfkjanna. Aö sögn útvarpsins i Moskvu uröu talsverðar skemmdir og ein- hverjir létust en ekki er vitaö hve margir. Jarðskjálftinn átti upptök sin i Kyzyklum eyðimörkinni og mældist hann 9 stig á mælikvarða sem sovétmenn nota. Bandarisk skjálftamælingastöð sagði að skjálftinn hefði mælst 7.2 stig á Richerskvarða. Til samanburðar má nefna að jarðskjálftinn mikli sem varð á dögunum á Norður- ítaliu mældist 6.8 stig. Skemmdirnar sem urðu i dag munu einkum hafa bitnað á tveim litlum eyðimerkurbæjum en stór- borgir lýðveldisins, Tasjkent og Samarkand, sluppu óskemmdar.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.