Þjóðviljinn - 19.05.1976, Page 3
Miðvikudagur 19. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA :i
Hr. Euwe leikur fyrsta leikinn á mótinu sem kennt er við hann fyrir Browne.
Tvœr jafnteflis-
skákir
Frá Gunnari Steini Pálssyni,
Amsterdam þriðjudaginn 18.
mai.
Þeir Karpof og Friðrik Ólafs-
son haida óbreyttri stöðu I efstu
sætum afmælismótsins hér i
Amsterdam eftir jafntefli
beggja i skákum slnum i dag.
Fribrik hafði hvítt gegn Timm-
an og samdi um jafntefli eftir 18
leiki. Sama var að segja um þá
Karpof og Browne sem léku 23
leiki áður en samið var um jafn-
tefli. Skák þeirra slðarnefndu
var þó nokkuð spennandi, mikil
uppskipti og lengi vel útlit fyrir
góðan bardaga.
Friðrik sagöist hafa boðið
Timman jafntefli er hann sá að
Karpof hafði aðeins náð hálfum
vinningiúr sinni skák. — Staðan
gegn Timman var orðin ansi
þófkennd og erfiö. Við höfðum
báðir eytt miklum tima i þessa
I8leiki, ég átti eftir rúman hálf-
tima og hann tæpa klukkustund
ogþvívarljóstað þaðyrði mjög
erfitt að tefla úr þessari stöðu.
Ef til vill hafði ég þó öllu rýmra
tafl, en mér fannst ekki ástæða
til þess að fara út i hættuspil úr
þvl svona fór hjá Karpof.
Trúlega er Timman ekkert yf-
ir sig ánægður með þessi úrslit
þvl eftir tapið fyrir Friðriki i
fyrri umferðinni var hann von-
svikinn og sagðist mundu gera
allt hvað hann gæti til þess að
rassskella hann illilega i seinni
umferðinni. Eftir skák þeirra i
dag sagðist hann þó vera sæmi-
lega ánægður, hann hafði haft
svörtu mennina og I rauninni
ekki búist við meiru út úr þess-
ari viðureign.
Og þá kemur skák þeirra
Friðriks og Timmans:
Hvftt: Friðrik.
Svart: Timman.
. Kóngsindversk vörn.
1. Rf3 g6
2. c4 Bg7
3. d4 Rf6
4. g3 0-0
5. Bg2 d6
6. 0-0 Rbd7
7. Rc3 e5
8. e4 c6
9. Hbl Db6
10. b3 exd4
11. Rxd4 Rc5
12.Rde2 a5
13. Be3 Dc7
14. f3 Re8
Karpov, heimsmeistarinn
sovéski, I Amsterdam.
Timman, hollendingurinn ungi.
15. Rd4 De7
16. Dd2 Rc7
17. Hfel He8
18. Hbdl jafntefli.
Karpof hafði I sinni skák gegn
Browne möguleika á þvi að búa
til mjög skemmtilega stöðu. I
15. leik sinum bar hann drottn-
ingu fyrir skák frá drottningu
Karpofs og að áliti skákskýr-
enda var það öruggasU leikur-
innen þó e.t.v. ekki sá skemmti-
legasti eins og oft vill verða. 1
stöðunni sem kom upp eftir leik
Browneslá. ..Db4+ hefði fram-
haldið einnig getað orðið: 15.
Rc3 Dxf4. 16. Rd5 De4 17. Rc7 +
Kd8. 18. Rxa8 Dxg2 19. Hfl
Ba4+ 20. Kd2.... og þótt hvitur
hafi mann yfir er staða hans
hættuleg. Svartur hefur tveimur
peðum meira en hvitur og að
mörgu leyti betri stöðu.
Leikirnir i skák þeirra gengu
þannig fyrir sig.
Sikileyjarvörn
Hvitt: Karpof
Svart: Browne
1. e4 C5
2. Rf3 d6
3. dl cxd4
4. Rxd4 Rf6
5. Rc3 a6
6. Be2 Rbd7
7. f4 e5
8. Rf5 Rc5
9. Rg3 Db6
10. Hbl Be7
11. Be3 exf4
12. Bxf4 Rcxe4
13. Rgxe4 Rxe4
14. Rxe4 Db4 +
15. Dd2 Dxe4
16. 0-0 Dc6
17. Bf3 Db6
18. Be3 Dc7
19. Bd4 0-0
20. Dc3 Dxc3
21. Bxc3 Hb8
22. Ba7 Ha8
23. Bd4 Hb8
— jafntefli —
Staðan I mótinu eftir fjórar
umferðir e'r þá sú að þeir
FriðrikogKarpof eruefstir með
tvo og hálfan vinning hvor,
Timman er með tvo vinninga og
Browne með einn vinning.
Friðrik.islendingurinn brosandi. i Van Gogh salnum i Amsterdam.
Browne, bandarikjamaðurinn taugaóstyrki, á Euwe mótinu.
3
i
i
i
i
1
i
i
i