Þjóðviljinn - 19.05.1976, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 19. mai 1976
DJÖBVIUINN
MÁLGAGN SÓSÍALISMA,
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgcfandi: útgáfufélag Þjóðviljans
Kramkvæmdastjóri: Kiður Kcrgmann
Kitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gcstsson
Frcttastjóri: Kinar Karl llaraldsson
SUNDRUNGARÖFLIN
„1 engu máli skiptir jafnmiklu, að
þjóðin standi saman sem einn maður og i
landhelgismálinu. Og i engu máli ættu að
vera jafngóð skilyrði til samstöðu lands-
manna allra og i landhelgismálinu. Friðun
fiskimiðanna fyrir erlendri ásókn er sjálf-
stæðismál okkar tima.”
Þannig er að orði komist i forustugrein
Morgunblaðsins i gær og undir þessi orð
vill Þjóðviljinn eindregið taka — senni-
lega eru þau upp úr einhverjum leiðara
Þjóðviljans.
En vandinn i landhelgismálinu er sá að
hér á landi eru að verki sundrungaröfl,
sem vilja eyðileggja samstöðu þjóðar-
innar i þágu erlendra afla. Fremst i
þessari fylkingu sundrungaraflanna er
Morgunblaðið.
Þjóðviljinn fullyrðir að i meginatriðum
er alger samstaða meðal þjóðarinnar i
landhelgismálinu. Það er samstaða um
útfærslu landhelginnar og það er sam-
staða um nauðsyn þess að varðveita
árangur útfærslunnar með markvissum
aðgerðum.
Leiðin til þess nú er fólgin i þvi að setja
NATO úrslitakosti til nokkurra sólar-
hringa um úrsögn úr bandalaginu, verði
bretar ekki þegar i stað við þeirri kröfu is-
lendinga að freigáturnar hætti ofbeldis-
verkum sinum. Um þessa leið er sam-
staða meðal þjóðarinnar að undanteknum
fáeinum mönnum i kringum Morgun-
blaðið, sem voru raunar frá upphafi á
móti 200 milna útfærslunni eins og Geir
Hallgrimsson forsætisráðherra.
í annan stað er samstaða um það meðal
þjóðarinnar að þegar i stað beri að kalla
sendiherra íslands heim frá NATO og að
hætta þannig þátttöku i starfsemi banda-
lagsins til þess að mótmæla ofbeldis-
verkum breta.
í þriðja lagi er samstaða um það meðal
þjóðarinnar að ekki megi undir neinum
kringumstæðum koma til greina að samið
verði við breta um veiðar i landhelginni.
Samstaða þjóðarinnar i þessum efnum
hefur birst i ótal fundarsamþykktum.
Fari bretar með herskip sin út fyrir
landhelgismörkin er auðvelt verk að verja
landhelgina fyrir ágangi bresku veiði-
þjófanna.
Afstaða þjóðarinnar i þessum efnum
hefur komið svo skýrt fram sem verða
má. Hin glæsilega Keflavikurganga á
laugardaginn var merki þessarar sam-
stöðu sem er meðal landsmanna i and-
stöðunni við hersetuna og aðildina að
NATO. Sú fjöldasamstaða er sá veggur
sem tilraunir til samninga við breta og of-
beldisöflin i Nató, mun brotna á.
En andspænis þjóðarviljanum eru
sundrungaröflin á Morgunblaðinu. Þau
vilja ekki sigra breta, þau vilja leyfa þeim
að halda andlitinu. Þau vilja ekki kalla
sendiherrann heim frá Nató, þau vilja
ekki að ísland hóti úrsögn úr Atlanshafs-
bandalaginu, þau vilja fremur semja um
þá fáu þorska sem eftir eru en að reyna að
friða miðin. Þessi sundrungaröfl vilja
sameinast bretum i þvi að halda uppi
striði á miðunum gegn tslandi og islend-
ingum.
Krafan um einarða stefnu i landhelgis-
málinu er nú orðin svo viðtæk að hún nær
inn i þinglið Sálfstæðisflokksins. Þing-
menn allra flokka hafa sameinast um þá
kröfu að sendiherrann verði þegar i stað
kallaður heim frá Atlanshafsbandalaginu.
Það er fráleitt og hneykslanlegt ef alþingi
fer heim i sumarleyfi án þess að afgreiða
þessa tillögu, þvi að hún er nákvæmlega
rétt mynd af viðhorfum þjóðarinnar i
landhelgismálinu og hún hefur e.t.v.
meirihluta á alþingi. Allir vita að Geir
Hallgrimsson leggur ofurkapp á að losna
við þingið, en það væri gerræði að ljúka
þingstörfum nú án þess að taka tillöguna
um heimköllun sendiherrans til með-
ferðar. Með þvi væri þingstjórnin að
hindra það að „sjálfstæðismál okkar
tima” fáist rætt á alþingi.
Morgunblaðið reynir jafnan, þegar það
er einangrað og hinn vondi og óþjóðlegi
málstaður þess er á undanhaldi, að kenna
kommúnistum um ófarir ihaldsins. Með
þessari aðferð hefur Morgunblaðið nú gert
meginhluta þjóðarinnar að kommmún-
istum, þar á meðal þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins. Vissulega fagna andstæðingar
ihaldsins einsýni aðalmálgagns þess inni-
lega, það stendur eitt og afhjúpað, póli-
tiskt nátttröll sem hefur dagað uppi. Og
nátttröllið bjargar sér ekki með þvi að
leggja til að þjóðin leggist á bæn vegna
þorskastriðsins eins og gert er i forustu-
grein Morgunblaðsins i gær.
—s.
Geir öruggur um stund
horfna, tákn Sjáífstæðis-
flokksins. Þess vegna veröur að
koma zetunni i gegn hvað sem
það kostar. Fyrir henni verða
öll mál að vikja. Annars er
Sjálfstæðisflokkurinn búinn aö
vera. Ragnhildur Helgadóttir
sem komið hefur málinu i
gegnum neðri deild með miklu
offorsi, lögleysu og frekju hefur
sett ofan i augum þingmanna.
Þessi brosmilda, fallega kona
hefur reynst alls ófær um að
sinna forsetastörfum og einn
þingmanna lét hafa það eftir sér
nýlega aö Ragnhildur væri
ósamvinnuþýðasti þingmað-
urinn á Aiþingi.
Ofurefli liðs
Upplausnin i Sjálfstæðis-
flokknum kemur stundum fram
i skoplegum myndum. Eftir
hina einörðu ræðu formanns
stúdentaráðs af þingpöllum i
fyrrakvöld greip um sig mikil
taugaveiklun i alþingishúsinu.
Þegar kvöldfundur hófst
klukkan 9 var húsið morandi af
óeinkennisbúnum lögreglu-
þjónum sem dreifðu sér úti
hvern krók og kima. Ef þing-
fréttaritarar litu snöggt upp úr
skrifum sinum máttu þeir búast
viö stingandi augnaráði dular-
fullra manna. Fáeinar hræður
fylgdust með þingstörfum af
þingpöllum og hefðu þær um-
svifalaust verið yfirbugaðar
með ofurefli iiðs ef þær hefði
rétt upp svo mikið sem litla
fingur. En þetta voru aö mestu
fastagestir, góðlegir gamlir
kallar og fáeinir unglingar.
En viti menn! Um klukkan
eitt áttu tveir fullir strákar leið
fram hjá alþingishúsinu og
settust á tröppurnar i briaríi og
hófu að hrópa: „ísland úr
Nató - herinn burt”, eins og nú
er vinsælt og altitt i borginni.
Þegar hrópþessi ómuðu veikt
inn i þingsali varð mikið fjaðra-
fok á þingpöllum. Alvarlegu
mennirnir ruddust hver um
annan þveran út - svo hart að lá
við húsbrotum og þustu niður að
anddyri alþingishússins. Blaða-
maður Þjóðviljans i humatt á
eftir. Þegar niður kom hafði
þetta einvalalið - liklega einir 10
menn - raðað sér á rúður úti-
dyrahurðarinnar og virti fyrir
sér atburðarásina. Úti fyrir
hafði einkennisbúin lögregla
umkringt húsið á skjótu auga-
bragði og umsvifalaust . Blaöa-
maður sá þar a.m.k. tveimur
lögreglubilum bregða fyrir og
aragrúa liðs. Vann það nú
mikinn sigur á hinum andvara-
lausu ungmennum sem vissu
öldungis ekki hvaöan ásigstóð
veðrið. Voru þau umsvifalaust
tekin höndum og færð i tukt-
húsið.
Vörpuðu hinir óeinkennis-
klæddu innan dyra öndinni
léttar, brosvik læddust út i
munnvikin sem svöggvast og
litu þeir ibyggilega hver á
annan. Þjóðinni var borgið i bili.
—GFr
Forseti neöri deildar hefur
sett ofan .
Astandinu í herbúðum Sjálf-
stæðisflokksins má nú likja við
flakandi sár. 1 þingliðinu er
hver höndin upp á móti annarri,
efnahagsmálin i rúst og enginn
veit sitt rjúkandi ráð. Geir Hall-
grimssyni hefur reynst alger-
lega um megn að hafa hömlur á
liði sinu svo að nú er vart rætt
um þingmál svo að þingmenn
Sjálfstæðisflokksins lendi ekki I
hár saman. Þar má nefna lög
um Framkvæmdastofnun,
verkfallsrétt opinberra starfs-
manna, upptöku ólöglegs
sjávarafla o.s.frv. Albert
Guðmundsson leikur einleik og
er nú hættur að sækja þing-
flokksfundi. Mun hann ætla að
stilla dæminu þannig upp I
næstu kosningum, að hóta sér-
stöku framboöi I alþingiskosn-
ingum, en láta kaupa sig inn i
Sjálfstæöisflokkinn meö borgar-
stjóraembættinu i Reykjavi"k.
Rikir nú ógnvænlegt hatur á
Albert meöal þingmanna Sjálf-
stæðisflokksins.
Matthías alltaf
jafn ánœgður
með sig
Einn ágætur Sjálfstæðis-
maður hefur sagt að i þeirri
miklu ringulreið sem nú rikir i
fjármálum þjóðarinnar sé
öllum ráöherrum rikissljórnar-
innar alvarlega. brugðið nema
einum. Það er Matthias Á.
Matthiesen fjármálaráðherra.
Hann er alltaf jafn sæll og
ánægður með sig.
Zetan er tákn
Sjálfstœðis-
flokksins
Eitt er þó það mál sem alger
eining rikir um i Sjálfstæöis-
flokknum. Það er zetumálið.
Zetan er tákn fyrir hið ihalds-
sama stöðuga, borgaralega og
Fjármálaráöherrann sællegi
Borgarstjóraefniö
Verður Albert
borgarstjóri?