Þjóðviljinn - 19.05.1976, Side 6
« SiÐA — ÞJÓÐVILJINN Miftvikudagur 19. mai 1976
\t. j
[i -* • <■ • i* .* j. ■. . v, , . • • * r
Rauðsokkahreyfingin
Á láglaunaráðstefnu
þeirri, sem haldin var um
siðustu helgi á Hótel Loft-
leiðum sat fjöldi manns,
mest konur.
Au5ur Torfadóttir
— Þaö vita aö sjálfsögöu allir,
aö konur búa við launamisrétti,
sem þarf aö bæta úr, sagði Auö-
ur Torfadóttir, stjórnarmaður i
VR, er blaðið hafði tal af henni
vegna láglaunaráðstefnunnar,
sem haldin var um helgina.
— Misréttið byggist á rótgrón-
um hugsunarhætti um hefð-
bundna verkaskiptingu á milli
kynjanna, sagði Auður enn-
fremur.
— Svo og þvi að konan sé fædd
til heimilisstarfa og að eigin-
maðurinn eigi að vinni að vinna
úti.
Markmiðið með þessari ráð-
stefnu er það, að reyna að auka
stéttarvitund konunnar og
virkni hennar i stéttarfélögum.
Við erum trúlega helmingur fé-
lagsmanna i hinum blönduðu
Hér á eftir fara þrjú
viðtöl við þátttakendur,
þar sem þeir lýsa skoðun
sinni á slíku ráðstefnu-
haldi og árangri af því.
verkalýðsfélögum, en trúnaðar-
störf kvenna i þeim er langt frá
þvi að vera i samræmi við þessa
staðreynd. Ekki sist viljum við
ná þvi fram, að félögin geri
meira af þvi að upplýsa félags-
menn sina almennt varðandi
stöðu þeirra.
Okkur konur vantar meiri fé-
lagslega þjálfun. Okkur er van-
treyst af karlmönnum og einnig
vantreystum við okkur sjálfum.
— Nú eru fleiri en einvörð-
ungu konur með lág laun. Voru
karlmenn á þessari ráðstefnu?
— Þeir voru ákaflega fáir. Þvi
miður.
— Sýnist þér að þið hafið náð
tilgangi ykkar með þessari ráð-
stefnu?
— Það er greinilegt, að viss
neisti er kviknaður með konum.
Þær eru farnar að gera sér
grein fyrir þvi, aö þær geta haft
meiri áhrif á gang mála en þær
hafa i dag. Og einnig held ég að
kohur séu farnar að gera sér
grein fyrir þvi, að til þess að þær
geti bætt sinn hag þá verði þær
að gera það sjálfar.
— Verður eitthvert framhald
af þessari ráðstefnu?
— Framhaldið held ég að
verði það, að við munum knýja
á um, að stjórnir verkaiýðsfé-
laga geri eitthvað markvisst til
þess að auka virkni félaganna.
Þá trúi ég þvi að starf stéttar-
félaga og ráðstefnur allar, hvort
sem um er að ræða slika ráð-
stefnu sem þessa eða einhverja
aðra, verði i framtiðinni mál-
efnalegar. Það er höfuðatriði.
—úþ
sterkt afl
Guðrún Ögmundsdóttir
Ester Jónsdóttir (Ljósm.
S.dór.)
— Ráðstefnan var fyrst og
fremst haldin til þess, að ná
saman konum i láglaunastörf-
um svo ræða mætti vandamálin
sameiginlega. Tilgangurinn var
sá, að miðla upplýsingum og
kynnast viðhorfum hve.rrar
annarrar, sagði Guðrún
Ögmundsdóttir, ein þeirra fjöl-
mörgu, scm sátu ráðstefnu lág-
launakvenna á Hótel I.oftleiðum
um siðustu helgi.
— Er til nokkuð, sem heitið
geti þrælkun á vinnumarkaðin-
um?
— Tvimælalaust er það. Sér-
staklega hjá fólki i Félagi
starfsfólks i veitingahúsum.
Þar fá sumir ekkert orlof, enga
veikindadaga. Mér finnst að
Verkamannasambandið þyrfti
að setja þaö félag undir smásjá.
— Hvers vegna heldurðu að
laun séu svo lág, sem raun ber
vitni um i mörgum störfum?
— Er það ekki vegna þess að
Ester Jónsdóttir, varafor-
maður Starfsstúlknafélagsins
Sóknar var ein þeirra sem ráð-
stefnu láglaunakvenna sat. Est-
er sagöi, er blaðamaður hafði
tal af henni og spuröi hana hver
hún héldi að yrði árangur ráð-
stefnunnar, að hún vonaðist til
þess að hún yrði vakning til
allra láglaunamanna um að
láta hendur standa fram úr
ermum i baráttunni fyrir bætt-
um kjörum.
— Ýmislegt kom þarna fram,
sagði Ester. Til dæmis það, að
kona, sem unnið hefur i 30 ár á
veitingahúsi, hafði ekki fengið
helgarfri i tiu ár, en þess i stað
fri einn virkan dag i viku, alltaf
sama vikudaginn.
— Hvað eru láglaun?
— Ja, samkvæmt framfærslu-
kostnaði og visitölu eru láglaun
þau, sem eru undir 100 þúsund á
mánuöi.
— Hvað heldurðu að margar
konur á vinnumarkaðnum séu
yfir þeim launum?
það er hagur atvinnurekenda að
greiða sem lægst laun? Á sliku
fólki græða þeir. Við gerð kjara-
samninga er alls ekki gert ráð
fyrir þvi, að fólk geti lifað af
átta stunda vinnudegi. Samt
sem áður er fólki ætlað að lifa af
átta stundunum. Til dæmis má
nefna konur i Sókn, en þær fá
ekki að vinna lengri vinnudag.
— Hvað þarf fjölskyldumaður
að hafa miklar mánaðartekjur
til þess að fjölskyldunni liði
bærilega að þinu viti, svona
meðal fjölskylda?
— Að minnsta kosti 120 þús-
und krónur. En málum hefur
verið þannig fyrir komið, að það
þarf tvo til að vinna fyrir fjöl-
skyldu.
— Þú ert rauðsokki, Guðrún.
Hefur rauðsokkahreyfingin eitt-
hvert gildi i stéttabaráttunni?
— Ég tel að rauðsokkahreyf-
ingin sé i dag eina aflið, sem
getur náð saman fólki úr verka-
lýðsstétt til þess að vinna saman
að brýnustu hagsmunamálum
verkalýösstéttarinnar. —úþ
— Þær eru fáar. Mjög fáar.
Hæsta kaup hjá Sóknarkonum
er til dæmis aðeins 59.419 krónur
á mánuöi.
— Nægir þetta að þinu mati til
þess að draga fram lifið fyrir
eina manneskju?
— Nei. Alls ekki.
— Hvað er til ráða?
— Að vinstri öflin beiti sér fyr-
ir aukinni kaupgetu, svo og þvi
að ekki sé hægt með lögum að
eyðileggja allan árangur kjara-
samninga eins og gert hefur
verið siðan 1974.
— Hvað er næsta skrefið hjá
ykkur? Ætlið þið að láta staðar
numið við þessa ráðstefnu?
— Ég vona að áframhald
verði af ráðstefnunni til dæms
þau, að önnur ráðstefna verði
haldin og að hún reki allt lág-
launafólk, bæði karla og konur,
til þess að gera eitthvað i mál-
unum, og ég vil hvetja allt lág-
launafóik til þess að standa á
rétti sinum.
—úþ
Vekja þarf stéttar-
vitund konunnar
Láglaunafólk standi
á rétti sínum
Sárt svíður brenndum
Það er ekki nema að
vonum að málgagni Sjálf-
stæðisf lokksins - Morgun-
blaðinu - gremjist sú stað-
reynd að svo til strax og
fiokkurinn tekur að sér
stjórn landsins, hefst land-
flótti, alveg eins og gerðist
þegar flokkurinn stjórnaði
á árunum 1967-1969. Það er
þó ekki til neins að
skamma Þjóðviljann fyrir
það að segja frá þvi að
landflótti er hafinn og
kalla það falsfréttir og
lygar eins og Matthias
„Moggaskáld" gerði í
Reykjavikurbréfi sl.
sunnudag, þar sem frétt
Þjóðviljans af flótta fólks
til Sviþjóðar er gerð að
umtalsefni.
„Moggi” talaði viö tvo úr þeim
hópi sem er að fara frá Akranesi
til Sviþjóðar og þar sem hvor-
ugur sá aðili var atvinnulaus sem
stendur, var þvi slegið föstu að
frétt Þjóðviljans um búferlaflutn-
ing akurnesinga til Sviþjóðar sé
uppspuni. Sannleikurinn er sá að
sú tala sem nefnd var i Þjóðvilj-
anum, 10 fjölskyldur, er of lág.
Fólk uppá Akranesi hefur nefnt
töluna 20-30 fjölskyldur sem
annaðhvort eru ákveðnar i að
fara eða eru að hugieiða að
flytjast úr landi.
Það er hinsvegar athyglisvert
Framhald á bls. 14.
Starfsmenn Kisiliðjunnar gefa daglaun til landhelgisgœslunnar:
Vanbúnaður hennar má
ekki verða átylla til
nauðungarsamninga
Starfsmenn Kisiliðjunnar við
Mývatn hafa ákveðið að gefa ein
daglaun til efiingar Landhelgis-
gæslunni. Þeir eru um 50 talsins
og má gera ráð fyrir að upphæðin
verði um 250 þúsund krónur.
Hvetja þeir aðra til þess að fara
að sinu fordæmi.
Á almennum fundi starfs-
manna i fyrradag var samþykkt
einróma að lýsa yfir óánægju með
viðbrögð islenskra stjórnvalda i
landhelgisdeilunni. Þvi til á-
herslu samþykktu starfsmenn-
irnir að leggja ein daglaun til
hliðar og senda fjárhæðina til efl-
ingar gæslunni. Segir i ályktun
fundarins að starfsmenn Kisiliðj-
unnar vonist til þess að fleiri for-
dæmi þannig að vanbúnaður
gæslunnar verði ekki átylla til
nauðungarsamninga við breta.
Þá segir að sjaldan hafi þörf is-
lendinga tii samstöðu verið eins
mikil og nú. Starfsmenn Kisiliðj-
unnar skori þvi á alla islendinga
að leggja sitt af mörkum til þess
að fullur sigur náist i landhelgis-
málinu.
„Vegna landhelgisdeilunnar”
Ekkert samband
við ísland, takk
t bréfi sem Anna Höskuldsdótt-
ir hjúkrunarkona ritaði nýlega
hingað til lands frá Swazilandi í
Suður-Afriku þar sem hún starfar
i trúboðsstöð segir hún undarlega
sögu af tilraunum sinum til að ná
simasambandi við island úr
sinum fjarlæga dvalarstað.
Þannig var að Anna var stödd
hjá kunningjafólki sinu sem
ákvað að gefa henni fyrir simtali
til ættingja sinna hérá landi. Hús-
ráðandi fór i simann og hugðist
panta simtalið i gegnum
Jóhannesarborg og London. Allt
gekk greiðlega þar til kom að
simstöðinni i London. Þar voru
þau svör gefin aö simtalið yrði
ekki afgreitt. Það væri bannað að
afgreiöa simtöl til Islands vegna
landhelgisdeilu islendinga og
breta!
Þetta var i fyrstu viku febrúar
og Anna varð að láta sér þetta
lynda og bréfaskriftir nægja.
Þjóðviljinn bar þessa sögu
undir Hrönn Rasmussen vakt-
stjóra hjá talsambandi við útlönd
á símstöðinni i Reykjávik. Hún
varðsteinhissa á sögunni ogsagði
að þetta hiyti að stangast á við öll
lög og reglur um simaviðskipti
milli landa.
— Þetta hlýtur að vera einhver
heitur andstæðingur okkar i
þorskastriðinu. Menn eru mis-
jafnlega heitir en ég get ekki L
myndað mér að afgreiðsiu-
mönnum i London hafi verið gefin
fyrirmæli sem þessi. Við höfum
ekki orðið vör við þetta hér. Af-
greiðsla simtala til London hefur
siður en svo minnkað þótt við höf-
um slitið stjórnmálasambandi við
breta. Við höfum mikil samskipti
við London og höfum m.a. af-
greitt simtöl til Jóhannesar-
borgar án þess að nokkur tregða
væri á því.
Annars getum við litið sagt um
þetta þvi þegar hringt er frá
London fara simtölin inn á beint
samband sem er hálfsjálfvirkt og
við fylgjumst ekkert með þvi.
Það getur ekki verið nein önnur
skýring á þessu en sú að af-
greiöslumaöurinn hafi verið and-
vigur okkur, þeir eru misjafnlega
hlynntir okkur. En þetta hlýtur að
striða gegn öllum lögum, sagði
Hrönn.
ÞH