Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 10

Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 10
10 StÐA — ÞJÖÐVILJINN MiOvikudagur 19. mat 1976 hagsmunamál alls vinnandi fólks, sem karlar og konur inn- an verkalýðshreyfingarinnar verða að berjast fyrir, hlið við hlið. Ráðstefnan skorar á verkalýðshreyfinguna að setja þessi mál á oddinn i kjara- samningum og öðru starfi. Endurskoðum starfsmats Ráðstefna haldin á Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976, ályktar að endurskoða verði þegar i stað starfsmat, sem orðið er 5 ára og eldra. Ráðstefnan skorar á verka- lýðsfélögin að vera vel á verði gagnvart ákvæðsvinnu einkum mældri ákvæðisvinnu þannig að ekki sé sifellt krafist meiri af- kasta án kjarabóta. Átak í málefnum aldraðra Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976 vekur at- hygli á að gera þarf átak varð- andi málefni aldraðs fólks bæði á elliheimilum og annars staðar. öryrkjar og aldrað fólk sem enn hafa starfsgetu er sá hópur sem harðast verður úti á samdráttartimum i atvinnulif- inu. Með þvi að beita lögum um vinnumiðlun mætti oft koma i veg fyrir þetta. Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna telur óviðunandi að aldraðar konur fái ekki ellilif- eyri greiddan á eigið nafn, heldur er hann settur á nafn eiginmanns eða sambýlis- manns, sé hann einnig ellilif- eyrisþegi. Fastráðning Ráðstefnan um kjör láglauna- kvenna ályktar að tryggja verði þvi starfsliði skóla og skóladag- heimila, sem hingað til hefur aðeins verið ráðið til 9 mánaða i senn, s.s. baðvörðum, ganga- vörðum, ræsjfingafólki og ritur- um, fastráðningu allt árið. Ráðstefnan brýnir fyrir kon- um að ganga ekki inn i þau störf sem losnað hafa vegna upp- sagna starfsfólks af áður nefnd- um ástæðum. Vörð um verkfallsrétt Ráðstefnan haldin að Hótel Loftleiðum 16. mai 1976 ályktar að standa verði vörð um verk- fallsréttinn, einkum i dag vegna væntanlegs stjórnarfrumvarps sem felur i sér rikisstjórnar- heimild til frestunar verkfalla allt að tveimur mánuðum. Leggja verður áherslu á að hin einstöku félög hafi óskorðaðan rétt i samningum. Hagsmunamál Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna haldin á Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976, ályktar að svokölluð „kvennabaráttumál” svo sem atvinnuöryggi, fæðingarorlof, dagvistunarmál, athvarfs- og atvinnuleysi ung- linga á sumrin séu sameiginleg Alyktanir láglauna- ráðstefnu Herinn burt Ráðstefnan um kjör láglauna- kvenna, haldin 1 Reykjavik 16. mai 1976 fagnar glæsilegum og geysifjölmennum aðgerðum herstöðvaandstæðinga i gær. Greinilegteraðbarátta þeirra á sérsterkan hljómgrunn meðal allrar alþýðu og að almenningur er að vakna til vitundar um eðli og tilgang hernaðarbandalaga. Ráðstefnan lýsir yfir fylgi við kröfur herstöðvaandstæðinga: island úr Nató! Herinn burt! Námslán Ráðstefnan um kjör láglauna- kvenna haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976 lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu námsmanna fyrir þvi að náms- lán nægi til framfærslu. Jafn- framt þarf að tryggja að lána- kjörin verði ekki svo óaðgengi- leg að námsmenn veigri sér við að taka slik lán. Samstaða launafólks Ráðstefnan um kjör láglauna- kvenna, haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976, bendir á nauðsyn samstöðu láglauna- fólks og þeirra er við skert at- vinnuöryggi búa. Komið hefur i ljós, að konum sem reyna að fá aðstöðu sina bætta á vinnustað, er oft hótað uppsögn úr starfi og þvi svarað, að nægar aðrar fáist i þeirra stað. kreppunnar Ráðstefna um kjör láglauna- kvenna, haldin að Hótel Loft- leiðum 16. mai 1976, ályktar eftirfarandi: Undangengin ár hefur kaup- máttur launa hjá heilum starfs- greinum hrapað langt niður fyrir framfærslukostnað, þannig að yfirgnæfandi meiri- hluti islensks launafólks telst nú láglaunafólk. Atvinnurekendur reyna að velta kreppunni yfir á herðar launafólks til þess að halda óskertum gróða. Ráð- stefnan mótmælir þvi að launa- fólk beri byrðar kreppunnar og krefst fullra visitölubóta á öll laun og lifvænlegra launa fyrir 40 stunda vinnuviku. Ráðstefnan um kjör láglauna- kvenná haldin i Reykjavik 16. mai 1976 krefst þess.að fiski- miðin kringum landið séu varin gegn allri rányrkju, innlendri sem erlendri. Ráðstefnan for- dæmir fruntalegar árásir breta á varðskip okkar við skyldustörf sin og varar við samningum með slikar ógnanir yfir höfði sér. A láglaunaráðstefnunni, sem haldin var á Hótel Loftleiðum um siðustu helgi voru sam- þykktar fjölmargar ályktanir. Nokkrar þeirra hafa verið birtar hér f blaðinu, en hér og i blaðinu á morgun verða birtar flestar ályktanir ráðstefnunn- Umræðan um zetuna í neðri deild var ólögleg Seint i fyrrakvöld var zetu- frumvarpið alræmda afgreitt til nefndar i efri deild. Ragnar Arn- alds benti á að 3ja umræða um málið i neðri deild hefði verið ó- lögleg vegna þingsafglapa Ragn- hildar Ilelgadóttur. Strax að lok- inni 2. umræðu var leitað afbrigða til að hægt væri að taka málið til 3ju umræðu. Afbrigðin voru sam- þykkt með 23 atkv. gegn 8 og lýsti forseti neðri deildar að af- brigðin væru samþykkt. Þessi úr- skurður var rangur af þvi að 3/4 atkvæða þarf til. Úrskurðinum var strax mótmælt en þau mót- mæli höfð að engu. Ragnar sagð- ist vera þess fullviss að verði frumvarpið að lögum með þess- Frumvarpið um takmarkaöan verkfallsrétt opinberra starfs- manna eru nú orðið að lögum þrátt fyrir andstöðu nokkurra þingmanna Sjálfstæðisflokksins t.d. Þorvalds Garðars Kristjáns- sonar, Ragnhildar Helgadóttur, Ólafs G. Einarssonar og Ingólfs Jónssonar. um hætti muni andstæðingar þess höfða mál sem taki langan tima að útkljá. Eins og getið var i blaðinu i gær tóku þeir Vilhjálmur Hjálmars- son og Jón Helgason til máls við 1. umræðu i fyrradag. Um kvöldið var umræðunni haldið áfram og tók þá Stefán Jónsson fyrstur til máls. Sagðist hann vera viss um að málið fengi viðkunnanlegri af- Við lokaafgreiðslu málsin mælti Eðvarð Sigurðsson nokkur aðvörunarorð vegna þessa frum- varps og sagðist óttast að hinn takmarkaði verkfallsréttur verði notaður sem fyrirmynd um breytingar á vinnulöggjöfinni og ýti undir kröfur atvinnurekanda um skertan verkfallsrétt. Hann greiðslu i efri deild heldur en það fékk i neðri deild og fór hrósyrð- um um Þorvald Garðar Kristjánsson forseta efri deildar i þvi sambandi. Þá kvaðst hann ætla að flytja um það breytingar- tillögu að þeir sem greiddu zet- unni atkvæði sitt yrðu látnir ganga undir landspróf i stafsetn- ingu. Jón Ármann Héðinsson mælti þvi næst með samþykkt zetu- frumvarpsins og talaði um klaufalega og hvatvislega orðað- ar mótmælaorðsendingar kenn- ara. Ragnar Arnalds sagðist ekki ætia að halda uppi málþófi a.m.k. ekki á þessu stigi málsins. Sagði sagðist skilja vel aðstöðu BSRB en þegar Ingólfur Jónsson tæki til máls og talaði máli atvinnurek- enda og afturhalds um að svipta verkamenn réttindum sinum og að sáttasemjari ætti að hafa rétt á að fresta verkfalli i 2 mánuði væri engu likara en að andi Taft-Hartley laganna frá 1947 Stefán Jónsson vill láta þingmenn ganga undir hann frumvarpið stórgallað og augljóst að gera yrði á þvi breyt- ingar og senda það aftur til neðri deildar. Nefndi hann sem dæmi að skv. reglunum yrði lögboðið að skrifa orðið jeppi sem éppi. Þá sagði Ragnar að menntamála- nefnd yrði að hafa samráð við þá fjölmennu hópa sem mótmælt hefðu frumvarpinu og kynna sér sjónarmið þeirra. Ekki væri hægt Eövarð Sigurðsson: Hræddur um að breytingar veröi geröar á vinnulöggjöfinni. væri endurborinn. Eövarð sagöi að lokum að vinnulöggjöfin stæði ágætlega fyrir sinu eins og hún væri. —GFr að afgreiða málið i flaustri. Rakti hann siðan formgalla á málsmeð- ferðinni sem getið er hér að fram- an og taldi að nú væru aðeins 3 vegir færir fyrir Alþingi. Þeir væru þessir: 1. Aö samþykkja breytingartil- lögu Jóns Helgasonar, Hall- dórs Asgrimssonar, Ásgeirs Bjarnasonar, Ragnars Arn- alds, Gcirs Gunnarssonar, Stefáns Jónssonár og Inga Tryggvasonar um að fara leið menntamálaráöherra. 2. Aö málinu veröi visað til rikis- stjórnarinnar 3. Að málið fái aö sofna svefnin- um langa i menntamálanefnd. 1 tilefni af orðum Ragnars Arn- alds um ólöglega meðferð i neðri deild sagði Þorvaldur Garöar Kristjánsson að forseti neðri deildar hefði endanlegt úr- skurðarvald i deildinni. Ragnar Arnalds mótmælti þvl harðlega. Sagði að forsetinn hefði einungis endanlegt úrskurðar- vald um vafaatriði, en ekki þau sem skýr væru i lögum. Hann gæti t.d. ekki úrskurðað að þing- vörður mætti greiða atkvæði á Al- þingi. Þetta væri sambærilegt. Það stæði skýrum stöfum i lögum að afbrigði verði 3/4 þingmanna að samþykkja. Við þessu gat Þor- valdur Garðar ekkert sagt. Að lokum talaði Stefán Jónsson aftur og sagði að ef málið kæmi til annarrar umræðu ætlaði hann sér að fara i gegnum rit nokkurra höfuðskálda islenskra og kanna málfar þeirra og á sumarþingi að fara i gegnum málfar sjálfs Guðs i heilagri ritningu og taldi að sér entist erindið til nokkurrar tölu. Taldi hann sig geta hæglega talað i 90—100 klukkustundir samfleytt. —GFr Verkf allsréttur BSRB er orðinn að lögum Verkalýðshreyfingin óttast breytingar á vinnulöggjöfinni

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.