Þjóðviljinn - 19.05.1976, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 19.05.1976, Qupperneq 11
Miövikudagur 19. mai 1976 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Landsleikur- inn við norðmenn er í kvöld Þaö verður 17. landsleikur þjóðanna í knattspyrnu I kvöld kl. 18.00 að íslenskum tíma hefst á Ulleval-leik- vanginum í Osló 17. landsleikur Noregs og Islands i knattspyrnu. Höf um við íslendingar ekki háð landsleiki í knattspyrnu jafn oft við nokkra þjóð sem norðmenn. Af þessum 16 lensleikjum sem þegar hafa farið fram, hafa norðmenn sigrað 13 sinnum, við tvisvar og einum leik hefur lyktað með jafntefli og markatalan stendur 42:15 norðmönnum í vil. Fyrst lékum við gegn norðmönnum 1947 og þá sigruðu þeir 4:2 en siðasti leikurinn fór fram i Bergen 17. júlí í fyrra og þá sigruðu norðmenn einnig, 3:2, en 7. júli í fyrra komu norðmenn hingað til lands og lauk þeim leik með jafntefli 1:1, eini jafnteflisleikur þjóðanna til þessa. Og hvernig fer i kvöld? Hætt er við að norðmenn vinni enn einu sinni. Langt er frá þvi að okkar menn séu komnir i fulla leikæf- ingu, enda tsiandsmótið rétt að byrja, en norðmenn hafa verið að. með sitt mót siðan i aprii og eru þvi betur settir en við. Gieymum þvi hinsvegar ekkj að þegar búist hefur við hvaö minnstu af islenska liðinu hefur það gjarnan staöið sig hvað best og við skulum vona aö svo verði einnig nú. Við munum segja frá leiknum i Þjóöviljanum á morg- un. —S.dór (slenski lands- liðshópurinn sem mætir norðmönnum Ekki hefur enn verið gefið upp hvernig liöið sem byrjar leikinn viö norömenn I kvöld verður skip- að en 16 manna hópurinn sem fór utan er þannig skipaður: Markverðir: - Arni Stefánsson Fram Sigurður Dagsson Val Aðrir leikmenn: Olafur Sigurvinsson IBV Simon Kristjánsson Fram Marteinn Geirsson Fram Jón Pétursson Fram Gisli Torfason IBK ólafur Júliusson IBK Ásgeir Sigurvinsson Standard L. Jóhannes Eðvaldsson Celtic Guðgeir Leifsson Caleiroi Matthias Hallgrimsson 1A Árni Sveinsson tA Teitur Þórðarson 1A Guömundur Þorbjörnsson Val Óskar Tómasson Vikingi Stofnfund- ur fimleika- dómarafél. íslands í kvöld Eitt af stærstu verkefnum F.S.l. hefur veriö aö sjá Islensku fimleikafólki fyrir hæfum dómurum. Sambandiö hefur staöiö fyrir nokkrum dómaranámskeiöum, og er hópur fimlcikadómara óöum aö stækka. Stjórn F.S.L hefur séð um skipan undirbúningsnefndar fyrir stofnun dómarafélags. t nefndinni eru, frá dómurum: Ingveldur Bragadóttir, Kristján Ástráösson, Ólafur Sigurjónsson formaður tækninefndar F.S.t., sem er jafnframt formaður hennar. Stofnfundur Fimleika- dómarafélagsins verður hald- inn I Hliöaskóla 19. mai kl. 20.30. Þaöervon stjórnar F.S.t. aö sem flest áhugafólk um þetta mikilvæga málefni komi á fundinn og stuöli aö framgangi fimleikanna hér á landi. Guömundur Þorbjörnsson, nýliöinn I landsliöshópnum, einn efnilegasti framlinumaöur sem viö eigum 1 dag. Leikur hann sinn fyrsta landsleik i kvöid? Auglýsingaspjöldin á völlunum kosta: 10 þúsund á Akranesi 200 þúsund í Reykjavík 15 þúsund í Keflavík in á Akranesi, 4 m. á lengd og yfir einn meter á hæö. KSl hefur sjálft 10 spjöld, FRt 5 spjöld og félögin 5 spjöld hvert sem sett eru upp þegar viö- komandi félag er aö leika. 1 Keflavik kosta spjöldin 1S þús. krónur yfir sumariö en þar er hægt aö fá 3 spjöld sem hvert er 2x1 metri aö stærö fyrir hærri upphæö. Þá er einnig hægt aö kaupa þar 3x3 slik spjöld fyrir 50 þúsund krónur. Einnig er hægt aö fá enn stærri spjöld i Keflavik og kosta þau þá aö sjálfsögöu meira. — S.dór. Nú eru öll 1. deildarliöin i knattspyrnu komin meö aug- lýsingaspjöld I kringum leik- velli sina og geta fyrirtæki keypt spjald sem látiö er standa yfir allt sumariö. lslandsmeistararnir á Akranesi, hafa undanfarin ár veriömeö svona spjöld eins og önnur félög og nú auglýsa þeir aö leiga fyrir spjald sem stendur allt keppnistimabiliö kosti 10 þúsund krónur. Spjaldiö er 2 m. á lengd og 1. m. á hæö. Skagamenn sjá sjálfir um aö útvega spjöldin og mála á þau fyrir þá sem vilja, kostar þaö 6—8 þúsund krónur. Á Laugardalsvellinum eru einnig auglýsingaspjöld, þau kosta aftur á móti 200 þúsund krónur yfir keppnistfmabiliö. Þau eru mun stærri en spjöld- Besti tími ársins í maraþonhlaupi Nú fer i hönd sá timi sem búast má við mjög góðum afrekum i frjálsiþróttum, siðustu vikurnar fyrir ólymp- iuleika. Enda sér á, heimsmet eru þegar farin að falla i ýms- um greinum. Erfiðasta grein frjáls- iþrótta, maraþonhlaup (42 km.) er eina greinin þar sem ekki er hægt að setja heims- met. Astæðan er sú aö hlaupiö er við mismunándi aöstæður, úti náttúrunni, á götum borga og á hlaupabraut. En vega- lengdin er alltaf sú sama og þess vegna er vel tekiö eftir timum manna i hinum ýmsu maraþonhlaupum.. Sovétm aðurinn Leonid Moinid, náöi um siðustu helgi besta tima ársins I maraþon- hlaupi á móti i Póllandi er hann hljóp 42 km. á 2:12,19,8 klst. I öðru og þriöja sæti urðu landar hans, Alexander Gocky á 2:12,40,8 klst og Yuri Vellikorodny á 2:12,58,2 klst.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.