Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 13

Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 13
Miðvikudagur 19. mai 1976 PJODVILJINN — SÍÐA 19 Sjúkraliðar útskrifast Þetta er siðasti hópurinn, sem útskriíast frá Landakotsspitala. A þessu ári eru liðin 10 ár frá þvi að fyrsti hópurinn útskrifaðist. Mynd.: fremri röð frá vinstri: Birgitta Borg, Margrét Hinriks- dóttir,Kristin Samúelsdóttir, Systir Hildegard, Elisabet K. Jakobsdóttir, Kristin Eirilcsdótt- ir, Vilhelmina Alfreðsdóttir. Efri röö til vinstri: Elisabet E. Jónsdöttir, Sigurbjörg Björgvins- dóttir, Bjarney Gunnarsdóttir, Valrún Guðmundsdóttir, Þór- unn Matthiasdóttir, Kristin Asta Pálsdóttir, Ólöf Brynja Garðars- dóttir, Björk Geirsdóttir, Auður Steingrimsdóttir, Sylvia Kristjánsdóttir. Ljósmynd.: Ljósm.st. Gunnars Ingimars. Kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness Þakkar stuðning og fjárframlög Nú á sl. vetri þegar verkakonur i frystíhúsunum á Akranesi stóðu einar eftir i verkfalli fyrir við- kvæmri réttlætiskröfu og jafn- réttismáli, sem snertir þann hóp kvenna sem vinnur hin vanda- sömu störf fyrir þjóðarbúið, aö skapa þvi' verðmeiri og verðmeiri vöru til skipta fyrir allt það sem nútima þjóðfélag telur sig þurfa að hafa, konurnar sem vinna i frystihúsunum og hafa i staöinn fyrir tvöfalt vinnuálag sem hús- mæður og verkakonur orðið að þola þá rangsleitni sem þær hafa veriðbeittar, með stöðugum upp- sögnum úr starfi til þess að sniö- ganga umsamda vinnutryggingu, leyfðu sér að standa einar sér eftir i verkfalli til að reyna að lag- færa þetta mál. Þær ætluðust ekki til aö neinn annar tæki nokkuð á sig i þessari baráttu, enginn nema þær sjálfar skyldu standa uppi kauplausar. Þær óskuðu ekki eftir þvi að fleiri tæki þátt i þessu með þeim, þær sjálfar skyldu leiðrétta málið. Þær voru vanar þvi að vera sagt upp og sendar heim. En nú tóku þær sjálfar ákvörðun um að vera heima og biöa átekta um hvernig til tækist með lagfæringu á umdeildri framkvæmd kauptryggingar- samningsins sem svo miklar von- ir voru bundnar við í upphafi. En reynsla tveggja ára sýndi minnsta kosti hér á Akranesi hafði hann valdið misskilningi vonbrigðum og misrétti. En verkakonur i' frystihúsunum á Akranesi stóðu ekki uppi einar þrátt fyrir allt, þrátt fyrir það þó félagar þeirra verkamenn staðarins teldu ekki ástæðu til þess aö leggja hönd á plóginn með þeim og þrátt fyrir það þó heild- arsamtök verkafólks i landinu sæju ekki ástæðu til að leggja félögum si'num lið i málinu var samt fjöldi fólks, einstakra verkalýðsfélaga, starfshópa, skólafélaga, réttindahópa og ein- staklinga, sem sk ildu mál verka- kvennanna og það rigndi yfir okk- ur stuðningsyfirlýsingum, i bréf- um skeytum og með peningagjöf- um. Og öllum þessum eftirtöldu ágætu samtökum og einstakling- um sem studdu okkur svo drengi- lega á þennan hátt viljum við senda þakkir okkar fyrir skilning þeirra á málstað verkakvenna, fyrir fjármuni sem hafa verið að berast fram til þessa dags, og hafa orðið til ómetanlegrar hjálpar þeim konum sem erfiða aðstöðu höfðu til að mæta löngu verkfalli. Þessi ágætu aðilar sendu okkur baráttukveðjur og stuðningsyfirlýsingar i bréfum og skeytum: Rauðsokkahreyfingin, Nemendur og starfsfólk Félags- málaskóla alþýðu ölfusborgum, Leshringur Alþsamb. Arnessýslu, Selfossi, Konur á fundi um kvennafrí. Miðstjórn Alþýðu- bandalagsins. Alþýðuflokksfélag Akraness. Einingarsamtök kommúnista, Reykjavik. Miðstöð rauðsokkahreyfingarinnar. Kommúnistasamtökin , Reykja- vik. Verkalýðsfélagið Vaka, Siglufirði, Verkalýðsfélagið Val- ur, Búðardal, Verkakonur hrað- frystihússins i Hnifsdal. Verka- lýðsfélag Skagastrandar. Fylkingin, Reykjavik. Verka- kvennafélagið Ald"an Sauðár- króki. Starfshópur i jafnréttis- málum, Neskaupstað. Byltingar- sinnarnir, Reykjav. Verkalýðs- félag Austur- Húnvetninga, Blönduósi. Og eftirtaldir sendu okkur einnig upphæö i verkfallssjóðinn: Skólafélag Menntaskólans Akureyri. SÍNE, samb. isl. náms- manna erlendis. Verkalýðsfélag Húsavikur. Alþýðuleikhúsið, Akureyri, Verka lýðsfélagið Bjarmi, Stokkseyri. Baráttusam- tök launafólks, Akureyri. Alþýðu- bandalagið Akureyri. Félag járniðnaðarmanna, Reykjavik. A.S.B. Rvk. Sókn, Reykjavik. Stúdentaráð Háskóla tslands. Skipverjar á skuttogaranum Krossvik, Akranesi. Jónas Arna- son alþm. Verkalýösfél. Vaka, Siglufirði. Hið islenska prentara- fél. Reykjavik. Tryggvi Helga- son, Akureyri. Sigrikur Sigrikss. Akranesi. Kommúnistasamtökin. Verkalýðsfél. Jökull, Ólafsv. Freyja Eiriksdóttir, Akureyri. Byggingarfél. Arvakur, Húsav. Þórarinn Hjartarson Rvk. Iðja Reykjavik. Sjúkraliðafél. Is- lands. Starfsfólk fæöingar- heimilis Reykjavikur. Konur Hellissandi. Stúdentar Kaup- mannahöfn. Starfsfólk i Sútun h/f Akranesi. Fiskvinnufólk á Stokkseyri. Safnaðaf Rauðsokka- hreyfingunni. Starfsmenn bif- reiðaverkstæðis Kaupfélags Ar- nesinga, Selfossi. Ogenn þökkum við ykkur öllum hjartanlega og látum hinn góða samhug hvetja okkur til nýrrar og djarfrar verkalýðsbaráttu fyrir framtiðina. F.h. kvennadeildar Verkalýðs- fél. Akraness. Ilerdis Olafsdóttir, Akranesi. Laus staða Staða aðalbókara i skrifstofu Sements- verksmiðju rikisins, Akranesi, er laus til umsóknar. Umsóknir tilgreini aldur, menntun, og fyrri störf. Umsóknarfrestur er til 16. júni næstkom- andi. SEMENTSVERKSMIÐJA RÍKISINS, AKRANESI. dm WÞ o ®Uím}[p[°) útvarp 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagblaðanna), 9.00 og 10.00. Morgunbænkl. 7.55. Morgunstund barn- annakl. 8.45: Sigrún Sigurð- ardóttir byrjar lestur þýð- ingar sinnar á sögunni ,,Þegar Friðbjörn Brands- son minnkaði” eftir Inger Sandberg. Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli atriða. Kirkju- tónlist kl. 10.25: Robert Pritchard leikur á orgel Dómkirkjunnar i Reykja- vik: Prelúdiu og fúgu i Es- dúr eftir Bach, Sálmatil- brigði eftir Sweelinck, Sónatinu nr. 26 eftir Brown og Fúgu eftir Honegger. Morguntónleikar kl. 11.00: Ralph Holmes og Eric Fen- by leika Sónötu nr. 1 fyrir fiðlu og pianó eftir Frede- rick Delius/ Janácek kvart- ettinn leikur Strengjakvart- ett nr. 1 eftir Leos Janácek/ Aldo Parisot sellóleikari og Hljómsveit Rikisóperunnar i Vin leika ,,Choro” eftir Camargo Guarnieri, Gustav Meier sjórnar. 13.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar. 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „Gest- ur i blindgötu” eftir Jane Blackmore. Valdis Hall- dórsdóttir les þýðingu sina (8). 15.00 Miðdegistónleikar. Godelieve Monden gitar- leikari leikur Svitu eftir Lodewijk de Vocht. Benny Goodman og Sinfóniuhljóm- sveit Chicagoborgar leika Klarinettukonsert i Es-dúr op. 74 nr. 2 eftir Carl Maria von Weber. Sinfóniuhljóm- sveit Berlinar leikur Sin- fóniu i C-dúr op. 46 eftir Hans Pfitzner, Ferdinand Leitner stjórnar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.16 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. 17.00 Lagið mitt. Berglind Bjarnadóttir sér um óska- lagaþátt fyrr börn yngri en tólf ára. 17.30 Maniilif i mótun. Sæ- mundur G. Jóhannesson rit- stjóri á Akureyri rifjar upp minningar sinar (5). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 19.15 Landsleikur i knatt- spyrnu: Noregur—island. Jón Ásgeirsson lýsir siðasta hálftima leiksins frá Ulle- vall-leikvanginum i Osló. 19.45 Tilkynningar. 19.50 Kvöldvaka. a. Einsöng- ur. Snæbjörg Snæbjarnar- dóttir syngur lög eftir is- lensk tónskáld. Fritz Weiss- happel leikur á pianó. b. Atti maðurinn eða dvrið að ráða? Bjarni M. Jónsson flytur frásöguþátt. c. Kvæðalög. Þorbjörn Krist- insson kveður lausavisur og ljóðmæli eftir Isleif Gisla- son á Sauðárkróki, Gisla Ólafsson frá Eiriksstöðum o.fl. d. Endurminning um tiu króna seðil. Torfi Þor- steinsson bóndi i Haga i Hornafirði segir frá. e. Um islenska þjóðhætti. Árni Björnsson cand. mag. flytur þáttinn. f. Kórsöngur. Karlakór Akureyrar syng- ur. Söngstjóri: Jón Hj. Jónsson. 21.30 Útvarpssagan: „Siðasta freistingin” eftir Nikos Kazantzakis. Sigurður A. Magnússon les þýðingu Kristins Björnssonar (29). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an: „Sá svarti senuþjófur”, ævisaga Haralds Björns- sonar. Höfundurinn, Njörð- ur P. Njarðvik, les (22). 22.40 Nútimatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 23.25 Dagskrárlok. 0s|ónvarp [ 18.00 Björninn Jógi Bandarisk teiknimyndasyrpa. Þýðandi Jón Skaptason. 18.25 Demantaþjófarnir Finnsk framhaldsmynd 2. þáttur. Efni fyrsta þáttar: Strákarnir Pertsa og Kilu eru komnir i sumarleyfi og vita ekki, hvað þeir eiga að taka sér fyrir hendur. Þeir gera alræmdan glæpamanni greiða, og lögreglan fær grun um, að strákarnir séu á einhvern hátt tengdir flokki demantaþjófa. Þýðandi Borgþór Kjærnested. (Nordvision- Finnska sjónvarpið) 18.45 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokkur. Glergerð. Risaflugvélar. Oliuborpallar. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. Illé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Nýjasta tækni og visindi. Mvndataka af hitageislum likamans. Nýjungar i uppskipunartækni. Verndun höfrunga. Fylgst með jörðinni úr gervihnöttum. Umsjónarmaður Sigurður II. Richter. 21.05 Bilaleigan Þýskur myndaflokkur. Páskavatn Þýðandi Briet Héðinsdóttir. 21.30 1 kjallaranum Hljóm- sveitin Cabaret flytur frumsamin lög. Hljóm- sveitina skipa Tryggvi J. Hubner. Valgeir Skagfjörð. Ingólfur Sigurðsson, Finnur Jóhannssou og Jón Ólafsson. Stjórn upptöku Egill Eðvarðsson. 21.50 Kvennastörf — kvennalaun Dönsk fræðslu- mynd um konur á vinnu- markaðnum, launamisrétti og ýmis önnur vandamál. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. (Nordvision- Danska sjónvarpið) 22.30 Pagskrárlok Húsbyggjendur EINANGRUNARPLAST Getum afgreitt einangrunarplast á Stór- Reykjavikursvæöið með stuttum fyrir- vara. Afhending á byggingarstað. Borgarplast hf. Borgarnesi Sími 93-7370 Helgar- og kvöldslmi 93-7355. Auglýsingasímiim er 17-500 £ WÐVIUINN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.