Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 14
14 SÍÐA — I'JÓOVILJINN Miövikudagur 19. mai 1976
Leiðtogafundur
Höfðaborg 17/5 reuter — Frá þvi
var skýrt á þingi Suður-Afríku i
dag að nú væri i alvöru rætt um
að efna tii fundar með þeim
Vorster forsætisráðherra Suður-
Afriku, Ian Smith forsætisráö-
herra Ródesiu og Geraid Ford
forseta Bandarikjanna.
Utanrikisráðherra Suður-Af-
riku, dr. Hilgaard Muller, sagði
að Ford forseti ihugaði nú fund
með leiðtogum rikjanna tveggja
,,og vissulega fögnum við þvi,”
bætti hann við.
Þessi tilkynning fylgir I kjölfar
fundar sem Kissinger átti sl.
föstudag með Pik Botha sendi-
herra Suður-Afriku i Washington.
Búist er við að helsta umræðuefni
fundarins, ef af honum verður,
yröi lausn deilunnar i Ródesiu.
Alþýðubandalagið í Reykjavík
Aðalfundur Alþýðubandalagsins i Reykjavik verður haldinn mið-
vikudaginn 26.5. kl. 20.30 i Lindarbæ.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnin
Aðalfundur 2. deildar, Sjómannaskóla- og Austurbæjarhverfi verður
haldinn fimmtudaginn 20. mai kl. 20.30á Grettisgötu 3. (3. hæð).
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Starfið framundan.
Stjórnin
Neskaupsstaður
Alþýðubandalagsið i Neskaupsstað heldur félagsfund i Egilsbúð i
kvöld, miðvikudag 19. mai, kl. 20.30. Dagskrá: 1. Verkalýðs og kjara-
mál. MSlshefjendur verða Sigfinnur Karlsson, Unnur Jóhannsdóttir og
Halldór Þorsteinsson. 2. önnur mál.
BLAÐBERAR
óskast í eftirtalin hverfi
Seltjarnarnes Tómasarhagi
Fossvogur Skaftahlið
Vinsamlegast haf ið samband við afgreiðsluna
— sími 17500.
ÞJÓÐYILJINN
mÚTBOÐ
Tilboð óskast i gatnagerð og lagnir i
Hálsahverfi, 1. áfanga (iðnaðarhverfi
milli Vesturlandsvegar og Bæjarháls, rétt
austan Höfðabakka).
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuveg 3, gegn 10.000 kr. skila-
tryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað,
miðvikudaginn 2. júni 1976, kl. 11 f.h.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Frílcirkjuvegi 3 — Sími 25800
Utboð
Tilboð óskast frá innlendum framleið-
endum, i smiði lampa fyrir Hafnarbúðir.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri,
Frikirkjuvegi 3.
Tilboðin verða opnuð á sama stað, föstu-
daginn 28. mai 1976, kl. 14 e.h.
INNKAUPASTOFNUN RIYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 —; Sími 25800
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför
Þorvalds Jóhannessonar
Kóngsbakka 2
Elisabet Benediktsdóttir, börn, stjúpsonur, tengdabörn og
barnabörn.
Leiðrétting
1 pistli frá Arna Jóhannssyni,
sem birtist i Bæjarpóstinum 11.
þ.m. og hefur yfirskriftina: Loka
þarf hafnarsvæðum misritaðist
nafn hafnarstjóra, sem réttu
nafni heitir Gunnar B.
Guðmundsson. Leiðréttist þetta
hér með og eru hlutaðeigendur
beðnir velvirðingar á misritun-
inni.____________________
Mótmæli
Framhald af bls. 16
þessum sökum. Þannig hafi
hafnarverkamenn i Riga, höfuð-
borg Lettlands, tekið það til
bragðs að fara sér hægt við vinnu
ogf Kief og Rostof hafi mótmæla-
fólk brotið búðarglugga og gert
aðsúg að verslunum.
Meðal þeirra matvara, er
skortur er á, er nefnt fulgakjöt,
kaffi, ávextir, laukur og kál.
Ástæðurnar til matvöruskortsins
eru hinn mikli uppskerubrestur
1974 og gin- og klaufaveikifar-
aldur i úkralnu og suðurhluta
Rússlands, að þvi er frétta-
ritarinn segir. Le Figarotelur að
Sovétrikin verði trúlega að kaupa
miklar birgðir matvæla á Vestur-
löndum i náinni framtið, en telur
að þau viðskipti geti reynst erfið
aðgöngu fyrir sovétmenn, þar eð
siðastliðið ár hafi viðskipta-
jöfnuður þeirra við Vesturlönd
verið mjög óhagstæður.
Leynifundur
Framhald af bls. 1.
sig mjög i frammi á bak við tjöld-
in til að sætta deiluaðila. 1 frétt-
inni segir ennfremur, að ef þeir
Einar og Crosland ræðist við,
verði reynt að halda þeim fundi
leyndum, þar eð stjórnmálasam-
bandi rikja þeirra hafi verið slit-
ið, og verði leyndin viðhöfð af til-
litssemi við islensku rikisstjórn-
ina, þar eð hún hafi lengti haldið
sér við það að öll bresk herskip
verði að vera farin út úr isiensku
landhelginni áður en samninga-
umleitanir verði teknar upp. Þá
segir að þeir Einar og Crosland
muni hafa næg tækifæri til að
ræðast við, formlega eða óform-
lega, þvi að viðræður utanrikis-
ráðherranna muni fara fram i
Hotel Scandinavia, þar sem
hvorki blaðamenn né aðrir fái að-
gang nema með sérstöku leyfi.
Her og lögregla gætir ráðherr-
anna vandlega, meðan ráðstefn-
an stendur yfir, og hafa af hennar
tilefni verið gerðar mestu ör-
yggisráðstafanir af álika tilefni i
sögu Noregs til þessa.
Efri deild
Framhald af bls. 1
málinu yrði visað til rikis-
stjórnarinnar. Rök nefndar-
innar voru þau, að ljóst sé að
ekki vinnist timi til að ganga
frá málinu á yfirstandandi
þingi. Er þvi jafnframt beint
til ráðherra menntamála, Vil-
hjálms Hjálmarssonar, að
hann beiti sér i sumar fyrir
fundarhöldum islensku-
kennara og fleiri um málið þar
sem reynt verði að ná sem
viðtækustu samkomulagi um
stafsetningarreglur og um það
hvernig þær skuli settar fram-
vegis.
Vilhjálmur Hjálmarsson
menntamálaráðherra hafði
beitt sér gegn samþykkt z-
frumvarps Gylfa Þ. Gisla-
sonar og Sverris Hermanns-
sonar.
Sárt
Framhald af bls. 6.
að Mbl. nefnir ekki á nafn þá frétt
Þjóðviljans, sem birtist daginn
eftir fréttina ofan af Akranesi, að
fjórir málarasveinar úr Reykja-
vik væru þegar farnir til Svi-
þjóðar i atvinnuleit og nokkrir
járniðnaðarmenn eru á förum til
Noregs eða Sviþjóðar. Þessar
fréttir staðfestu stéttarfélög
þessara manna. Hversvegna
nefndi Moggi ekki þessar fréttir.
Féll það kannski ekki i kramið?
Var hagstæðara hjá hinu „heiðar-
lega” fréttablaði að hafa eftir
konu af Akranesi að hún og
hennar maður væru ekki að flýja,
heldur að fara til náms, sem var
þó alveg það sama og i frétt Þjóð-
viljans stóð?
Það er ekki við Þjóðviljann eða
fréttamenn hans að sakast þótt
ihaldsstjórn sú, sem nú situr hafi
farið svo illa að ráði sinu að fólk
telji hag sinum betur borgið i
öðrum löndum. Nema reiðilestur-
inn i Rvk. bréfinu sl. sunnudag sé
gamla rússneska aðferðina að
skamma albani þegar átt er við
kinverja. Kannski ráðherrar
ihaldsins hafi átt að fá
skammirnar og fréttamenn Þjóð-
viljans notaðir sem milliliðir.
Best gæti ég trúað að svo væri,
hver skilur skáldin, hvað þá
„Moggaskáldið” góða.
—S.dór
Námsfólk
Framhald af bls. 5.
tryggingu. Það er skoðun náms-
manna lika. En það hefur alltaf
verið algert skilyröi af þeirra
hálfu að væru lánakjörin hert
með verðtryggingu þá yrðu skýr
mörk dregin milli þeirra sem
lenda I hópi hálaunamanna og
hinna sem ekki njóta efnahags-
legra ávinninga af námi sinu. —
Það er þvi misskilningúr að
námsmenn hafi fallist á verð-
tryggingu — þeir hafa fallist á
verðtryggingu eingöngu gagnvart
hátekjumönnum.”
Frumvarpið um námslán og
námsstyrki varð að lögum seint i
fyrrakvöld. 20 þingmenn I neðri
deild greiddu þvi atkvæði en 9
voru á móti. Það var Ragnhildur
Helgadóttir, sem krafðist sérat-
kvæöagreiðslu um 2. málsgrein
16. greinar og fór Vilhjálmur
Hjálmarsson þá fram á nafna-
kall. Málsgreinin var samþykkt
með 19 atkvæðum gegn 15 at-
kvæðum Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks eins og fyrr sagði.
—GFr
LEIKFÉLAG ^2 22
REYKJAVlKUR ■P
SKJALDHAMRAR
i kvöld. — Uppseit.
föstudag. — Uppselt.
sunnudag kl. 20,30.
SAUMASTOFAN
fimmtudag kl. 20,30. — 50. sýn.
laugardag kl. 20,30.
Miðasalan i Iðnó er opin frá kl.
14 til 20,30. Simi 1-66-20.
if’þJÓÐLEIKHÚSIfi
FIMM KONUR
i kvöld kl. 20.
Næst siðasta sinn.
IMYNDUNARVEIKIN
Frumsýning fimmtudag kl. 20.
2. sýning föstudag kl. 20.
3. sýning sunnudag kl. 20.
NATTBÓLIÐ
laugardag kl. 20
Næst siðasta sinn.
Litlasviðið:
LITLA FLUGAN
i kvöld kl. 20,30.
Fáar sýningar eftir.
Miðasala 13,15-20.
Simi 1-1200.
b PÚSTSENDUM
TRULOFUNARHRINGA
Joliiiiints TLrifsson
TLoiig.iUrtu 30
émni 19 200
Árnesingar!
Ónæmisaðgerðir gegn mænuveiki
fara fram sem hér segir:
Á heilsuverndarstöð Selfoss þirðjudagana
25. mai, 1. júni og 8. júni kl. 16.30—18.30.
Á læknamóttökunum i Hveragerði
fimmtudaginn 20. mai, i Þorlákshöfn
mánudaginn 24. mai, á Eyrarbakka
fimmtudaginn 3. júni, á Stokkseyri föstu-
daginn 4. júni — frá kl. 16.30—18.30.
Heilsuverndarstöð Selfoss
F.Í.B.
RALLY
Rallykeppni F.Í.B. 1976 verður
haldið 12. júni næstkomandi.
Væntanlegir keppendur gefi sig
fram við keppnisstjórn á skrifstofu
F.Í.B. Ármúla 27, hið allra fyrsta,
þar sem formleg
umsóknareyðublöð ásamt nánari
upplýsingum liggja frammi.
Umsóknarfrestur rennur út 2. júni.
Keppnisstjórn.