Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 16

Þjóðviljinn - 19.05.1976, Síða 16
PJÚÐVIUINN Miðvikudagur 19. mai 1976 37 þús. í húsaleigu Veistu það, að húsaieiga fyrii 4ra herbergja ibúð er a.m.k. 37 þusund á mánuði fyrir utan ljós og hita og árið greitt fyrirfram Blaðið hafði fregnir af þvi i gær, að fjölskylda greiðir 37 þúsund á mánuði fyrir 4rra herbergja ibúð. Skyldi greiða árið fyrirfram. Nú átti fjöl- skyldan litla peninga og varð því að taka bankalán. Til við- bótar fyrrgreindri upphæð þurfti þvi fjölskyldan að greiða vexti af peningaupphæðinni. Nú háttar svo til i lögum, að húsaleiga er ekki frádráttar- bær. Þvi skiptir engu fyrir leigjanda hversu mikið hann þarf að greiða. Hins vegar skiptir hér nokkru fyrir leigu- sala, þvi tekjur af húsaleigu þarf að telja fram til skatts. I þvi dæmi, sem að framan er getið var það skilyrði fyrir þvi að ibúðin fengist á leigu, að ekki væri meira gefið upp til skatts en 15 þúsund króna mánaðar- leiga. Þannig greiðir húsa- leigjandinn ekki einungis okur- leigu heldur og skattinn fyrir húseigandann. —úþ Dauði Nýjasta nýtt í Vængjadeilunni: Skrifstofustúlku sagt upp störfum Grunuð um samúðmeð flugmönnum Deila stjórnar Vængja hf. við flugmenn tekur á sig sifellt annarlegri blæ. Til að mynda var skrifstofustúlka, sem hjá félaginu hefur unnið í tvö ár rekin þaðan i gær grunuð um að hafa samúð með flugmönnum. Á mánudag var skrifstofu- stúlkunni, Þórunni Sigurðar- dóttur, gefinn kostur á að segja upp störfum. Siðar þann dag hringdi framkvæmdastjóri Vængja, Hafþór Helgason, til hennar og spurði hana hvort hún væri búin að hugsa málið. Sagði hún nei við þvi, og sagði þá framkvæmdastjórinn henni, að hún fengi fri fram til mánaðarmóta mai- júni. Á þriðjudagsmorgun mætti Þórunn á skrifstofu Verslunar- mannafélags Reykjavikur og spurði ráða. Þar var henni ráð- lagt að mæta til vinnu, sem hún gerði. Eftir að Þórunn hafði verið við vinnu i smátima mætti framkvæmdastjóri félagsins og spurði hvort hún væri ekki i frii. Visaði hún til VR á staðnum, og sagði framkvæmdastjórinn Þórunni þá upp störfum. Er greinilegt, að deila Vængjastjórnar við flugmenn hefur gjörsamiega brenglað dómgreind stjórnarmanna. —úþ Þórunn Sigurðardóttir V-þýsku samningarnir og bókun 6: Það hefur ekkert nasísks fjölda- morðingja DUSSELDORF 18/5 Reuter — 73 ára gömul kona, Elisabeth Minna Orlowski, sem ákærð var fyrir að hafa átt þátt i að myrða um 1000 fanga i Majdanek, einangrunar- fangabúðum nasista i Póllandi, lést um helgina á sjúkrahúsi. Hún var meðal 15 manna sem eru fyrir rétti i Dusseldorf, sakaðir um á- byrgð á morðum á gyðingum i Majdanek á árunum 1941-1944. Orlowski er meðal annars ákærð fyrir að hafa persónulega valið úr um 100 börn til að verða tekin af lifi i gasklefum. Réttarhöldin yfir þessum fimmtán hófust i nóvem- ber s.l., og er ekki lokið enn. Aðalfundur ABR Aðalfundur Alþýðu- bandala gsins i Reykjavik verður haldinn miðvikudag- inn 26. þessa mánaðar i Lindarbæ og hefst kl. 20.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- störf. 32 breskir togarar á miðunum Þrjátiu og tveir breskir togarar voru hér að við land i gær i fylgd með flota dráttarbáta og her- skipa. Flestir voru komir suður fyrir friðaða svæðið út af Langa- nesi. Um 19 togarar voru á Hval- bakssvæðinu. Af 21 togara sem gæsluvélin Týr sá greinilega i gær á eftirlitsflugi voru aðeins sjö að veiðum. nýtt gerst í segir utanríkisráðuneytið Rikisstjórnin hafði það sem yfirvarp, þegar á hana var,skorað að segja samningunum við v- þjóðverja upp um siðustu mánaðarmót, þar sem bókun 6 væriekki enn komin til fram- kvæmda, að unnið væri að lausn málsins af fullum krafti og þá á múlinu Þannig er það ljóst, að Þjóð- verjar geta ekki þokað þessu máli um fet, hvorki nú frekar en áður. Þannig er það einnig ljóst að rikisstjórnin vissi vel að það var nákvæmlega ekkert að gerast i þessu máli fyrir 3 vikumsiðan þegar hún hafði það sem. afsökun fyrir þvi að segja samningunum við v-þjóðverja upp, að unnið væri að lausn málsins af fullum krafti. —S.dór svo viðkvæmu stigi að hún tcldi ckki rétt að segja samningunum upp þcss vegna. — Nei, það hefur ekkert nýtt gerst i þessu máli, sagði Hennrik Sv. Björnsson ráðuneytisstjóri i utanrikisráðuneytinu i gær þegar við spurðumst frétta af málinu. Stjórnarkreppu afstýrt í Finnlandi HELSINKI 18/5 NTB — Stjórnar- kreppunni i Finnlandi hefur verið afstýrt. t dag tók forsætisráð- herrann, Martti Miettunen, aftur lausnarbeiðni rikisstjornarinnar, en lausnarbeiðnin varlögð fram á fimmtudaginn. Urho Kekkonen Finnlandsforseti neitaði að taka lausnarbeiðnina tii greina og kom fram með málamiðlunartillögu, sem allir stjórnarflokkarnir, sex að tölu, hafa fallist á. Stjórnarkreppan stafaði af deilum um söluskattshækkun, sem f ó 1 k d e m ó k r a t a r (kommúnistar og fl.) eru mót- fallnir. Kekkonen spurðist fyrir um, hvort stjórnarflokkarnir gætu hugsað sér að halda sam- starfinu áfram þótt svo að þing- menn fólkdemókrata greiddu at- kvæði gegn söluskatts- hækkuninni. Martti Miettunen — stjórn hans situr áfram. Aðalfundur Járnblendifélagsins á morgun: Allt er enn í óvissu með hvað Union Carbide gerir á fundinum Aðalfundur Járnblendifélags- ins verður haldinn hér á landi á morgun, fimmtudag, og að sögn Asgeirs Magnússonar forstjóra félagsins er ekki vitaö hvað með- eigandi rikisins i fyrirtækinu, bandariska féiagið Union Carbide gerir en sem kunnugt er hafa forráðamenn bandariska félags- ins gefiö i skin að þeir vilji hætta þátttöku i byggingu járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga og af þeim sökum hafa allar framkvæmdir við verksmiðjuna stöðvast. Ásgeir sagðist fastlega gera ráð fyrir að bandarikjamennirnir myndu formlega fara þess á leit á fundinum að verða leystir frá samningi, en til þess þarf sam- þykki rikisstjórnarinnar. Hins- vegar sagði hann að ef ekki yrði fallist á þessa ósk UC, gæti bandariska fyrirtækið stöðvað allar framkvæmdir við verk- smiðjubygginguna, þarsem sam- þykki beggja þyrfti fyrir öUum lántökum. Hvað viðkemur viðræðum við norðmenn um að norskt fyrirtæki gangi inni félagið i stað UC, er það mál allt enn á viðræðustigi og ekki vitað hvað norðmennirnir gera, en Asgeir sagði að það væri sist minni áhugi á að fá þá inni fyrirtækið en bandarikja- mennina. En sem sagt, aðalfundurinn er á morgun og þá munu linurnar skýrast i þessu máli. —S.dór Mótmælaaðgerðir PARÍS 18/5 NTB—UPI — Franska blaðið Le Figaro hefur eftir fréttaritara sinum i Moskvu aðskorturáýmsummatvörum sé farinn að valda óánægju viða i Sovétrikjunum og sumsstaðar hafi komið til mótmælaaðgerða af Framhald á bls. 14. Eanes er taiinn hafa mesta sigur- möguleika forse taef nanna þriggja. Komm- únistar í portúgölsku forseta- kosningunum LISSABON 18/5 NTB-REUTER — Einn af forystumönnum Kommúnistaflokks Portúgals, Octavio Pato, hefur ákveðið að bjóða sig fram i forsetakosn- ingunum.sem fara fram i landinu I næsta mánuði. Er hann þriðji frambjóðandinn, sem hefúr gefið sig fram, en hinir eru Antonio Ramalho Eanes, yfirhershöfðingi landhersins, og Jose Pinheiro de Azevedo, forsætisráðherra. Pato er sá eini þeirra þriggja sem ekki er herforingi. Eanes er talinn hafa mesta möguleika til aðná kosningu, þar eð þrir stærstu stjórnmálaflokk- arnir, Sósialistaflokku rinn , alþýðudemókratar og miðdemó- kratar og þar á ofan herinn i tveimur af þremur hersvæðum landsins hafa lýst stuðningi við hann. Enginn stjórnmálaflokkur hefur lýst yfir stuðningi við Azevedo. Yfir 300 fallnir í Líbanon á 2 dögum BEIRUT 18/5 NTB-Reuter- URI—Harkan I borgarastríðinu i Libanon er nú með mesta móti og er giskað á að um 300 manns að minnsta kosti hafi vcrið drepnir siðustu tvo dagana. t Beirút var stórskotaliði mikið beitt i nótt og skothríðinni að miklu lcyti beint að ibúðarhverf- um, sem hafa litla eða enga hernaðarlega þýðingu. Forsætirráðherra Libiu, Abdel- Salam Djallúd, fór i dag heim- leiðis frá Beirút, en þar hafði hann dokað við i sólarhring á leið frá Damaskus. Hann hét i dag libönskum vinstrisinnum og palestinsku baráttusamtökunum fullum stuðningi Libiu, en þaðan fá libanskir vinstrimenn þegar vopn. Einnig þóttust fréttamenn skilja á Djallúd að Libia væri áfram um það að Sýrlans kallaöi her sinn frá Libanon, en tugþús- undir sýrlenskra hermanna og palestinskra skæruliða, sem sýr- lendingum eru hlynntir, hafa siðustu vikurnar farið inn i Libanon. f stjórnmálunum gengur hvorki né rekur. Elias Sarkis, sem þingið kaus forseta yfir landið 8. mai. hefur enn ekki tekið við embætti, þar eð fráfarandi forseti, Suleiman Franjieh, hefur til þessa neitað að sleppa embættinu við hann. Þeir Sarkis og Franjieh eru báðir kristnir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.