Þjóðviljinn - 23.05.1976, Side 6
6 StÐA — ÞJÓÐVÍLJINN Sunnudagur 23. mai 1976
LÚÐVÍK JÓSEFSSON:
AÐ LOKNU ÞINGI
Stjórnleysi er
Stjórnleysi á öllum sviöum er
einkenni stjórnarstefnunnar. A
tveggja ára stjórnartima hefir
gengi erl. gjaldeyris hækkað um
80% og dýrtiðin aukist um 80-85%.
Vextir eru orðnir 24% algeng-
ast, en stundum hærri vegna
ákvæða um verðtryggingu.
Þjóðarframleiðslan minnkar.
Samdráttur er augljós i mörgum
greinum. Fjármál rikissjóðs eru i
óreiðu. Landhelgismálið er i
hættu i höndum núverandi rikis-
Þá hefir Alþingi lokiö störfum
að sinni, en eftir situr rikisstjórn
Geirs Hallgrimssonar og þarf
ekki að óttast umræður á þingi,
eða ákvarðanir Alþingis næstu
fjóra mánuði.
Vinnubrögðin á Alþingi siðasta
hálfa mánuðinn voru býsna ein-
kennandi fyrir núverandi rikis-
stjórn. Þegar komið var fram i
mai-mánuð var eins og það
reynni upp fyrir ráðherrunum, að
flest mál, sem einhverju máli
skiptu og lögð höfðu veriö fyrir
vaxandi mæli i samstarfi
stjórnarflokkanna.
Slik bilun hefir komið fram i
verkleysi og sifelldum drætti á að
afgreiða mál, sem taka hefir
þurft afstöðu til.
Og nú undir þinglokin hefir
þessi bilun sýnt sig á þann hátt,
að einstakir stjórnarþingmenn og
ráðherrar hafa lent i hörðum deil-
um um afgreiðslu mála og i
nokkrum tilfellum hafa ráðherrar
orðið að þola niðurlægingu, eða
sneypulega afgreiðslu mála.
varpi um svonefnda „jafnstöðu”
kvenna og karla. Frumvarpinu
var öllu umturnað i meðferð Al-
þingis og i rauninni stendur þar
litið eftir af málamyndaorðskrúöi
ihaldsins um „jafnstöðu”, en
hinsvegar undirstrikuð fyrri laga-
ákvæði um jafnréttisráð.
Ragnhildur Helgadóttir varö
æf út afþessum breytingum, og þó
hefir henni eflaust fundist nokkur
bót i máli að vegur Gunnars óx
ekki af þessu máli.
Afstaða Ragnhildar Helga-
stæðri steftiu í iandhelgismáfinu
við stefnu rikisstjórnarinnar.
Þeir vildu báðir kalla sendi-
herrann hjá Nató heim i mót-
mælaskyni við svik Nató i málinu
og þeir töldu það illan kost aö
þurfa að sitja viö hliðina á bretum
á Nató-fundinum i Osló.
Geir Hallgrimsson vill hins-
vegar þrýsta sér sem fastast upp
að Nató og vill semja við breta
um veiðar i landhelginni og hann
hefir Einar. Agústsson á sinu
bandi.
Þessi mynd var ' tekiin við þingslit s.l. miðvíkudag. — Ljósm. — eik
V ‘f |l fu f,tmf
þingið. láu enn óafgreidd hjá
rikisstjórninni sjálfri.
I mai-byrjun var þvi rokiö upp
til handa og fóta. Fundir voru
haldnir á Alþingi ekki aðeins á
daginn heldur á hverju kvöldi og
fíestum nóttum og stundum fram
til klukkan hálf sex að morgni.
Fjörkippir i störfum Alþingis,
þegar dregur að þinglokum, eru
aö visu ekkert nýtt fyrirbæri, en
slikir kippir og nú áttu sér stað,
munu vera einsdæmi I sögu Al-
þingis.
Ekki getur rikisstjórn skýrt
þessi sérkennilegu vinnubrögð á
Alþingi með þvi að stjórnarand-
staðan hafi tafiö afgreiðslu mála
með löngum ræðuhöldum. Þvi fer
viðsfjarri, að nokkuð slikt hafi
gerst i þetta skiptið. Astæöan til
þess aö nú þurfti að halda fundi á
Alþingi i hálfan mánuð á hverri
nóttu og með slikum buslugangi
og hroðvirknihætti og raun varð
á.erfyrstog fremst stjórnleysiaf
hálfu rikisstjórnar, ósamkomu-
lag i liði stjórnarflokka og stjórn-
málaleg bilunar-einkenni, sem
voru að koma i ljós i samstarfi
stjórnarflokkanna.
Er samstarf
stjórnarflokkanna
að bila
Það hefir ekki farið fram hjá
neinum, sem fylgst hefir með
störfum á Alþingi i vetur, að al-
varleg bilun gerir nú vart við sig i
Arásir Visis á Óiaf Jóhannesson
fyrir framkvæmd dómsmála eru
ekkert einsdæmi. Ólafur hefir
einnig orðið að þola þá niðurlæg-
ingu að komast ekkert áfram með
fyrirætlanir sinar i landhelgis-
málinu,m.a. varðandi skipakaup,
og sjá og heyra andstöðu for-
sætisráðherrans i þvi máli, sem
jöfnum höndum hefir notað
Morgunblaöið til að fordæma
skipakaupatillögur ólafs og
notað hvert tækifærið af ööru til
að lýsa yfir i viðtölum við erlenda
aðila, aö rikisstjórnin vilji semja
viö breta og geti hugsað sér aö
hlifa bresku togurunum á miðun-
um, ef aðeins freigáturnar fara út
fyrir 200 milurnar.
1 umræðum á Alþingi skeytti
Ólafur hins vegar skapi sinu á
Ellert Schram og sakaði hann
sem form. allsherjarnefndar um
að leggjast á afgreiðslu dóms-
mála-frumvarpa
Gunnar Thoroddsen hefir átt
mjög i vök að verjast að undan-
förnu og alveg sérstaklega eftir
að hann lýsti yfir andstöðu sinni
við skrif Visis um Ólaf Jóhannes-
son.
Gunnar hefir verið ásakaður
um stjórnleysi og botnlausa
eyðsiu i orkumálum og reynt
hefir verið að kenna honum sér-
staklega um framkvæmdirnar
við Kröflu og ástandið i orkumál-
um á Noröurlandi.
Gunnar mátti, m.a. af þessum
ástæðum, þola hina mestu sneypu
I sambandi við afgreiðslu á frum-
dóttur til rikisstjórnarinnar. var
með all-mikið öðrum hætti, á
þessu þingi, en áður hefir verið.
Nú hélt hún uppi málþofi, þegar
dró að þinglokum, og gerði allt
sem hún gat til að stöðva
stjórnarfrumvarp um breytingar
á jarðalögum. Hún var stórorð i
garö rikisstjórnarinnar og
ásakaöi hana um stjórnarskrár-
brot, eða að minnsta kosti að
stefnt væri i öfuga átt við anda
stjórnarskrárinnar.
Ragnhildur fékk stuðning
nokkurra Sjálfstæöismanna, en
fárra þó. Ekki fór á milli mála að
gremja Ragnhildar var mikil og
stuðningur hennar við stjórnina
er orðinn minni en áöur.
Pétur Sigurösson sagöi hins
vegar skýrum oröum við at-
kvæöagreiöslu, aö hann styddi
rikisstjórnina áfram „um sinn”
en ljóst var á ræðu hans, að sá
stuðningur var með fyrirvara og
getur fallið niður meö öllu hvenær
sem er.
Framsókn er
orðin hrædd
Ljóst er af ýmsum viöbrögðum
Framsóknarþingmanna, að þeir
eru orðnir verulega hræddir við
afleiðingar stjórnarsamstarfsins.
I útvarpsumræðunum, sem fram
fóru rétt fyrir þinglok, lýstu báðir
ræðumenn Framsóknarflokksins,
þeir Steingrimur Hermannsson
og Halldór Asgrimsson, yfir and-
Verði stefna þeirra um undan-
slátjt fyrir bretum og Nató ofan á,
þá er skipakaupastefna Ólafs Jó-
hannessonar auðvitað eintóm vit-
leysa.
Andstaöa ýmissa Framsóknar-
þingmanna viö stefnu rikis-
stjórnarinnar i mörgum málum
kom skýrt fram undir lokin á
þessu þingi.
Vega-áætlun rikisstjórnarinnar
um framkvæmdiri vegamálum á
næstu 4 árum fékk óbliðar mót-
tökur á Alþingi.
Hlutverk Halldórs E. Sigurðs-
sonar samgönguráðherra, aö
mæla fyrir þeirri áætlun, var ekki
öfundsvert.
Samkvæmt áætluninni var gert
ráöfyrirstórfelldum niöurskuröi i
vegagerðarmálum og þó alveg
sérstaklega i lagningu nýrra
þjóövega og_ landsbrauta úti á
landi.-
Um helmingur af vegageröarfé
átti að renna til hraðbrauta I
mesta þéttbýli landsins, en fram-
lög til annarra vega að minnka að
sama skapi.
Halldór samgönguráöherra
varð að þola þá raun, að Alþingi
neitaði að afgreiða vegaáætlun
með þessum hætti fyrir þrjú
næstu ár. Vegna brúaleysis og út
úr neyð var hinsvegar samþykkt
áætlun, aðeins fyrir yfirstandandi
ár, og nokkur breyting til bóta
gerð frá tillögum rikisstjórnar-
innar.
stjórnar þrátt fyrir mjög hag-
stæöa þróun i landhelgismálum i
heiminum.
Ósamkomulag i rikisstjórninni
fer vaxandi með hverjum degi.
Telja má alveg vist, að núverandi
stjórnarstefna leiði af sér nýjar
vandræða-ráðstafanir i efnahags-
málum á næsta hausti.
Afgreiðsla næstu fjárlaga
veröur erfið.
Sennilega koma stjórnar-
flokkarnir sér saman um að gef-
ast upp og efna til Alþingis-
kosninga á næsta ári. Báðir eru
stjórnarflokkarnir orðnir dauð-
hræddir um fylgi sitt.
Hvaö er framundan?
Framundan eru Alþingis-
kosningar á næsta ári.
f þeim kosningum verður tekist
á um það, hvort áframhald á aö
veröa á slikri afturhalds-
stjórnarstefnu og nú er hér ráð-
andi, eða hvort aðstaða skapast
til myndunar framfarastjórnar.
Rikisstjórnar, sem nýtur
stuönings hinna fjölmennu sam-
taka launafólks og sem stefnir aö
aukinni þjóðarframleiöslu og
hækkun þjóðartekna, rfkisstjórn,
semtekur undir meö þeirri miklu
mótmælaöldu sem risiö hefur
gegn Nató-aðild og gegn her-
stöðvum, en fyrir þvi að
islendingar nýti sjálfir á hyggi-
legan hátt auðlindir landsins.
Timann fram að næstu kosning-
um þurfa vinstri menn aö nota
vel.