Þjóðviljinn - 23.05.1976, Page 8
S Sil>.\ — l>.lol)VlLJI\\ Sunnudagur 23. mal 1976
Sófókles, Goethe, Spillane, Dickens, Evert Taube; óllkir höfundar en allir feiknalega vinsælir.
„metsöl u höf u nda r”
og lesendur þeirra
Áke Lundkvist heitir
sænskur gagnrýnandi sem
hefur tekið sér fyrir hend-
ur að kanna fimm höf-
unda, sem uppi voru á
mjög ólíkum timum og
eiga sjálfir næsta fátt
sameiginlegt — annað en
það, að samtíðarmenn
þeirra tóku þeim með
miklum áhuga og hrifn-
ingu. Lundkvist fjallar
reyndar ekki mjög um
verk þeirra sjálf, heldur
fyrst og fremst um það,
hvaða upplýsingar vin-
sældir þeirra gefa um
lesendur þessara ,,met-
söluhöfunda". (Áke Lund-
kvist: ,.och lásaren blir
nöjd. Fem författare och
deras publik. Aldus).
Höfundur spyr m.ö.o. hvernig
stóö á þvi, að hinn harm-
þrungnasti allra harmleikja-
skáida, Sófókles, náði svo sterk-
um tökum á áheyrendum sinum á
fjórðu öld fyrir Krist i Aþenu, sem
einmitt þá stóð á hátindi auðs og
hervalds? Hvers vegna náði
Oliver Twist Charles Dickens
þeirri firna útbreiðslu sem raun
bar vitni? Hvernig ber að útskýra
þá hitasótt sem greip um sig
meðal lesenda skáldsögu Goethes
„ÞrautirWerthersunga”. Eða þá
staöreynd, að miljónir skyldu-
rækinna og löghlýðinna borgara
tóku fegins hendihinumdólgslegu
leynilögreglusögum Mickey
Spillanes. Og að lokum kemur
höfundur nær heimaslóðum: af
hverju elskar sænska þjóðin
Evert Taube?
Verið ekki hræddir
Ake Lundkvist reynir, með
texta og söguþekkingu, að draga
upp mynd af viðtakendum
þessara verka — sameiginlegri
reynslu þeirra, ótta, óskum, þörf
þeirra fyrir huggun og útskýr-
ingu. Þetta eru myndir af
lesendum i spegli bókmenntanna
Veriö ekki hræddir, segii
Charles Dickens við ensku smá-
borgarana um miðja siðustu öld
(með Oliver Twist). Smáborgara
sem annarsvegar voru smeykir
við minningarnar um frönsku
byltinguna og hinsvegar við þær
róttæku og öru breytingar á Góða
Gamla Englandi sem heims-
valdastefnan var að fremja. Höf-
undurinn lætur að þvi liggja, aö
allt muni fara á besta veg. Það
þurfi enga breytingu með tilstyrk
ofbeldis, þvi mistök eru útilokuð,
hver og einn lendir á þeim stað
sem honum ber, svo fremi hann
hagi sér vel, sé góður og sam-
úöarfullur — hvort sem hann er
rikur eða iðjusamur eða fátækur
og auðmjúkur. Þeim mun vel
farnast sem gerir sitt besta.
Og ekki getur hver sem er
huggað fólk og gert tilkall til að
honum sé trúað. Þvi Dickens ger-
ir meira en að slá á áhyggjur les-
enda, hann bendir einnig á þær.
Hann bendir á ótta þeirra við of-
beldi, við að hrapa niður i lægri
stétt, óttann við eigin hrifningu af
þvi forboðna.Bækur hans svara
tvennskonar þörfum: fyrirhvatn-
ingu og fyrir huggun.
Angist Aþenumanna
Dickens segir við sina lesendur,
að til sé bæði skipan og jákvæð
merking i tilverunni. Sófókles
segir við sitt fólk: til eru örlög en
ekkert réttlæti. Stolt og hjálpar-
leysi einkenna persónur hans,
þær endurspegla stolt og leynda
angist áhorfenda hans, manna
hins attiska heimsveldis, manna
sem lifa það ,,að hetjuleg frelsis-
barátta breytist i ódulbúna og
grimma valdpólitik, að bjartsýni
framfaranna breytist i hunskan
hugsunarhátt herraþjóðar og
finna það á sér að kúgunin er að
hneppa kúgarana (Aþenumenn
sjálfa) i þrældóm án þess að aftur
verði snúið.”
Var einhver að segja að þessi
lýsing kæmi kunnuglega fyrir
siónir nú?
óþolinmæðin
Werther Goethes: i hans spegli
sjáum við ekki ástsjúka tauga-
sjúklinga heldur kynslóð upp-
reisnargjarnra og óþolinmóðra
hugsjónamanna. Með Werther
sjá þeir i gegnum ranglæti aðals-
samfélagsins, eins og hann eru
þeir fullir af athafnaþrá en geta
engu til leiðar komið,
sundurskornir milli róttækra
frelsishugmynda og hinnar stein-
runnu stjórnskipunar i Þýska-
landi á seinni hluta átjándu
aldar.
Enn þykjumst við kannast við
þessa mynd.
Höfundur bókarinnar telur að
með sama hætti spegli leyni-
lögreglusögur Mickey Spillanes
hina pólitisku geðflækju lesenda,
sem höfðu lifað kreppu fjórða
áratugarins og fórnir striðanna og
sjá nú nægtasamfélagið spretta
ört úr grasi — en yfir höfuð
þeirra, sjá neysluhugsunarhátt-
inn breiöast út, en án þess að þeir
festi hendur á honum. Ofbeldis-
verkin hjá Spillane eru útrás fyrir
reiöi þeirra sem finnst að þeir
hafi veriö sviknir.
Lítil blómleg eyja
Og hvernig endurspeglar kveð-
skapur Everts Taube svia? Ake
Lundkvist skilgreinir tækni hans,
hvernig hann formar skáldheim
sinn sem „litla blómlega eyju,
sem er rækilega aðskilin trá
meginlandi veruleikans, hvilir
áhyggjulaus i sjálfri sér, eyju þar
sem allt lif er sett i þjónustu sak-
leysis, gleði og fegurðar”. Hann
bendir á andstæðu- og átaka-
leysið i þessum heimi.
Hann tengir sigurför Taubes —
einkum á fjórða áratugnum —
einnig i samband við tilorðningu
slagaramarkaðarins og nýja
náttúrukend hjá fólki sem i æ rik-
ari mæli safnaðist saman i stór-
borgum, iðnaðarbæjum — um leið
og fristundum fjölgar og mögu-
leikum til að leita út fyrir borg-
irnar. „í ljóðlist hefur sumar-
gleðin verið til siðan á nitjándu
öld, en i alþýðlegri tón- og söng-
list (en áheyrendur hennar eru
„neðar” i samfélaginu) slær hún
ekki i gegn fyrr en með hinum
mörgu hlöðuballalögum fjórða
áratugar”, segir höfundur.
Bók þessi er i DN talin
skemmtileg og skýrlega skrifuð.
H ressa r aftu rgöngu r
Þegar sól vermir jörð er sest
upp i bila marga og ekið til
Keflavikur tii að þreyta fæturna
og hressa andann. Það kom
strax i ljós að við vorum fleiri en
nokkur þorði að vona. Jóhannesi
úr Kötium hefði þótt vænt um
að sjá þetta, sagði einn þeirra
sem alltaf hafa gengið.
Hvers vegna þramma menn
fimmtiu kilómetra, hvers vegna
tókst þetta svona ljómandi vel?
Ástæðurnar eru auðvitað
margar og þrælslega saman
snúnar.
Skírsla
Stundum áöur voru menn
öskureiðir bandariskum her
vegna þess elds sem rigndi yfir
Indókina, og sjálfsagt er sú saga
ekki gleymd. Nató hefur aldrei
veriö jafn lágt skrifaö á tslandi
og nú — af augljósum ástæöum:
sjáið bara fiskahasarinn sögðu
unglingar við þýska sjónvarps-
menn sem voru mættir og film-
uðu mikið og tóku upp á band
fótatak manna. Þarna hafði sett
upp sina sterkustu skó sú þjóð-
ernislega viðkvæmni, sem oft
hefur dugað okkur betur en hag-
fræðin, þótt mörgum þyki það
undarlegt. Og einnig sú rót-
tækni, sem hefur lifaö meðal
ungs fólks me6 misjafnlega
sterkum athafnavilja allt frá
vorinu 1968. Jafnvel þótt þau
stórtiðindi gerðust ekki sem það
vor virtist boöa bæði i Prag og
Paris, þá er okkar partur heims
ekki samur siðan, skilningur og
næmí heillar kynslóðar er annað
en þeirrar sem á undan fór. Það
hefur sjálísagt einnegin hleypt
meira adrenalfni í blóðið, að
menn skömmuðust sín mikið
fyrir VL-undirskriftirnar, bæði
fyrir mannfjöldann sem skrifaði
undir og fyrir sjálfa sig — að
hafa ekki gert eitthvað
stórsnjallt til andsvars. Menn
voru að hreinsa sig af þessum
fjanda, gangan var öðrum þræði
skírsla.
Við sjálfír.
Gleymum þvi ekki heldur, að
það er ekki hægt lengur að
stugga fólki frá svona göngu
með spéhræöslu. Margt hefur
stuðlað að þvi, að þaö er alls
ekki hlægilegt að þramma i
þágu málstaöar. Til dæmis hin
ágæta kvennaverkfallsganga i
haustleið —þá varð margur (og
mörg) hissa á sjálfum sér af
þeim sem oft hafa heyrt böiv og
ragn um „alþingi götunnar”.
Það er nefnilega það. Og það
mætti halda lengi áfram for-
sendulistanum. Það er til dæmis
augljóst, að þeir sem ekki geta
lifað án þess að veifa rauðum
fánum og hrópa öreigar sam-
einist, þeir hafa dálítið kátlega
þörf fyrir að sýna að trotskistar
séu menn með mönnum og jafn-
vel „rúblu dýrari” en aðrir, eins
og rússar kveða að orði.
Kannski væri sá samnefnari
sem best næði til göngumanna
eitthvað á þessa leið: Þessi
fótaburður okkar i dag er yfir-
lýsing um að menn vilji standa
uppréttir og svo það, að þeir
vilja sjálfir ákveða i hvaða átt
halda skuli. Með öðrum orðum:
heyra má ég erkibiskups
boðskap, en ... Þaö er auðvitaö
ljóst, að islendingar, vinstri-
sinnar, herstöðvaandstæðingar,
geta framið mörg heimskupör.
Enginn er tryggur fyrir þeim.
En þaö breytir þvi ekki, að ef
við föllumst á það af aumingja-
skap að mikilsverðum ákvörð-
unum um Iif okkar, hlutskipti,
sé visað i aðra höfuðstaði, þá
erum við innan tiðar dautt fólk.
Færeyingadans.
Einhverju sinni var brugðiö á
þann lævisa áróður, að Kefla-
vikurganga væri sérstakiega
örvandi á tjáskipti kynjanna.
Ekki veit ég hvort þetta fær
staðist. Hitt er svo vist, að
þessi hlið málsins, l'æreyinga-
dansinn sem Þör Vigfússon
kallar svo af góðu hugviti, er
i minum augum eitt það
heillavænlegasta i svona
göngu. Menn verða eitthvað svo
djöfull skemmtilegir og bræt
sagöi ungur stúdent á bak við
mig. Kristileg kærleiksblóm
spretta upp af eyrum maóist-
anna, gott ef það drýpur ekki
afstraktur húmanismi af
trotskistunum þegar þeir gæta
sin ekki. Þú gengur með
kaupfélagsstjórum og skipstjór-
um, skáldum og pólitikusum
trésmiðum og kvenhetjum,
prófessorum og landsprófs-
mönnum og sportmönnum. Þaö
berast að allskonar fréttir af
holdsins freistingum sem bita
frekt jafnvel gamla kardinála,
af leikhúslifi i Tansaniu,
kaþólskri fyndni, viðureign
karldjöfla og kvendjöfla um
bókmenntir, þróun fjórða nall-
ans, zeturaunum Gylfa Þ. og
pólitisku baksviði þeirra, af
undirheimum og hassi, af ASt
og CIA, af feguió himinsins og
gróðri jarðar. Þorsteinn skáld
Valdimarsson hefur samið
ágæta músik við allt þetta.
Þeir sem á horfðu
Það eru lika hafðar uppi
kenningar um gönguna. Sú
glæfralegasta segir að það sé
CIA illskuflá sem hafi komið
gönguflugunni i munn her-
stöðvaandstæðinga. Til að lyfta
þeim upp svo að fall þeirra veröi
mikið, þvi nú ætli kanar að leysa
landhelgismálið og hafa fyrir
sunnudags
ást og þakkarkvak. Hugarflugið
ærslast semsagt. En ráðsettir
menn með pólitisk skilningarvit
galopin þeir segja sem svo:
þessi ganga eyðir þvi áfalli sem
VL-málið var okkar fólki og
meira en svo: gefur þvi góðan
styrk að auki.
Það tóku allir eftir þvi, að
áhorfendur, þeir sem sátu i bil-
um eöa stóðu við götuna, voru
alls ekki fjandsamlegir. Þeir
gerðu ekki hróp að göngumönn-
um. Meira að segja Garöa-
hreppur kastaði ekki nema einu
eggi. Og þetta gerðist ekki
vegna þess, að gangan væri svo
stór að andstæðingum hennar
óaði við, að þeim féllust hendur.
Nei, það var annar svipur
á þessu fólk en áður. Heiftar-
svipur var gufaöur upp, i hans
stað var forvitiö hiutleysi. Og
þeir sem áður höfðu sett upp
forvitiö hlutleysi, þeir voru nú
heldur hýrir á góðum degi.
Árni Bergmann.