Þjóðviljinn - 23.05.1976, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. mal 1976 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9
NÍELS
HAFSTEIN
SKRIFAR
DEKERT
Alva Myrdal, málmrellf
Landslag á Sikiley
list álfunnar. Meðal elstu verka
hennar i Norræna húsinu eru
nokkur sem hún vann i kúbisma,
— en sá liststill var grundvallaöur
af þeim Braque og Picasso
1907. Myndir Siri Derkert' i
kúbisma gefa ekkert eftir verkum
meistaranna fyrrnefndu, hvað þá
öðrum frægðarmönnum sem létu
heillast af þeirri stefnu, þær eru
fingerðar og mildar i litum og
rökréttar i formrænni uppbygg-
ingu.
öfugt við marga listamenn sem
ánetjast stil til frambúðar þá ,
hefur Siri Derkert breitt út faðm-
inn mót öllu þvi sem orðið gat
túlkun hennar til framdráttar.
Hún virðist að þessu leyti hafa
likst Jóhannesi Kjarval. 1 annan
stað hefur Siri Derkert haft mjög
rika og þroskaða efniskennd og er
varla til það afbrigði innan (
myndlistarinnar sem hún ekki
reyndi. Þessu til vitnis eru verk
hennar i Norræna húsinu:
blýantsteikningar, litkritar-
myndir, skúlptúr, vefnaður, |
málmrelif, klippimyndir, mál-
verk og vatnslitamyndir. Hún var
jafnvig á logsuðutækin, 'stein-
steypuna, sandblásturinn,
pensilinn og blýantinn.
Hér verða ekki rakin áhrif ein-
stakra snillinga á list Siri
Derkert, hún hefur unnið úr þeim
á sinn persónulega hátt og gefið
þeim gildi sjálfstæðs hugarflugs.
Siri Derkert virðist hafa verið
hamhleypa til vinnu og nýtt sér
stemmninguna, hún nostráði
sjaldan við verk sin og hún not-
færði sér möguleika hins hráa og
óheflaða ekki siður en fingerðari
þætti tilverunnar.
Siri Derkert er talandi dæmi
um alfrjálsan myndlistarmann,
listamann sem tekur afstöðu til
vandamála samtimans og túlkar
þau i verkum: jafnréttisbaráttu,
mengun og stjórnmál á breiðum
grundvelli. Og er það ekki sú leið
sem jákvæðust er og beinust að
hjarta almennings?
Iðnskólinn
í Hafnarfirði
Innritun fyrir næsta skólaár fer fram
24 —25. — og26. mai kl. 9.00—13.30 i skrif-
stofu skólans að Reykjavikurvegi 74.
Innritað verður i allar bekkjardeildir, þ.e.
1.2.3. áfanga, 3. og 4. bekk og verkdeild
málmiðna.
Nýir nemendur hafi meðferðis próf-
skirteini gagnfræða- eða miðskólastigs.
Skólastjóri.
Nú um stundir er það mikil
tiska i myndlistarlifi landsmanna
að tina upp úr kössum og
koffortum snifsi og bréfsnuddur
sem „meistararnir” hafa hand-
fjatlað I fátækt sinni. Skissu-
bækur, riss og krass og alls konar
dútl út úr leiðindum og einmana-
leik er borið í dagsbirtuna
almenningi til sýnis: af þessu
getur þú lært minn vin, svona
voru þessir gömlu karlar nýtnir I
kúnstinni: þeir voru nú ekki að
kasta til höndunum eða mæna út i
bláinn eins og nú virðist algengt,
nei ekki aldeilis!
Mér flaug i hug hvort sviar
hefðu frétt af ástandinu og rokið
til að gramsa i dótinu hjá sér,
sópað háaloft og kjallara i leit að
æti sem félli i kramið hérna. Mér
flaug þetta I hug vegna þess að
stærri partúrinn af yfirlits-
sýningu á verkum Siri Derkert er
af þeim toga sem listamenn eru
vanir að læsa niðri og geyma (af
óútskýrðum ástæðum). En þrátt
fyrir veikleik spekúlanta fyrir
fánýtu skrani þá eru á þessari
sýningu mörg verk sem taka af
allan efa um stærð og gildi Siri
Derkert sem myndlistarmanns,
hinu er ekki að leyna hve upp-
setning sýningarinnar og furðu-
legt val verka gefur villandi
mynd af starfi Siri Derkert, og þá
sérstaklega þeim sem ekki
þekktu til hennar áður.
Siri Derkert settist að i Paris
1913, þá kornung og móttækileg
fyrir nýjustu straumum i mynd-
rafvirkiar!
”Rafvörur” býður upp á
mikið úrval efnis til raf-
lagna, semsagt frá upp-
hafi til enda.
Ljósaperur í flestöllum
stærðum, dyrabjöllur,
raftæki og margt fleira.
Rafvirkjar á staðnum.
Laugarnesvegur 52 Simi 86411
ii/gftfc
^TOarnesveguÆ;