Þjóðviljinn - 23.05.1976, Síða 15

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Síða 15
Sunnudagur 23. mal 1976 þjóÐVILJINN — SIÐA 15 Ævintýriö um Kua-Kúra og töfranetið Fyrir löngu, löngu, mörgum mannsöldrum áöur en hvitir menn komu til Nýja-Sjálands, fiskuðu Maóriar bæöi á færi og i net. Guö sjávarins, Tangóra, var gjafmildur viö börn jaröarinnar og gaf rikulega veiöi. Guðinn Tangóra átti ótal tegundir fiska, sem voru gómsætir aö éta. Stund- um hrakti hann stóra hvali og hákarla upp aö ströndinni, svo aö fólkiö gæti gætt sér á þeim. Fólkiö, sem þarna bjó i landinu Te-tka, nötaöi fiskbein i öngla sina. Oft þegar tungl var fullt, réru Maoriar út á sjó á bátum sinum, þeir renndu færum úr hampi, en beittu önglana meö smádýrum, sem liföu i sandinum á ströndinni. Stundum var veiöin mikil, stundum litil. Þegar góöur friður rikti meöal guöa jaröarinnar og guða loftsins og guöa hafsins, þá launaðí Tangóra fiskimönnunum vel erf- iöið. En þegar Tanviri-Meta vind- urinn og Tangóra deildu, voru ógæftir i marga daga. En fólkinu i landinu Te-lka f jölgaöi, er timar liöu og er þjóöin læröi aö rækta jöröina og snara börn skógarins, dýrin og börn loftsins, fuglana var nóg aö éta. Karlmennirnir eyddu miklu af tima sinum viö veiöar, bæöi á sjó og landi. Þeir notuöu spjót og örv- ar viö landdýrin, en net og öngla við fiskveiðarnar. Konurnar hugsuöu um heimilin, spunnu og ófu klæöi úr hampi og skreyttu þau með stélfjöörum Húia-páfa- gauksins. Jarðyrkjan var mjög timafrek, svo aö minni timi varö til fisk veiöanna. Nú máttu menn varla vera að þvi aö liggja allan daginn yfir fiski, eöa róa bátum sinum á brjóstum Tangóra, sjávarguðs- ins, en samt var mikil þörf fyrir fisk. Þarna bjó einu sinni mjög vitur maður kallaöur Kúa-Kúra. Þegar hann var eitt sinn aö daglegum störfum i Pa sinu (húsi sinu) kom ailt i einu yfir hann löngun til aö ferðast. Honum fannst hann allt i einu þurfa aö fara til Te-Ra-Rava fólksins. Þessi hugsun sótti á hann dag og nótt. Að lokum hélt hann af staö gagntekinn af feröa- hug. Eftir langt og erfitt feröalag gegnum skóga, kom hann til stað- ar, sem nú er kallaöur Ran-Gio- Via. Þar, sem hann fer nú eftir sjávarströndinni, tekur hann eftir þvi, aö á einum staö hefur veriö gert aö miklum fiski. Hann varö undrandi, þvi að hann vissi, að þarna bjó fátt fólk. Þegar hann fór aö athuga fót- sporin i sandinum, sá hann, aö þau voru frá þvi um nóttina, en ekki frá morgninum eöa degin- um. Þá segir Kúa-Kúra viö sjálfan sig: „Þessi för eru ekki eftir mennska menn, heldur álfa”. Hann ákvaö aö biöa þarna á ströndinni um nóttina, kannski gæti hann lært eitthvað nýtt, til aö kenna fólki sinu lengst i suöri, þegar hann kæmi heim. Þegar leiö aö kvöldi, kom hann sér fyrir á staö, sem litið bar á. Nóttin var dimm, en litil skima af Tvö ævintýri maóría tungli, og Kúa-Kúra var þakklát- ur fyrir það. Hann haföi ekki beð- ið lengi, þegar hann heyrði hróp- að: „Komið hingað með netin”. Álfarnir komu nú saman á ströndinni og drógu á eftir sér stór net, sem þeir festu við báta sina og lögöu á sjóinn. Þeir réru af stað frá ströndinni og sungu glaðlega: „Við vörpum út netun- um hjá Ran-Gio-Via og tökum þau upp hjá Mama-Kú”. Þetta höföu þeir margsinnis yfir. Og ekki leiö á löngu, þar til netin voru full af fiski úr djúpinu. Mikill fjöldi af makril spriklaði i netun- um hjá þeim. Alfarnir komu nú að landi, og þegar þeir drógu aflann i land blandaði Kúa-Kúra sér i hópinn og dró netin með þeim. Hann var mjög ljós yfirlitum, svo álfarnir tóku ekkert eftir honum i tungls- ljósinu. Rétt i fyrstu morgun skimunni náöust fyrstu fiskarnir i land, en margir sprikluöu út aft- ur, en álfarnir voru duglegir og létu þá ekki sleppa. Alfarnir unnu hratt og brátt voru öll netin komin i land og þaöglytti á stórar fiski- kasir á ströndinni. Kúa-Kúra var skemmt. Ef hann gæti nú aðeins lært af álfunum, hvernig fiskinetin voru gerö, þá þyrftu Maóriar ekki aö eyöa eins miklum tima viö fiskveiöar eins og nú, hugsaði Kúa-Kúra. Svona uppgripaafli mundi fæöa heilan ættflokk i marga daga. Álfarnir fóru aö safna fiskinum saman, þeir höföu hröö handtök, þvi aö þeir þurftu aö hafa lokið verkum fyrir sólaruppkomu. Þeir þræddu hampstreng gegnum tanglið og munninn á fiskunum, þangaö til hver seilin eftir aðra var full. Kúa-Kúra lyfti einni seilinni, en hnúturinn rann til og allur fiskur- inn fór af seilinni. Margir álfar hlupu til að rétta honum hjálpar- hönd. Einn álfurinn hnýtti hnút á seilarendan, en Kúa-Kúra leysti hann i laumi, svo allur fiskurinn féll á jörðina. Þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Þannig tafði hann álfana og hægt og hægt kom sólin upp. Þegar albjart var orðiö, sáu álfarnir að Kúa-Kúra var mennskur maður. Margir þeirra ráku upp hræðslu-óp um leiö og þeir hurfu með irafári, en skildu eftir fiskinn, bátana og netin, og Kúa-Kúra stóö þarna einn eftir. Engin ummerki voru sjáanleg eftir álfana, nema fiskurinn, net- in og bátarnir. Kúa-Kúra safnaði nú netunum saman meö mikilli gleöi. Hann athugaði möskvana og hnútana og hvernig netip voru gerö. Þegar hann haföi sett allt þetta nákvæmlega á sig lagði hann af staö heim i þorpið sitt glaöur og hamingjusamur. Nú vissi hann, hvernig stóð á þessari feröalöngun, sem hann var gripinn allt I einu. Þetta var gjöf frá guöunum, svo að hann gæti lært fiskveiöar af álfunum. Svo gat hann kennt börnum sin- um þetta og þau aftur sinum börnum. Svona læröu Maoríar fiskveiðar. sem þeir nota enn i dag.af álfum i Ran-Gio-Via. Og þeir minnast meö þakklæti forfööúr sins Kúa-Kúra. Hinemóa fagra frá Rótórúa Lengst úti i hinu dimmbláa Rótórúa-vatni liggur eyjan Mó-Kói'a reglulegt undraland frá náttúrunnar hendi. Úti i eyjunni er heit uppspretta, sem hinir inn fæddu nefna Te Vakimil- úa-e-Hinemóa, eða lind Hinemóu. Staðurinn er lika þekktur með Máritönum og Pak-Heum (hvitum mönnum) undir nafninu Laug Hinemóu. Umlukt mosa- gróðri og hinum fögru toe-toe blómjurtum og hávöxnum runn- um er lindin eins og gimsteinn, verðugt sögusvið ævintýrisins um Maoristúlkuna hina fögru Hinem- óu. Hinemóa var dóttir Umukaria, höfðingja Ovata ættflokksins, sem bjó hinum megin við vatnið. Hún var ættgöfug og fögur og svo glæst, að hún var elskuð af öllum hermönnum Rótórúaþjóðarinnar. En unglingurinn Tútaneki elskaði hana samt mest af öllum og vildi fá hana fyrir konu. Tútaneki var af lágum stigum, aöeins fóstursonur Vakúa höfð- ingja Nagati-Vakúa ættarinnar, sem bjó á eyjunni Mo-Koia. Stundum héldu Maoriar i Rótórúa héraði mikil þing. Þar komu menn af ættflokki Hinemóu og ættflokki Tútanekis saman til hátiðahalds og til að þinga um áframhaldandi strið eða frið. Og svo bar við, að Hinemóa og hermaðurinn ungi mættust og sáu i augum hvors annars speglast þá ást, sem áður hafði búið i leyni i hjörtum þeirra. En nú fór verr Ovatahöföinginn vildi ekki sam þykkja þenna ráðahag, svo að ungi hermaðurinn þorði lengi vel ekki að nálgast Hinemóu. A eynni, þar sem Tútaneki bjó er hæð kölluð Kæveka og þangað fór Tútaneki hvert kvöld með vini sinum Tiko. Þeir léku á hljóð- pipur, og hljóðfæraslátturinn barst á öldum vatnsins langt burt. Hinn mjúki andvari bar hljómlistina yfir vatnið alla leið til Ovata, þar sem Hinemóa bjó. Hún hlustaði fagnandi, hún vissi að það var Tútaneki, sem lék. Þótt ekkert orö væri sagt, þá vissu þau um og fundu ást hvors annars. Hinemóa skildi þennan ástaróð Tútanekis. Löngu seinna safnaðist Ovata- fólkið og Mó-Kóiáfólkið aftur saman á ráðstefnu, en þá tók Tútaneki kjark i sig og sendi mann til Hinemóu til að segja henni af ást sinni, en hún svaraði, að hún elskaði hann jafnmikið. Þegar hálfbræður Tútanekis komustá snoðir um þetta, fylltust þeir fyrirlitningu. Þeir sögöu við Tútaneki: „Svona göfug stúlka fer nú ekki að lita á mann af svona lágum stigum eins og þig”. Tútaneki svaraði ekki, þvi að Hinemóa haföi lofað að yfirgefa sitt fólk og leita hamingjunnar sem brúður hans á eynni Mó-Kóia. Hann vissi, aö hún mundi koma til hans yfir vatnið i bátnum sinum næst, þegar hann léki á flautuna. Þegar rökkrið kom, fóru þeir Tutaneki og Tikó að spila. En nú var frændur Hinemóu farið að gruna margt, þeim fannst hún heilluð af ást, svo að þeirlétu draga alla báta langt á land upp. Þegar Hinemóa kom til strandarinnar og fann engan bátinn, settisthún á ströndina og hugsaði með trega um Tútaneki og hvernig þau voru skilin, aö uns húnstóðst ekki mátið og ákvaö að synda yfir vatnið til Mó-Kóia. Nóttin var dimm, vatnið var kalt og þaö var langur vegur til eyjarinnar. Hún hikaði ekki, heldur festi sex tóma Gúnds- ávexti við mitti sér, svo að hún sykki ekki. Svo gekk hún upp á háan klett og ákallaði Iri-lri-Kapúa (Stoð himinsins). Þar sem þessi klettur stendur á vatnsbakkanum er nú kallaö Veriveri. Hún stakk sér i vatniö og synti i áttina til Mó-Kóia. Eftir langt sund náði Hinemóa taki á gömlu, föllnu, hinevata-tré, sem llaut á vatninu. Hinemóa hékk nú á þessu tré og hvDdi sig og safnaði kröftum áður en hún tæki aftur til sunds. Þó að hún væri uppgefin flaut hún nokkuð með straumnum ogvar haldið uppi af ávöxtunum, sem húnbatt við sig. Hún gat ekki áttað sig á neinu, nema hinum veiku tónum frá hljóðpipum Tikos og Tútanekis. Hún náði tandi skammt frá þorpi Tútanekis, þar sem heita lindin sprettur fram og blandast köldu vatninu. Lindin Te Vaki milúa er aöeins skilin frá vatninu meö mjórri klettabrik. Hinemóa steig skjálfandi og þreytt niður i heita vatnið. Hún fann brátt þreytuna liða úr sér og fylltist unaði við tilhugsunina um unnusta sinn. Þegar Hinemóa var að verma sig þarna i lauginni, þá varð Tútaneki þyrstur og sendi þjón sinn tilaðsækja vatn skammt þar frá sem Hinemóa hvildist. Þegar Hinemóa sá manninn varö hún hrædd og spurði: „Fyrir hvern ertu að sækja vatn?” Þjóhninn svaraði: „Það er harida Túteneki”. „Geföu mér þaö,” sagöi Hinemóa. Þegar hún hafði drukk- ið, kastaöi hún skálinni i klettinn og braut hana. Þjónninn fór til Tútanekis og sagði honum hvern- ig farið hafði. „Farðu aftur”, sagði Tútaneki. Hinemóa tók skálina aftur af þjóninum og braut hana á klettin- um, en þjónninn sneri við. Þetta þótti Tútaneki undarlegt og greip vopnsin oggekk niðurað vatninu. Hann var reiður og skipaöi hin- um ókunna gestiaðgefa sig fram. Þegar Hinemóa þekkti röddina skreiö hún undan klettinum og faldi sig i háu grasi, en gægðist aðeins fram til að sjá, hvort Tútaneki fyndi hana. Tútaneki fór að leita þarna i kring og að sið- ustu þreif hann hönd hennar og sagði: „Hver ert þú?” Stúlkan svaraði: „Það er ég, Tútneki, Það er ég Hinemóa.” Hún reis nú upp og féll i faðm unnusta sínum. Þarna uröu fagnaðarfundir. En Tikó, besti vinur Tútanekis, varð einmana eftir. Hann hafði hjálpað meö tónum sinum aö leiða Hinemóu á rétta leið. Þá varð Tútaneki sorgmæddur vegna vinar sins og óskaði að fósturfaðir hans gæfi Tikó fóstur- systur sina fyrir konu. Gamli maðurinn gerði það og Tikó gladdist af vináttu Tútanekis og fegurð brúðar sinnar. Afkomendur Hinemóu og Tútanekis búa enn i dag á eyjunni i vatninu. Þeir segja frá þvi með stolti, hvernig formóðir þeirra synti til eyjarinnar Mó-Kóia á fund unnusta sins yfir vatnið Rótórúa. Ennþá kunna þeir að syngja sönginn um Hinemóu. Þaö var formóöir mjn, sem hingaö svam hin fagra Hinemóa... - Þorvarður Magnússon þýddi 1 > TT m 2 > n m 30 Z X > 30 o- 30 O- 3 2 o (/> x < > n c X > 30 m v> H ■n 30 > o m Kaupmannahöfn er stœrsti ferðamarkaður Norðurlanda i sumar f Ijúgum við 3 kvöld i viku til Kaupmanna- hafnar á mánudögum, miðvikudögum og föstu- dögum. Héðan verða farnar 4 ferðir i viku til Narssarssuaq i sumar. „Hvaö er svo glatt sem góöra vina fundur” kvaö Jónas Hailgrimsson i Kaup- mannahöfn fyrir nærri 150 árum. Enn má rekja spor Jónasar i borginni viö sund- iö. Kaupmannahöfn er mesta samgöngumiöstöö á Noröur- löndum. Þaöan liggja leiöir til allra átta. A feröamarkaöi Kaupmannahafnar er feiki- legt úrval feröa um allan heim. Þar fást dýrar feröir og ódýrar, langar og stuttar, til austurs og vesturs og til noöurs og suöurs. SAS er áhrifamikill aöili á feröamarkaöi Kaupmanna- hafnar. Góö þjónusta SAS saman- stendur af mörgum þáttum og miklu starfi. Hér eru fáein atriöi nefnd, sem setja svip- mót á slarfsemi SAS: Umhyggja fyrir farþegunum frá upphafi feröar til leiöar- loka. Flugvélar af nýjustu og bestu geröum. Skandinaviskt starfsfólk um allan heim. Sérstök sæti fyrir reykingar- menn. Fyrirgreiösla i fjarlægum löndum. Matur fyrir sykursjúka, grænmetisætur og smábörn, sé hann pantaöur I tæka tiö. Á löngum flugleiöum skiptir slikt máli. Þjónusta SASer rómuð um allan heim vegna þess, að starfsmenn félagsins leggja sig fram um að greiða fyrir viðskiptamönnunum eftir því sem efni standa frekast til. S4S Laugavegi 3 Simar: 21199 22299 I df)SSA SINGAPORE NAIROBI JOHANNESARBORG TO

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.