Þjóðviljinn - 23.05.1976, Page 16

Þjóðviljinn - 23.05.1976, Page 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 23. mal 1976 Umsjón: Magnús Rafnsson og Þröstur Haraldsson Sú mynd sem við fáum er ákaflega takmörkuð Tónlistaruppeldi islend- inga er fyrirbæri sem Klásúlur hefur lengi langaðtil að festa hönd á. Á hvernig tónlist er þjóðin fóðruð í fjölmiðlum, á skemmtistöðum, í skól- um? Hverjir hafa sterk- ustu mótunaráhrifin á tónlistarsmekk manna og hvernig rækja þeir hlut- verk sitt? Eins og sjá má, er þetta tröllvaxið verkefni, sem ekki verður afgreitt á einni síðu í dagblaði. En svona til þess að hefja starfið leituðu Klásúlur til Atla Heimis Sveins- sonar tónskálds og ræddu við hann vítt og breitt um tónlist, fjölmiðla og ann- að sem upp kom. Sp. A tónlist einungis erindi til fárra útvaldra eða getur alþýöa manna notið hennar? AHS: Ég held að allir geti not- ið tónlistar. Þó er talað um að fólk sé músikalskt, en ég veit ekki til þess að sams konar hug- tak sé til i öðrum listgreinum. Sumir virðast hafa meiri þörf fyrir músik en aðrir eða eru móttækilegri, og það kann að vera að þetta sé sérgáfa, en þá held ég að hún sé tiltölulega al- menn. Tónlistariðkun og tónlistarneysla virðist fylgia öllu mannkyni og vera útbreiad Músfk er höfð við hönd við ákaf- lega mörg tækifæri 1 mannlegu lifi. Mæður syngja við.börn sin, það er sungið við giftingar og jarðarfarir, og mjög margir iðka einhvern hljóðfæraslátt eða söng. Þetta æðra músiklif, sem við nefnum, kemur tiltölulega seint til sögunnar. Það er uppruna- lega yfirstéttalist, sem þróast i skjóli kirkna og konungsvalds, sem nota þetta við ýmsar at- hafnir sem vissan ramma utan um sina dýrð. Þegar kemur fram á 19. öld nær tón listin til fleira fólks, og borgarastéttin tekur hana upp á sina arma. Og nú á 20. öldinni nær þessi tónlist, sem við getum nefnt háþróaða, gifurlegri út- breiðslu i gegnum hljómplötur og útvarp. Hér á Vesturlöndum getur hver, sem áhuga hefur, * komist i kynni við hana á tónleikum, plötum eða i útvarpi. Þekking auðveldar neyslu Sp. En er tónlistaráhugi sjálf- sprottinn eða hvar kemur tónlistaruppeldi inn I myndina? AHS: Ég held að það verði að vera fyrir hendi ákveðin þekk- ing, ef menn ætla að meðtaka tónlist mjög vel. Ef við tökum samlikingu af bókmenntum er það talið sjálfsagt hér á Islandi, að menn viti nokkur deili á bragarháttum, og flestir vita hvað skáldsaga er. Ég held að einhver slik almenn þekking myndi auðvelda mönnum mikið skilning á tónlist. Það hjálpar t.d. mikið að vita að sinfónia er yfirleitt i fjórum köflum, sá fyrsti er oftast hraður, annar hægur o.s.frv. Þó getur vel ver- ið, að menn meðtaki alla músik, án þess að hafa snefil af slikri þekkingu. En ég held að hún auðveldi alla neyslu, og þvi er það mikilvægt, að henni sé miðlað t.d. i skólum, þvl að þetta er bara almenn menn- ingarþekking. Sp. Hvernig er þessu hlut- verki — tónlistaruppeldi — gegnt i islensku þjóðfélagi nú? AHS: Það hefur ýmislegt verið gert, einkum á sfðustu ár- um. Þannig hefur tónlistar- kennslan stóraukist undanfarin ár. Tónlistarskólinn i Reykjavik hefur ekki undan að mennta alla þá kennara sem þörf er fyrir, og út um land eru að risa upp tónlistarskólar. Það er mikil aðsókn að þessum skólum eins að það sé töluverð þörf hjá þess ari þjóð að stunda svolitinn hljóðfæraslátt og afla sér menntunar á þessu sviði. Sp. Nú fer tónlistaruppeldi ekki eingöngu fram i skólum. Hvað með fjölmiðlana og ábyrgð rikisfjölmiðla á þessu sviði? AHS: Útvarpið hefur núna starfað hérumbil hálfa öld og mótað allan músiksmekk geysi- lega mikið. Það er þó ekki leng- ur með sömu einokun á tónlistarmiðlun og fyrst I stað, heldur hefur framboð á tónlist aukist á öðrum vettvangi. Tónleikum hefur fjölgað, og svo erþað auðvitað hljómplatan. Þó að útvarpið sé ekki eins mikil- vægt og það var á timabili, hef- ur það þá sérstöðu að vera ekki bundið gróðavon. Það getur þvi stutt viðbakið á tónlist sem ekki er formönguð („commercial”) og á erfitt uppdráttar. Hér verð- um við að hafa það i huga, að vegna hljóðritunar erum viö fyrsta eða önnur kynslóðin sem hefur aðgang að allri tónlistar- sögunni og allri tónlist sem samin er I heiminum. Við getum heyrt tónlist viku eftir að hún var flutt I fyrsta skipti á Ind- landi eða tónlist sem samin var árið 1300 i Frakklandi. Þetta er alvegnýtt. Þegar Beethoven var að semja sina tónlist, var sú eina tónlist, sem flutt var á tónleikum, ný tónlist. Þessa möguleika ætti útvarpsstöð að nýta. Hún getur gefið okkur mynd af þessum tveim viddum: Sögunni og öllum heiminum. Að gera sér grein fyrir möguleikunum. Sp. Hvernig gengur svo út- varpinu okkar að koma þessari mynd til skila? AHS: Mér finnst það hafa vantað, að menn gerðu sér grein fyrir þessum möguleika og not- færðu sér hann. Sú mynd sem við fáum er ákaflega takmörk- uð. Annars vegar fáum við músik frá svona á að giska 1750 fram til 1880. Þetta er megin- kjarninn. Og það er mið-evrópu- tónlist, þ.e. af þessari svoköll- uðu æðri tónlist. Það sem kemur á undan og eftir heyrir meira til undantekninga. Það væri lika gaman, ef út- varpið gerði meira af þvi að miðla þvi tónlistarlifi sem fyrir hendi er, t.d. með ,,live”upptök- um i beinni útsendingu. Nú eru vist tæknilegir örðugleikar á þvl, enda er tæknideild útvarps- ins sú deild sem hvað mest er svelt. Þegar talað er um það, að út- varp eigi að endurspegla það tónlistarlif sem til er, komum við að þessu smekksatriði: 1 hvaða hlutföllum á músikin að vera? Ég held að útvarps- stöðvar eigi fyrst og fremst að flytja þá tónlist sem ekki er for- mönguð, þvi að hún á minnstan séns. Það eru aðrir aðilar reiðu- búnir til að koma þeirri formönguðu á framfæri. Otvarp getur tekið að sér það hlutverk sem kirkjan og hirðin höfðu áður fyrr, verið þessi Mæcenas sem tónlistin þarf á að halda, og það hefur útvarp gert viða um lör.d, t.d. hvað varðar framúr- stefnutónlist. Sp. Hvernig hefur rikisút- varpið okkar staðið sig i verndarhlutverki sinu? AHS: Það hefur gert mjög llt- ið, allt of litið. Það þarf að virkja okkar flytjendur og tónskáld miklu meira. Það þarf að veita skjól hvers kyns óformangaðri tónlist, þar á meðal þeim hluta af djass og poppi sem telst til þessa flokks. Hinn hlutinn, sá formangaði, hefur nóga möguleika annars staðar. Poppið Sp. Nú er ungt fólk tiltölulega móttækilegt fyrir tónlist og tónlistaruppeldi. Þetta fólk vill þó einkum hlusta á popp. En er þá ekki möguleiki að veita ungu fólki tónlistaruppeldi i gegnum popp og nota það sem lykil að annarri tónlist? AHS: Jú það kann að vera. Annars hef ég orðið fyrir vonbrigðum með poppið. Ég gerði mér töluverðar vonir um það og farinst það nokkuð ferskt fyrir nokkrum árum. En það virðist hafa staðnað, þótt það séu heiðarlegar undantekningar á, en yfirleitt er verið að hita upp sömu súpuna aftur og aftur. Sp. Getur það ekki verið ein ástæðan, að þegar popparar brydda upp á einhverju nýju, komast þeir hvergi að með það? Þeir komast ekki að I sjónvarpi og fólk vill ekki hlusta á þetta á böllum. AHS: Alveg rétt. Ég á ýmsa góða kunningja i þessum hópi,

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.